Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 56
I DAG 56 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Jonny Hector reið ekki feitum hesti frá viðureigninni. Jón Viktor hetja fyrstu umferðar VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Reykja- nesbraut NÚ hefur Vegagerðin loks- ins drifið sig í að lagfæra Reykjanesbraut, svo kall- aðar axlir settar þar, fram- kvæmd sem hefði verið tímabær fyrir mörgum ár- um. En það er ekki nóg ef fólki er ekki kennt að not- færa sér þessar breytingar. I Sviþjóð er aðalvegurinn upp til Stokkhólms (E-6) búinn að vera svona í marga áratugi, en er reyndar núna fullálagður, en þar er reyndar miklu meiri um- ferð en á Hafnarfjarðarveg- inum. Ég hef keyrt þennan veg nokkrum sinnum á nokkurra ára fresti og það gengur mjög vel. Þegar maður sér bíl í baksýnis- speghnum nálgast, víkur maður til hægri út á vegöxl- ina, svo bíllinn sem fer fram úr þurfi ekki að fara út á mótakandi akrein. Lög- reglan þarf að taka sér tak og kenna fólki að taka aldrei fram úr vinstra meg- in, til dæmis á milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur. Það þarf að gefa þeim áminningu sem „sofa“ á vinstri akrein eins og ennþá sé vinstri umferð. A.G. Grænlenskur beinaútskurður HÖRÐUR hafði samband við Velvakanda og langaði að vita hvort einhver gæti bent sér á grænlenskan mann sem safnar græn- lenskum beinaútskurði. Ef einhver gæti gefið honum einhverjar upplýsingar er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband við Hörð í síma 552-4738. Forystugreinar í framsóknarstíl ÉG var svo hissa þegar ég sá að Morgunblaðið væri að birta forystugreinar i fram- sóknarmannastíl. Hvað hef- ur gerst? Ekki er ég á móti Framsókn en ég hef alltaf haldið að Morgunblaðið væri málgagn frjálslyndra íhaldsmanna, sjálfstæðis- manna og þjóðemissinna. Jæja, maður getur aldrei sigrað í þessum heimi. Vilhjálmur Alfreðsson. Kjör aldraðra og ör- yrkja í góðærinu ÚR því að það er svona góð- ur tekjuafgangur hjá ríkis- sjóði, hvemig væri þá að láta eitthvað ganga til aldr- aðraog öryrkja? Nú er gott tækifæri til að leiðrétta hjá þessum hópum sem em lægstir í þessu þjóðfélagi. En ráðamenn í rílrisstjóm- inni segja sem svo að ef ég hef það gott, þá hafa allir aðrir það gott. En blákald- ur sannleikurinn er allur annar. Af stjómarand- stöðunni era það fyrst og fremst þingmenn frá Vinstri grænum, sem hafa haldið þessu vakandi og sér í lagi Ögmundur Jónasson, sem hefur verið duglegur við að minna á kjör aldraðra og öryrkja. Það mættu vera fleiri sem vekja máls á kjör- um aldraðra og öryrkja. Aldraðir og öryrkjar verða að taka vel eftir því hvaða þingmenn vekja máls á þeirra kjöram. Framsókn- arflokkurinn sem kenndi sig við frjálshyggju er kom- inn svo langt til hægri frá miðju að þaðan er ekki að vænta mikils. Ég trúi ekki að kjör þessara hópa verði ekki leiðrétt, þótt um síðir verði. Við verðum bara að biðja, bíða og vona að úr rætist. Gunnar G. Bjartmarsson. Frábær hverfaverslun MARGRÉT hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri að á Háaleitisbraut væri bóka- búð sem héti Annóra. I ailri umræðunni síðustu daga um kaup á skóladóti vildi hún benda á að Annóra er bæði ódýr og þar er afskap- lega gott