Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KVÓTAÞAK OG FISKVEIÐISTJÓRN U N Igrein eftir Halldór Hermannsson, skipstjóra á ísafirði, sem birtist hér í blaðinu í gær segir svo: „í forystugrein Mbl. 24. ágúst, tekur blaðið eindregið undir þau ummæli ýmissa forvígismanna stórkvótaeig- enda að undanförnu að afnema þurfi þak það, sem nú er í lögum um hámark aflaheimilda í einstökum tegundum. Þetta sé nauðsynlegt til þess að ná betri hagræðingu í greininni. Mbl. tel- ur hins vegar að forsendur fyrir þeim lagabreytingum séu, að atvinnugrein- in sjálf fallist á að greiða auðlinda- gjald fyrir þann rýmkaða rétt. Að því tilskildu telur blaðið rétt og sjálfsagt að afnema öll þök á frjálsu framsali.“ Það er misskilningur hjá Halldóri Hermannssyni, að Morgunblaðið telji að útgerðin eigi að greiða auðlinda- gjald fyrir „rýmkaðan rétt“ með af- námi kvótaþaks. Morgunblaðið er og hefur verið þeirrar skoðunar, að útgerðin eigi að greiða gjald fyrir réttinn til þess að nýta fiskimiðin, sem eru samkvæmt lögum, sem Alþingi hefur sett, sam- eign íslenzku þjóðarinnar allrar. Það er að sjálfsögðu ekki bara útgerðin, sem á að greiða fyrir slíkan rétt. Hið sama á t.d. við um orku fallvatn- anna og þau sérstöku réttindi, sem fylgja farsímarásum, sjónvarpsrásum eða útvarpsrásum. Þær takmarkanir, sem nú eru á um- svifum útgerðarfyrirtækja, bæði í sambandi við framsal veiðiheimilda en einnig vegna lagaákvæða um hámark veiðiheimilda eru ekki eðlilegar. Þær virka þvert á móti sem höft á athafna- frelsi þeirra, sem stunda útgerð. Þessar takmarkanir eru komnar til af pólitískum ástæðum. Stjórnmála- mennirnir hafa fundið hina þungu gagnrýni, sem að þeim hefur beinzt frá almenningi, sem hefur fylgzt nán- ast agndofa með því, þegar milljarðar hafa streymt frá útgerðinni til tiltölu- lega fámenns hóps einstaklinga vegna sölu á kvóta. Þess vegna hafa þeir sett takmarkanir á athafnafrelsi útgerðar- innar með ýmsum hætti. Þegar það kerfi er komið á, að út- gerðin borgi gjald í sameiginlegan sjóð eigenda auðlindarinnar fyrir réttinn til þess að nýta fiskimiðin og þegar nauðsynlegar breytingar hafa verið gerðar á lögum, sem heimila frestun á skattgreiðslum af söluhagn- aði, eru ekki lengur pólitískar for- sendur fyrir því að takmarka rétt til framsals veiðiheimilda. Þá eru heldur ekki forsendur fyrir því að viðhalda lagaákvæðum um hámark kvóta ein- stakra útgerðarfyrirtækja. Halldór Hermannsson segir: „Rit- stjóra Morgunblaðsins virðist engu skipta hvað þetta gjald yrði hátt hér og hafa reyndar látið að því liggja, að slíkt skipti ekki máli, einungis að það heiti auðlindagjald.“ Frá sjónarhóli Morgunblaðsins skiptir meginmáli, að það kerfi verði tekið upp í grundvallaratriðum, að greitt sé gjald fyrir afnot af takmark- aðri auðlind, hver sem hún er. En það er mikill misskilningur hjá Halldóri Hermannssyni, að Morgunblaðið telji engu máli skipta hvað gjaldið verði hátt. Það liggur í augum uppi, að það væri fáránlegt að leggja á útgerðina gjald fyrir afnotarétt af auðlindinni, sem íþyngdi henni um of. í grein sinni í Morgunblaðinu í gær segir Halldór Hermannsson: „Vert er að skoða hverjar afleiðingar yrðu, ef fyrrnefndar kvótatakmarkanir yrðu afnumdar og algjörlega frjálst fram- sal yrði með aflaheimildir eins og Morgunblaðið virðist vilja. A þeim stöðum, sem útgerð með smábáta er uppistaðan í atvinnulífi byggðarinnar, mundi þessi útgerð þurrkast upp á skömmum tíma. Auðhringar í útgerð- arstétt myndu fljótlega kaupa þá upp og þar með tækist að útrýma strand- veiðiflota landsmanna.