Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÓIUIS í Stefnt að því að krabbameinsmiðstöð taki til starfa um áramót viðræðum við VISA Kortanotendur greiði 1-1,2% hærra verð VIÐRÆÐUR standa yfír milli Bón- uss og VISA íslands um að opnað verði fyrir greiðslukortaviðskipti í verslunum Bónuss. Bónus vill að kostnaður við greiðslukortavið- skiptin falli einungis á þá sem vilja nota greiðslukort og þeir greiði 1- 1,2% hærra fyrir sínar vörur en þeir sem staðgreiða. Á þetta hefur VISA Island hins vegar ekki viljað fallast og segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, að þar standi hnífurinn í kúnni. „Við erum undir miklum þrýst- ingi frá viðskiptavinum vegna þess að við tökum ekki við greiðslukort- um,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að þessi þrýstingur hafí aukist og skýrir hann það á þann hátt að fjölmargir séu „fastir í viðjum kort- anna,“ eins og hann komst að orði. Guðmundur bindur vonir við að viðræður skili þeim árangri að VISA ísland fallist á sjónarmið Bónuss um að þeir sem staðgreiði sínar vörur þurfi ekki að greiða kostnað vegna greiðslukortavið- skipta annarra viðskiptavina. „Það munar orðið svo miklu á vöruverði í Bónus og hjá öðrum að þótt lagt yrði ofan á vöruverðið 1- 1,2% er samt ódýrast að versla við okkur,“ segir Guðmundur. -------------- Slegið utan í vegg NEYÐARBÍLL var sendur að Ár- bæjarskóla skömmu fyrir hádegi í gær en ungum pilti á unglingastigi skólans hafði ítrekað verið slegið ut- an i vegg skólans samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Reykjavík. Verður fjár- mögnuð með styrktarfé TORFI Magnússon, læknir og for- stöðumaðui’ rannsókna- og þróunar- starfs Landspítala - háskólasjúkra- húss, segist vonast eftir að fyrirhuguð miðstöð í krabbameinsrannsóknum taki á sig formlega mynd um næstu áramót. Hann segir að nefnd sé nú að störfum undir forystu lækningafor- stjóra Landspítalans sem sé að skoða þetta mál, en hugmyndir um krabba- meinsmiðstöð séu enn ekki fullmótað- ar. „Það heíur verið sett á laggimai- nefnd hér innan spítalans undfr for- mennsku lækningaforstjóra. Nefnd- inni er ætlað að skilgreina hvernig Landspítalinn á að standa að stofnun krabbameinsmiðstöðvar og hvert verði verksvið hennar. Nefndinni er ætlað að móta í hvaða farveg þetta fer innan spítalans og einnig hvernig samskipti við utan að komandi aðila verður háttað," sagði Torfi og bætti við að stefht væri að því að fyrstu til- lögur nefndarinnar liggi fyrir um næstu mánaðamót. Torfi sagði aðspurður að rannsókn- armiðstöð af þessu tagi þyrfti að koma sér upp gagnasafni og skrá heil- brigðisupplýsingar. Ekki lægi hins vegar fyrir hversu víðtæka gagna- söfnun yrði um að ræða. Torfi sagðist telja að spítalinn gæti komið þessari starfsemi á fót innan þeirra laga og reglna sem hann starfaði eftir í dag og ekki þyrfti að koma til lagabreyting. „Þetta er alfarið hugsað sem stofn- un á vegum spítalans. Hugmyndin er sú að hún verði fjármögnuð með utan að komandi fé frá styrktaraðilum," sagði Torfi. Bæði líftæknifyrirtækin sýna áhuga Torfi sagði að líftæknifyrirtækin íslensk erfðagreining og Urður, Verðandi, Skuld hefðu sýnt málinu áhuga og lýst sig tilbúin til að leggja fram fjármagn til þess. „Það hefur ekki komið neitt fram frá þessum fyr- irtælqum sem gerir það að verkum að við séum í vandræðum með að þiggja þeirra stuðning. Aðrir munu líka verða velkomnir að þessu borði, hvort sem það eru einkaaðilar eða fyrir- tæki, út frá þeirri forsendu að yfirráð og öll stjómun