Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
TÓN AMÁL ARINN
MARIA
DJASS
fslenska óperan
STÓRSVEIT REYKJA-
VÍKUR OGMARIA
SCHNEIDER
Einar jónsson, Kjartan Hákonar-
son, Snorri Sigurðarson, Birkir
Freyr Matthiasson og Örn Haf-
steinsson trompeta, Oddur Björns-
son, Edward Frederiksen, Björn R.
Einarsson og David Bobroff básún-
ur, Ólafur Jónsson, Stefán S. Stef-
ánsson, Sigurður Flosason, Jóel
Pálsson og Peter Thompkins saxó-
fóna, klarinettur og flautur, Ást-
valdur Traustason píanó, Eðvarð
Lárusson gítar, Gunnar Hrafnsson
bassa og Jóhann Hjörleifsson
trommur. Stjórnandi: Maria
Schneider. Miðvikudagskvöld 6.
september.
MARIA Schneider, Toshiko Aki-
yoshi og Carla Bley eru skærustu
kvenstjörnur í stórsveitardjassinum.
Maria er þeirra yngst og hefur vakið
verðskuldaða athygli hin síðari ár.
Hún var nemandi Gil Evans og
stjórnar eigin hljómsveit utan þess
er hún ferðast sem gestastjórnandi
um heiminn. Hún hefur m.a. skrifað
fyrir hljómsveitir Woody Hermans
og Mel Lewis og skrifað tónlist fyrir
Toots Thielemans, sem hann lék með
Norrbotten-stórsveitinni undir
stjórn Maríu og í gagnrýnendakosn-
ingum bandaríska djasstímaritsins
Down Beat í ágústmánuði var hún
kjörin næst besti útsetjari ársins og
stórsveit hennar sú þriðja besta.
Stórsveit Reykjavíkur hefur starf-
að á annan áratug undir stjórn Sæ-
bjarnar Jónssonar og hafa fjölmar-
gir gestastjórnendur komið við þá
sögu. Tónlist þeirra hefur verið
margbreytileg og Stórsveitin alltaf
vaxið við hveija raun og svo var enn.
Tónlist Maríu er trúlega sú erfiðasta
sem hljómsveitin hefur glímt við, en
hún vex við hverja þraut.
Eg verð að viðurkenna að ég hef
ekki hlustað mikið á Maríu Schneid-
er, enda finnst mér að við dauða
Thads Jones hafi punkturinn verið
settur fyrir aftan klassískan stór-
sveitardjass og framúrstefnustór-
sveitir evrópskar á borð við Vínar-
listahljómsveitina og sveitir Willems
Breukers og Georges Gruntzs verið
mér meira að skapi en bandarískar
nútímastórsveitir. Þó verður því ekki
neitað, eftir að hafa hlustað á tón-
leika með Maríu Schneider og Stór-
sveit Reykjavíkur, að konan kann til
verka og hefur tekist einstaklega vel
að þróa hið litríka tónamál Gil Ev-
ans.
Upphafsverk tónleikanna var í
stjörnumerki Evans. Allégresse
nefnist það og impressjóík tónalitun
aðal þess. Örlitlum ellingtonisma brá
fyrir hjá málmblásurum og Ólafur
Jónsson blés tenórsaxófónsóló og
Snorri Sigurðarsson bæði trompet
og flygilhoi-nsóló. Snorri fór á kost-
um á þessum tónleikum og hefur
greinilega þroskast í Þýskalandi, en
þar stundar hann nú framhaldsnám.
María byggir tónverk sín gjarnan á
hughrifum er hún verður fyrir og
ýmsum atvikum úr eigin lífi án þess
að um hermitónlist sé að ræða.
Wyrgly var um ófreskjuna í baðinu
og einsog ófreskjan í Night Creature
Duke Ellingtons var frekar létt yfir
þessari og sama má segja um tón-
setningu Maríu á málverki Pauls
Klees hins svissneska, Dance You
Monster to My Soft Song.
Einsog áður er nefnt hefur hún
samið fyrir Toots Thilemans, belg-
íska munnhörpusnillinginn, og hér
flutti Stórsveitin Vals fyrir Toots,
sem var sænskur í anda, og útsetn-
ingu Maríu á ástarþemanu úr Spart-
akusi eftir Alex North, þar sem Ólaf-
ur Jónsson blés í stað Toots. Það
kemur enginn í stað Toots og því féll
botninn úr útsetningunni, sem gerð
var fyir Stórsveit danska útvarpsins,
en sóló Ólafs var þó sérdeilis fallega
blásinn. Það var dálítið gaman að
minnast þess að fyrir sextán árum
stóð Toots á þessu sama sviði með
munnhörpu sína og gítar.