“ Margir hafa haft áhyggjur af því á undanförnum árum, að kvótakerfið mundi hafa þau áhrif, sem skipstjór- inn á Isafirði lýsir. Flest bendir þó til þess, að málin séu að taka allt aðra stefnu. Fyrir nokkrum dögum skýrði Morgunblaðið frá því að skuldir sjáv- arútvegsins hefðu á síðustu 4-5 árum aukizt úr 100 milljörðum í 160-175 milljarða. Þegar skýringa var leitað á þessari miklu skuldaaukningu á skömmum tíma kom í Ijós, að ein af ástæðunum var mikil kvótakaup á undanförnum árum. Þar eru að ein- hverju leyti komnir milljarðarnir, sem streymt hafa út úr útgerðinni á und- anförnum árum. Mikil skuldaaukning af þessum ástæðum bendir óneitanlega til þess, að hagræðingin í sjávarútvegi hafi ekki orðið jafnmikil og menn hafa vilj- að halda fram. A sama tíma hefur smábátaútgerðin blómstrað. Kostnaður við þá útgerð er langtum minni en við stórútgerðina og hráefni, sem smábátarnir koma með að landi, betra. Gamlir útgerðarstaðir á Vestfjörðum eru að ganga í endur- nýjun lífdaga vegna blómlegrar smá- bátaútgerðar, sem nýtir sér þá kosti Vestfjarða að liggja svo nálægt ein- hverjum beztu fiskimiðum, sem hægt er að finna við Island. Það er fullkomið álitamál, hvort stórútgerðirnar eru að þessu leyti samkeppnisfærar við smábátaútgerð- ina og þess vegna er engin ástæða til að ætla fyrirfram, að smábátaútgerð- in mundi leggjast niður, þótt framsal- ið yrði frjálst og kvótaþakinu lyft. Halldór Hermannsson telur, að „kvótaandstæðingar hefðu ekki getað fengið verri samherja en Morgunblað- ið til þess að standa með málstað sín- um í baráttunni gegn ranglæti kvóta- kerfisins“. í þessari afstöðu sinni til stefnu Morgunblaðsins í fiskveiðistjórnun á Halldór Hermannsson sér öfluga bandamenn í forystu LÍÚ. Segja má, að á þessum áratug hafi ekki verið haldinn aðalfundur í þeim samtökum án þess að stóryrðum væri beint að Morgunblaðinu með sama hætti og Halldór Hermannsson gerir nú. Morgunblaðið hefur með skrifum sínum ekki verið að berjast fyrir sér- hagsmunum einstakra hópa innan út- gerðarinnar heldur fyrir hagsmunum fólksins í landinu, eigenda auðlindar- innar að íslenzkum lögum. Þeirri bar- áttu mun blaðið halda áfram, þar til viðunandi niðurstaða fæst. LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 41 Stafróf lífsins Freistandi að kort- leggja Rhodothermus Kortlagning genamengis mannsins er mikilvæg en gen annarra lífvera eru einnig forvitnileg. Guðmundur Egg- ertsson, prófessor við Háskóla Islands, rannsakar örverur og segir þær „ótrúlega skemmtilegar“. Nýjar tegund- ir af örverum hafa fundist hér en aðeins er búið að greina örlítið brot af milljónum tegunda örvera í heiminum. Guðmundur Eggertsson ISLENSKIR íræðimenn hafa ekki einskorðað sig við rann- sóknir á erfðum manna, þeir hafa l£ka sinnt erfðarann- sóknum á dýrum og plöntum auk