Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Húsavík
Allt krökkt
af berjum
Húsavík. Morgunblaðið.
MJÖG mikið er af berjum í
Kelduhverfi, aðallega kræki-
berjum og bláberjum en
minna af aðalbláberjum. Fólk
hefur komið og lagst á þúfur
og ekki staðið upp fyrr en
búið er að fylla þau ílát sem
það var með og jafnvel þá
komu aðrir og tóku við að
tína af sama blettinum.
Pað er eins og ein kona
sagði við fréttaritara, „elstu
menn muna ekki eins mikla
berjasprettu og nú í sumar“.
Þá er einnig mikið af berj-
um í kringum Húsavík eins
og víða á Norðurlandi og hef-
ur fólk óspart notað sér góða
veðrið og tínt mikið af berj-
um.
Formaður Læknafélags Islands um gagnagrunn á heilbrigðissviði
Gagnagrunnar ósamrým-
anlegir upplýstu samþykki
SIGURBJÖRN Sveinsson, for-
maður Læknafélagsins, segir að
upplýst samþykki sjúklings, eins
og hugtakið hefur verið skilgreint,
og notkun á gagnagrunnum á heil-
brigðissviði séu ósamrýmanleg.
Þess vegna hafi Læknafélag Is-
lands og landlæknir reynt að finna
leiðir til að nýta gagnagrunna og
jafnframt óska eftir „skriflegri
upplýstri samþykkt sjúklings".
„Með hugtakinu upplýst sam-
þykki er átt við að aflað sé sam-
þykkis sjúklings á að heilbrigðis-
upplýsingar um hann séu notaðar í
tiltekna rannsókn þar sem fyrir
liggur skrifleg lýsing á rannsókn-
inni, markmiðum hennar og með-
ferð niðurstaðna og rannsóknar-
gagna að henni lokinni. Sjúkl-
ingurinn getur hætt í rannsókninni
á hvaða stigi sem er nema eftir að
niðurstöður hafa verið birtar.
Þessi lýsing þarf að hafa hlotið
viðurkenningu réttra yfirvalda,
sem er t.d. vísindasiðanefnd.
Þessi skilgreining getur ekki
náð yfir samþykki sem fólk gefur
fyrir notkun upplýsinga um sig í
gagnagrunnum vegna þess að
menn viðurkenna að í dag sé ekki
alveg ljóst hvert notagildi gagna-
grunnanna verður eða nákvæm-
lega hvernig rannsóknir þeir ætla
að gera. Þeir sem ætla að nota
gagnagrunnana vita nokkurn veg-
inn hvað þeir ætla sér með rann-
sóknunum en ekki nákvæmlega
um alla möguleikana. Það er t.d.
ljóst að um leið og farið er að nota
gagnagrunninn koma upp nýjar
hliðar. Það er þessi staðreynd sem
við erum að reyna að mæta núna.
Við erum hins vegar ekki að
gefa afslátt á kröfunni um upplýst
samþykki fyrir rannsóknir þar
sem það á við, samkvæmt hefðum.
Upplýst samþykki getur einnig
gilt um vissar rannsóknir úr þess-
um gagnagrunnum," sagði Sigur-
björn.
Unnið að því að
skilgreina nýtt hugtak
Ekki er búið að skilgreina til
fulls hvað við er átt með hugtakinu
„skrifleg upplýst heimild", en hug-
myndir um það hafa verið settar
niður á blað. Að þeirri vinnu hafa
komið Læknafélagið, landlæknir
og Islensk erfðagreining.
í fyrirliggjandi drögum er talað
um að frá tilteknum degi verði
þeir sem leita til heilbrigðisþjón-
ustunnar, hvort sem er á sjúkra-
hús, heilsugæslustöð eða annars
staðar, spurðir hvort þeir leyfi eða
leyfi ekki að upplýsingar úr
sjúkraskrám megi nota til ótil-
greindra læknisfræðilegra og líf-
fræðilegra rannsókna. Gert er ráð
fyrir að þetta gildi einungis um
upplýsingar sem aflað er vegna
þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Upp-
lýst samþykki verður eftir sem áð-
ur nauðsynlegt vegna tilgreindra
vísindarannsókna, sem falla undir
ákvæði laga um réttindi sjúklinga.
