Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Opið hús hjá sjúkra- þjálfurum ALÞJÓÐADAGUR sjúkraþjálfara er í dag 8. september en Al- þjóðasamtök sjúkra- þjálfara, World Con- federation for Physical Therapy, voru stofnuð þennan dag af 11 sj úkraþj álfarafélögum víðs vegar að úr heim- inum fyrir 49 árum. í tilefni af þessum degi og vegna 60 ára afmælis Félags ís- lenskra sjúkraþjálfara á þessu ári munu sjúkraþjálfarar víðs vegar um landið hafa Opið hús í dag þar sem fólki gefst kostur á að heimsækja stofur sjúkraþjálfara og sjúkraþjálfunar- deildir á sjúkrastofnunum. Sjúkraþjálfarar munu þá kynna starfsemi sina, veita ráðgjöf og fræðslu, bjóða upp á blóðþrýstings- og þrekmælingar svo dæmi sú tek- in um hvað verður í boði. Félags íslenskra sjúkraþjálfara varð aðili að Alþjóðasamtökum sjúkraþjálfara árið 1963 eftir að sjúkraþjálfun á íslandi varð löggilt heilbrigðisstétt samkvæmt lögum um sjúkraþjálfun frá árinu 1962. Aðildarfélög eru nú orðin 84 talsins og þar af eru 33 þeirra frá Evrópu. Allt frá upphafi samtakanna hef- ur meginmarkmið þeirra verið að hvetja til að menntun og störf sjúkraþjálfara séu í háum gæða- flokki og stuðla að samskiptum og upplýsingaflæði milli aðildarfélaga. Samtökin hafa samþykkt stefnuyf- irlýsingar á ýmsum sviðum sem snúa að starfí sjúkraþjálfara og heilbrigðiskerfínu, m.a um mennt- un sjúkraþjálfara, gæðastaðla um störf sjúkraþjálfunar, gæði þjón- ustunnar, upplýst samþykki í tengslum við meðferð, réttindi barna og annarra skjólstæðinga sjúkraþjálfara og stefnuyfírlýsingu gegn pyntingum svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægi rannsókna í Alþjóðasamtökunum er lögð rík áhersla á að hvetja til rann- sókna í faginu og hafa þau staðið fyrir alþjóðlegum þingum sjúkraþjálf- ara á 4 ára fresti þar sem allar helstu nýj- ungar og rannsóknir í sjúkraþjálfun hvað- anæva úr heiminum eru kynntar. í sjúkraþjálfun er lögð áhersla á að geta sannað gildi þeirrar meðferðar sem veitt er þannig að tryggt sé að meðferðin sé árangursrík. Sífellt koma fram nýjar að- ferðir og tæknivæð- ing innan heilbrigðis- kerfisins verður sífellt meiri. Mikilvægt er að gleypa ekki við öll- um nýjungum sem koma fram gagnrýnislaust heldur er nauðsyn- Alþjóðadagur Við verðum sjálf að bera ábyrgð á eigin heilsu, segir Sigrún Knútsdóttir, lifa heilbrigðu lífí og hreyfa okkur. legt að geta sannað gildi þeirra áð- ur en nýjar aðferðir og ný tæki eru tekin í notkun. Gildi hreyfingar í forvörnum og heilsueflingu Alþjóðasamtökin leggja áherslu á að sjúkraþjálfun 21. aldarinnar muni í síauknum mæli beinast að að forvörnum og heilsueflingu til að koma í veg fyrir sjúkdóma og draga úr afleiðingum þeirra og koma í veg fyrir álagseinkenni og streitu sem fer sívaxandi með auknum hraða í samfélaginu. Þetta er í samræmi við stefnu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, World Health Organisation, og í samræmi við stefnu heilbrigðisyfirvalda. Aukin þekking og rannsóknir á sviði heilbrigðisvisinda hafa leitt í Sigrún Knútsdóttir Jón Steinar Gunnlaugsson Hæfasti umsækjandinn ÞAÐ hlýtur að vera keppikefli