Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 9 Vinkonurnar Sóley Jóhannsdóttir og Eyrún Guðbergsdóttir eru að byrja í fimmta bekk. Fyrsta verkefni fyrsta skóladagsins var að skrifa frásögn af sumarfríinu. Kristján Einarsson, Davíð Valdimar Valsson og Jökull Tandri Ámundason eru að byrja í fimmta bekk. Það vildi svo til að Jökull Tandri átti tíu ára afmæli í gær, fyrsta skóladaginn. Skemmti- legt að byrjaí skólanum FYRSTA skóladagsins á nýjum vetri er jafnan beðið með mikilli eftir- væntingu og þrátt fyrir að örlítil eft- irsjá kunni að vera að sumrinu, er óneitanlega spennandi að koma aft- ur í skólann eftir þriggja mánaða hlé. Grunnskólar voru settir í gær um allt land og hófst kennsla strax í sumum þeirra. Margir nemendur voru að stíga sín allra fyrstu spor á skólagöng- unni, en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands má áætla að um 4.500 börn hefji skólagönguna nú í haust. Nemendur á grunnskóla- aldri eru um 43.730 talsins og hefur þeim fjölgað nokkuð frá því í fyrra. Nýtt skólaár í nýju skólahúsi Á Álftanesi var nýtt skólahús tek- ið í notkun í gær. Þegar litið var inn í kennslustund hjá fimmta bekk í Álftanesskóla voru krakkamir önn- um kafnir við að skrifa frásögn af því sem þau gerðu í sumar. Vinkon- umar Sóley Jóhannsdóttir og Eyrún Guðbergsdóttir sögðu að þeim þætti mjög skemmtilegt að byija f skólan- um. Þær vom ánægðar með fyrsta verkefni vetrarins því þeim þykir „mjög skemmtilegt að skrifa þegar maður má ákveða sjálfur um hvað“. Beklgarbræður þeirra, þeir Krist- ján Einarsson, Davfð Valdimar Vals- son og Jökull Tandri Ámundason, sögðu að þeim þætti „svoiítið leiðin- legt“ að sumarfríið væri búið. Samt fannst þeim „ekkert svo leiðinlegt" Dagur Freyr Bjarnason og Heiðar Snær Jónasson eru að byija í öðrum bekk og sögðust ánægðir með að vera byijaðir í skólanum. Fyrsta verkefni þeirra var að skreyta möppu sem kallast skilaboðaskjóðan. að vera komnir aftur í skólann og leist þeim afar vel á nýja skólahúsið. Þegar litið var inn í kennslustund hjá öðmm bekk voru krakkamir önnum kafnir við að skreyta möppu sem kölluð er „Skilaboðaskjóðan", og geymir stundaskrána þeirra, um- slag undir skilaboð til foreldra og fleira. Vinkonurnar Alina Vilhjálms- dóttir og Marey Jónasdóttir sögðust hafa hlakkað „rosalega mikið til að byija í skólanum," og sagði Alina að undanfarið hafi hún stöðugt verið að spyija mömmu sína að því, hve- nær skólinn byijaði eiginlega. Það sem Mareyju finnst skemmti- legast að gera í skólanum er að mála og læra á tölvur, en Alinu finnst skemmtilegast að búa til sögur, eins og þau hafi oft gert í fyrravetur Morgunblaðið/Jim Smart Alina Vilhjálmsdóttir og Marey Jónasdóttir eru að byija í öðrum bekk. Þær vora búnar að hlakka mikið til að byija í skólanum og langar báð- ar til að verða ballerínur þegar þær verða stórar. þegar þau vom að læra stafina. Bæði Alina og Marey segjast vilja verða ballerínur þegar þær eru orðnar stórar. Heiðar Snær Jónasson og Dagur Freyr Bjarnason vom líka ánægðir með að vera byijaðir í skólanum. Heiðari Snæ finnst skemmtilegast í matreiðslu og sundi og Degi Frey finnst skemmtilegast í sundi, íþrótt- um, myndmennt og stærðfræði. Hann hlakkar líka til að fara í tón- mennt í vetur því þar muni þau fá að læra á blokkflautu. Heiðar Snær segir að sig langi til að verða kettl- ingasölumaður þegar hann er orð- inn stór, en Dagur Freyr segist ekki vera búinn að ákveða sig. Enda væri líklegt, ef hann væri búinn að því, að hann ætti eftir að skipta um skoðun. Fræðslumiðstöð Reykjavflmr kynnir nýjungar í starfí grunnskólanna í vetur Tölvur notaðar til kennslu í mjög auknum mæli Nemendur Grunnskóla Reykjavíkur eru nú um 15.200. Þeim hefur fjölgað um 200 frá því á síðasta skólaári og er gert ráð fyrir því að þeim fari enn fjölgandi. I gær voru kynntar ýmsar nýjungar í starfí skólanna. 