Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 68
M0RGUNBLAÐ1Ð, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK.
Aukið hlutafé Halló-
Frjálsra fjarskipta
140 millj-
ónir frá
Kenneth
Peterson
HLUTAFÉ Halló-Frjálsra fjar-
skipta hefur verið aukið um 250
milljónir króna og meðal nýrra hlut-
hafa er Kenneth D. Peterson Jr.,
eigandi og forstjóri Columbia Vent-
ures, en hlutur hans er 140 milljónir
króna. Pá er James F. Hensel, vara-
formaður Columbia Ventures og
stjórnarformaður Norðuráls, einnig
á meðal nýrra hluthafa en hlutur
hans er mun minni. Stærsti einstaki
hluthafmn í Halló-Frjálsum fjar-
skiptum er fjárfestingarsjóðurinn
Talenta-Hátækni sem er í umsjón
Íslandsbanka-FBA með 26,7% en
sjóðurinn nýtti sér forkaupsrétt og
keypti nýtt hlutafé fyrir 67 milljónir
króna. Ný stjórn hefur ekki enn ver-
ið skipuð en ljóst er að Kenneth mun
taka sæti í stjórn fyrirtækisins.
Halló-Frjáls fjarskipti og breska
fjarskiptafyrirtækið Mint Telecom
hafa stofnað nýtt íslenskt farsíma-
fyrirtæki sem bjóða mun forgreidd
kort og fast verð fyrir farsímtöl um
heim allan og ætlar fyrirtækið sér
stóra hluti á alþjóðavísu.
■ Forgreidd kort/21
Vfkingaskipið Islendingur komið til Bandarikjanna
Slökkviliðsbátur Bostonhafnar sigldi með víkingaskipinu fslendingi til hafnar í Boston og áhöfn hans myndaði
skemmtilega umgjörð um atburðinn með því að sprauta vatni upp í loftið.
Hlýjar
’ mót-
tökur í
Boston
ÁHÖFN víkingaskipsins íslendings
fékk hlýjar móttökur þegar hún
steig á land í Boston í gær. Boston
er annar viðkomustaðurinn í
Bandaríkjunum, en skipið hafði áð-
ur haft tveggja daga viðdvöl í
* {- Portsmouth í New Hampshire.
Koma skipsins til Boston markar
upphaf að Islandskynningu í borg-
inni.
Skipið lenti í erfíðleikum á leið-
inni frá Lockeport á Nova Scotia til
Portsmouth. Siglingaleiðin er 240
sjómflur. Gunnar Marel Eggertsson
skipstjóri segist hafa vitað að mikl-
ir straumar væru í þessum flóa en
vindurinn hafi komið á óvart, en 6-8
vindstig voru á öðrum degi ferðar-
innar. Við þannig aðstæður geta_
risið óvæntar öldur. Þama fékk Is-
Qfr lendingur í fyrsta skipti á sig brot-
sjó og hálffylltist svo allt fór á flot
um borð. Gunnar segir að áhöfnin
hafí bjargað málum en segir að
meiri vandræði hefðu orðið ef ann-
að brot hefði komið fljótt á eftir.
íslendingur hreppti einnig óhag-
stætt veður á leið sinni til Halifax.
Annars hefur siglingin meðfram
ströndum Norður-Ameríku gengið
vonum framar, að sögn Gunnars, og
tímaáætlun staðist fyrir utan sólar-
hrings seinkun í Halifax.
Móttökumar hafa verið með ólík-
indum góðar, að sögn Gunnars Mar-
els. „Ekki er hægt að gera greinar-
mun á stórborgum og smábæjum. I
smærri bæjunum koma allir bæjar-
búar niður á höfn,“ segir skipstjór-
inn.
fslandskynning hafin
Múgur og margmenni tók á móti
íslendingi þegar skipið lagðist að
bryggju við Sædýrasafn Nýja-Eng-
lands, í hjarta Bostonborgar, og þar
vora meðal annarra Jón Baldvin
Hannibalsson sendiherra óg Einar
Benediktsson, framkvæmdastjóri
landafundanefndar. Fólki gefst
kostur á að skoða víkingaskipið á
meðan það verður í Boston og í
tengslum við komu þess hefst kynn-
ing á íslandi. Eins og áður sýndu
fjölmiðlar komu skipsins áhuga og
Gunnar hafði nóg að gera við að
veita viðtöl. Hann sagði að áhöfnin
fengi frí um kvöldið og veitti ekki
af, þetta hefði verið mikil törn.
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík ætlar að framfylgja
lögum og reglum um vottun byggingarefna
Vandi gæti skapast
í byggingariðnaði
VANDRÆÐAASTAND gæti brátt
myndast í byggingariðnaði og á fast-
eignamarkaði, í kjölfar þess að bygg-
ingarfulltrúar sveitarfélaga taki
harðar á að lögum og reglugerðum
um að vottun efna verði fylgt eftir.