Fyrsta lag eftir hlé var minningar-
óður um Gil Evans, Evanescence, og
blés þar trompetsóló með dempara
komungur trompetleikari, Kjartan
Hákonarson. Gerði hann það vel þó
enn sé hann ómótaður. Greenpeaee
var náttúruverndarljóð sem varð til
er María horfði á bláfugl sveima hjá
kálffullri kú. Notalegt náttúruljóð
með eina klassíska svingkafla
kvöldsins er Sigurður Flosason blés í
altóinn og svo var fínn einleikskafli
hjá Ástvaldi Traustasyni. Lokaverk-
ið lýsti fyrstu reynslu Maríu af svif-
drekaflugi, en var ekki eins drama-
tískt og lýsing hennar á því ævintýri,
en töff að spila. Sveitin stóð sig þar
vel sem endranær.
Hrynsveitin var príma og hef ég
ekki heyrt Jóhann Hjörleifsson
betri. Edvarð Lárusson átti fína gít-
arsólóa og það var sosum ekkert að
þeim sólóistum sem ónefndir eru: Jó-
el Pálssyni, Stefáni S. Stefánssyni,
Edward Frederiksen og Samúel
Jóni Samúelssyni að ógleymdum
Birki Frey Matthíassyni, sem blés
fallega í flygilhorn aukalagið, söng-
dansinn gamla My Ideal sem móðir
Maríu söng gjarnan yfir uppvaskinu
og hljómaði þessi sautján ára gamla
útsetning vel með sínum vestur-
strandarblæ.
Hamagangur
í öskjunni
Kaffi Keykjavík
TRIOTÖYKEÁT
Iiro Rantala: píanó, Eerik Siikas-
aari: bassi og Rami Eskelinen:
trommur. Þriðjudagskvöldið 5.
september 2000.
FINNAR hafa löngum átt slynga
djassleikara og hafa ýmsir þeirra
sótt okkur heim, s.s. saxófónleikar-
inn Jukka Perko, víbrafónleikarinn
Severi Pyysalo og píanistinn Lenni-
Kalli Taipale. Lenni-Kalli vakti
óskipta athygli fyrir glæsilegan
píanóleik, en er ungur að árum og á
langt í land með að ná færni, hug-
myndaauðgi og krafti Iiro Rantala,
píanistans í Trio Töykeat. Rantala er
óefað einn fremsti djasspíanisti
Finna og skífur tríósins hafa verið í
efstu sætum vinsældalistanna - sú
nýjasta, Sisu, náði 12. sæti, en hærra
hefur engin finnsk djassskífa komist.
Með Rantala leika í tríóinu bassa-
leikarinn Eerik Siikasaari, sem hér
lék með Jukka Linkola á Norrænum
útvarpsdjassdögum 1990, og
trommarinn Rami Eskelinen. Tríóið
hefur leikið saman í tólf ár, ferðast
um veröld alla og gefið út þrjá diska
og er sá fjórði væntanlegur í næstu
viku og mun Skífan, sem dreifir út-
gáfu Polyfon er gefur út Trio Töyk-
eát, væntanlega flytja hana til lands-
ins. Nógir ættu kaupendurnir að
vera miðað við þær viðtökur er tríóið
hlaut á tónleikunum á Kaffi Reykja-
vík þriðjudagskvöldið síðasta.
Þeir félagar leitar víða fanga í
tónlist sinni: Náttúra Finnlands og
tónlist er þeim mjög hugleikin, vals-
ar, tangóar, sömbur, blúsar og búgg-
ar skjóta upp kollinum í afar kröft-
ugum og persónulegum stíl tríósins.
Það er dálítill hamagangur í öskjunni
á stundum þegar Iiro lætur hramm-
ana endasendast um hljómborðið og
djúp hljómavinnsla er ekki hans fag.
Eerik Siikasaari er jafnvígur á að
plokka og strjúka bassann og skiptir
frá kontrabassa til rafbassa án þess
að bregða svip. Hann er eftirsóttasti
bassaleikari í Finnlandi og auk þess
að leika með Trio Töykeát hefur
hann leikið með tugum annarra
hljómsveita, svo sem einni virtustu
djasssveit finnskri: The Poppoo,
sveit Jukka Perko og Severi Pyys-
alo.
Tríóið hóf tónleikana á gamalli
ballöðu eftir Iiro: „Dedicitations“,
ljúflingsljóði með klassísku yfir-
bragði, en Adam var ekki lengi í
Paradís því næst var „Karate“ á dag-
skrá, af nýjustu skifu tríósins, Sisu.