vöraúrval. Hún verslaði allt skóladótið þar fyrir börnin sín tvö og kom betur út úr því en skoðana- kannanir höfðu sýnt frá öðram verslunum. Maður er nefndur - Ríkissjónvarpið MARGRÉT hafði samband við Velvakanda og var að velta því fyrir sér hvort Ríkissjónvarpið gæti end- ursýnt þáttinn Maður er nefndur, þar sem talað var við Öddu Bára Sigfúsdótt- ur. Þessi þáttur var sýndur fyrir stuttu en hún missti af honum. Góð útvarpsstöð TÓNLISTARUNNANDI hafði samband við Veivak- anda og vildi hann senda út- varpsstöðinni 94,3 þakklæti sitt íyrir tónlistarval. Segir hann að á stöðinni sé ein- göngu leikin íslensk tónhst og að það sé mikill léttir að geta hlustað á svona stöð. Tapad/fundid Glötuð blálituð gleraugu KATRÍN hafði samband við Velvakanda af því hún hefur tapað gleraugunum sínum. Þau eru blálituð í stálumgjörð. Annan nef- púðann vantar á gleraugun. Hún er ekki viss um hvar eða hvenær hún tapaði þeim. Ef einhver kannast við lýsinguna vinsamlegast hafið samband við Katrínu i síma 557-1692. Nokia gsm-súni týndist NOKIA 5110, rauður gsm- sími, týndist fóstudaginn 1. september, líklega í Aust- urstræti eða nágrenni. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 551-6731 eða 867- 3489. Morgunblaðið/Gíolli Yíkverji skrifar, SKAK H e 11 i s h e i m i 1 i ð f JVf j o d d SVÆÐISMÓT NORÐURLANDA 5.-14. sept. 2000 AUGU margra skákáhugamanna beinast að Jóni Viktori Gunnarssyni um þessar mundir. Þessi ungi og nýkrýndi íslandsmeistari gerði sér lítið fyrir í fyrstu umferð svæðismóts Norðurlanda og sigraði einn skeinu- hættastá stórmeistara mótsins, Svíann Jonny Hector. Sigurinn var auk þess afgerandi, en Jón Viktor sigraði í báðum einvígisskákunum. Jón er þar með kominn í aðra umferð á þessu útsláttarmóti þar sem full- trúar Norðurlandanna á heimsmeist- aramótinu í skák eru valdir. Augu áhorfenda beindust að sjálf- sögðu að hinum sex íslensku fulltrú- um. Beðið var með mikilli eftirvænt- ingu eftir viðureign Helga Ólafssonar og eins stigahæsta þátt- takandans, norska stórmeistarans Simen Agdestein. Agdestein hefur oft reynst íslendingum erfiður og svo reyndist einnig nú. Helgi, sem hafði svart, lenti í erfiðleikum í miðtaflinu í fyrri skákinni sem honum tókst ekki að bjarga sér út úr. í seinni skákinni hélt Agdestein síðan vel um taumana og gaf Helga ekki færi á að flækja taflið. Að lokum sá Helgi ekki annan kost betri en að semja um jafntefli. Margeir Pétursson hafði hvítt í fyrri skákinni gegn Norðmanninum Leif Erlend Johannessen. Þeir tefldu enskan leik og upp kom afbrigði sem sá norski kannaðist vel við úr sínum fyrri skákum og hann náði jafntefli án teljandi erfiðleika. Margeir hafði hins vegar sigur í seinni skákinni og er því kominn áfram í aðra umferð. Helgi Ass tapaði óvænt fyrri skák- inni gegn Finnanum Olli Salmensuu og þrátt fyrir harða baráttu í þeirri síðari varð hann að sætta sig við jafn- tefli og er þar með úr leik. Þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson gerðu 1-1-jafn- tefli gegn sínum andstæðingum og tefla því skákir með styttri umhugs- unartíma til úrslita. Úrslitaskákimar voru tefldar í gærkvöldi. Úrslit fyrstu umferðar (bráðabana ólokið þar sem jafnt stendur): 1. Ulf Andersson - Rune Djurhuus 0-2* 2. Stellan Brynell - Curt Hansen 0-2 3. Helgi Ólafsson - Simen Agdestein Vt-lík 4. Peter Heine Nielsen - Tom Wedberg Vá-'á 5. Helgi Á Grétarss. - Olli Salmensuu ‘á-Vá 6. Emanuel Berg - Hannes Stefánsson 1-1 7. Evgenij Agrest - Þröstur Þórhallsson 1-1 8. Jouni Yijola- Sune Berg Hansen 'á-Vá 9. Leif E. Johanness. - Margeir Péturss. 