ör- vera. Um 1970 hófust hér rannsókn- ir á E. coli bakteríum og síðar hitaþolnum hveraörverum og hefur nú verið stofnað sérstakt fyrirtæki til að kanna ensím úr hveraörverum sem talið er að gætu nýst í iðnaði. Talið er að sum af þessum ensímum gætu komið að gagni við sérstök verkefni i læknisfræðirannsóknum. Hveraörverur hafa verið rannsakað- ar hér síðan á miðjum níunda ára- tugnum en dr. Guðmundur Eggerts- son, prófessor í líffræði við Háskóla Islands, sem hefur mikið kannað E. coli bakteríur, hóf erfðafræðilegar athuganir á hveraörverum á Líffræðistofnun Háskólans 1989. „Hin stórkostlega bylting í sam- eindaerfðafræðinni í heiminum varð á sjötta og sjöunda áratugnum,“ segir Guðmundur. „Þá tókst mönn- um að átta sig á því hvað erfðaefnið DNA væri, hvernig sameindir þess væru uppbyggðar. Og tókst að skilja hvemig það eftirmyndast í hverri frumukynslóð og ákvarðar gerð prótína. Með þessum uppgötvunum voru opnaðir nýir heimar. Það sem menn eru að gera með því að ákvarða röð gena í litningum manns- ins er í sjálfu sér alls ekki jafnbylt- ingarkennt og það sem gerðist þá. Genamengiskortið auðveldar eftirleikinn Genamengiskortið er merkur áfangi, það er tæknilegt afrek og auðveldar eftirleikinn en breytir ekki á svipstundu skilningi okkar á erfðum mannsins. Þrennt er mikil- vægt. I fyrsta lagi að hafa skrá yfir öll genin, í öðru lagi að vita hvaða hlut- verki þau gegna. Þar er margt sem við vitum ekki, jafnvel í sambandi við genamengi baktería þótt búið sé að raðgreina mengið. í ýmsum tegund- um þeirra vantar okkur skilning á hiutverki 20-30 af hundraði gen- anna. í þriðja lagi þurfum við að skýra hvernig starfsemi genanna er stjómað og það er erfiðasti áfang- inn. Við vitum að þessi tilhögun er gífurlega flókin hjá bakteríum, þar sem við þekkjum þetta best en dýr og plöntur eru ofboðslega flókin að þessu leyti. Þetta er svo margslung- ið mál. Það mun áreiðanlega taka marga áratugi áður en við komumst að því hvemig starfi hinna ýmsu gena mannsins er stjórnað og enn lengri tíma áður en það verður kannað tU fullnustu. Líklega verða rannsóknir á stjóm genastarfsins aðal-viðfangs- Morgunblaðið/RAX Frá Námaskarði í Mývatnssveit. Islenskir vísindamenn hafa meðal annars rannsakað hitaþolnar örverur og hyggjast reyna að selja þekkinguna fyrirtækjum og framleiðslu á efnum til iðnaðar. efni sameindaerfðafræðinnar á næstu áratugum og það er rétt að hefjast. Sennilegt er að genamengi annarra tegunda en mannsins verði mikið notað í tilraunum. Maðurinn er ekki sérlega heppilegt tilrauna- dýr í þessum efnum! Öll vUjum við vita hvað greinir okkur í erfðafræðilegum skilningi frá dýrunum og plöntunum. Það er geysilega forvitnilegt fyrir okkur að vita hvað greinir á milli okkar og apa, nánustu ættingja okkar í lífrík- inu. Erfðafræðilegi munurinn á okk- ur og simpönsum virðist vera svo lít- ill, innan við 1%. Margir hafa áhuga á að raðgreina genamengi apa og nú þegar mun vera byrjað að greina mengi músar. Og kannski er munurinn mjög lít- ill. Þetta gæti verið spuming um stjórnun á þroskunarferlum þar sem tiltölulega fá prótín koma við sögu en eru notuð á svolítið annan hátt í manninum en apanum, örlítið frá- vik.