hverrar þjóðar, að til starfa við æðsta dómstól hennar veljist þeir menn sem hæfastir geta talist á sviði lögfræði. Dómstörf þar hafa meiri þýðingu fyrir líf- ið í landinu, heldur en önnur lögfræðistörf að jafnaði hafa. Ástæðan er sú, að dómar æðsta dómstólsins fela í sér endanlega úrlausn á því hverju sinni, hvað teljist vera lög í landinu í því efni sem um er fjallað. Dómar hans hafa fordæmisgildi, þ.e.a.s. fela í sér forspá um hvernig síð- ari úrlausnir verði um sambæri- leg úrlausnarefni. Nú hefur verið skipaður til dómaraembættis í Hæstarétti Árni Kolbeinsson lögfræðingur, sem án nokkurs vafa telst til allra hæfustu lögfræðinga í landinu. Hann tók á sínum tíma hæsta lögfræðipróf, sem nokkru sinni hefur verið tekið frá laga- deild Háskóla íslands. Hann á að baki afburða starfsferil í Stjórnarráði íslands. Þar hefur hann valist til ábyrgðarmestu embætta og gegnt þeim með af- brigðum vel. Þetta vita allir sem til þekkja. Hann er að auki gæddur mannkostum sem munu nýtast honum til góðra verka í nýju starfí. Þjóðin hlýtur að fagna því, að menn á borð við Árna Kolbeinsson skuli sækjast eftir störfum við Hæstarétt. Að þessu sinni sóttu aðrir mætir lögfræðingar um embættið, sem allir teljast hæfir til gegna því. Það er ekki kastað rýrð á þá þó að sagt sé að hafið sé yfir aila gagnrýni að skipa Árna Kol- beinsson. Þar var sá hæfasti valinn. Ég óska honum velfarn- aðar í vandasömu starfi. Höfundur er hœstaréttarlög- maður. ljós gildi hreyfingar sem einn grundvallarþátturinn í forvörnum og heilsueflingu og sífellt meiri áhersla er lögð á að einstakling- urinn taki sjálfur ábyrgð á eigin heilsu. Kjarninn í hugmyndafræði og starfi sjúkraþjálfara byggist á hreyfingu en grundvallarskilyrði heilsu og vellíðunar er að geta hreyft sig. Hreyfing er háð sam- hæfðri stjórnun á starfsemi líkam- ans og samspili vöðva og liða. Sál- fræðilegir, félagslegir og umhverf- isbundnir þættir hafa einnig áhrif á hreyfingu. Sjúkraþjálfun beinist að hreyfi- þáttum og hreyfigetu einstaklings- ins og í meðferð beina sjúkraþjálf- arar sjónum sínum að öllum þeim þáttum hreyfinga sem hér voru nefndir. Vegna þekkingar sinnar á mannslíkamanum, hreyfingu og þjálfun gegna sjúkraþjálfarar mik- ilvægu hlutverki í forvörnum og heilsueflingu og geta þeir leiðbeint og gefið ráð um hvernig koma megi í veg fyrir álagseinkenni og hvern- ig við eigum að hreyfa okkur til að viðhalda heilsu okkar og vellíðan. Tökum ábyrgð á eigin heilsu Á opnu húsi hjá sjúkraþjálfurum í dag gefst fólki tækifæri til að kynnast starfi sjúkraþjálfara og fá ráð og leiðbeiningar um hvað er til ráða til að bæta heilsuna og auka vellíðan. Ég hvet fólk til að notfæra sér þetta tækifæri. Opnunartími og hvað er í boði á hverjum stað var auglýst í Morg- unblaðinu fimmtudaginn 7. sept- ember. Þrátt fyrir allar leiðbeiningar og góð ráð til að viðhalda heilsu og vellíðan er það undir sjálfum okkur komið hvernig til tekst. Ráðin duga skammt ef við förum ekki eftir þeim. Við verðum sjálf að bera ábyrgð á eigin heilsu, lifa heil- brigðu lífi og hreyfa okkur. Höfundur er formaður Félags ís- lenskra