Morgunblaðið - 02.09.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.09.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 21 AKUREYRI Flugvél sömu gerðar og Fairey Battle sem fórst árið 1941 á hálendinu vestan Eyjafjarðar. Spegil- myndir í Ketil- húsinu SÝNINGIN Spegilmyndir var opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri í gær, 1. september, og stendur til 3. september. Sýningin verð- ur einnig sett upp í Skúlatúni 4 í Reykjavík dagana 8.-10. sept- ember. Það er Rósa Matthías- dóttir sem sýnir. Rósa er fædd á Akureyri árið 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá VMA af hannyrðabraut árið 1997. Haustið 1999 stundaði hún nám við Iðnskólann í Hafn- arfirði á hönnunarbraut. Það var við námið í Iðnskól- anum í Hafnarfirði sem áhugi hennar kviknaði á hönnun spegla og hefur hún unnið að þróun og hönnun þeirra síðast- liðið ár. Nú er komið að því að leyfa almenningi að sjá árangur erfiðisins og vill Rósa að hver dæmi fyrir sig. Rósa segist hafa notið leið- beiningar og aðstoðar frá leið- beinendum sínum við Iðnskól- ann en síðan hafi hún fikrað sig áfram. Sú hönnun og þróun sem hún hefur tileinkað sér við þessa frumraun sína varð alfar- ið til í hennar höndum. Hún segist hafa látið tilfinninguna ráða við gerð speglanna og lof- að litadýrðinni og ímyndunar- aflinu að leika lausum hala við mótun efnisins. Upplýsing fundar LANDSFUNDUR Upplýs- ingar, Félags bókasafns- og upplýsingafræðinga, verður haldinn á Fosshóteli KEA dagana 1. og 2. september. Þetta er fyrsti landsfundur sameinaðs félags bókavarða og er viðfangsefni hans „Nýir og breyttir tímar?“ Fyrirlesarar koma frá ís- landi, Danmörku og Finn- landi og ræða framtíðarsýn bókasafna og bókavarða. Fjallað verður um fjar- kennslu og fjarnám og hlut- verk bókasafna í því sam- hengi. Einnig verður fyrirlestur um streitustjórnun, sem Svali Björgvinsson sálfræðingur flytur, og formenn nefnda á vegum ríkisins munu gera grein fyrir stöðu mála í vali á sameiginlegu kerfi á bóka- söfn, sem og aðgangi Islend- inga að gagnasöfnum. Þátttakendur eru rúmlega 140 talsins. Vefslóð ráðstefn- unnar er www.unakois/uppl/ bokasafn/landsf og þar er að finna dagskrá fundarins og aðrar upplýsingar. Nökkvi og Þróttur leika Knattspyrnulið Siglinga- klúbbsins Nökkva mætir Þrótti frá Neskaupstað á Akureyrar- vell á morgun, sunnudaginn 3. september kl. 13.30. Nökkvi er kominn í fjögurra liða úrslit í þriðju deild og getur með sigri heima og heiman komist upp í aðra deild. KA og Þór mætast LEIKIÐ verður í Akureyrar- mótinu í knattspymu á morg- un, sunnudaginn 3. september kl. 17. Þar mætast Akureyrar- liðin KA og Þór og eru stuðn- ingsmenn liðanna hvattir til að koma á völlinn og hvetja sitt lið. Sýning í Minjasafninu Leitin að Fairey Battle IDAG, laugardag, opnar í Minja- safninu á Akureyri sýning á mun- um og myndum frá leit að flugvél- arflaki Fairey Battle og leiðangri sem farinn var til að sækja líkams- leifar þeirra sem férust með vél- inni. Leit og leiðangur Harðar Geirs- sonar, safnvarðar á Minjasafninu, og félaga hans í Björgunarsveit- inni Súlum á Akureyri og breskra björgunarsveitarmanna hefur vak- ið mikla athygli um allan heim. Akureyringum, nærsveitabúum og ferðamönnum gefst nú einstakt tækifæri á að kynnast sögunni á bak við leiðangurinn betur og berja augum ýmsa þá muni sem fundust í flakinu. Sýningin í Minja- safninu stendur frá laugardegin- um 2. september til laugardagsins 15. september, en þá lýkur sumar- opnun safnsins. Minjasafnið er opið alla daga frá kl. 11-17 og auk þess á miðvikudagskvöldum til kl. 21.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.