Ópusinn upphófst á búgga í anda
Meade Lux Lewis og karateslætti á
píanóið uns hægt var á í dansandi
ljóð. Lokin voru í anda upphafsins og
ekkert slegið af.
Iiro sagði hlustendum nokkuð af
nýju skífunni sem er að koma út og
lék tríóið lög af henni. Þau eru flest
tileinkuð listamönnum og meira að
segja tríóinu sjálfu. Var það ballaða
sem nefndist „Ten Years for Us“.
„Met by Chances“ var tileinkað Eg-
berto Gismonti, hins brasilíska
píanó- og gítarmeistara, og klassísk-
ur impressjónismi var ríkjandi hjá
tríóinu eins og svo oft í verkum
Gismonti. Þarna strauk Eerik bass-
ann listilega. „Hard Films“ var til-
einkað Ara kvikmyndameistara og
sveif þar finnskt þunglyndi yfir vötn-
um. „Pfrrrr" var tileinkað hinum
danska Victor Borge, brandari bund-
inn í hallærislegan ragtæm-stfl eins
og heyra mátti á stundum í þöglum
skrípamyndunum, „Etyde" var til-
einkuð Wolfgang Amadeus Mozart
og var etýðan rofin reglulega af tóna-
sprengjum Iiros. Þetta var skemmti-
tónlist af bestu sort, en í valsinum
fyrir Michel Petrueciani ríkti alvara í
tónlistinni og fegurðin ríkti öðru of-
ar. Öll voru þessi lög eftir Iiro eins og
samanlögð dagskrá kvöldsins þegar
frá eru skildar tvær myndir: „Happy
Hour“ tileinkað Dave Grusin og
„Gadd at Tee“ tileinkað Richard Tee
og Steve Gadd. Þau voru eftir
trommarann Rami og réð þar bræð-
ingurinn ríkjum - hann réð að vísu
oftast ríkjum í trommuleik hans, því
klassísk sveifla lá honum fjarri.
„Gartsan", um barnið sem týndist
í frumskóginum og riðlaðist á öllu
sem fyrir varð er náttúran vaknaði
og „Iiros Not So Good Polka“ var
skemmtitónlist af bestu sort.
Þetta voru skemmtilegir tónleikar
og klassískur djasspíanóleikur sem
ríkt hefur á hátíðinni til þessa fjarri.
Kannski þó ekki í aukalaginu sem
upphófst á löngum blúsuðum inn-
gangi Iiro áður en melódían var leik-
in: „Donna" Lees Parker á fullu og
Eerik upphóf sóló sitt með pikki og
endaði á boga og Iiro og Rami skiptu
á milli sín lokunum.
Vel þegin tilbreyting í endalausan
jaiTettisma píanóheimsins.
Vernharður Linnet
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18
-2000
Föstudagur 8. september
TJARNARBIO
Dóttir skáldsins - Á mörkunum
„Á mörkunum “ eryfirskrift leiklistar-
hátíöar sem Bandalag atvinnu-
ieikhópa - BAAL - stendur fyrir. í
tengslum viö hátíðina veröa sett upp
a.m.k. sex nýsviösverk um ísland og
íslendinga í september og október.
Fyrsta verk hátíöarinnar, „Dóttir
skáldsins “ eftirSvein Einarsson, er
sett upp af The lcelandic Takeaway
Theatre. Leikritiö, eöa sjónleikurinn
eins og höfundurinn kýs að kalla
þaö, er byggt aö hluta á frásögnum
úr Egils sögu og Laxdælu. Leikstjóri
erBjörn Gunnlaugsson.
Sérhönnuð
vatnsglös
KAFFI REYKJAVIK KL. 21
Jazzhátíó Reykjavíkur
Kristjana Stefánsdóttir meö finnsk-
íslenskum kvintett
KAFFI REYKJAVÍK KL. 23
Tríó Siguröar Flosasonar.
Hátíðin stendur til 10. september.
http://go.to/ReykjavikJazz
LISTASAFN REYKJAVIKUR -
HÚS KL. 12
cafe9.net
HAFNAR-
FAXASKALI OG LISTASAFN REYKJAVIK-
UR-HAFNARHÚS
Vindhátíð 2000
Auk fastasýninga verður í dag meöal
efnis viö Faxaskálann kl. 14 „Walk-
aboutStalk-Uppákoma". Klukkan
16.30 „Reykjavík", gjörningur Hann-
esar Lárussonar.
íListasafni Reykjavíkur kl. 20.30:
„Vindur, gróöurogskjól". Fyrirlestur:
Björn B. Jónsson og Harpa Dís Harð-
ardóttirhjá Suðurlandsskógum.
