Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 27

Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 27 ERLENT Japanir taki forystu í notkun Netsins Tákýó.AP. JAPÖNSK stjórnvöld hafa kynnt áætlun sem miðar að því að Japan- ir hafl náð forystunni í hagnýtingu Netsins af Bandaríkjamönnum inn- an fimm ára. Þessu markmiði skal náð með því að auka fjárfestingu í upplýsingatæknikerfum og fella úr gildi lög sem hefta rafræn viðskipti. Þrátt fyrir að Japanir standi framarlega í framleiðslu hátækni- búnaðar hefur netvæðing í landinu gengið hægt. Til dæmis hafa aðeins 11% japanskra heimila aðgang að Netinu miðað við 37% bandarískra heimila. Astæðuna má fyrst og fremst rekja til mikils kostnaðar við nettengingar um símalínur. Stjórnvöld hafa skipað nefnd til að stuðla að útbreiðslu upplýsinga- tækni og lýtur hún forystu Nobu- yuki Idei, forstjóra Sony-fyrirtæk- isins. Nefndin hefur meðal annars lagt til að þéttriðið net ljósleiðara verði lagt um allt landið til að auka hraða gagnaflutninga. „Það eru varla nein háhraðaflutningsnet til staðar [í Japan] ... gagnaflutningar taka svo langan tíma að tengingar- kostnaður er gríðarlega hár,“ segir meðal annars í skýrslu nefndarinn- ar. Einnig er bent á nauðsyn þess að höftum verði létt af viðskiptum á Netinu. í skýrslu nefndarinnar er vísað til meira en 700 lagagreina sem hamla aukningu rafrænna við- skipta, þar á meðal reglna um að öll skjöl þurfi einnig að vera til á pappírsformi. Gl H/ LÆSILEGi iUSTVÖR m m 108 Reykjavík Faxafeni 8 ssflegri poft«api@ntuétseil sa nokkru sinni fyrr <| B. Burkni i+JQí&í£>, POTTAR^ Byltingarkennt verð Bergflétta FRÁBÆRAR HENGIPLÖNTUR Hundaþúfa k.399 RAUÐLEIRSPOTTAR Yerðdæmi Gróður- mold 12 iítrar Jukka Græna þruman Drekatré Upplýsingasími: 5800 500 Frakkland 1.300 milljarða skatta- lækkun Pan's. AP, AFP. FRANSKA ríkisstjórnin boðaði í gær skattalækkanir sem nema 18,3 milljörðum evra, eða rúmum 1.300 milljörðum íslenskra króna, á næstu þremur árum. Að sögn Laurent Fabius, fjármálaráðherra Frakka, nær skattalækkunin yfir tekjuskatt, fyrirtækjaskatt og einnig skatt á sumum neysluvörum. Sagði Fabius að um væri að ræða þær mestu endurbætur sem gerðar hefðu verið á franska skattkerfinu sl. 50 ár og nemur lækkunin á tekju- skatti einum sér um 470 milljörðum. „Þessar skattalækkanir eru sann- gjarnar þar sem núverandi hagvöxt eigum við að mestu að þakka mikilli vinnu venjulegra Frakka,“ sagði Fabius við AP-fréttastofuna og kvað lækkunina að mestu eiga að gagnast þeim sem minnstar tekjur hafa. Flestum þessara lækkana verður dreift yfir tímabilið 2001-2003 en vegaskattur og þeir tollar sem lagð- ir eru á eldsneyti til heimilisnotkun- ar munu lækka um 30,4% nú í sept- ember. Þá mun fyrirtækjaskattur lækka á næstu þremur árum úr 37% niður í 33,3%. Bretland Drottn- ingin á Bentley London. Reuters. ELÍSABET Bretadrottning mun fá glænýjan glæsivagn af Bentley-gerð að gjöf árið 2002 í tilefni af því að þá eru 50 ár liðin frá krýningu hennar. Bifreiðin verður sér- smíðuð af Bentley- verksmiðjun- um og byggir hún á Arnage Red Label tegundinni, sem kostar um 149.000 pund, eða rúmar 17 milljónir króna. „Þessi bifreið verður hönnuð, þróuð og smíðuð í Bretlandi af þarlendum iðnaðarmönn- um. Hún verður flaggskip breska bílaiðnaðarins," sagði Tony Gott, framkvæmdastjóri Bentley-verksmiðjanna, sem eru í eigu þýska bílaframleið- andans Volkswagen. Nýja bifreiðin, sem verður fyrsti Bentley drottningarinn- ar, mun hljóta sinn sess meðal Rolls-Royce bifreiðanna sem nú þegar eru í eigu hennar. Elisabet Breta- drottning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.