'á-Vá 10. Lars Schandorff - Aleksei Holmsten 1-1 11. Jón V. Gunnarss. - Jonny Hector 2-0 12. Einar Gausel - John Ami Nil Hér að neðan sést hvemig Jón Viktor lagði Svíann Jonny Heetor í fyrri skák fyrstu um- ferðar. Hvítt: Jonny Hector Svart: Jón Viktor Gunnarsson Þriggja riddara tafl e4 e5 2. Rf3 Rfii 3. Re3 - Hector hefur ékki áhuga á að tefla gegn Petrovs-vöm, sem kemur upp eftir 3. Rxeö d6 4. Rf3 Rxe4 eða 3. d4 o.s.frv. 3. —Bb4 4. Rxe5 0-0 5. Be2 He8 6. Rd3 Bxc3 7. dxc3 Rxe4 8. Rf4 - Eftir 8. 0-0 d5 9. Rf4 c6 10. Be3 Rd6 er staðan í jafnvægi. - d6 9.0-0 Rd7 Þetta er í þriðja skiptið sem Hector og Jón Viktor tefla þessa byrjun, en áður hefur sá síðamefndi leikið 9. - Rc6. Þekkt leið í þessari stöðu er 9. - c6 10. c4 Bf5 11. a4 a5 12. Ha3 Rd7 13. He3 Rdc514. g4 Be615. f3 Rf616. b3 h6 með flókinni stöðu (Psakhis-Jús- upov, Skákþingi Sovétríkjanna 1980/ 81). Jón Viktor gerir örugglega rétt í því að forðast flóknar stöður, en eftir þeim sækist Hector ávallt. c4 Rf8 11. a4 a5 12. Ha3 Bd7 13. Rh5 Bc6 14. Hh3 Rg6 15. Dd4 f6 16. Bd3 Rc5 17. Bh6!? — Svíinn hefur stefnt að þessari stöðu, enda virðist sókn hans ógn- andi, en Jón Viktor lætur ekki koma sérúr jafnvægi. 17. - Rxd3! 18. cxd3 - Ekki verður annað séð en svartur geti svarað 18. Bxg7 með 18. - Rdf4!?, með hótununum 19. - Re2+, ásamt 20. - Rxd4, og 19. - Rxh3+. Eftir 19. Rxf4 Kxg7 20. Rh5+ Kf7 21. Rxf6 Dxf6 22. Hxh7+ Kg8 23. Dxf6 Kxh7 kemur upp staða sem Hector hafnaði síðar í skákinni, því að hann taldi hana óhagstæða sér. 18. - gxh6 19. Rxf6+ Kf7 20. Rxe8 Hector metur stöðuna þannig, að eftir 20. Hxh6 Dxf6 21. Hxh7+ Kg8 22. Dxf6 Kxh7 hefði hann átt í vök að verjast, með drottninguna og þijú peð gegn hrók og tveim léttum mönnum. Hann hefur líklega á réttu að standa, enda er hvíti hrókurinn óvirkur. Svartur hótar m. a. sókn eft- ir e- og g-línunum. 20. - Dxe8 21. He3 Dh8 22. Dg4 Df6 23. Hfel - Biskupinn á c6 stendur vel og vald- ar hina mikilvægu reiti á f3 og g2. Hvítur hefur ekki tíma til að stinga upp í hann með 23. d4 Kg8 24. d5 Bxa4 o.s.frv. 23. - Kg8 24. He6 Dg5 Nú kemst hvítur ekki hjá drottn- ingakaupum, en eftir það er endatafl- ið tapað hjá honum. 25. Dxg5 hxg5 26. b3 d5 27. f3 d4 28. H6e2 Ha6 29. Hb2 Hb6 30. Hbbl Kf7 Vinningurinn er aðeins tæknilegt atriði fyrir Jón Viktor. 31. Kf2 Rf4 32. Hedl Re6 33. Kg3 Rc5 34. h4 Hxb3 35. Hxb3 Rxb3 36. hxg5 Bxa4 37. Hhl Kg7 38. f4 Bd7 39. Hel Kf7 40. KRÍ a4 41. Ke4 Bg4! Kemur í veg fyrir Hel-e2 til að stöðva frípeð svarts á a-línunni. 42. f5 a3 43. Kf4 Bxf5 44. He2 - Eða 44. Kxí5 a2 45. Ke4 alD 46. Hxal Rxal og svartur vinnur. Með leiknum í skákinni tekst hvíti að ná peðinu á a-línunni, en það kostar hann þijú peð. 44. - Bxd3 45. Ha2 Bxc4 og Hector hætti vonlausri baráttu. Teflt er alla virka daga kl. 17 (kl. 14 um helgar) í Hellisheimilinu, Þöngla- bakka 1 í Mjódd. Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson NÚ ER dagurinn farinn að stytt- ast mjög og huga þarf að hætt- unum sem húmið og myrkrið geta valdið börnum í umferðinni. Endur- skinsmerki á fötum og Ijós á hjólum geta ráðið úrslitum. Kunningjakona Víkveija velti þessu nýlega fyrir sér þegar hún ók eftir Ægisíðunni í Reykjavík nú í vikunni. „Klukkan var rétt að verða níu og tekið að rökkva,“ sagði hún. „Úti var engu að síður krökkt af krökkum (sem lögum samkvæmt hefðu auð- vitað öll átt að vera fyrir löngu komin í rúmið!) á stórhættulegum hlaupa- hjólum og það sem verra var, ljós- lausum. Ég ók áfram inn í Sörlaskjól og dauðbrá því allt í einu voru tveir smákrakkar á götunni fyrir framan mig, dökkklæddir og sömuleiðis á ljóslausum hlaupahjólum. Og þegar ég renndi inn í Bollagarðana góðu blasti það sama við: afskipt börn á „ólöglegum" hjólum úti á miðri götu. Ég bara spyr: Hafa foreldrar ekki af þessu áhyggjur?" Þetta sagði kunningjakonan og Víkverji tekur undir. Nýjasta hlaupahjólatískan breiðist hratt út, hjólin eru svo lítil að minnstu munar að hægt sé að stinga þeim í vasann. En þetta eru samt farartæki sem áreiðanlega eru mjög skemmtileg en alveg eins og önnur hjól valda þau því að lítil böm geta skyndilega og fyrirvaralaust birst fyrir framan bíl. Og ekki bætir úr skák ef engin ljós eru á hjólunum. Hvað segja lögreglan og aðrir tals- menn aukins öryggis í umferðinni? xxx YÍKVERJA dagsins finnst stór- kostlegt að fylgjast með ævin- týrinu sem kallast Bláa lónið. Af- rennsli frá jarðhitavirkjun, lítill og ljótur andarungi, breytist á örfáum árum í svan sem Víkverja sýnist að sé að verða enn þekktari úti í heimi en gamalkunnu kennileitin, Hekla, Gullfoss og Geysir. Gestirnir gætu orðið 350 þúsund á þessu ári, flestir útlendingar og þeim fylgja umtals- verðar gjaldeyristekjur. En það er annað sem Víkverja finnst gott við íramtakið: Bláa lónið og umhverfi þess getur varla talist staður sem hætta er á að verði fyrir skemmdum vegna ágangs fjöldans eins og þeir sem til þekkja segja að sé að verða raunin með Herðubreið- arlindir og fleiri merka staði í nátt- úru landsins. VÍKVERJI rak augun i athyglis- verða frétt um að stefnt sé að því að setja upp svonefnda staðar- netsenda á Háskólasvæðinu í Reykjavík á nýbyrjuðu misseri. Námsmenn, kennarar og aðrir starfsmenn sem eru að vinna á far- tölvur geta þá komist inn á heima- svæði sitt og Netið þráðlaust séu þeir staddir á svæðinu. Fyrst í stað verður staðametið sett upp í helstu kennslustofum skólans en markmið- ið mun vera að hægt verði að nota það alls staðar á Háskólasvæðinu. Stærsti vinnustaður landsins hættir að vera algerlega háður síma- línum og Víkverji er ekki í vafa um að framtíð fjarskiptanna er í loftinu. Kannski er þetta eingöngu vegna þess að honum er meinilla við allar línur og kapla, hvort sem farganið tengist símum, sjónvarpi, útvarpi eða tölvum. En staðarnetið þýðir að álag minnkar á tölvuverin og tölvu- notkun í kennslu og námi getur stór- aukist. Sumir kennarar skólans eru þegar famir að nýta sér Netið tU að miðla efni og reyndar telur Víkveiji sig vita að Háskólinn í Reykjavík sé með það á verkefnaskránni .að allt kennsluefni fari á Netið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.