31 af 37 Grunnskólum Reykjavíkur eru ein- setnir nú þegar þetta skólaár hefst og er stefnt að því að þeir verði það allir haustið 2002. Nú í haust eru nemendur Grunnskóla Reykjavíkur um 15.200 talsins og hefur nem- endum fjölgað um 200 frá því á síðasta skóla- ári. Gerður Óskarsdóttir fræðslustjóri sagði, á blaðamannafundi í gær, að spár gerðu ráð fyrir því að nemendum héldi áfram að fjölga fram til ársins 2004 en eftir það myndi fjöldi þeirra líklega standa í stað um sinn. í Grunnskólum Reykjavíkur eru um 1.250 stöðugildi kennara og nú við upphaf skólaárs vantar enn um 10 kennara til starfa. Gerður sagði að þetta væri svipuð staða og var við upphaf skólaárs í fyrra, en svo virtist samt sem erfiðara væri að fá kennara til starfa nú en þá. I fyrra hefði tekist að ráða í allar stöð- ur á fyrstu dögum septembermánaðar og sagðist hún eiga von á því að það tækist einn- ig nú. Hlutfall leiðbeinenda hækkar úr 5% í 10% Gerður segir að erfitt reynist að manna þessar stöður meðal annars vegna þess að stöðugildum hafi fjölgað um 200 frá árinu 1996, vegna þessa að skólum hefur fjölgað, skóladagur lengst, nemendum fjölgað og einnig hafi 70 stöðugildi bæst við þegar bætt var við stundum til sveigjanlegs skólastarfs. Á móti kæmi að útskrifuðum kennurum hvert ár hefði ekki fjölgað í um þrjátíu ár. Hún sagði einnig að samkeppni væri um gott starfsfólk í öllum greinum og skólamir stæðu höllum fæti þar sem laun kennara væru lægri en hjá flestu öðru háskólamenntuðu fólki. Að sögn Gerðar má gera ráð fyrir því að í vetur verði hlutfall leiðbeinenda upp undir 10% af kennaraliði skóla, en á síðasta skóla- ári hafi þetta hlutfall verið um 5%. Hún sagði þessa þróun áhyggjuefni, en benti jafnframt á að 60% leiðbeinenda í Grunnskólum Reykjavíkur væru með háskólapróf, væru leikskólakennarar, þroskaþjálfar eða í námi til kennsluréttinda. Á fundinum voru kynntar ýmsar nýjungar í skólastarfi Grunnskóla Reykjavíkur. Tölvur verða notaðar við kennslu í mjög auknum mæli í vetur, en samningur borgar- innar við Línu.Net, sem undirritaðar var fyr- ir skömmu, gerir ráð fyrir margföldun á bandbreidd þannig að hægt verði að nota Netið í kennslu í heilum bekkjardeíldum í einu. í haust hafa verið keyptar 300 tölvur fyrir skólana og era nú um 12 nemendur um hverja tölvu og um 3,5 kennarar um hverja tölvu fyrir kennara. Samkvæmt stefnu Fræðsluráðs Reykjavíkur er stefnt er að því að haustið 2004 verði 5 nemendur um hverja tölvu og að allir kennarar verði komnir með eigin tölvu haustið 2003. Settir hafa verið á stofn byggingahópar um hönnun nýrra skólabygginga, með fulltrúum skóla, iðnaðarmanna og foreldra. Hlutverk þeirra er að móta hugmyndir um hvers konar starfsemi eigi að vera í viðkomandi byggingu áður en arkitekt er falið að teikna hana. Stefnt að aukinni þátttöku foreldra í skólastarfi Stefnt er að því að auka þátttöku foreldra } skólastarfi og verða gerðar tilraunir með aukið samstarf foreldra og skóla í vetur. Breiðholts- og Engjaskóli verða svokallaðif móðurskólar þess verkefnis. Tilraun verður gerð með breytt fyrirkomr - lag skóladagvistar og fer hún fram í Breic- holtsskóla. Eftir að kennslu lýkur verður nemendum í öðram til fjórða bekk boðið upp á ókeypis heimanámsaðstoð og nemendum í fyrsta bekk boðið upp á íþróttir og tónlist. Eftir klukkan 15 verður tómstundastarf á vegum ÍTR í boði. Einnig verður fleiri skólum gert kleift að stofna nýjar stjórnendastöður, en á síðasta skólaári fengu sjö skólar fjármagn til að ráða millistjórnendur á borð við deildarstjóra yfm skólastigum, yfirmenn sérkennslu og skrif- stofustjóra. í vetur bætast tíu skólar í hópinn og haustið 2001 er gert ráð fyrir að allir skól- ar hafi breytt stjórnskipulagi sínu þannig að slíkir millistjórnendur verði ráðnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.