Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 35
NEYTENDUR
LÍKAMSRÆKTIN =5 ca C/3 cq £ Spinning Ýmsir leikfimist 03 O) 'O Barnagæsla co Gufubað Heitur pottur Má leggja kort inn
2000-2001 3MÁN. 6 MÁN. ÁRS- K0RT NÝTT
Baðhúsið Brautarholti 20, Reykjavík 14.500 24.0901) 37.9901) X X X X X X X X 4) , . '
Betrunarhúsið "\ / Garðatorgi 1, Garðabæ 14.900 39.700 X X X X X X X X X Sippbox, body spin, lokaðir karta og kvennatímar
Hress Dalshrauni 1, Hafnarfjörður 13.900 22.990 37.990 X X X X X X 5) Þrekhringur, nudd, ný tæki í tækjasal
J.S.B. Lágmúli 9, Reykjavík 16.500 26.500 48.600 X X X X X Opnar kl. 6. Heilsuverslun. Nudd, púl og pallar, heilsusturtur með kísillausu vatni.
Hreyfing Faxafen 14, Reykjavík 13.500 3.990 (á mánuði) 3.290 (á mánuöi) X X X X X X 4) Ný þol- og styrktartæki. Einkaþjálfun. Timar m. einfoldum æfingum. Styttri leikfimitímar sem sameina tíma og tæki
Nautilius Heilsurækt Sundlaug Kópav.,Suðurb.laug Hf. 15.990 2) 24.9002) X X X X
Kramhúsið Skólavörðustíg 121, Reykjavík 18.500 (14 vikur) X X X X Tónlist f 3-12 ára. Jóga fyrir ófriskar konur. Trúða og grímunámskeið. Jembe trommur og ástralskt Didgeridoo
Technosport Bæjarhrauni 2, Hafnarfjörður 11.500 19.900 33.500 X X X X 4)
Ræktin Suðurströnd 4, Seltj.nesi / 13.950 23.000 37.500 X X X X X X X X X Fitness kickbox. Styrktamámskeið fyrir konur fæddar 1940-1968.
World Class i Fellsmúla 24, Rvk. 13.950 22.300 32.950 X X X X X X X X 6) Taí bo fyrir unglinga. Leikfimi fyrir eldri borgara. Tímar fyrir nýbakaðar mæður.
Veggsport Stórhöfða 17, Rvk. 9.900 24.000 X X X X X X X 7) Ný tæki. Heitsuátak.
Perlan W I Hafnargötu 32, Keflavík 0' 4 [ 13.000 19.900 34.900 X X X X X X 3) X Kick- og box námskeið.
Bjarg Akureyri Bugðusíðu 1, Akureyri s 13.900 22.900 34.000 X X X X X X X X Nýr lífstíll. Nýr tækjasalur. Ný pottaaðstaða. Body pump.
World Class Akureyri við Strandgötu 13.950 22.300 32.950 X X X X X Boxercize. Spinning fyrir 45 ára og eldri.
Vaxtaræktin Akureyri KA heimilið, íþróttahöllin 9.900 16.000 26.000 X X X X X x8) X Tveir nýir tækjasalir i KA heimilinu.
1) Vildarklúbbur 2) Sundkort innifaliö 3)Væntanlegt 4) 10% dýrara 5) Kostar 900 kr 6) Gegn vottorði 7) Öll nema árskort 8) Á öðrum staðnum
Aðhald og
lokaðir
hópar
HJÁ Heilsugarði Gauja litla
eru haldin átta vikna aðhalds-
námskeið fyrir fullorðna og
unglinga, og þriggja mánaða
námskeið fyrir börn að sögn
Guðjóns Sigmundssonar eig-
anda.
„Á þessum námskeiðum er
meira aðhald en gengur og
gerist og hverjum og einum er
fylgt í gegnum þjálfunina skref
fyrir skref.“
Á námskeiðunum eru lokað-
ir hópar og felur þátttaka í sér
aðgang að líkamsræktarstöð,
vigtun, ummáls- og fitumæl-
ingar, stuttermaboi, matar-
dagbók og kennslugögn með
leiðbeiningum um þjálfun og
fæðuval.
Einu sinni á tímabilinu er
fræðsludagur þar sem haldnir
eru fyrirlestrar um heilsurækt
og fyrstu vikuna eru umræðu-
fundir með meðal annars nær-
ingarráðgjafa, lækni og sál-
fræðingi. Einnig hafa þátttak-
endur aðgang að þessum
einstaklingum á námskeiðinu.
Fyrsta námskeiðið kostar
24.500 krónur en ef menn
mæta á annað námskeið borga
þeir 19.000 krónur, þriðja
skiptið kostar síðan 16.000
krónur.
Unglinganámskeiðin kosta
19.000 krónur en þessi tvö
námskeið eru haldin í World
Class í Reykjavík og á Akur-
eyri. Þriggja mánaða barna-
námskeið eru haldin í Heilsu-
garði Gauja litla í Brautarholti.
allt að stefna í rétta átt. „Fólk er að
átta sig á að langbestu kjörin fjár-
hagslega eru fólgin í að kaupa lang-
tíma kort og einnig að það gefur
langbesta árangurinn í þjálfuninni.
