Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 45
þeirra sem allt telja sig vita.
Svargreinar þær sem borist hafa
við greinum þeirra félaga hafa
varpað ljósi á ýmsa hluti en eitt
lítið/stórt atriði hefur gleymst í
umræðunni.
Atriði sem segir þeim kumpán-
um kurteislega að halda sínum
fræðum fyrir sig.
í fyrsta lagi gefa þeir sér það í
sínum málflutningi að auglýsendur
séu almennt skoðanalaus fífl sem
gefa sig auglýsingastofunum al-
gerlega á vald og séu svo ofurseld
þeirra hugmyndafræði sem snúist
eins og áður segir meira um hags-
muni stofunnar en viðskiptavinar-
ins. Umboðslaun séu tekin fram
yfir greiningu á þörfum viðskipta-
vinarins.
Til að gefa þeim möguleika á að
hafna nýjum möguleika langar mig
til að benda á eitt atriði. Þrátt fyr-
ir að stofur innan SIA starfi skv.
ákveðnum verkreglum og skoðana-
könnunum og að minni stofur utan
samtakanna eftir ýmsum öðrum
leiðum eiga þær allar eitt sameig-
inlegt.
Við vinnum fyrir viðskiptavini
sem ætlast til árangurs! Þeim er
hjartanlega sama hvort sá árangur
er byggður á Gallup-könnun,
Thelmar-birtingarforritinu, snerti-
verði, markaðsvænni heildrænni
framsetningu eða órökstuddri til-
finningu. í augum viðskiptavinar-
ins er aðeins til einn mælanlegur
kvarði á starf okkar og sá mæli-
kvarði heitir sala! Þegar saman
fara góð auglýsing, réttar birting-
ar og vara sem stendur undir
væntingum er árangrinum oftast
náð. Stundum gegnum sjónvarp,
stundum dagblöð, tímarit eða aðra
miðla.
Þegar auglýsingastofur segjast
vinna af þekkingu og reynslu þarf
það ekki endilega að þýða þekking
og reynsla viðkomandi stofu. Það
er nefnilega þetta atriði sem þeim
félögum hefur sést yfir. Þekking
og reynsla fyrirtækjanna sem við
erum að vinna fyrir er okkur alltaf
uppspretta nýrrar kunnáttu enda
búa stjórnendur þeirra oft og tíð-
um yfir giíðarlegri reynslu og
kunnáttu í markaðssetningu og
auglýsingamálum.
Setningin: „Nei, ég ætla bara að
auglýsa í Morgunblaðinu" kemur
ekki frá auglýsingastofu. Hún
kemur frá stjórnanda sem er
búinn að átta sig á hvar er best
fyrir hann að auglýsa sína vöru.
Aðrir hafa ofurtrú á öðrum miðl-
um og auglýsingastofur geta ekki
sett viðskiptavinum sínum stólinn
fyrir dyrnar og sagt: „Þú skalt“
(út af umboðslaunum).
Friðrik virðist ofurseldur vís-
indalegum könnunum um mann-
legt eðli.
Súluritum sem segja okkur
ýmsa hluti. Hvað gerist eftir
hverja einustu Gallup-könnun um
fjölmiðlanotkun á Islandi? Jú,
flestir fjölmiðlar auglýsa hversu
vel þeir komu út úr henni. Þessi
miðað við aldurshópinn 15-20.
Þessi miðað við landsbyggðina.
Þessi miðað við síðustu könnun
o.s.frv. Það er nefnilega staðreynd
með kannanir að þær geta gefið
okkur innsýn í ýmislegt en það eru
líka margar leiðir til að lesa úr töl-
unum.
Hefur Friðrik gert sér grein
fyrir því að skv. meðalframfærslu-
kostnaði Húsnæðisstofnunar kost-
ar það að framfleyta sér hjón með
tvö börn kr. 186.800 pr. mánuð
meðan hjón með þrjú börn nota
kr. 190.400? Mismunur kr. 3.600.
Hjón með fimm börn pr. mánuð
kr. 212.000. Mismunur pr. barn kr.
8.400. Af hverju? Þessar tölur eru
skv. neyslukönnun Hagstofunnar.
Getur einhver útskýrt þær?
Hvernig stendur á því að það er
dýrara pr. barn að eiga fimm en
þrjú? Það er hægt að lesa ýmsar
upplýsingar úr skoðanakönnunum
en að taka þær sem háalvarleg vís-
indi er raunveruleikasneytt
glappaskot þess sem tekur súlu-
ritalestur fram yfir tilfinningu fyr-
ir íslenskum veruleika.
