Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 205. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fundur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York Vilja koma á fót hrað- liði til friðargæslu AP Leiðtogar ríkjanna sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði SÞ. Frá vinstri Jacques Chirac, Frakklandi, Vladímír Pútín, Rússlandi, Jiang Zemin, Kina, Bill Clinton, Bandaríkjunum, og Tony Blair, Bretlandi. SÞ. Reuters, AFP. TRAUST almennings á Sameinuðu þjóðunum getur farið forgörðum ef samtökin verða ektó fær um að hindra að afmarkaðar deilur, þ. á m. í Aih'kulöndum, breytist í vopnuð átök. Þetta kom fram í máli Kofis Annans framkvæmdastjóra er hann ávarpaði fund öryggisráðsins í New York í gær en þar voru mættir valdamestu ráða- menn þeirra 15 landa sem sæti eiga í ráðinu. Samþykkt var að efla friðar- gæslu á vegum SÞ með því að koma upp sérstökum herafla er gæti brugð- ist skjótt við þegar þörf krefur. , AUtaf þegar við getum verðum við að sýna vilja til að grípa til fyrirbyggj- andi aðgerða áður en hættan verður svo mikil að það er um seinan," sagði Annan. „Þegar allt annað reynist ár- angurslaust og einvörðungu vopnuð íhlutun getur bjargað fjölda fólks frá þjóðarmorði eða glæpum gegn mann- kyninu verður öryggisráðið einnig að sýna viija og visku til að takast á við jafn erfið verkefni og slík mál eru fyr- ir samvisku heimsins." Samþykkt var ályktun um að efla friðargæslu en ljóst þykir að liðsmenn samtakanna í sumum verkefnum af þvi tagi í Afríku hafi ekki valdið þeim vegna vanbún- aðar. Ekki er fyllilega ljóst hvemig tillagan verður útfærð en mælt er með að komið verði á fót nýju stópu- lagi friðargæslu, fjölgað verði stjóm- endum liðsins í aðalstöðvunum í New York og ti-yggt að þeir geti stópulagt skyndiaðgerðir. Jafnframt að ávallt verði reiðubúið herlið sem getur farið á vettvang með litlum fyrirvara þar sem hættuástand skapast. Jiang Zemin, forseti Kína, og Vladímir Pú- tín Rússlandsforseti lýstu báðh- yfir eindreginni andstöðu við að gripið væri til beinna áfskipta af innanlan- dsmálum aðildarríkjanna. Slíkt mætti eingöngu gera með samþykkt örygg- isráðsins, sögðu þeir en þar hafa fastafulltrúar fimm landa, Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Rúss- lands og Kína, neitunarvald. Atlants- hafsbandalagið, NATO, hóf hemaðinn gegn Serbum vegna Koso- vo í fyrra án þess að leita heimildar öryggisráðsins. Jiang sagði að íhlutun í innri mál annarra ríkja í nafni mannúðar væri í andstöðu við markmið og grundvall- arforsendur stofnsáttmála SÞ og af- leiðingar slíkra aðgerða gætu orðið „geigvænlegar“. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ávarpaði fund ráðsins og hvatti til þess að friðargæslan yrði efld en sagði að einnig þyrfti að víkka skil- greininguna á því hvað væri ógnun við frið. Bæta þyrfti við umbótum í menntamálum og baráttunni við al- næmi og fátækt. „Við náum aldrei því markmiði að skapa írið sem stofnendur Sameinuðu þjóðanna dreymdi um, nema við ráð- umst til atlögu gegn þeim ofursterku tengslum sem era milli örbh-gðar og styrjalda," sagði forsetinn. Fidel Castro Bill Clinton Castro átti tal við Clinton SÞ. Reuters, AFP, AP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, rædd- ust stuttlega við þegar þeir hittust fyrir tiiviljun í höfuðstöðvum Sam- einuðu þjóðanna í New York í gær. Embættismaður samtakanna sagði að þeir hefðu tekist í hendur en Joe Lockhart, talsmaður bandaríska forsetans, neitaði því. Leiðtogarnir tveir sitja ár- þúsundamótaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York og mættust í byggingunni þegar þeir voru á leið- inni í ráðstefnusal eftir að hafa snætt hádegisverð með um 150 öðr- um þjóðarleiðtogum. „Þeir tókust í hendur og skiptust á nokkrum orð- um,“ sagði embættismaðurinn. Þetta er í fyrsta sinn sem Castro á tal við bandarískan forseta, en ríkin hafa átt í deilum í fjóra ára- tugi. „Castro gekk til Clintons