Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 24
24 KÖSTUÐAGUK Ö.-SEPTEMBEH 2(K)0 M.ORCaiNBLAÐÍÐ ERLENT Barist við elda HERMENN frá 101. deild flughers- ins í Cambell Kentucky sjást hér beijast við að ráða niðurlögum skógarelds í Montana í Banda- ríkjunum, en töluvert hefur dregið úr eldum í ríkinu undanfarið í kjöl- far kólnandi veðurfars og rigningar. Eldar loga þó víða enn og því full þörf á að halda slökkvistörfum áfram. „Það gleður mig að tilkynna að með auknum slökkvibúnaði, kóln- andi veðurfari, úrkomu og raka... þá höfum við geta afturkallað fyrri fyrirskipanir um lokun Iandsvæða," sagði Pat Graham, framkvæmda- stjóri þjóðgarða og dýralífs í Mont- ana. Barátta slökkviliðs- og hermanna við skógareldana hefur staðið yfir frá því snemma í ágúst. Hafa yfir átta milljónir hektara lands eyði- lagst í bruna í þeim ríkjum Banda- ríkjanna sem hvað verst hafa orðið úti. Talebanar þjarma að andstæðingum sínum í Afganistan Hundruð hermanna falla og þúsundir íbúa flýja Kabúl. AP, Reuters. HARÐIR bardagar hafa geisað í Takhar-héraði í norðurhluta Afgan- istans síðustu daga og fregnir herma að hundruð hermanna hafi fallið í átökum um höfuðstað héraðs- ins, Taloqan, sem Talebanar náðu á sitt vald í fyrradag. Þúsundir manna hafa flúið af átakasvæðunum. Rússneska fréttastofan Interfax hafði eftir ónafngreindum heimild- armanni í yfirstjórn rússneska hers- ins að a.m.k. 800 hermenn hefðu fallið í tveggja daga átökum um Ta- loqan. Talebanar hefðu misst 500 hermenn og andstæðingar þeirra um 300. Fall Taloqan er mikið áfall fyrir andstæðinga Talebana þar sem borgin hefur verið eitt af mikilvæg- ustu vígjum þeirra. Taloqan er ná- lægt landamærunum að Tadjikist- an, eina landinu sem liggur að yfirráðasvæði bandalags andstæð- inga Talebana i norðurhluta Afgan- istans. Bandalagið hefur fengið vopn og eldsneyti frá Tadjikistan. Bandalagið er undir forystu skæruliðaforingjans Ahmads Shah Masoods, fyrrverandi varnarmála- ráðherra, og Burhanuddins Rabb- anis, fyrrverandi forseta, sem Talebanar steyptu árið 1996. Talebanar hafa náð yfirráðum yfir um 90% landsins og andstæðingar þeirra ráða nú aðeins yfir héraðinu Badakstan, landræmum í nokkrum öðrum héruðum í norðurhluta landsins og Panjshir-dal sem er 120 km norðaustan við Kabúl. Varnir bandalagsins í Panjshir-dal hafa veikst vegna sigra Talebana að und- anförnu. Mikill matvælaskortur vegna þurrka Talebanar hafa sakað Rússa um að styðja andspyrnubandalagið í norðurhluta Afganistans en Rússar hafa neitað því. Rússneska stjórnin segir að Talebanar hafi stutt ís- lamska öfgamenn sem vilja steypa stjómvöldum í Tadjikistan og Usb- ekistan en Talebanar sögðust í gær ekki ætla að hafa afskipti af málefn- um Mið-Asíuríkjanna. Talebanar gerðu í gær loftárásir á vígi andspyrnubandalagsins í Takhar-héraði og afvopnuðu fólk á þeim svæðum sem þeir hafa náð á sitt vald að undanförnu. Leiðtogi Talebana, Mullah Mohammed Om- ar, hefur beðið liðsmenn sína að hrekja ekki íbúa héraðsins á flótta. „Fólkið þjáist nú þegar vegna þurrka. Við viljum vernda íbúana, ekki auka þjáningar þeirra," sagði hann. Uppskera hefur eyðilagst og þús- undir nautgripa drepist vegna þurrka í norður- og suðurhéruðum Afganistans að undanförnu. Eru þetta mestu þurrkar í landinu í þrjá áratugi. Áke Johansson, talsmaður sænskrar hjálparstofnunar, sagði að þúsundir manna hefðu flúið á yfir- ráðasvæði andstæðinga Talebana frá Taloqan vegna bardaganna og leitað skjóls í skólum og sjúkrahús- um hjálparstofnana. „Allar brýr á átakasvæðunum hafa verið sprengdar og miklir fólksflutningar hafa átt sér stað,“ sagði hann. „Mik- ill skortur er á matvælum." Atkvæðagreiðsla í Danmörku um myntbandalagið Ráða peningarn- ir úrslitum? Það styttist óðum í