Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
TF-IUB, Douglas DC-6 flugvél íscargo, á Reykjavíkurflugvelli 27. janúar 1980.
Ljósmynd/PPJ
Var „illa lyktandi vél-
in“ á vegnm Iscargo?
Frásögn Toms Carew af
ráni á íslenskri frakt-
flugvél árið 1981 þykir
dramatísk. Þeir eru til
sem segja hana sann-
leikanum samkvæmt, en
aðrir telja hana hugar-
burð einan. Björn Ingi
Hrafnsson komst að því
að báðir málsaðilar hafa
ýmislegt til síns máls.
LÝSING breska sérsveitarmanns-
ins Toms Carew á flugi íslenskrar
flutningavélar með vopn frá Búlg-
aríu til Líbýu árið 1981 hefur vakið
spurningar um hvort þar hafi verið
um að ræða Douglas DC-6-vél flug-
félagsins Iscargo. Carew segir í
væntanlegri bók sinni að DC-6-vél-
in íslenska hafl verið í eigu félags
að nafni Ice-Cargo, en ekkert flug-
félag hefur starfað hér á landi undir
því heiti. Flugfélagið íscargo starf-
aði hins vegar hér á landi um tíu
ára skeið, frá 1972 til 1982, og gæti
þvi hafa verið um vél félagsins að
ræða í þessu tilviki.
Vopnaflutningar frá
Búlgaríu til Líbýu
Enska dagblaðið Sunday Times
birti á dögunum kafla úr væntan-
legri bók Carew, en hún ber heitið
Jihad. Kemur þar fram að bresk og
bandarísk stjórnvöld hafi viljað afla
skæruliðum Afgana vopna vegna
stríðs þeirra við Sovétmenn í upp-
hafi níunda áratugarins. Hafi þau
komist á snoðir um vopnasmygl ís-
lensks flugfélags milli Búlgaríu og
Líbýu fyrir milligöngu vopnasala í
Vínarborg og afráðið að bæta við
sendinguna tíu skotpöllum og þrjá-
tíu eldflaugum. Var Carew síðan
komið fyrir í flugi íslensku vélar-
innar sem hleðslumanni og segist
hann hafa rænt vélinni yfir megin-
landi Evrópu og skipað henni að
lenda í Múnchen í Þýskalandi,
nærri bandarísku herstöðinni Ram-
stein. Þar var umframmagn vopn-
anna affermt á skammri stundu af
herlögreglumönnum áður en vélin
fékk að halda sína leið til Líbýu
með vopnasendinguna. Kemur fram
í frásögn Carew að flugmönnum
vélarinnar hafi verið afhentir þagn-
arpeningar (hush-money) fyrir að
þegja yfir atviki þessu.
Frásögn Carews þykir ýmsum
þeim sem Morgunblaðið hefur rætt
Morgunblaðið/Ásdís
Við Reykjavíkurflugvöll er enn að fínna merki um flugstarfsemi íscargo, en þar má m.a. sjá þennan flugstjóm-
arklefa úr DC-6 vél félagsins. Þetta mun þó ekki vera klefi TF-IUB.
við ótrúleg og „dramatísk", en
margir benda þó á að lýsing hans á
DC-6-vél íscargo komi heim og
saman við eina þeirra véla sem
íscargo rak á flugrekstrarárum sín-
um. Carew lýsir vélinni sem „illa
lyktandi“, en sú lýsing er í sam-
ræmi við vitnisburð margra um vél-
ar íscargo sem oftsinnis voru not-
aðar í hestaflutningum milli íslands
og annarra landa, einkum Noregs
og Þýskalands. Aukinheldur stóð
félagið stundum í öðrum gripaflutn-
ingum, eða eins og einn heimildar-
maður blaðsins orðaði það: „Það
var ekkert sem íscargo var ekki til-
búið að flytja." „Vélin var öll hrá að
innan, aðeins stálgólf og fremur
óþétt, þannig að hland hrossanna
átti greiða leið meðfram rifum og
sprungum í gólfinu og því gekk erf-
iðlega að ná lyktinni úr vélinni,"
segir Magnús Bjarnason fulltrúi er
hann lýsir síðustu DC-6-vélinni sem
íscargo hafði í þjónustu sinni.
