Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hart deilt um Línu.net á fundi í borgarstjórn INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Reykjavíkur sagði á borgarstjómaríúndi í gær að hún teldi framgöngu Landssímans í tengslum við samning Línu.nets um um lagningu ljósleiðara í grunnskóla borgarinnar varpa ljósi á eðli Lands- símans, sem „risans sem þolir eng- um neitt,“ og líkti kæru hans til Sam- keppnisstofnunar við það ef Baugur færi að kæra hverfískaupmann fyrir að hann væri að fara að ná markaðs- ráðandi stöðu. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokks töldu hins vegar borg- arstjóra og aðra borgarfulltrúa R-lista víkja sér undan kjarna máls- ins, því, hvers vegna þjónustan hefði ekki verið boðin út. Fylkingamar vændu hvor aðra um skilningsleysi á eðli málsins og framgöngu í umræð- unum sem stóðu á fimmta tíma. Borgarstjóri hóf umræðurnar og gagnrýndi í máli sínu Landssímann harkalega og framgöngu hans í mál- inu. Borgarstjóri benti t.d. á að Landssíminn hefði ekki haft sam- band við borgaryfirvöld fyrr en 8. ágúst, og ekki sent upplýsingar um hæfi sína fyrr en 15. ágúst, þess í stað hefði Landssíminn kosið að reka málið í fjölmiðlum og með því að fara kæruleiðina. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna, sagði borgar- stjóra vera að skeyta skapi sínu á Landssímanum og kæmi sér þannig hjá að ræða aðalatriði málsins, sem væri það að verkið hefði ekki verið boðið út. Inga Jóna sagði að tal um útboð á verkinu innan árs væri blekkingarleikur og hreinlegast hefði verið að efna til þess strax. Inga Jóna sagði ennfremur að málið hefði verið illa kynnt fyrir borgar- fulltrúum en því vísaði Sigrún Magn- úsdóttir, borgarfulltrúi R-lista og formaður fræðsluráðs, á bug og benti m.a. á umfjöllun á fundi fræðsluráðs hinn 19. júní máli sínu til stuðnings. Inga Jóna sagði þá um- fjöllun ekki koma í stað útboðslýs- ingar á verkinu sem aldrei hefði ver- ið gerð. Þetta gagnrýndi Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, einnig í máli sínu og benti á að hvorki hefði verið gerð þarfagreining né fjárhagsáætlun fyrir lagningu ljósleiðara. Vinnubrögð ekki til fyrirmyndar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks og full- trúi hans í stjórn Innkaupastofnun- ar, var sama sinnis og sagði vinnu- brögð í málinu ekki hafa verið til fyrirmyndar, m.a. hefði ekki verið gerð formleg verðkönnun. Vilhjálm- ur sagði það meginreglu að bjóða út verk á vegum borgarinnar, en þegar einungis væri eitt fyrirtæki sem gæti sinnt verkum væri iðulega gengið til beinna samninga. Því hefði verið haldið fram á fundi Innkaupastofn- unar. Vilhjálmur sagði ennfremur að þegar komið hefði í ljós að Lands- siminn teldi sig í stakk búinn til að sinna verkinu þá hefði strax átt að bregðast við því og efna til útboðs. Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi R- lista, gagm-ýndi þessa tillögu Vil- hjálms mjög og sagði að Landssím- inn hefði einfaldlega verið of seinn til. Ekki væri hægt að hlaupa á eftir tillögum fyrirtækja sem settu þær fram eftir að tilboð samkeppnisaðila hefðu verið samþykkt og reynst miklu betri en upphaflegt tilboð hins fyrirtækisins, í þessu tilfelli Lands- símans. Alfreð Þorsteinsson, borgarfull- trúi R-lista og stjórnarformaður Línu.nets, sagði að allur málatilbún- aður Sjálfstæðisflokks gengi út á að sverta Linu.net sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði alltaf verið mótfall- inn. Alfreð sagði að til hefði staðið að bjóða verkið út, en eins og fram hefði komið hefði ekkert annað fyrirtæki en Lina.net verið í stakk búið til að sinna verkinu. Aifreð taldi Sjálfstæð- isflokkinn hafa farið offari í málinu og