Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 45
MORGtJNBIiAÐiÐ MINNINGAR EÖST-LIÐAGUR 8. SÐPTEMBER.2000 r45 KIRKJUSTARF • GUÐRÚN FANNEY HANNESDÓTTIR + Guðrún Fanney Hannesdóttir fæddist í Skógsmúla í Miðdalahreppi í Dalasýslu 14. maí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 28. ágúst síð- astliðinn og fór útfór hennar fram frá Keflavíkurkirkju 5. september. Ég hef einhvern- veginn alltaf átt erfitt með að sjá fyrir mér að amma myndi einhvern tímann kveðja þennan heim. Hún var svo sterk og aldrei neinn veikleika á henni að sjá, svo að ég hélt bara að hún myndi lifa að eilífu. En svo einn daginn ákvað hún að hennar tími væri kominn og það má segja að hún hafi kvatt með stæl, því að hún gerði það með sömu ákveðni og hún lifði. Mér hefur oft verið hugs- að til hennar og lífspeki hennar sem var svo einföld og hrein og bein, að þrátt fyrir að líf hennar hafi ekki alltaf verið dans á rósum tók hún öllu án þess að velta sér uppúr hlutunum því fyrir henni virtist alltaf vera ljóst hvert hennar hlutverk var. Hún var ekki beint þessi dæmigerða amma sem treður í þig kökum og kyssir þig og kjassar, hún var hörkutól, enda þurfti hún að vera það með tólf meira og minna óþekk börn og berkla- veikan, svolítið óþekk- an mann. En hún amma var líka mjög hjartgóð, hún hafði alltaf samúð með þeim sem minna máttu sín og hjálpaði öðrum eins og hún gat án þess að eyða orðum í það. Það sést best á gjöfum hennar til Þroskahjálpar, sem hún kaus að styrkja í þakklæti fyrir öll sín heil- brigðu börn. Hún var líka mjög stolt af stuðningi sínum og afa við Aiþýðuflokkinn allt frá stofnun hans á tímum verkalýðsbaráttunn- ar, því þau trúðu bæði á rétt al- múgans til betra lífsviðurværis, þó svo að þau væru atvinnurekendur. Ég hafði lengi þráð að komast heim og tala við hana um ýmsa hluti sem mér lágu á hjarta, úr því varð ekki, en ég er þakklát fyrir að hafa hringt í hana á afmælinu henn- ar og að hún skyldi ekki minnast einu orði á að hætta að tala af því að það væri svo dýrt að hringja eins MAGGYINGIBJORG FLÓVENTSDÓTTIR + Maggý Ingibjörg Flóventsdóttir fæddist á Sauðár- króki 1. september 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Asi í Hveragerði 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að ósk hinnar Iátnu. Nú er hún Maggý frænka dáin. Hún var sú frænka sem aldrei gleymist, við bræður vorum að huga að því hvernig við gætum glatt hana á níræðisafmæl- inu 1. september, aðeins eftir fjóra daga. Nú er við rifjum upp minningar um þessa einstöku frænku sem var okkur eins og móðir alla tíð og kallaði okkur oft strákana sína. Alltaf var jafnánægjulegt að koma til hennar í heimsókn, því hún var alltaf svo blíð og já- kvæð og ekki vantaði veitingarnar. A Siglu- firði var heimili þeirra Sigurðar og Maggýjar okkar annað heimili og var það mikill missir er þau fluttu suður til Reykjavíkur, en það var ekki síður að það væri vel tekið á móti okkur á ferðum okkar til Reykjavíkur í KRISTIN BJORG GUNNARSDÓTTIR + Kristín Björg Gunnarsdóttir fæddist á fsafirði 10. október 1918. Hún lést á Droplaugar- stöðum mánudaginn 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 1. september. Þær eru Ijúfar minningarnar sem ég á um Kristínu móð- ursystur mína. Mér eru í minni öll þau skipti sem farið var i heim- sókn til hennar í Lynghól, inn í Skóg í Tungudal, útivistarparadís ísfirðinga. Garðurinn þar var upp- spretta óteljandi ævintýra og leikja fyrir okkur systkinin. Skýr- asta myndin frá þessum árum er þó Kristín sjálf, hvernig hún tók á móti okkur við hliðið og hvernig hún kvaddi, alltaf með gleraugun í annarri hendi. Kristín frænka var ein af tryggustu skógarbú- um Tunguskógarog