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hef-
ur riðið á vaðið og m.a. sent lagna-
hönnuðum og pípulagningameistur-
um auk helstu efnasala á lagnasviði
bréf, þar sem fram kemur að eftir 1.
desember 2000 muni ekki verða sam-
þykktir séruppdrættir af lagnakerf-
um, nema á þeim sé vísað til vottaðr-
' ar vöru. Jafnframt kemur fram í
bréfinu að frá sama tíma muni lagna-
kerfi ekki hljóta úttekt, nema sannað
sé að efni hafi hlotið vottun.
Þórður Ólafur Búason, yfirverk-
Maestro
fræðingur hjá embætti byggingar-
fulltrúa Reykjavíkur, segir að í dag
sé erfitt fyrir byggingaraðila að upp-
fylla þau skilyrði að byggja hús eða
búa þau lagnakerfum eingöngu með
vottuðu efni. Evrópubyggingar-
reglugerð tók hér gildi árið 1994 og í
þeirri reglugerð, ásamt byggingar-
lögum frá 1998, er afdráttarlaust
kveðið á um að óheimilt sé að nota
annað en vottuð efni í byggingariðn-
aði. Að sögn Þórðar er slíkt orðið
bráðnauðsynlegt í dag, þegar vöru-
flokkar skipta orðið tugum þúsunda,
til að skapa eðlilega neytendavernd
og tryggja líf og heilsu fólks.
Þrátt fyrir að lög og reglur kveði á
um afdráttarlausa vottun efna í
byggingariðnaði er staða þeirra
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
mála ekki í þeim farvegi hérlendis að
auðvelt sé um vik að fá vottun á til-
tekin efni. Þórður segir að veikleik-
inn felist fyrst og fremst í því að hér
skorti á að nýir staðlar séu búnir til
og eldri endurnýjaðir. Einnig skorti
hér löggiltar stofur eða fyrirtæki
með faggildingu sem gefa út stað-
festingar á eiginleikum þeirra efna
sem um er að ræða.
Menn viti hvað þeir kaupa
Að sögn Þórðar verður líklega
ekki gripið til þess ráðs að stöðva
byggingariðnaðinn sökurn skorts á
vottun efna, en hann segir að gerðar
verði athugasemdir við uppdrætti og
teikningar. „Við munum reyna að
skrá athugasemdir þar sem vottun
vantar og kaupendur fasteigna í
þessum húsum eiga þá að geta geng-
ið að þeim upplýsingum. Allt gengur
þetta út á það, að menn viti hvað þeir
eru að kaupa.“
Þórður segir að auðvitað verði það
vandræðaástand, þegar byggingar-
saga húsa verður fyllt með slíkum at-
hugasemdum, og fasteignamarkað-
urinn sé ekki tilbúinn að verðleggja
fasteignir samkvæmt því.
Þar sem byggingarfulltrúum ber
að fylgja lögum og reglum gæti svo
farið að byggingariðnaðurinn myndi
alfarið stöðvast, fari svo að
stjórnsýslukærur berist í kjölfar
þess að byggingarfulltrúar heimili
byggingar án þess að eingöngu séu
notuð vottuð efni.
Tilefnislausar líkamsárásir
á höfuðborgarsvæðinu
Sjö ung-
menna leitað
KARLMAÐUR á miðjum aldri
varð fyrir árás þriggja unglings-
pilta þar sem hann var á gangi á
Rauðarárstíg í Reykjavík um
miðnættið í fyrrakvöld. Piltarn-
ir, sem eru taldir vera um 16-17
ára gamlir, felldu manninn í göt-
una svo hann rotaðist, og rændu
af honum 7.000 krónum, sem
hann hafði í vasa, og poka með
fötum. Ekki er vitað hverjir voru
að verki en samkvæmt lýsingu
mannsins voru tveir þeirra
klæddir í leðurjakka. Lögregla
leitar piltanna þriggja.
Við árásina brotnuðu tennur
úr efri gómi mannsins og hann
var marinn í andliti þegar hann
leitaði sér aðstoðar á lögreglu-
stöðinni við Hverfisgötu. Hann
var fluttur á sjúkrahús en var
ekki talinn alvarlega slasaður.
Auðgunarbrotadeild hefur málið
til rannsóknar.
Á mánudaginn réðust fjögur
ungmenni, tveir piltar og tvær
stúlkur, á eldri mann á strætis-
vagnastöð við Tónlistarhúsið í
Kópavogi. Þeim hafði orðið
sundurorða í strætisvagninum
og þegar út var komið veittust
þau að manninum. Annar pilt-
anna ýtti harkalega á brjóst-
kassa mannsins og sló hann því
næst með hjólabretti í höfuðið.
Við það rotaðist maðurinn og féll
í götuna. Vitni kölluðu til lög-
reglu á meðan á árásinni stóð en
ungmennin komust undan á
hlaupum. Sauma þurfti þrjú spor
í höfuð mannsins og hann marð-
ist nokkuð í andliti. Lögreglan í
Kópavogi leitar ungmennanna
og biður þá sem kynnu að hafa
upplýsingar um málið að setja
sig í samband við lögreglu.
Um síðustu helgi varð eldri
maður fyrir því að ungur maður
hratt honum og barnabarni
hans, sem hann hélt á, í Tjörn-
ina. Pilturinn gat litlar skýring-
ar gefið á athæfi sínu.