Samkvæmt drögunum er ætlast
til að þeir sem veita heimild (til að
upplýsingar um þá verði fluttar í
miðlæga gagnagrunna) undirriti
skjal þar sem fram koma þýðing-
armiklar upplýsingar um hugsan-
legar rannsóknir, svo sem um
hvers konar upplýsingar eru not-
aðar til rannsókna, hvers konar
rannsóknir er um að ræða í al-
mennum orðum, markmið rann-
sóknanna, þær öryggiskröfur sem
eru gerðar um meðferð gagnanna,
þátt vísindasiðanefndar og tölvu-
nefndar, réttinn til draga út gögn
og afturkalla heimild og um rétt
einstaklings til ákveða um aðgang
að eldri gögnum.
Fyrirliggjandi drög gera ráð
fyrir að heimildaröflun og veiting
verði eins einföld og kostur er.
Ætlast er til að hin skriflega heim-
ild verði bundin ákveðnum fyrir-
vörum sem þarf að lýsa sérstak-
lega. Þeir taki m.a. til réttar til að
halda tilteknum upplýsingum utan
rannsókna og réttar barna, sem
taka þátt í rannsóknum skv.
ákvörðun foreldra, til að taka sjálf-
stæða ákvörðun þegar þau öðlast
sjálfræði. Gert er ráð fyrir að for-
ráðamenn taki ákvarðanir fyrir
ófullveðja og ósjálfráða fólk. For-
ráðamenn eiga líka að taka
ákvarðanir fyrir látin börn sín. Ef
vilji hins látna liggur fyrir skal
virða hann. Um aðra látna gildi
ákvörðun tölvunefndar og vísinda-
siðanefndar, svo og trúnaðar-
skylda heilbrigðisstétta.
Forseti Litháens
í opinberri
heimsókn
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Óskar Kristjánsson, bóndi í Grænuhlíð, með dílaskarfínn.
Dílaskarfur bankaði upp á í sveitinni
ÞESSI dflaskarfur gerði sig heimakominn hjá fólk-
inu í Grænuhlíð sem er bær innarlega í Eyjafjarðar-
sveit. María Tryggvadóttir húsfreyja á bænum sagði
að hún hefði verið stödd í eldhúsinu ásamt vinkonu
sinni þegar þær heyrðu heilmikinn dynk á þakinu.
Fóru þær út að athuga hverju það sætti og þá sat
fugl á dyrahellunni og goggaði í hurðina. María
sagðist hafa hleypt honum inn og kannað í fuglabók
um hvaða fugl væri að ræða. Hún sagðist ekki vita
til að dflaskarfar væru á þessum slóðum og hvað þá
að þeir bönkuðu upp á hjá fólki enda sagðir styggir
og varir um sig.
Hún bjóst við að fuglinum yrði ekið til sjávar og
sleppt þar.
Kjartan Jóhannsson, fráfarandi framkvæmdastjóri EFTA
Rekstur EES-samnings-
ins hefur gengið vel
KJARTAN Jóhanns-
son, sem í fyrradag lét
af störfum sem fram-
kvæmdastjóri EFTA,
segii- að rekstur EES-
samningsins hafi geng-
ið vel og telur líklegt að
EFTA verði rekið í
svipaðri mynd næstu
fimm til tíu árin.
Fríverslunarsamtök
Evrópu stóðu á tíma-
mótum þegar Kjartan
tók þar við fram-
kvæmdastjórn fyrir sex
árum. Þá var verið að
hefja framkvæmd
samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið
Kjartan Jóhannsson
en jafn-
„Þetta voru miklir
óvissutímar og það
gekk á ýmsu við að
koma hlutunum áfram
við þessar aðstæður,"
segir Kjartan. Hann
lýsir þehxi skoðun sinni
að EES-samningurinn
hafi komið að góðu
gagni og hafi þegar skil-
að vænum árangri.
Rekstur samningsins
hafi gengið vel. „Eg er
ánægður með hvemig
tekist hefur að endur-
skipuleggja samtökin
og gera þau lifandi sam-
tök sem þjóna aðildar-
þjóðunum vel,“ segir Kjartan.
FORSETI Lit-
háens, Valdas
Adamkus, og
kona hans, Alma
Adamkiene,
koma í opinbera
heimsókn til Is-
lands nk. sunnu-
dag í boði Ólafs
Ragnars Gríms-
sonar, forseta Is-
lands. í fylgdar-
liði forsetans eru áhrifamenn í
stjórnkerfi Litháens auk 11 manna
viðskiptasendinefndar.
Heimsóknin hefst með móttöku á
Bessastöðum að viðstaddri ríkis-
stjórn íslands og handhöfum for-
setavalds. Á mánudaginn mun for-
seti Litháens eiga viðræður við
Davíð Oddsson forsætisráðherra.