“ Guðmundm- hefur verið frum- kvöðull í örverurannsóknum hér- lendis. Öiverur eru bakteríur og veirur, hinar síðai’nefndu eru mun minni og sumar þeirra lifa og dafna í bakteríum. Vafasamt er talið að líta á veiruna sem minnstu lifandi ein- inguna þar sem hún getur ekki lifað sjálfstæðu lifi heldur er algerlega háð lifandi frumu. Allt mannkyn á genin Thomas R. Odhiambo er frá Kenýa. Hann er forseti Vísinda- akademíu Afríku og á sæti í siðfræðinefnd SÞ og tók nýlega þátt í ráðstefnu á Islandi. AÐ mati Thomas R. Odhiambo eru blikur á lofti í sambandi við skráningu á erfðamengi manns- ins, eins og hún hefur til þessa verið framkvæmd, vegna þess að hið opinbera í löndum heims hef- ur ekki lagt neitt verulegt fé af mörkum til þessa málaflokks. Eru Bandaríkin þarna undan- skilin. Á sama tíma hefði líftækni- siðnaðurinn hins vegar sett í þetta stórar fjárhæðir og sömu- leiðis ýmis lyfjafyrirtæki. Þrjú eða fjögur þeirra hafi meira að segja ekki gert neitt annað um árabil en vinna að þessu eina verkefni. I Bretlandi væri meira að segja einka- fyrirtæki að vinna að skráningunni, og rík- isstjórnin hefði lagt fé í það mál, svo ein- kennilegt sem það nú virtist. „Mistökin sem Bandaríkjastjórn gerði á 8. áratugnum var að veita ákveðn- um fyrirtækjunum einkaleyfi á genun- um. I raun ætti slíkt ekki að við- gangast, af því að allt mannkyn- ið á þessi gen, eða raunar náttúran öll og sjálf. Hin siðferðilegu álitamál mörg og stór Annað sem menn óttast er að farið verði að krukka í genin og að framleiða erfðabreytt börn. Ef einstaklingur með slík gen tæki upp á því að eignast af- kvæmi með venjulegum einstakl- ingi, óbreyttum, hvers eðlis yrði Thomas R. Odhiambo það? Hin siðferði- legu álitamál eru því mörg og stór. Ilvað getur með- aljóninn gert til að koma í veg fyrir að þetta verði misnot- að? Mér finnst að það ætti að koma hlutunum svo fyrir að niðurstöður rannsóknanna og allt sem þessu við- kemur verði í eigu heimsins alls. I öðru lagi verður að setja á lagg- irnar siðfræðihóp til að fylgjast með öllum þeim breytingum sem kynnu að verða gerðar á erfða- menginu, eða einstökum genum þess, og notkun á hinum breyttu genum. Það veit nefnilega eng- inn hver langtímaáhrif slíks eru. Hið jákvæða við skráningu á erfðamengi mannsins er það að í kjölfarið verður hægt að gera nákvæmari og betri lyf en áður, og hvað snertir erfðabundna sjúkdóma verður bylting." Á nær hverri bakteríu er að að minnsta kosti ein veira. Tegunda- fjöldi baktería og veira skiptir mOlj- ónum, sumar valda mönnum tjóni en aðrar eru hið mesta þarfaþing. Ekki má gleyma að bakteríur bijóta niður úrgang í náttúrunni sem ella myndi safnast upp. Og megnið af bakter- íum hefur ekki enn verið greint. Á hinn bóginn er nokkuð umdeilt hve margar tegundir séu til af bakter- ium þar sem munurinn milli afbrigða er oft svo lítill, t.d. er oft vandséð hvað kalla á tegund og hvað afbrigði. Síðan má ekki gleyma tíðum frum- uskiptingum þeirra og þess hve stökkbreytingar eru örar. Efna- skiptin sem fara fram í bakteríum eru fjölbreytileg, sérstaklega hvað varðar nýtingu næringarefna og segir hann að minnst af þeim hafi enn verið kannað. Nýtingarmögu- leikar