sjúkraþjálfara og 2. varafor- maður í stjórn Evrópudeildar Al- þjóðasamtaka sjúkaþjálfara. vormn gegn nutimanensuKvmum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, offitu og sykursýki. Heilsurækt bæt- ir einnig táp og fjör manna með sterkari sjálfsmynd og meiri orku fyrir bæði leik og störf. Þannig verð- ur starfsmaður sem er í góðu líkam- legu formi dýrmætari fyrirtæki sínu auk þess sem hann verður hæfari til að njóta samvista við fjölskyldu og vini í frítíma sínum. Margir gætu nú haldið að þetta séu orðin tóm og einvörðungu ætluð sem auglýsing af hálfu heilsuræktar- stöðvar. Þessu fer víðsfjarri. Ára- tuga rannsóknir (Organizational Behavior) í læknisfræði og vinnu- vistfræði (ergonomics) hafa sýnt það. Stjórnendur stórfyrirtækja í Bandaríkjunum hafa áttað sig á gildi heilsuræktar í beinhörðu fjármagni sem þeir spara í veikindadögum og með aukinni framleiðni. Þá er ótalið hvernig vinnustaðarandi eflist sem og sjálfsmynd hvers og eins starfs- manns. Japanir hafa einnig viður- kennt gildi heilsuræktar fyrir hinn vinnandi mann og þar í landi er heilsuræktarhefðin fyrir svokölluð- um hléæfingum um hálfrar aldar gömul. Vert er að átta sig á því að hléæfingar eru góðar til þess að liðka skrokkinn en duga ekki sem heilsurækt einar og sér. Meira þarf til þess að byggja upp þrek og þol. Heilsurækt verður að fela í sér styrktarþjálfun fyrir vöðva, þolþjálf- un fyrir hjarta og lungu svo og lið- leikaþjálfun. Einungis með slíkum fjölbreytiieika í þjálfun kemst líkam- inn í form. Það er kominn tími til þess að ís- lenskir stjórnendur átti sig þá því að það er búið að finna upp hjólið! Heilsurækt er öllum nauðsynleg, ungum sem öldnum. Ekki síst er hún gagnleg fyrir hinn vinnandi mann sem þarfnast þess að losna úr viðjum þreytu og orkuleysis en þar er heilsurækt tilvalin leið. Ásta Hrönn er framkvæmdastjóri World Class, Akureyri. Elías er menntaskólakennari, þjálfari World Clnss. Vel heppnuð fj ölskylduhátíð FJÓRÐA unglinga- landsmót UMFÍ var haldið á Tálknafirði, Bíldudal og Patreks- firði um verslunar- mannahelgina. Ymsum þótti það bjartsýni að halda mótið um þessa mestu ferða- og útihá- tíðahelgi ársins og töldu að þátttaka yrði e.t.v. ekki mikil þar sem margs konar skemmtanir og útihá- tíðir væru í boði víðs vegar um landið á sama tíma. Guðjón Annað kom á daginn, Guðmundsson þátttaka var feikigóð og hátt í eitt þúsund keppendur mættu til leiks auk mikils fjölda for- eldra og forráðamanna og töldu heimamenn að allt að þrjú þúsund Landsmót Góð íþróttaaðstaða og öflugt íþróttastarf, segir Guðjón Guðmundsson, skipta miklu máli fyrir byggðir landsins. manns hefðu heimsótt svæðið þessa þrjá mótsdaga. Unglingalandsmótið varð því að vel heppnaðri fjölskyldu- hátíð. Ungmennafélagið Hrafna-Flóki annaðist framkvæmd mótsins sem var feikilega vel undirbúið og tókst í alla staði vel, bæði keppni í einstök- um íþróttagreinum og margháttaðri afþreyingu og skemmt- unum fyrir unga sem aldna. Björn Bjarnason menntamálaráðherra beitti sér fyrir því að verulegu fjármagni var veitt til uppbyggingar og endurbóta íþrótta- mannvirkja á