Hiifundur starfar hjá Grafísku
smiðjunni ehf. sem grafískur
hönnuður.
Mannréttindi í Kína
MARGIR gerðu sér vonir um að
betri efnahagur í Kína mildaði af-
stöðu kínverskra stjórnvalda til
mannréttinda. Svo er ekki. Fyrir-
litning á grundvallarréttindum ein-
staklingsins sem endurspeglast í
kúgun og ofríki er því miður land-
læg. Andófsmenn, baráttumenn fyr-
ir mannréttindum, þeir sem iðka
trúarbrögð sem ekki eru viður-
kennd af ríkisvaldinu, tilheyra þjóð-
ernis- eða minnihlutahópum hafa
svo þúsundum skiptir verið fangels-
aðir fyrir það eitt að opinbera skoð-
anir sínar og hugsjónir.
Hundruð þúsunda manna og
kvenna eru bak við lás og slá, marg-
ir í þrælkunarbúðum án þess að vita
um glæp sinn.
Pyntingar leiða árlega til fjöl-
margra dauðsfalla. Dauðarefsingu
er beitt kerfisbundið og af handa-
hófi. Fleira fólk er líflátið í Kína á
ári en í öllum öðrum ríkjum heims
samanlagt. Menningu þjóðernis-
minnihluta er varpað fyrir róða og
þeir sem reyna að varðveita sér-
kenni sín eru ofsóttir og kúgaðir.
Framfarir í efnahagsmálum
hafa lítil áhrif á stjórnkerfið
Kommúnistaflokkurinn er einráð-
ur, þing ríkisins er valdalítið og
dómskerfið er undir hæl flokksins.
Þótt að lög hafi verið sett um um-
bætur í mannréttindamálum er af-
staða stjórnvalda og dómskerfis
óbreytt.
Hvað mannréttindum viðvíkur
sýna Kínverjar lítinn samstarfsvilja
á alþjóðavettvangi. Kínversk stjóm-
völd fullyrða að mannréttindi í Kína
séu einkamál kínverska ríkisins.
Þau neita að viðurkennna grund-
vallarmarkmið Sameinuðu þjóðanna
um að barátta fyrir mannréttindum
og vernd þeirra sé alþjóðlegt starf.
Dauðarefsingar
og pyndingar
Kínversk stjórnvöld beita dauða-
refsingunni til þess að ala á ótta og
tortryggni í samfélaginu. Oft er fólk
tekið af lífi af handófi í trássi við lög
og reglu. Samkvæmt heimildum
Amnesty International voru árið
1999 felldir 1.720 dauðadómar í
Kína og 1.077 aftökur
fóru fram. Þessar tölur
eru þó samkvæmt
áreiðanlegum heimild-
um mun lægri en raun-
verulegur fjöldi dauða-
dóma og aftaka þar
sem kínversk yfirvöld
meðhöndla upplýsing-
ar um dauðarefsinguna
sem „ríkisleyndarmál".
Æ fleiri brot varða
við dauðarefsingu.
Fleiri virðast teknir af
lífi nú en áður fyrir
glæpi á borð við skatt-
svik og þjófnað. Oft fá
sakborningar ekki að
njóta aðstoðar lög-
fræðings eða vita ákæru á hendur
sér. Dómar eru stundum úrskurð-
aðir fyrir réttarhöld. Játning sem
Mannréttindi
Fyrirlitning á grund-
vallarréttindum ein-
staklingsins, segir Jó-
hanna K. Eyjólfsdóttir,
sem endurspeglast í
kúgun og ofríki er því
miður landlæg.
knúin er fram með pyntingum er oft
eina sönnunargagnið og dómar
kveðnir upp á grundvelli hennar.
Aftökur fara iðulega fram fáeinum
dögum eftir dómsuppkvaðningu.
Margir eru teknir af lífi opinber-
lega. Fangarnir eru oft látnir
standa á vörubílspöllum, hlekkjaðir
á höndum og fótum svo fólk geti
hreytt í þá fúkyrðum áður en á af-
tökustað kemur.
Barsmíðar, svipuhögg og raf-
magnslost virðast algengustu
pyntingaraðferðirnar. Meintir
glæpamenn eru oft pyntaðir til að fá
fram játningu. Amnesty Inter-
national hefur upplýsingar um
pyntingar á föngum og fjölda
dauðsfalla í fangeslum
í kjölfar pyndinga.
Trúfélög og
minnihlutahópar
Ofríki gagnvart trú-
félögum og trúariðkun
færist í vöxt. Einkum
á þetta við óskráð fé-
lög, lögregla hefur
leyst upp samkomur
trúarhópa, beitt félaga
þeirra ofbeldi og hand-
tökur eru tíðar. A síð-
ustu misserum hafa
þúsundir félaga í Fal-
un Gong verið hand-
teknir og fjöldi þeirra
sætt miklu harðræði.