baktería í hvers kyns fram- leiðslu byggjast ekki síst á þessum margvíslegu hæfileikum. Til eru bakteríur sem eru algerlega frum- bjarga og þurfa enga lífræna nær- ingu, aðrar nýta sér ýmis lífræn efni. Síðustu tíu árin hafa visindamenn uppgötvað margt óvænt í sambandi við örverur, einkum að þær eru mun flóknari og fjölbreyttari en áður var talið. Guðmundur segir að uppgötv- aðar hafi verið hér nýjar örverur, ein þeirra er hverabakterían Rhodo- thermus marinus sem fannst í ísa- fjarðardjúpi. Segist hann vel geta hugsað sér að raðgreina genamengi hennar. Úr henni var einangrað ens- ím, svonefndur fjölliðari, polymer- ase, er kann að vera heppilegur til raðgreiningar á DNA-sameindum. Ef E. coli skipti sér ítvo sólarhringa... Langflestar örverur virðist ekki eða varla vera hægt að rækta á til- raunastofum en þá er oft hægt að greina þær með aðferðum sam- eindaerfðafræðinnar. „Og með erfðatækninni flytja menn til gen og safna saman í einni bakteríu mörgum genum sem geta til dæmis verið gagnleg við eyðingu á eiturefnum. Einnig hafa menn flutt fjöldamörg gen úr mannafrumum og fengið örverumar til að framleiða efni eins insúlín, vaxtarhormóna og önnur prótín. Kosturinn við þetta er ekki síst hvað bakteríurnar skipta sér hratt og framleiðslan er því mik- il. Því er líka tiltölulega auðvelt að leita uppi ákveðnar stökkbreytingar milli kynslóða, biðin er ekki löng. E-coli er ekki mikil vexti, um einn þúsundasti úr millimetra að lengd. En við hagstæð skilyrði getur e-coli skipt sér á 20 mínútna fresti og ef hún fengi að skipta sér þannig við- stöðulaust, ef ekkert hindraði hana, í tvo sólarhringa myndi hún framleiða massa sem væri nokkur þúsund sinnum stærri en öll jörðin! Ef mað- ur setur nokkrar bakteríur í ræktun í einn millilítra af næringarvökva að kvöldi getur fjöldinn verið orðinn þúsund milljónir að morgni." Hann er spurður hvort menn geti orðið heillaðir af örverum. „Já, svo sannarlega, þær eru ótrú- lega skemmtilegar lífverur." Morgunblaðinu í dag fylgir aukablað um genarannsóknir SPÁNN Fólk sem ersvo fallegt ad það á hvergi heima nema í hulduhúsum Gaudis; alls ekki í tízkuhúsum Við horfðum yfir tumspírur dómkirkjunnar, þær gnæfa uppúr götum og húsaþyrpingum og við sjáum yfir þetta leiksvið eins og guð sjálfur, horfum af himnum; enginn bíll, engin mannvera, borgin eins og mauraþúfa og mauramir ósýnilegh’, annaðhvort undir þessum gömlu veðmðu þök- um eða að heiman. En það skiptir ekki máli; það eitt er mikilvægt sem augað sér og sagt er að auga guðs sé alltsjáandi. Og það er mik- ið að sjá í miðborg Barsinó þegai’ maurarnir em komnir á stjá undir kvöld og götumar fyllast af fólki, alls konar fólki, rassstóm fólki, innskeifu fólki, feitu fólki og mjóu, hálsstuttu fólki, fólki sem leiðist og fólki sem kyssist eins og dúfur, fólki sem er svo ljótt að það er yf- irtak og fólki sem er svo fallegt að það á hvergi heima nema í huldu- húsum Gaudis; alls ekki í tízku- húsum fegmnariðnaðarins. Þar em beinu linumar sem Gaudi þoldi ekki; uppgerðin; tómið. Og þama bak við kirkjuna er elzta torg borgarinnar þar sem Kólumbus stóð að Ameríkuförmni lokinni og sagði ísabellu drottn- ingu og Ferdinand