Tálkna- firði og í Vesturbyggð á síðasta ári. Þetta fjár- magn auk mikillar vinnu og framlags heimamanna hefur skapað framúrskarandi íþróttaaðstöðu á svæð- inu sem að sjálfsögðu er ekki aðeins til afnota fyrir eitt unglingalandsmót heldur ætluð til íþróttaiðkana og félags- starfs yngri sem eldri á ókomnum árum. Það hefur verið sýnt fram á það með viðamiklum könnunum að íþróttir og félagsstarf er mikilvægur þáttur í þroskaferli barna og ung- menna og margvíslegum forvömum. Ekki má heldur gleyma ánægjunni sem fylgir íþróttaiðkun fyrir börn og unglinga en umbun þeirra er meðal annars fólgin í leikgleðinni sem sprettur af því að takast á við við- fangsefnin, ná meiri leikni, bæta ár- angur sinn og efla líkamlegt atgervi sitt. Þess vegna skiptir góð íþrótta- aðstaða og öflugt íþróttastarf miklu máli fyrir byggðir landsins. Það er ástæða til að óska þeim sem stóðu að undirbúningi og fram- kvæmd unglingalandsmótsins til hamingju með vel heppnað mót. Höfundur er alþingismaður og for- maður iþróttanefndar ríkisins. Heilsurækt - símenntun Ásta Hrönn Björgvinsdóttir TILEFNI þessarar greinar er vika sí- menntunar sem hefur yfirskriftina „Mennt- un er skemmtun“. Heilsurækt er einn þeirra þátta sem stjórnendur fyrir- tækja ættu að líta til sem hluta símennt- unar starfsmanna. Hvers vegna? gætu einhverjir velt fyrir sér núna. Við sitjum jú öll uppi með vitneskju um að hverjum og einum sé hollt að hreyfa sig og borða holla fæðu. Færri vita hvernig á að bera sig að þessu og þar kemur þátt- ur heilsuræktarstöðvanna sem stjórnenda fyrirtækja til sögunnar. Þannig er að fyrir um hálfri öld kröfðust flest öll störf töluverðs líkamlegs erfiðis. Eins var bílaeign ekki almenn og almenningssam- göngur strjálari. Því hreyfðu menn sig meira en í dag. Flest störf í dag eru kyrrsetustörf sem krefjast einskis af fólki líkamlega. Sum krefj- ast þó hreyfingar en eni þá oft það einhæf að þau valda álagsmeiðslum hjá starfsmönnum. Hér má nefna sem dæmi eymsli í öxlum, baki, milli- rifjagigt, eymsli í úlnlið og margt fleira. Afleiðingin er sú að starfsfólk fyrirtækja nú til dags er oft mjög illa á sig komið líkamlega. Það er þjakað af ýmsum líkamlegum, sálfræðileg- um og félagslegum kvillum sem stafa beinlínis af hreyfingarleysi. Einfalt er að sjá að slík kyrrseta eða einhæfni í starfi kemur niður á framleiðni fyrirtækisins í formi slæ- legra afkasta starfsmanna, verri færni sökum þrekleysis og fjarveru frá vinnu sökum veikinda. Nútíma- stjórnandinn veit að stór hluti auðs Elías Kristjánsson fyrirtækis hans er fólginn í mann- auði þess og færni starfsmannanna. Þess vegna ætti stjórnandanum að HreyfingaHeysi Starfsfólk fyrirtækja nú til dags, segja Asta Hrönn Björgvinsdóttir og Elías Kristjánsson, _____er oft mjög illa á sig komið líkamlega. vera ljóst að eitt af þvi sem símennt- un starfsmannsins þarf að fela í sér er heilsurækt. Eins og hér hefur verið lýst njóta bæði stjómandinn og starfsmaður- inn góðs af reglubundinni heilsu- rækt. Þetta má einnig skoða í ljósi þess að heilsurækt er ein besta for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.