Falung Gong er andleg hreyfing
sem leggur áherslu á íhugun og
öndunaræfingar. Yfirvöld í Kína
bönnuðu hreyfinguna 22. júlí 1999
þar sem hreyfingin er af yfirvöldum
talin ógna „félagslegu og pólitísku
jafnvægi".
Þjóðernisminnihlutar fá ekki að
varðveita sérkenni sín og menningu
eða iðka trúarbrögð í friði. Ekkert
lát er á ofríki gagnvart íbúum Tíb-
ets en þúsundir manna hafa verið
handteknir eða líflátnir á síðustu tíu
árum.
Hundruð pólitískra fanga frá Tíb-
et eru í haldi kínverskra yfirvalda.
Nunnur og munkar eru í meiri-
hluta. Tíbeska nunnan Rigzin
Choekyi er samviskufangi og hafa
félagar í íslandsdeild Amnesty
International sent fjölmörg bréf á
undanförnum árum til kínverskra
ráðamanna með tilmælum um að
hún verði leyst úr haldi. Hún var
handtekin í ágúst 1990 og dæmd til
sjö ára fangelsisvistar sem seinna
var framlengd um fimm ár.
Hvað er til ráða?
Kínversk stjórnvöld eru viðkvæm
fyrir áliti umheimsins. Eigi að síður
kjósa alltof margir sem eiga sam-
skipti við Kínverja að þegja um
mannréttindaástandið í Kína.
Þrýstingur á alþjóðavettvangi hefur
brugðist.
Innan mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna hefur ekki
A
náðst samkomulag um að fordæma
mannréttindabrot Kínverja eða
skora á þá að bæta um betur.
Kínverjar fullyrða að þeir virði að
mannréttindi séu algild en staðhæfa
jafnframt að ríkjum verði að vera
frjálst að innleiða staðla í samræmi
við menningu sína, sögu og pólitísk-
ar aðstæður.
Kína á fastafulltrúa í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna og áhrif þess
skulu ekki vanmetin því á þessum
vettvangi eru teknar mikilvægar
ákvarðanir um mannréttindi. Al-
þjóðasamfélagið, fjölþjóðsamtök,
Sameinuðu þjóðimar og einstök ríki
geta beitt Kína þrýstingi en svo
virðist sem viljann vanti.
Fyrirtæki sem eiga viðskipti við
Kína geta lagt sitt af mörkum, séð
til þess að frelsi starfsmanna, svo
sem tjáningar- og fundarfrelsi sé í
heiðri haft, dreift upplýsingum um
mannréttindi og kynnt siðareglur í
viðskiptum.
Amnesty International hefur
ítrekað hvatt kínversk yfirvöld til að
virða mannréttindi þegna sinna og í
þeim tOgangi sett fram eftirfarandi
tOmæli til kínverskra stjórnvalda:
• Setja á fót rannsóknarnefnd
um mannréttindabrot og leiðir til að
stöðva þau. t
• Tryggja að mannréttindabrot
séu rannsökuð af óháðum aðilum
svo refsileysi verði útrýmt.
• Stöðva pyntingar og hindra
þær með reglum um rétt fanga og
bann við pyntingum og illri með-
ferð.
• Stöðva handtökur af handahófi
og láta alla samviskufanga lausa.
• Tryggja réttláta dómsmeðferð
í samræmi við alþjóðalög.
• Afnema dauðarefsingu. Við
getum ekki lokað augunum fyrir
meðferð á þegnum í fjölmennasta
ríki heims. Alþjóðasamfélagið verð-
ur að krefja Kínverja um að tryggja
grundvallaréttindi allra kínverskra
borgara.
Höfundur er framkvæmdastjóri
íslandsdeildar Amnesty
International.
Jóhanna K.
Eyjólfsdóttir
Evrópujarm utan-
ríkisráðherra
ENN á ný hefur ut-
anríkisráðherra komið
að í fjölmiðlum hugðar-
efni sínu, stöðu Islands
í samskiptum við
Evrópusambandið og
mögulegri aðild okkar
að því sambandi. Þessu
sinni að vísu í erlend-
um fjölmiðlum.
Síbyljujarm utanrík-
isráðherra Halldórs
Asgrímssonar, for-
manns Framsóknar-
flokksins, í Evrópum-
álum er satt að segja
að verða nokkuð þreyt-
andi. Fyrir því eru þær
ástæður helstar að:
1. Ekkert nýtt hefur gerst sem
kallar nú á endurmat á stöðu ís-
lands.