konungi frá landafundum sínum; hann hefði fundið Indland. Hann hafði komið með fyrstu sex indíánana frá Suð- ur-Ameríku og látið skíra þá í dómkirkjunni sjálfri og honum var fagnað eftir landafundinn, en þó að sjálfsögðu einkum fyrir gull- ið og silfrið sem var í vændum. Baráttan við márana ynnist ekki án þessara málma. Og þama á torginu Kólumbus með hýrri há og nokkum tíma á eftir, en síðan skrikaði honum fótur og dýrðin breyttist í venjulega j arðneska eymd. Nú er vegur hans minni en oft áður og margir sem telja að Kólumbus hafi verið illmenni eða þrælahaldaii. Hann á undir högg að sækja en Leifúr The Norse- man á uppleið, jafnvel vígóður faðir hans, Eiríkur rauði, að sækja í sig veðrið, ef mai’ka má tízku- stellingar. En Kólumbus kvaddi þennan heim án þess að vita nokkum tíma að hann hefði fundið Ameiíku. Hann fór með Indland inn i eilífð- ina. Það minnir á Lúther sem ætl- aði aldrei að verða lútherskur heldur flikka upp á sannfæringu sinnar dýrlegu kaþólsku móður- kirkju. En hvað þá um safn Picassos í gamla bænum í Barsínó? Það stendur við einhverja eftir- minnilegustu götu borgarinnar, en þai’ hefur mörgum gömlum húsum verið breytt í söfn og þau standa svo sannarlega fyrir sínu, rétt eins og nýja listasafnið í Hafnarhúsinu. í Picasso-safninu em mjmdir frá öllum tímabilum í list hans, ekki sízt bláa tímabilinu og hinu kúbíska frá 3. áratugnum - eða um sama leyti og Kandinsky var að breyta hefðinni i afstraktnú- tíma, enda lágu allar þessar breytingar í loftinu og í raun em ótrúlega margir meistarar að vinna svipaðar myndir, Picasso, Braque, Gris og svo mætti áíram telja. Eitthvað varð að gera. Samt vom þetta meistarar sem allt kunnu. Picasso málaði svo meistaralegar myndir um ferm- ingu að margir aðrir sem hafa fengizt við myndlist hafa ekki á gamals aldri náð jafn langt. Þama em ekki sízt margar myndir frá því Pieasso stundaði nám við list- VISINDIOG KÆRLEIKI. -Myndsem Picasso málaði aðeins 16 áragamall. háskólann í Barcelona, en þar bjó hann ásamt fjölskyldu sinni í níu ár, eða eftir að hann hvarf frá Malaga. Þessar myndir sýna að Picasso var ekki einungis meistari í grein sinni, heldur fæddur meist- ari. Hann var einungis sextán ára þegar hann málaði Vísindi og kærleika. Hvað skyldu margir listamenn hafa málað aðra eins mynd á löngum starfsferli? Áhyggjumar í andlitum fólksins, kærleikann, vonina persónugerðá í lækninum, bamið og nunnuna. Það vom einungis slíkh' sniiling- ar sem gátu umskapað mynd- listina. Enginn hefur, að ég held, málað jafn góðar afstraktmyndir og frumkvöðullinn sjálfur, Kand- insky. Afstrakt hans hefui’ ekki verið slegið út, sumar myndir hans em þær eftirminnilegustu sem gerðar hafa verið í þessum stfl. Þessir menn höfðu hefðina í blóðinu. Þeir kunnu allt. Þeir era eins og píanóleikari sem getur spilað erfiðustu verk Rachmanin- offs nótnalaust. Það em einungis slíkir menn sem geta umskapað listina; einnig bókmenntimai’. Og þá ekki sízt Ijóðlistina. Fólk sem kann til fullnustu það sem ætlunin er að breyta. Eins og Debussy. 