þjóðaratkvæðagreiðslu Dana um evruna. Helgi Þorsteinsson fylg- ist með gangi mála í Kaupmannahöfn. Reuters Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sýnir frétta- mönnum bækling um evruna, en á forsíðunni má sjá teikningu af hugs- anlegri danskri esvrumynt. ÞRJÁR vikur eru nú þangað til Dan- ir ganga til atkvæða um aðild að myntbandalagi Evrópusambands- ins. Skoðanakannanir sýna að um helmingur Dana er andvígur aðild, en um fjórir af hverjum tíu fylgjandi. Það gæti þó bnpyst á næstu vikum, enda er áróðursvél Evrópusinna mun öflugri. Þeir hafa ekki aðeins á bak við sig stærstu stjómmálaflokk- ana, heldur jafnframt margfalt meira fjármagn heldur en andstæð- ingarnir, eins og fram kemur í nýrri könnun dagblaðsins Berlingske Tid- ende. Dagblaðið kannaði hversu miklu fé stjómmálaflokkar og helstu sam- tök og hópar sem berjast fyrir eða gegn aðild að myntbandalaginu höfðu lagt til kynningarherferða sinna. Stuðningsmenn aðildar hafa fram að þessu samtals haft til ráð- stöfunar um 370 milljónir íslenskra króna en andstæðingamir aðeins um 130 milljónir, eða nærri þrefalt lægri upphæð. Mestu hefur Vinstriflokk- urinn, næststærsti flokkurinn á þinginu, eytt, eða um 90 milljónum króna, Jafnaðarmannaflokkur Poul Nyrup Rasmussens forsætisráð- herra hefur notað hátt í 60 milljónir og íhaldsflokkurinn litlu minna. Hagsmunasamtök launþega og at- vinnurekenda hafa einnig lagt tug- milljónir króna til málstaðarins. Danski þjóðarflokkurinn og Júní- hreyfingin eru einu samtök and- stæðinga aðildar sem hafa úr vem- legum fjármunum að spila, flokkurinn hefur samkvæmt athug- un Berlingske Tidende eytt um 35 milljónum króna í áróðursherferð sína, og Júníhreyfingin rúmum 20 milljónum. Talsmaður Danska þjóðarflokks- ins í Evrópumálum telur þó að mun- urinn sé vanáætlaður, hann sé Mk- lega 12-14 faldur, því inn í reikninginn vanti fjármuni sem fyr- irtæki hafi eytt í auglýsingar til stuðningsaðildinni. Skattpeningunum eytt í áróður? Jafnframt telur hann, eins og fleiri andstæðingar aðildar, að stjómar- flokkarnir hafi misnotað aðstöðu sína til koma á framfæri áróðri fyrir myntbandalaginu. Hörð gagnrýni hefur meðal annars beinst að bækl- ingi um málið sem Marianne Jelved efnahagsráðherra sendi frá sér í nafni ráðuneytis síns. Bæklingurinn var gefinn út í 200 þúsund eintökum og liggur frammi á bókasöfnum um land allt. Á forsíðu hans er mynd af rithöfundinum Lise Norgaard, sem á íslandi er líklega kunnust fyrir að vera einn af höfundum sjónvarps- þáttaraðarinnar Matador, en sem jafnframt er yfirlýstur stuðnings- maður aðildar Danmerkur að mynt- bandalaginu. Andstæðingar aðildar segja að ekki aðeins forsíðan heldur einnig innihaldið sé hreinn áróður fyrir aðild og vilja að Ríkisendur- skoðun og umboðsmaður þingsins kanni málið. Áhyggjur af framtíð velferðarkerfísins Þrátt fyrir mismun á fjárhagsleg- um og pólitískurp styrk fylkinganna tveggja, hefur andstæðingum aðild- ar tekist ágætlega að'koma málstað sínum á framfæri I fjöímiðlum, Þrennt er einkum áberandi í umræð- unni, áhyggjur andstæðinganna vegna framtíðar danska velferðar- kerfisins, efnahagsrök fylgismanna aðildar, og svo málflutningur sem höfðar beint til þjóðerniskenndar landsmanna. Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra sakaði andstæðinga mynt- bandalagsins í síðustu viku um hræðsluáróður þess efnis að velferð- arkerfið muni líða undir lok verði að- ildin samþykkt í atkvæðagreiðslunni 28. september næstkomandi. Flokksbróðir hans, Henrik Dam Kristensen félagsmálaráðherra, endurtók ásakanirnar fyrir skömmu, og sagði að það væri ljóst að sam- kvæmt samþykktum Evrópusam- bandsins gætu aðildarríkin sjálf ákveðið hvemig þau útdeildu félags- legri aðstoð og hvaða lágmarkslífs- Iqörum þau vildu halda uppi. Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóð- arflokksins, og Drude Dahlerup, talsmaður Júníhreyfingarinnar, taka undir það að aðildinni sjálfri fylgi ekki að skylt sé að gera breytingar á velferðarkerfinu, en til þess að efna- hagssamvinnan gangi upp þurfi að samræma reglurnar. Flestar Evrópuþjóðir hafi til dæmis annað tryggingakerfi heldur en Danir, en það gangi ekki til lengdar í hinni nýju Evrópu. Dahlerup bendir til dæmis á að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi sagt að dönsku almannatryggingamar séu „rífiegar". Ýmsar vísbendingar hafi einnig komið fram um að ESB hyggist í auknum mæli seilast inn á hið félags- lega svið, og eins og Romano Prodi, forseti framkvæmdastjómar ESB, hafi orðað það: „Nútímavæða" fé- lagsmálakerfi aðildarríkjanna. Hlutabréf hækka meira en í myntbandalagslöndunum Fylgismenn aðildar segja að aðild að myntbandalaginu sé nauðsynleg fyrir efnahagslif Danmerkur. Hag- fræðingar deíla þó uín hver áhrifin yrðu ef aðildinni yrði hafnað. Efna- hagsh'f landsins er í miklum blóma um þessar mundir, og dönsk hluta- bréf hafa hækkað mun meira en á þessu ári en í löndum myntbanda- lagsins. Mörg stórfyrirtæki hafa þó sýnt afstöðu sína til málsins með því að veita fjárframlög til stuðnings- manna aðildar. Danske Bank hefur til dæmis veitt stjórnmálaflokkum sem styðja aðild um hálfa milljón ís- lenskra króna, en hefur fyrir vikið sætt gagnrýni fyrir að taka afstöðu í máli sem viðskiptavinir og hluthafar í bankanum hafa mjög skiptar skoð- anir um. Danske Bank og Unibank- en hafa jafnframt sagt viðskiptavin- um sínum að búast megi við miklum efnahagserfiðleikum og jafnvel hruni á markaðinum verði aðild að myntbandalaginu hafnað. Stærsti fjárfestingarbanki Norðurlanda, Enskilda Securities, hefur á hinn bóginn gagnrýnt þetta viðhorf, segir að óháð niðurstöðunni séu fjárfest- ingarmöguleikar á danska hluta- bréfamarkaðinum þeir bestu í Evrópu um þessar mundir. Aðalhag- fræðingur bankans bendir á að hegð- un fjárfesta bendi til þess að þeir séu sammála þessu mati, engin hræðslu- merki sé að sjá á þeim. Þjóðerniskenndin er einnig mikil- vægur þáttur í andstöðunni gegn að- ild að myntbandalaginu. Mestu skiptir að margir Danir óttast að þeir glati hluta af sjálfsákvörðunar- rétti sínum, en jafnframt eru sumir bundnir krónunni tilfinningabönd- um. Fyrir krónuna og föðurlandið Kjörorð áróðursherferðar Danska þjóðarflokksins er „Fyrir krónuna og föðurlandið“. Flokkurinn bendir á að Danir hafi haft eigin gjaldmiðil í 1.014 ár, síðan á dögum Sveins Tjúguskeggs konungs, og spyr hvort kjósendur vilji verða til þess að þjóð- in glati þessari arfleifð nú, á dögum Margrétar II drottningar. Oliæfír ökumenn PRÓFDÓMARARNIR í öku- prófamiðstöð í bænum Addison í Illinois í Bandaríkjunum voru al- vanir að taka við mútum fyrir að láta slaka ökumenn standast bíl- próf. En nemendumir frá New Delhi-ökuskólanum voru svo óhemju lélegir að prófdómararnir gátu ekki einu sinni hugsað sér að þiggja fé af þeim. „Eg myndi ekki treysta þeim til að reka nagla í vegg, hvað þá að aka bifreið,“ sagði Dina Bartucci- Miller, fyrrverandi prófdómari. Oft kom fyrir að nemendumir hunsuðu stöðvunarskyldu, keyrðu upp á gangstéttir eða beygðu inn á ranga akgrein, og þeir allra verstu kunnu ekki einu sinni að ræsa bílinn eða setja hann í gír. Bahrat Patel, eigandi New Delhi-ökuskólans, hefur verið ákærður fyrir að bera fé í próf- dómarana í hverri viku frá 1997 til 1999 til að koma í veg fyrir að nemendur hans yrðu felldir á ökuprófinu. ,Áf og til stakk ég upp á því að hann kenndi nem- endum sínum eirifaldlega að aka,“ bar prófdómarinn John Conti fyr- ir rétti, „en hann hló bara að mér“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.