Klukkan 20.45 „ Vindur og tandeyö-
ing“. Fyrirlestur: Ótafur Arnalds, jarð-
vegsfræöingur hjá Rannsóknarstofn-
un landbúnaðarins. Klukkan 22:
„ Walkabout Stalk - Musik, Dance,
Architecture". Sýning: „íhlutun írými
evrópskra borga 2000“, dansarar:
Erna Ómarsdóttir frá Reykjavík og Ri-
ina Sastamoinen frá Helsinki.
Hljómlist: Martians Go Home - Ben-
oit Deuxant, Roland Wauters og Pier-
re Dejaeger. Sviðsetning: Architect-
ure en Scéne - Eric Pringles.
Framleiöandi: 1x2x3 Asbl - Philippe
Baste frá Brussel.
Hátíðin stendur til 9. september.
www. arkitekt.is/dus
YFIRDYNUR MEÐ STILLANLEGU
TIFANDI SEGULSVIÐI
Einföld notkun! Með hjálp lítillar tölvu sem fylgir,
stillir þú á þá tíðni segulbylgna, sem þú vilt fá í hvert
skipti á meðan þú hvílir þig eða sefur.
Margvíslegar tvíblindar vísindarannsóknir
staðfesta mjög góð óhrif segulsviðsbylgna.
Bakverkir, liðagikt, slakt blóðflæói, lélegur svefti,
þörf á úthreinsun, þunglyndi, beinþynning,
útlimakaldur, mígreni, vöðvaspenna o.fl.
Tifandi segulsvið getur hugsanlega bætt úr hjá þér
líka og þar með aukið vellíðan þína.
Uppl. í síma 4834840, netpóstur: natthagi@centrum.is
Novalee og
vinir hennar
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
MEÐ HJARTAÐ Á RÉTT-
UM STAÐ / WHERE THE
HEART IS ★ ★
Leikstjóri: Matt Williams. Handrit:
Lowell Ganz eftir skáldsögu Billie
Letts. Aðalhlutverk: Natalie Port-
man, James Frain, Ashley Judd,
Stockard Channing, Keith David,
Sally Field, Dylan Bruno, Richard
Jones og Joan Cusack. 20th Cent-
ury Fox 2000.
ÞAÐ á ekki af sumum að ganga
og Novalee Nation og vinir hennar
teljast til þeirra. Þessi ósköp hug-
ljúfa, fallega og á margan hátt sér-
staka saga er með meiriháttar meló-
drama sem ég hef séð í lengri tíma,
allt sem mögulega getur komið fyrir
persónurnar gerist og hjálpast þá
náttúruöflin, myrkraöílin, mannleg-
ir veikleikar, manngæska og svei
mér Guð sjálfur, öll að.
Sagan segir frá hinni ungu Nova-
lee sem kasólétt er skilin eftir af
mannleysunni kærastanum Willy
Jack í kjörmarkaði í bænum
Sequoyah í Oklahóma. Peningalaus
býr hún í stórmarkaðinum og eign-
ast barnið þar. En Novalee er hepp-
in og kynnist betra fólki í þessum
bæ, en hún hefur nokkurn tímann
áður komist í kynni við. Þetta verða
vinir hennar og samferðafólk í gegn-
um lífið, eða þau næstu fimm ár sem
kvikmyndin spannar.
Myndin er uppfull af persónum og
mörgum býsna skrautlegum, eins og
bjargvætti Novalee sem Stockard
Channing leikur og umboðsmannin-
um sem Joan Cusack leikur, og öðr-
um vænni eins og Novalee, og hinni
frjósömu vinkonu hennar, Lexie.
Allar leika þessar konur afbragðs
vel, og Portland er ekki í vandræð-
um með suðurríkjahreiminn.
Handritshöfundurinn Lowell
Ganz hefur fengið það erfiða verk-
efni að gera handrit eftir vinsælli
skáldsögu, og reynir að koma of
mörgum atburðum og of mörgum
persónum að. I fyrsta lagi hefði ver-
ið algjör óþarfi að fylgjast með
mannleysunni kærastanum fram í
endann því það er varla hægt að
segja að nokkurt uppgjör verði
þeirra á milli. Þannig er tæpt á
mörgu en engu til hlítar og maður
veit ekki alveg um hvað myndin
fjallar. Það hefði verið skemmti-
legra að fá einhvern pól í hæðina, út-
gangspunkt, eins og að vinna meira
með persónuleika Novalee og það að
henni finnst hún ekki nógu góð.
Þannig lullar myndin áfram, alls
ekki leiðinleg, en skilur heldur ekk-
ert eftir sig.
Hildur Loftsdóttir