14. maí, sunnudagur Mig dreymdi Þórberg í nótt, kannski er það vegna þess hann hefur að öllum likindum verið klónaður hér í Barcelona. Og þó. Líklega er orsök þessa draums fremur sú að Pétur Pétursson hefur lesið allt Kompaníið fyrir Rikisútvarpið og mér skilst það verði flutt á þessu afmælisári. Ég hef ekki heyrt upplestm’ Pétm-s, en hlakka til þess. Hann er frábær upplesari og það er mikii list í frá- sögnum hans, eins og ég hef heyrt þær milliliðalaust, af vöram hans. Pétur las séra Árna í útvarp og gerði það með afbrigðum vel. Eg var eiginlega aðalhvatamaður þess að Pétur læsi Kompaníið. Hann kann að meta það. Bima, kona hans, segir það sé vanmetin bók. Það skiptir ekki máli. Það eitt skiptir máli að eitthvað sé sæmilega gert; að eitthvað sé gert eins og náttúran; að eitthvað sé tifraun til fullkomnunar; að eitt- hvað sé sprottið af fullkomnunar- áráttu. En fullkomnun er víst ekki til, ekki einu sinni í náttúmnni. Og þó kannski einna helzt þar. En hvort sem Þórbergur hefur verið klónaður hér í Barcelona eða ekki, er hann eitthvað að velkjast í huga mínum eftir að ég hitti leið- sögumanninn sem fór með okkur í dómkirkjuna. Og það er svo sem ekkert að því að dreyma Þórberg. Hann trúði á drauma. Trúði á allt yfimáttúmlegt. Trúði á allt sem er ekki af þessum heimi. Trúði meira að segja á paradís á jörð. Mikil var trú hans! Hann hefði haft gaman af því að fara í ævin- týragarðinn sem Gaudi hannaði hér í Barsínó. Og huldufólkshúsin. Hann hefði verið fljótur að upplifa þetta ævintýri. En sem sagt, nú ætlar Pétur að vera í Kompaníi okkar Þórbergs um stund. Ég efast ekki um það geti orðið bærileg veizla. Margir listamenn em eins og hvítir hrafnar. Þeir falla ekki inní þjóðfélagið, ekki alveg. Ef þeir ætla að gera það, verða þeir að bæla ákveðinn þátt síns listræna eðlis. Það gerði Hannes Hafstein og hætti að yrkja, að mestu. Einn þessara hvítu hrafna var brezki rithöfundurinn Lawi’ence Durrell. Ég hef haft gaman af að lesa skáldsögur hans héðan frá Miðjarðarhafinu. Þær koma úr annarri átt. Þær era byggðar á h'fi hans sjálfs, ævintýmm hans sjálfs. Hann var einskonar dipló- mat eða jafnvel njósnari og talinn kynferðisleg alæta. Mér dettur hann í hug vegna þess ég var að lesa í einhverju dagblaðanna að ein af söguhetjum hans, Sabri Takir, hefði verið skotinn á Kýpur í vikunni; hann var kýpurtyrki en þótti ævintýralegur braskari - og hefði tekið sig vel út á kvóta- og verðbréfamarkaðnum hér! Var vinur Durrells sem studdist við persónu hans í einni af skáldsög- um sínum. Mér fannst þessi frétt lýsa lífí hans vel. Nú er verið að drepa eina af söguhetjum hans, löngu eftir að hann er sjálfur dauður. Það er svo sem eftir öðra og ætti ekki að koma neinum á óvart sem hefur fylgzt með þess- um fijóa og sagnaglaða sí- drykkjumanni. Sabri Takir átti víst sökótt við einhveija krimma eins og í nú- tímametsölubók. Hann var drep- inn á hóteh sem hann átti sjálfur í Lefkosa, helztu borginni á Norð- ur-Kýpur. Hann er persóna í sög- unni Bitter Lemons. Durrell segir að Takir hafi lifað lífinu áreynslulaust. Hann var betur vakandi en flestir aðrir, ekki sízt þegar hann seldi fasteignir! Samt var hann með syfjuleg augu, bætir Durrell við. Sem sagt, aust- urlenzk og dreymin. Sá - án þess að horfa! M. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.