til marks um tryggð hennar við ísafjörð sótti hún Skóginn heim á hverju sumri langt fram eftir aldri. Samband hennar og móður minnar ein- kenndist fyrst og fremst af trygglyndi hvorrar við aðra. Báð- ar hafa verið sjálf- stæðar í orði og verki og óhræddar að fara sínu fram. Þó held ég að nafngiftin „Kristín frænka“ sem hún móðir mín vandi okkur á að nota lýsi best hve mikils hún mat hana og virti. Öll skólaárin mín hér fyrir sunn- an átti ég öruggt skjól og atlæti hjá Kristínu í Safamýrinni. Þá var hún ekki lengur bara Kristín frænka heldur líka vinkona mín. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. og hún jafnan gerði. Ég vildi að ég gæti verið heima núna og kvatt ömmu með fjölskyldunni minni, því ég efast ekki um að það verða rifj- aðar upp margar góðar sögur af kökustuldi, ballferðum og fleiru. Þó svo að ég komi til með að sakna ömmu verð ég líka að vera sátt við að kveðja, því að amma átti gott líf, stóra og góða fjölskyldu sem alltaf hugsaði vel um hana og slóst um að hafa hana hjá sér á há- tíðisdögum. Hún trúði svo sterkt á Guð og líf eftir dauðann að fyrir henni var það að deyja bara ferða- lag til að hitta látna ástvini sem ég veit að hún saknaði mikið. Elsku amma, ég efast ekkert um að þú ert í góðum höndum, ég bið að heilsa. Ragna Árný Lárusdóttir. Elsku hjartans Gunna mín. Mig langar að kveðja þig með þessum ljóðlínum og um leið þakka þér fyrir liðnar stundir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Lára. skóla og á ferðalögum dvöldumst við oft þar langdvölum í góðu yfir- læti þeirra hjóna. Maggý var svo miklum hæfileik- um gædd að gera gott úr öllu og leysa hvers manns vanda. Við gát- um alltaf leitað til Maggýjar með vandamál okkar, og kom hún okk- ur alltaf til hjálpar. Það gleymast ekki fjölskyldu- þorrablótin er þau hjón héldu og þar sýndi hversu mikils hún mat fjölskyldutengslin. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað svona góð og göfug frænka hefur verð okkur mikils virði í lífinu og verð- ur það seint þakkað. Við bræður kveðjum Maggý með söknuði og munum geyma góðar minningar um hana um aldur og ævi. Við vottum Sigurði og Ebbu og börnum og barnabörnum innileg- ustu hluttekningu því þau hafa misst mikið. Blessuð sé minning hennar. Bræðurnir Hólum Siglufirði, Ari, Birgir og Skarphéðinn. Seinna meir eignaðist ég drengi sem eru í aldri nálægt nokkrum barnabörnum og barnabarnabörn- um hennar. Þá áttum við svo margt sameiginlegt til að tala um í formi uppeldis og þroska barn- anna. Mér er það minnisstætt er hún hringdi í mig til að láta mig vita að nafna hennar Kristín Björg væri farin að ganga, það var svo mikil gleði og hlýja sem samtalinu fylgdi. Ríkidæmi Krístínar voru synir hennar þrír, Gunnar, Harald og Björn, og fjölskyldur þeirra. Þeim sendi ég samúðarkveðjur. Valdís Finnsdóttir. Barna- og fjölskyldu- dagurí Fríkirkj- unnií Reykjavík Safnadarstarf NÆSTKOMANDI sunnudag, 10. september, er barna- og fjölskyldu- dagur Fríkirkjunnar í Reykjavík. Þá er ungmennum sérstaklega boð- ið til kirkju ásamt foreldrum sínum og öðrum ástvinum. I Fríkirkjunni verður barna- og fjölskyldumessa kl. 11. Messuformið er breytt frá því sem venja og nýir og léttir söngvar hljóma. Ungmenni taka þátt í messunni með margvíslegum hætti. Fjölskyldur eru hvattar til þess að koma saman til kirkju og taka þátt í messunni. I erli þjóðlífs- ins eru samverustundir fjölskyld- unnar á hröðu undanhaldi. Þetta mun ekki breytast nema við spyrn- um við fótum og tökum frá tíma til þess að sinna hvert öðru. Margir þekkja þá tilfinningu að ætla síðar að vera með börnum sínum en áður en við er litið eru þau flogin úr hreiðrinu og foreldrar og börn hafa þá