dró í efa að ráðherrar í ríkisstjórn hefðu beitt sér í málinu með sama hætti væri meirihluti borgarstjómar í höndum Sjálfstæðisflokks. Alfreð sagði einnig málið sýna að Sjálfstæð- isflokkurinn væri orðinn helst til ráð- ríkur í þjóðfélaginu og kvað tíma til kominn að vinstristjórn kæmist að eftir næstu kosningar. Svæðisskrifstofa Reykjaness um málefni fatlaðra Líklega tekst að manna flestallar stöður LÍKLEGA tekst að manna flestallar stöður á starfstöðvum sem heyra undir Svæðisskrifstofu Reykjaness um málefni fatlaðra, að sögn Sigríð- ar Kristjánsdóttur deildarstjóra og segir hún starfsumsóknum til þeirra hafa verið að fjölga undanfarna daga. Dattum skóreimar STÚLKA sem var á gangi fyrir utan Iðnskólann í Reykjavík í gærmorgun var svo óheppin að stíga á skóreimar sínar með þeim afleiðingum að hún féll á vélarhlíf bifreiðar og slasaðist nokkuð. Henni var ekið í sjúkrabif- reið á slysadeild Landspítalans - há- skólasjúkrahúss í Fossvogi. „Það koma inn umsóknir á hverj- um degi hjá okkur,“ segir Sigríður, „og þessa dagana erum við að ráða starfsfólk á hverjum einasta degi.“ Eins og fram hefur komið í frétt- um undanfarið hefur skortur á starfsfólki til umönnunarstarfa verið mjög mikill í haust og segir Sigríður að þó að rofað hafi til sé staðan nú í haust sú versta sem þau hafi séð í mörg ár. Hún segir að í lok ágúst hafi vantað 57 starfsmenn í 36 stöðu- giidi á sambýli, skammtímavistanir, meðferðarheimili og hæfingastöðvar á svæðinu en undanfarna daga hafi margir verið ráðnir og nú vanti 26 manns i 18 stöðugildi. Skólafólk búið að fá stundatöfl- ur og sækir þá um hlutastörf Komi ekkert ófyrirséð upp á seg- ist hún eiga von á því að það takist að manna þær stöður sem eftir eru fyrir lok september. Ástæðu þess að starfsumsóknum fjölgar þessa dag- ana segir Sigríður vera þá að þetta séu mikið til hlutastörf sem fólk taki að sér með námi eða öðrum störfum. Nú sé skólafólk búið að fá stundatöfl- ur sínar og heimavinnandi foreldrar búnir að fá stundatöflur barna sinna og geti þar af leiðandi skipulagt tíma sinn og sótt um hlutastörf. Hún segir dagana í kringum mán- aðamótin ágúst/september vera erf- iðasta tíma ársins hvað skort á starfsfólki varðar því þá sé skólafólk sem hefur verið í sumarstörfum að hætta en þeir sem koma inn í hluta- störf um veturinn ekki byrjaðir að sækja um. Eins segir hún algengt að umsóknir berist i október og nóvem- ber frá skólafólki sem ákveður að hætta eða taka sér frí frá námi. ------4-4-f----- Rúmenski skartgripaþjófurinn Var hann hér á iandi í fyrra? GÆSLUVARÐHALD yfir rúm- enska skartgripaþjófnum sem var handtekinn hér á landi fyrir skömmu rennur út í dag. Lögreglan í Reykja- vík bjóst í gær við að fara fram á að hann sæti áfram í gæsluvarðhaldi. Rúmeninn hefur játað á sig sjö inn- brot en eins og kunnugt er kom hann hingað til lands undir því yfirskini að hann væri flóttamaður. Talsvert magn af þýfi fannst við húsleit hjá ættingja mannsins í Rúmeníu en enn á eftir að staðfesta að það sé úr inn- brotunum hér á landi. Lögreglan í Rúmeníu telur sig hafa heimildir fyr- ir þvi að maðurinn hafi einnig verið á ferð hér á landi í fyrra en það er þó ekki staðfest. Gerðu kröfur BM-VAILA Söludeild i Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 Kynntu þér staðfestar niðurstöður gæðaeftirlits BM«Valiá 1999 á www.bmvalla.is www.bmvalla.is Morgunblaðið/Kristinn Undirbúningur að skóla fyrir hafnarverkamenn er hafinn. Hafnarskólinn tekur til starfa á næsta ári STEFNT er að því að taka fyrstu nemendurna inn í skóla fyrir hafn- arverkamenn snemma á næsta ári. Samstarf milli Samskipa, Menning- ar- og fræðslusambands alþýðu, stéttarfélagsins Eflingar og