Hrefna Halldórsdóttir, eigandi
líkamsræktarstöðvarinnar Techno-
sport, tekur í sama streng og ráð-
leggur fólki að byrja rólega. „AJIir
vilja taka sig á í líkamsræktinni eftir
sumarið og svo gerist það sama eftir
jólin.“ Hún segir fólk vera latara við
að hreyfa sig á sumrin en á veturna,
það sé meira úti og finnist það ekki
þurfa jafnmikið á hreyfingunni að
halda. „Við höfum verið að benda
fólki á að í stað þess að hætta alveg
að æfa yfir sumarið sé betra að
fækka æfingum á viku þannig að
hreyfingin sé jöfn yfir allt árið. Það
getur verið erfitt að komast í gang
eftir langt frí en þá er bara að gæta
þess að ofreyna sig ekki.“
Persónu-
leg
þjálfun
HJÁ líkamsræktarstöðinni
Mecca Spa eru seld mánaðar-
kort á 12.000 krónur, 36 tíma
kort á 36.000 krónur og árskort
á 96.000 krónur að sögn Jó-
hanns Halldórssonar eiganda.
„Hver viðskiptavinur hefur að-
gang að öllum tímum og getur
fengið þjálfun með einkakenn-
ara sem við köllum „persónu-
lega þjálfun". Allir fá matar-
dagbók og hafa aðgang að
næringarráðgjafa. Einnig geta
menn fengið fitu-, ummáls- og
þyngdaimællngar eftir þörf-
um.“ Hann segir að við hverja
komu fái menn inniskó, hand-
klæði og slopp en einnig sé inn-
ifalinn afsláttur af vörum í
verslun stöðvarinnai' og af ým-
iss konar þjónustu sem boðið er
upp á, meðal annars nuddi,
snyrti- og spa-meðferðum og
austurlenskum heilsumeðferð-
um.
Hörkupúl og
bardagaíþróttir vinsælast
„Erfiðir púltímar með austur-
lenskum bardagaíþróttum í bland er
vinsælast hjá okkur í haust.“ segir
Ásta Hrönn Björgvinsdóttir fram-
kvæmdastjóri World Class á Akur-
eyri. „Einnig eru ýmiss konar mæl-
ingar orðnar afar vinsælar,
þyngdar-, fitu- og blóðþrýstings- og
púlsmælingar. Fólk vill fá að vita allt
um hvernig það er líkamlega á sig
komið.“ Hún segir algengast að fólk
æfi um það bil þrisvar, fjórum sinn-
um í viku. „Aldurshópurinn á stöð-
inni er frá 12 ára og upp í áttrætt en
líklega er stærsti hópurinn á aldrin-
um frá tvítugu upp í fimmtugt."
Neituðu að gefa
upp verð
Ekki fékkst uppgefið verð á kort-
um hjá líkamsræktarkeðjunni Plan-
et Pulse sem rekur sex stöðvar, í
Frostaskjóli, Faxafeni, Skipholti,
Austurstræti og tvær á Suðurlands-
braut. „Það hefur verið stefna okkar
að gefa ekki upp verð í fjölmiðlum
heldur fáum við þá sem byrja að æfa
hjá okkur til að koma og skoða hvað
við höfum upp á að bjóða. Síðan get-
ur viðkomandi valið þá þjónustu sem
hann kýs. Þannig höfum við starfað
frá upphafi og það hefur gefið góða
raun,“ segir Júlía Þorvaldsdóttir
framkvæmdastjóri Planet Pulse-
keðjunnar.
Þess ber að geta að þessi verð-
könnun er á engan hátt tæmandi, lík-
ams- og heilsuræktarstöðvamar eru
mun fieiri hér á landi. Margar
líkamsræktarstöðvar bjóða einnig
upp á kort með lengri gildistíma, 24
og 36 mánaða, sem geta reynst hag-
stæðari kaup.
Einnig er á mörgum stöðum boðið
upp á boðgreiðslur þar sem við-
skiptavinurinn skuldbindur sig til að
eiga kort í ákveðinn tíma en í stað
þess að greiða alla upphæðina í einu
dreifist greiðslan yfir þá mánuði sem
keyptir eru.
Þá er ekkert tillit tekið til gæða
tækja, þjónustu eða úrvals tíma sem
í boði eru eða opnunartíma stöðv-
anna sem er mismunandi. Einungis
er um að ræða beinan verðsaman-
burð.
Lærðu hotelstjórnun í Sviss,
Sandaríkjunum eða Astralíu
Leggðu grunninn að alþjóðlegum starfsferli
með námi í hótelstjórnun
Diploma í hótelstjórnun. „Cesar Ritz Colleges“.
Skólarnir bjóða diplomu í hótelstjómun. Um er að ræða 2 ára nám þar sem mikil
áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í hagnýtri hótelstjómun, sérstaklega hótel
með veitingarekstur. Námið felur m.a. í sér tvö launuð lærlingstímabil.
...Og bœttu um betur:
BA-gráða, MS-gráða og PGD
Washington State University og háskólamiðstöðin „Cesar Ritz“ í Sviss. í háskóla-
miðstöðinni „Cesar Ritz“ færðu heimsklassa menntun til lokaprófa (undergraduate/
graduate) í eftirfarandi greinum:
/ Svissnesk hærri diploma í hótelstjómun.
/ BA gráða frá Washington State University í hótel- og veitingastjórnun.
/ MS gráða í alþjóðlegri hótel- og móttökustjómun.
/ PGD gráða í alþjóðlegri hótel- og veitingastjórnun.
Öll kennsla fer fram á ensku.
Jnternatjonal
COL.I..EGE OF
TOURISM & HOTEL.
Managemcnt
KYNNINGARFUNDUR
Sunnudaginn 3. september kl. 16:00 í Kiwanis-
húsinu, Engjateigi 11, 105 Reykjavík.
Fulltrúi á íslandi: Árni Valur Sólonsson,
GSM: 896 2204. Sími 564 4152.
netfang: ArniSol@Binet.is