Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 21
AKUREYRI
Flugvél sömu gerðar og Fairey Battle sem fórst árið 1941 á hálendinu vestan Eyjafjarðar.
Spegil-
myndir
í Ketil-
húsinu
SÝNINGIN Spegilmyndir var
opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri
í gær, 1. september, og stendur
til 3. september. Sýningin verð-
ur einnig sett upp í Skúlatúni 4
í Reykjavík dagana 8.-10. sept-
ember. Það er Rósa Matthías-
dóttir sem sýnir.
Rósa er fædd á Akureyri árið
1975. Hún lauk stúdentsprófi
frá VMA af hannyrðabraut árið
1997. Haustið 1999 stundaði
hún nám við Iðnskólann í Hafn-
arfirði á hönnunarbraut.
Það var við námið í Iðnskól-
anum í Hafnarfirði sem áhugi
hennar kviknaði á hönnun
spegla og hefur hún unnið að
þróun og hönnun þeirra síðast-
liðið ár. Nú er komið að því að
leyfa almenningi að sjá árangur
erfiðisins og vill Rósa að hver
dæmi fyrir sig.
Rósa segist hafa notið leið-
beiningar og aðstoðar frá leið-
beinendum sínum við Iðnskól-
ann en síðan hafi hún fikrað sig
áfram. Sú hönnun og þróun
sem hún hefur tileinkað sér við
þessa frumraun sína varð alfar-
ið til í hennar höndum. Hún
segist hafa látið tilfinninguna
ráða við gerð speglanna og lof-
að litadýrðinni og ímyndunar-
aflinu að leika lausum hala við
mótun efnisins.
Upplýsing
fundar
LANDSFUNDUR Upplýs-
ingar, Félags bókasafns- og
upplýsingafræðinga, verður
haldinn á Fosshóteli KEA
dagana 1. og 2. september.
Þetta er fyrsti landsfundur
sameinaðs félags bókavarða
og er viðfangsefni hans „Nýir
og breyttir tímar?“
Fyrirlesarar koma frá ís-
landi, Danmörku og Finn-
landi og ræða framtíðarsýn
bókasafna og bókavarða.
Fjallað verður um fjar-
kennslu og fjarnám og hlut-
verk bókasafna í því sam-
hengi.
Einnig verður fyrirlestur
um streitustjórnun, sem Svali
Björgvinsson sálfræðingur
flytur, og formenn nefnda á
vegum ríkisins munu gera
grein fyrir stöðu mála í vali á
sameiginlegu kerfi á bóka-
söfn, sem og aðgangi Islend-
inga að gagnasöfnum.
Þátttakendur eru rúmlega
140 talsins. Vefslóð ráðstefn-
unnar er www.unakois/uppl/
bokasafn/landsf og þar er að
finna dagskrá fundarins og
aðrar upplýsingar.
Nökkvi og
Þróttur leika
Knattspyrnulið Siglinga-
klúbbsins Nökkva mætir Þrótti
frá Neskaupstað á Akureyrar-
vell á morgun, sunnudaginn 3.
september kl. 13.30. Nökkvi er
kominn í fjögurra liða úrslit í
þriðju deild og getur með sigri
heima og heiman komist upp í
aðra deild.
KA og Þór
mætast
LEIKIÐ verður í Akureyrar-
mótinu í knattspymu á morg-
un, sunnudaginn 3. september
kl. 17. Þar mætast Akureyrar-
liðin KA og Þór og eru stuðn-
ingsmenn liðanna hvattir til að
koma á völlinn og hvetja sitt lið.
Sýning í
Minjasafninu
Leitin að
Fairey
Battle
IDAG, laugardag, opnar í Minja-
safninu á Akureyri sýning á mun-
um og myndum frá leit að flugvél-
arflaki Fairey Battle og leiðangri
sem farinn var til að sækja líkams-
leifar þeirra sem férust með vél-
inni.
Leit og leiðangur Harðar Geirs-
sonar, safnvarðar á Minjasafninu,
og félaga hans í Björgunarsveit-
inni Súlum á Akureyri og breskra
björgunarsveitarmanna hefur vak-
ið mikla athygli um allan heim.
Akureyringum, nærsveitabúum
og ferðamönnum gefst nú einstakt
tækifæri á að kynnast sögunni á
bak við leiðangurinn betur og
berja augum ýmsa þá muni sem
fundust í flakinu. Sýningin í Minja-
safninu stendur frá laugardegin-
um 2. september til laugardagsins
15. september, en þá lýkur sumar-
opnun safnsins. Minjasafnið er opið
alla daga frá kl. 11-17 og auk þess
á miðvikudagskvöldum til kl. 21.