þeg- ar hádegisverðinum lauk og þeir sögðu eina eða tvær setningar," sagði bandarískur embættismaður. Mótmæli flutningabflstjóra vegna bensínhækkana Reuters Franskir leigubflsljórar í Marseille mótmæla háu bensfnverði með því að aka hægt og stöðva þannig umferð. Þeir krefjast þess að skattar á eldsneyti verði lækkaðir og njóta stuðnings bænda og fleiri stétta. Eldsneytisskortur víða í Frakklandi Parfs. AP, AFP. Gengislækkun evrunnar Þörf á stuðningi London, París, Berlín. Reuters, AFP, AP. HUBERT Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í viðtali, sem Financial Times bhti í gær, að evran þyrfti meiri pólitískan stuðn- ing til að auka trúverðugleika sinn á mörkuðunum. Vedrine hvatti til um- bóta innan Evrópusambandsins og sagði það gerast „æ þunglamalegra í núverandi mynd“. „Evran er skýrt dæmi um þetta: tæknilega hefur hún borið óviðjafnanlegan árangur, eins og hagvöxturinn í álfunni sýnir, en styrkja þarf pólitíska ásýnd hennar til að verja trúverðugleika hennar á mörkuðunum." Gera yrði umbætur innan Evrópusambandsins áður en aðildarríkjum yrði fjölgað, ella myndi það verða að „lauslega sam- ræmdu viðskiptasvæði“. Gengi evrannar hefur lækkað veralega gagnvart bandaríkjadollar í vikunni og verðgildi hennar rýrnað um fjórðung frá því að hún var tekin upp í janúar 1999. Stjórnarandstæð- ingar í Þýskalandi sögðu í gær að Gerhard Schröder kanslari hefði stuðlað að gengislækkuninni síðustu daga með því að lýsa því yfir á mánu- dag að hann hefði ekki áhyggjur af lágu gengi evrannar þar sem það stuðlaði að auknum útflutningi á þýskum iðnvarningi. Kanslarinn dró í land í gær og sagði að gengið endurspeglaði ekki efnahagslegan styrk Evrópu. ELDSNEYTISSKORTS er nú víða farið að gæta í Frakklandi í kjölfar mótmæla flutningabflstjóra, bænda og leigubflstjóra vegna hækkana á eldsneytisverði sl. ár. Er eldsneyti nú uppselt í stórborgunum Strass- borg og Marseille og víða útlit fyrir að flug muni raskast á næstunni. Á flugvellinum í Lyon hefur þegar orðið að fresta flugi nokkurra véla vegna yfirvofandi eldsneytisskorts, en bensín er víða uppselt í borginni. Bensínstöðvar í öðram héruðum eru þá margar orðnar eldsneytislausar og keyra neytendur jafnvel til ná- grannaríkjanna til bensínkaupa. Flutningabflstjórar hindraðu í gær umferð um 102 eldsneytis- hreinsunar- og birgðastöðvar í land- inu og bændur gerðu tilraun til að stöðva umferð flutningabíla um Ermarsundsgöngin. Lögregla stöðv- aði þó þær aðgerðir áður en 20 trakt- oram var komið fyrir við göngin. Að sögn AP-fréttastofunnar tilkynntu bændur í gær, eftir fund með Jean Glavany, landbúnaðarráðherra Frakklands, að þeir hefðu fullan hug á að halda aðgerðum sínum áfram. Að sögn Lionels Jospins, forsætis- ráðherra Frakklands, verða engar frekari málamiðlanir boðnar af hendi ríkisstjómarinnar, sem á þriðjudag bauð flutningabflstjóram skatta- lækkun á eldsneyti sem nemur 3,5 krónum á lítrann í ár og tveimur krónum á næsta ári. Segja franskir flutningabílstjórar eldsneytishækk- anir sl. árs nema um 40%. Evrópuþingið Klónun fordæmd Strassborg. Reuters. EVRÓPUÞINGIÐ fordæmdi í gær ákvörðun Breta um að heimila klónun fósturvísa í rannsóknarskyni. Akvörðunin, sem er ekki bindandi, var samþykkt með naumum meirihluta af þinginu, 237 at- kvæðum gegn 230. Sagði þing- ið „klónun í lækningaskyni - þar sem fósturvísar era klón- aðir til læknisrannsókna - óumflýjanlega fara út fyrir þau mörk sem einkenndu hefðbundnar rannsóknir." I ályktun þingsins sagði enn fremur að fjármuni Evrópusambandsins (ESB) mætti með engu móti nýta til slíkra hluta. „Til þessa hefur hver ábyrg manneskja talið óviðunandi að klóna fósturvísa manna hver sem ástæðan væri,“ sagði Peter Liese, full- trúi Kristilegra demókrata, CDU, í ræðu sinni. Sakaði hann Breta um að hafa með þessu lagt granninn að minnk- andi virðingu fyrir mannslíf- inu. MORGUNBLAÐIÐ 8. SEPTEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.