Eftir fundinn verður haldið til Sel-
foss þar sem forsetinn heimsækir
m.a. Fjölbrautaskóla Suðurlands,
Rannsóknastofnun Háskóla íslands
í jarðskjálftafræðum og Mjólkurbú
Flóamanna. Þá mun forsetinn
verða viðstaddur sýningu á íslenska
hestinum.
Frá Selfossi verður haldið að
Gullfossi og Geysi og þaðan til
Þingvalla. Adamkus gróðursetur
tré í Vinalundi og um kvöldið snæð-
ir hann kvöldverð á ÞingvöIIum í
boði forsætisráðherra.
Ljósmyndasýning frá Vilníus
Dagskránni lýkur á þriðjudag,en
þá á hann fund með Halldóri Ás-
grímssyni utanríkisráðherra.
Adamkus mun ávarpa ráðstefnu um
viðskipti íslands og Litháens sem
haldin verður á vegum Verslunar-
ráðs íslands. Forsetinn mun einnig
heimsækja Höfða þar sem Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri kynnir honum sögu hússins,
en það var einmitt í Höfða sem Jón
Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi
utanríkisráðherra, undirritaði yfir-
lýsingu um viðurkenningu íslands á
sjálfstæði Litháens. Síðdegis skoð-
ar forsetinn sýningar á Kjarvals-
stöðum, en heimsókninni lýkur með
því að hann opnar ljósmyndasýn-
ingu frá Vilníus, sem haldin er í
anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.
Með heimsókninni er Adamkus
að endurgjalda heimsókn forseta
íslands til Litháens árið 1998.
Barðist gegn Sovétmönnum
Valdas Adamkus fæddist í borg-
inni Kaunas árið 1926. Hann gekk
til liðs við sjálfstæðishreyfingu Lit-
háa í síðarí heimsstyrjöldinni og
tók þátt í bardögum gegn sovéska
hernum, en neyddist til að flýja til
Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni
og stundaði þar háskólanám í nátt-
úruvísindum. Árið 1949 flutti
Adamkus til Bandaríkjanna. Hann
lauk prófi í verkfræði frá Tæknihá-
skóla Illinois árið 1960 og starfaði
um áratugaskeið fyrir bandaríska
umhverfisráðuneytið.
Adamkus tók virkan þátt í starfi
ýmissa samtaka Litháa í Banda-
ríkjunum og barðist alla tíð gegn
yfirráðum Sovétmanna í heimalandi
sínu. Eftir að Litháen hlaut sjálf-
stæði hóf hann afskipti af þarlend-
um stjórnmálum og var kjörinn for-
seti landsins í janúar 1998.
framt voru fjórar EFTA-þjóðir á leið
inn í Evrópusambandið og þar með út
úr EFTA. Þrjár þeirra létu verða af
því en Norðmenn hættu við. Það kom
því í hlut Kjartans að endurskipu-
leggja samtökin, meðal annars að
fækka starfsfólki um tvo þriðju hluta.
Nú vinna þar um 70 manns í stað um
200 þegar hann tók til starfa.
Áfram þörf fyrir EFTA
Á þessum tíma hefur einnig orðið
sú stefnubreyting að gerðir hafa ver-
ið fríverslunarsamningar við ýmsar
þjóðir og stefnt að slíkum samningum
við fleiri, meðal annars Kanada og
Mexíkó. „Þótt samtökin heiti Frí-
verslunarsamtök Evrópu bindum við
okkur ekki lengur við Evrópu,“ segú'
Kjartan og bætir því við að samband
EFTA-þjóðanna sé orðið miklu dýpra
og víðtækara en var í upphafi vegna
framkvæmdar EES-samningsins.
Telur Kjartan líklegt að EFTA
verði rekið í svipaðri mynd næstu
fimm til tíu árin en treystir sér ekki
til að horfa lengra fram í tímann.
Nefnir hann í þessu sambandi að ólík-
legt sé að þeirri umræðu sem nú er í
Noregi Jjúki með aðild að Evi'ópu-
sambandinu innan 5-10 ára og metur
stöðuna í Sviss á svipaðan hátt. Sjálf-
ur segist hann ekki vera í nógu góðri
aðstöðu til að meta þróunina á Is-
landi.
Kjartan afhenti eftirmanni sínum,
William Rossier, lyklana að höfuð-
stöðvum EFTA við athöfn í Genf í
fyrradag. í gær var svipuð athöfn
haldin á skrifstofum EFTÁí Brussel.
Kjartan kemur heim að svo búnu
og tekur til starfa í utanríkisráðu-
neytinu á mánudag. Hann kveðst
gera ráð fyrir að þá muni ráðherra og
ráðuneytisstjóri ræða við sig um
verkefni þar.
Valdas
Adamkus