Verka- mannasambands Islands var kynnt á blaðamannafundi í gær en verk- efnið hefur hlotið 2,5 milljóna króna styrk frá Starfsmenntasjóði. Yfirskrift verkefnisins er „Höfn- in þarfnast þekkingar“ og er markmið þess að gera hafnar- verkamenn hæfari og öruggari í starfi og um leið ánægðari. Námi við skólann er ætlað að gera hafn- arverkamenn betur í stakk búna til að takast á við breytingar á störf- um sínum, en þau hafa verið í hraðri þróun undanfarin ár. Undir- búningur að starfsnáminu hefst á næstunni en líklegt er talið að lengd þess verði um 300 klukku- stundir. Nýtt starf í lyfja- þróun hjá Islenskri erfðagreiningu DR. MARK Gurney hefur gengið til liðs við íslenska erfðagreiningu. Hann mun gegna nýju starfi í fyrir- tækinu, sem er framkvæmdastjóri lyfjaþróunar. Hlutverk dr. Gumeys verður að hafa umsjón með verð- mætasköpun og vöruþróun á grund- velli meingenarannsókna Islenskrar erfðagreiningar. Starfsliðið sem mun vinna undir hans stjóm starfar m.a. að virknirannsóknum og mun hafa það hlutverk að útvíkka þá starfsemi fyrirtækisins sem leiða mun til þróunar nýrra lyfja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Islenskri erfðagreiningu. Þar segir einnig að dr. Gurney hafi áður starfað hjá Pharmacia Corp- oration, þar sem hann var síðast for- stöðumaður erfðarannsóknadeildar. Aður en hann hóf störf þar gegndi hann stöðum við lyfja og líf- eðlisvísindadeild háskólans í Chic- ago og við framu- og sameindalíf- fræðiskor læknadeildar North- western University. Dr. Gurney lauk doktorsgráðu frá California Instit- ute of Technology árið 1980 en 1994 lauk hann MBA-prófi frá Kellogg School of Management við North- westem University. í fréttatilkynningunni er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra, að þekking og reynsla dr. Gumeys eigi eftir að nýtast nú þegar fyrirtækið er farið að færa rannsóknir á erfða- þáttum sjúkdóma nær því markmiði að þróa ný lyf og greiningartæki. Andlát KRISTINN GUÐBRANDSSON KRISTINN Guð- brandsson, forstjóri Björgunar hf., betur þekktur sem Kristinn í Björgun, lést að heimili sínu, að Smárarima 108 í Reylgavík, hinn 6. september sl. 78 ára að aldri. Kristinn fæddist í Raknadal við Patreks- fjörð hinn 13. júní árið 1922 og ólst upp á Tálknafirði. Foreldrar hans voru Guðbrandur Jónatansson skipstjóri og Kristín Har- aldsdóttir húsmóðir. Kristinn hóf snemma sjómennsku og byrjaði á togara árið 1938. Fjór- um árum síðar varð hann leigubíl- stjóri í Reykjavík en áriðl944 hóf hann útflutning á brotamálmum, járni og skipum. Fyrirtækið Björgun hf. stofnaði hann árið 1952 og stjóm- aði hann, m.a. sem framkvæmda- stjóri þess, björgun á tugum skipa við íslandsstrendur á næstu áratug- um. Helsta starfssvið íyrirtækisins varð síðar rekstur sanddæluskipa, dýpkunarframkvæmdir og malar- nám á hafsbotni. Kristinn varð for- stjóri Björgunar hf. ár- ið 1981 og gegndi hann þeirri stöðu fram til síðasta dags. Kristinn varð þjóð- frægur þegar hann ásamt Bergi Lárussyni { hóf leit að hinu hol- lenska gullskipi, Het Wapen van Amster- dam, upp úr 1970 en leitin stóð hæst fram á miðjan níunda áratug- inn. Kristinn var einnig þekktur sem frum- L kvöðull i tilraunum með fiskirækt en tilraunir hans og dr. Snorra Hallgrímssonar læknis I hófust fyrir rúmum fjöratíu árum. Stofnuðu þeir fiskeldisfyrirtækið Tungulax ásamt Eyjólfi Konráði J.ónssyni á sjöunda áratugnum og áratug síðar varð Kristinn einn af stofnendum fiskeldisfyrirtækisins ísno hf. Kristinn kvæntist Gyðu Þórdísi Þórarinsdóttur húsmóður árið 1943 en hún lést árið 1992. Eftirlifandi synir þeirra era Þórarinn og Krist- | inn auk fóstursonar þeirra, Sigurðar Þórs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.