farið á mis við þá ánægju og þroska, sem slík samvera gefur. Á þessum degi vill Fríkirkjan skerpa nauðsyn þess að vera saman og eiga samleið. Það er því von okk- ar að fjölskyldur komi saman til kirkju og skerpi þannig einlægni og samtal sitt við Guð í kirkju hans. Með kærleikann að leiðarljósi göng- um við síðan út í lífið, minnug þess hve nauðsynlegt það er að tala sam- an, vera saman og eiga samleið. Fríkirkjan í Reykjavík býður þig og þína velkomin til kirkju á sunnu- daginn. Eftir guðsþjónustuna verð- ur farið með hópferðabifreiðum upp í Vindáshlíð þar sem börnin fara í leiki á meðan fullorðna fólkið skoð- ar sig um og undibýr grillveislu. Eftir grillveisluna verður helgi- stund í kirkjunni í Vindáshlíð. Kom- ið verður heim um kl. 16.30. Gott væri ef fólk léti vita um þátt- tökufjölda í ferðinni upp í Vindás- hlíð. Þetta er gert til að auðvelda skipulagningu dagsins. Kostnað verður haldið í lágmarki og borga því fullorðnir 500 kr. en öll börn fá frítt í ferðina. Skráning er í síma 552-7270 eða 696-3726. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson- safnaðarprestur. Hreiðar Orn Stefánsson framkvæmdastjóri. Morgunbænir í Laugar- neskirkju NÚ KOMUM við saman að nýju til morgunbæna í Laugarneskirkju alla virka morgna kl. 6.45-7.05. Allt fólk sem lifir andlegu lífi þekkir Fríkirkjan í Reykjavík. gildi góðrar venju í bænaiðkun sinni. Það er óumdeilt að sú venjau að byrja daginn á bæn opnar Guði leið að lífí manns og veitir krafti inn í daglegt amstur. Á morgunbæna- stundum biðjum við auk þess mark- visst fyrir mannlífinu öllu, borginni okkar og kirkjunni. Flest eigum við lausan tíma snemma á morgnana, þegar enginn gerir kröfu til okkar, og þeim tíma verður ekki betur var- ið. Verið velkomin til morgunbæna í Laugarneskirkj u. Morgunhöpurinn. Barnakór Grensáskirkju BARNAKÓRAR Grensáskirkju ennL að hefja sitt 11. starfsár. I vetur æfir yngri kór (6-9 ára) á sunnudagsmorgnum kl. 10-12. Eldri barnakór (10-13) verður með æfingar á þriðjudögum kl. 16.30- 18.30. Kammerkór (14-16 ára) mæt- ir á fimmtudögum kl. 16.30-18:30. Starfsárið hefst í guðsþjónustu á sunnudaginn kemur, 10. sept., kl. 11. Að guðsþjónustu lokinni verður sameiginlegur kynningarfundur í safnaðarheimili Grensáskirkju. Mikilvægt er að foreldrar mæti! Stjórnendur kóranna verða Mar^- grét J. Pálmadóttir og Ástríður Haraldsdóttir, báðar tónlistarkenn- arar. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.06. Mömmumorgunn kl. 10-12. Hafnarfjaröarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Á morgun sér Ragnheiður Ólafsdóttir Laufdal um prédikun og Bjarni Sig*. urðsson um biblíufræðslu. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Allir hjartanlega velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 13 æfing hjá eldri hóp barna- kórsins Litlir lærisveinar, börn fædd ’88-’90. Mæting í safnaðar- heimilið. Kl. 13.45 æfing hjá yngri hóp barnakórsins Litlir lærisveinar, börn fædd ’91-’93. Mæting í safnað- arheimilið. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkjuskólinn í Mýrdal er meðsam- verur á laugardagsmorgnum kl. 11.15 íVíkurskóla. Frelsið, kristileg miðstöð. Bæn- astund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld fyrir unga fólkið kl. 21. v/ T-ossvogskl^kjwgaP'ð ‘ Sími; 554 0500 Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BERTHA KARLSDÓTTIR, Suðurhólum 18, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 5. september. Markús Örn Antonsson, Steinunn Ármannsdóttir, Karl Magnússon, Vigdís Guðmundsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Óskar Sigurðsson, Erla Kristín Magnúsdóttir, Halldór Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.