2. Utanríkisráðherra hefur sjálfur
nýlega lagt fyrir Alþingi skýrslu þar
sem yfirgnæfandi röksemdir mæla
gegn aðild íslands að Evrópusam-
bandinu.
3. Utanríkisráðherra var, þegar
síðast fréttist, í ríkisstjórn sem ekki
hafði aðild að Evrópusambandinu á
stefnuskrá sinni; eða er utanríkis-
ráðherra í stjórnarandstöðu í utan-
ríkismálum?
4. Utanríkisráðherra á að gæta
hagsmuna íslands út á við m.a.
gagnvart Evrópusambandinu. Það
getur tæpast verið í þágu þeirra
hagsmuna að grafa
undan trúverðugleik
þess fyrirkomulags
sem nú er á þeim sam-
skiptum, hvað sem um
það má segja að öðru
leyti.
5. Komi til þess á
næstu árum að Island
þurfi í viðræður við
Evrópusambandið um
samskiptamál bætir
það tæpast samnings-
stöðuna að fyrir liggi
opinberlega lýsingar á
innantökum og efa-
semdum utanríkisráð-
herra landsins um að
við getum staðið utan
Evrópusambandsins. Ekki getur
það verið markmið að mæta til
slíkra viðræðna á hnjánum eða
hvað?
6. Vilji utanríkisráðherra sem for-
maður Framsóknarflokksins beita
sér fyrir stefnubreytingu síns flokks
(sem reyndar virðist nokkuð aug-
Ijóst) á hann að vinna að því þar.
7. Sé utanríkisráðherra orðinn
þeirrar skoðunar að ísland eigi að
ganga í Evrópusambandið á hann,
og aðrir sem honum eru sammála,
að segja það. Aðildarsinnar eiga
ekki að skjóta sér á bak við útslitna
orðaleppa um; að fylgjast þurfi með,
það verði að skoða, tímarnir séu að
breytast, láta verði reyna á hvað
Evrópumál
Utanríkisráðherra, seg-
ir Steingrímur J. Sig-
fússon, verður að hætta
þokukenndu tali sínu í
Evrópumálum.
okkur kynni að bjóðast í aðildarvið-
ræðum o.s.frv.
Hvorki Halldór Ásgrímsson,
Samfylkingin né aðrir eiga að kom-
ast upp með að dulbúa í orðavaðli þá
ætlan sína, sem virðist vera orðin, að
troða okkur inn í Evrópusambandið.
Ekki frekar en það nær máli að
reyna að afgreiða alla sem eru ann-
arrar skoðunar með því að þeir fylg-
ist ekki með, vilji ekki skoða málin,
o.s.frv. Slíkt ber einfaldlega vitni um
að menn þora ekki í efnislegar rök-
ræður.
Fullyrðingin um að láta þurfi á
það reyna með aðildarviðræðum
hvað okkur bjóðist er hættulegasta
blekkingin sem uppi er höfð í þess-
um efnum. í fyrsta lagi liggur fyrir í
ölhim aðalatriðum hvað fólgið væri í
aðild að Evrópusambandinu við nú-
verandi aðstæður. Það hefur utan-
ríkisráðherra sjálfur staðfest á Al-
þingi. Litlar líkur eru á að þær
Steingrínmr J.
Sigfússon
aðstæður breytist í grundvallarat-
riðum á komandi árum. í öðru lagi
telur Evrópusambandið sig væntan-
lega hafa annað við tímann að gera
en fara í alvöruviðræður á grund-
velli umsóknar sem yfirlýst ætti
fyrst og fremst að þjóna þeim til-
gangi að sjá hvað byðist. Síðast en
ekki síst hefur sagan kennt okkur að
viðræður sem að nafninu til hefjast
sem könnun og án skuldbindingar
breytast fyrr en varir í alvöru, og að
sjálfsögðu ef það var ætlunin allan
tímann. Slíku tali er því lítt að
treysta.
Utanríkisráðherra verður að
hætta þokukenndu tali sínu í
Evrópumálum nema það sé orðin
stefna í sjálfu sér að tala óskiljan-
lega, jafnt innan lands sem utan.
Höfundur er alþingismaður,
formaður Vinstrihreyfíngarinnar -
græns framboðs og situr f
utanríkismálanefnd.
Vagnhöfða 17
■ 112 Reykjavík
3 Sími: 587 2222
mm Fax: 587 2223
Gerið verðsamanburð
JC Tölvupústur: sala@hellusteypa^s