verði alfarið á forræði Landspítalans." Beið bana við Detti- foss ÍSRAELSKA konan sem lést eftir fall í Jökulsárgljúfur við Dettifoss 18. ágúst sl. hét Rina Yocheved Lur- ia, búsett í Jerúsalem. Hún var fædd í ísrael þann 19. mars 1937. Rina lætur eftir sig eiginmann og tvö börn auk bamabarna. Útför hennar fór fram í Jerúsalem 22. ágúst sl. ---------------- Hald lagt á 10 kg af hassi LÖGREGLAN í Reykjavík hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins lagt hald á um 10 kg af hassi sem reynt var að smygla til landsins. Tveir menn hafa verið handteknir og vora á þriðjudag úrskurðaðir í Hörðuvallahópurinn fleytti í gærkvöldi kertum á um. Hópurinn berst fyrir vemdun Hörðuvallasvæðisins þriggja og fjögurra vikna gæslu- Læknum í Hafnarfírði til að vekja athygli á málstað sfn- og gegn áformuðum húsbyggingum á svæðinu. varðhald vegna málsins. Morgunblaðið/Amaldur Halldórsson Kertafleyting á Læknum Metro-vél rann til á Reykj avíkurflugyelli NEFHJÓL og annað aðalhjól Metroliner-farþegaflugvélar Flugfé- lags íslands fóra út af flugbraut við upphaf flugtaks á Reykjavíkurfiug- velli í gærkvöldi. Ekki urðu slys á fólki og engar skemmdir vora sjáan- legar á vélinni í gærkvöldi. Flugvélin var að hefja flugtak rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi þegar hún snerist til hægri á brautinni. Nefhjól og hægra aðalhjól vélarinn- ar fóra lítilsháttar út af ílugbrautinni og inn á öryggissvæði. Flugvélin var á leiðinni til Akureyrai'. Um borð voru fjórir áhafnarmeðlimir en engir farþegar. Fulltrúar frá rannsóknamefnd flugslysa yfirfóra vélina og aðstæð- ur. Að því búnu var vélin dregin inn í Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Metro-vélin dregin burt af Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. flugskýli þar sem flugvirkjar munu yfirfara hana. Flugvélin er tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Metroliner. Gistu í kirkjunni MEÐHJÁLPARINN í Stórólfs- hvolskirkju á Hvolsvelli hefur tvisvar orðið var við það í sumar að erlendir ferðamenn hafi gist í kirkjunni og segir að það hafi gerst áður. Stórólfshvolskirkja er ávallt höfð ólæst að sögn Svavars Friðleifssonar, meðhjálpara og kirkjuhaldara. Þegar gestur hugðist skoða kirkjuna einn sunnudagsmorgun í sumar gekk hann fram á hóp erlendra ferðamanna sem þar hafði hreiðrað um sig í svefnpokum um nóttina. Lét hann kirkju- haldarann vita. Svavar segist hafa orðið var við þetta áður. „Ég hélt að fólk gerði ekki svona,“ segir hann. Svavar tek- ur þó fram að ekki hafi verið hægt að kvarta undan um- gengni þessa fólks og engu hafi verið stolið. Æskilegt að hafa meira opið Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari segir að það hljóti að vera undantekningartilvik að ferðafólk fái sér næturgistingu í kirkjum. Hann segir að ekki eigi að þurfa að taka fram að kirkjur séu ekki gistihús heldur ætlaðar til annarra nota. Svavar, kirkjuhaldari á Hvols- velli, segir að vilji sé til að hafa kirkjuna ávallt opna en þessir atburðir geti orðið til þess að farið verði að loka henni á sumr- in. Að sögn biskupsritara er oft kvartað undan því að kirkjur séu læstar og segir hann æskilegt að geta haft þær meira opnar. ÞRÓTTABLAÐIÐ Meö Morgunblaó- inu ídagerdreift blaói frá fþrótta- og Ólympíusam- bandi íslands. Ólympíuleikarnir í Sydney 2000. Sérblöð í dag / / BIOBLAÐD) A FÖSTUDÖGUM »••••••••••• Kristján mætir sexföldum heimsmeistara B/1 Hinn litríki markvörður Manchester United B/2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.