Magnús vann á skrifstofu Iscargo á
Reykjavíkurflugvelli á þessum ár-
um. Bendir hann á að lyktin vonda
hafi haldist, lengi eftir að hætt var
að flytja með henni hross milli
landa.
Vélinni ekki rænt?
Magnús segist hafa lesið frásögn
Morgunblaðsins sl. miðvikudag af
flugráninu með athygli, en kannast
ekki við söguna frá starfsárum sín-
um hjá íscargo. Hann kveðst aðeins
hafa starfað við flutningamál innan-
lands og lítið hafa haft af áhöfn
flugvélanna að segja.
Annar heimildarmaður Morgun-
blaðsins, sem ekki vill láta nafns
síns getið, segist hafa vitað af þessu
flugi DC-6-vélar íscargo. Raunar
segist hann þess fullviss að um rán
hafi ekki verið að ræða; íslenska
flugáhöfnin hafi verið með á nótun-
um þegar breski sérsveitarmaður-
inn gaf upp lendingarstað við
Múnchen. Hann staðfestir hins veg-
ar að flugmönnum hafi verið greitt
fyrir að þegja yfir öllu saman -
„hush-hush“, eins og hann orðar
það á ensku.
Morgunblaðið hefur síðustu daga
rætt við fjölda fólks til að sann-
reyna frásögn Carew sem birtist í
Sunday Times. Fer ekki á milli
mála að frásögnin hefur vakið mikla
athygli og sagði einn flugmaður
sem blaðið ræddi við að ekki væri
sá flugmaður til hér á landi sem
ekki hefði reynt að afla sér ein-
hverra upplýsinga um málið.
Túnasetningin stenst ekki
Eitt er þó sem rýrir trúverðug-
leika frásagnar breska sérsveitar-
mannsins. Hann segir að umrætt
„flugrán" hafi átt sér stað snemma
árs 1981, en það kemur illa heim og
saman við þá staðreynd að síðasta
skráða flug síðustu DC-6-flugvélar
íscargo, TF-IUB, mun hafa verið
frá Reykjavík til Akureyrar og til
baka í júní 1980, að því er fram
kemur í tímaritinu Flug vorið 1984.
Þar er greint frá þvi að síðustu
tvær „sexur“ íscargo hafi verið
rifnar í brotajárn þá um vorið. Hafi
þar verið um að ræða TF-IUB og
TF-OAA.
Annað sem staðfestir þetta er að
skv. yfirliti Flugmálastjórnar frá 1.
janúar 1982 kemur fram að flug-
hæfisskírteini TF-IUB rann úr 20.
desember 1980 og var ekki endur-
nýjað.
Heimildarmaður blaðsins segir
þó að þetta afsanni ekki frásögn
Carews. Hann tímasetji frásögn
sína hins vegar ekki rétt.
Bendlað við vopnaflutninga
Á hinn bóginn hefur ekki tekist
að fá neinn þeirra sem flugu fyrir
félagið á þessum tíma til að tjá sig,
en fyrrverandi starfsmenn félags-
ins eru margir hverjir búsettir er-
lendis. Árni Guðjónsson hæstarétt-
arlögmaður, sem var einn eigenda
íscargo, kveðst hins vegar vera af-
ar vantrúaður á frásögn breska
hermannsins.
„Þetta er allt í einhverjum hasar-
stfl,“ segir hann. „Ég heyrði aldrei
getið um þetta og hlyti að hafa ver-
ið látinn vita af þessu hefði eitthvað
í þessa veru nokkurntíma átt sér
stað.“ Sá orðrómur var uppi á
seinni starfsárum Iscargo að félag-
ið tæki þátt í flutningum á vopnum,
einkum til Afríkuríkja. Ekki síst
þóttu tengsl félagsins við Loft Jó-
hannesson, flugmann og flugvéla-
sala, renna stoðum undir þetta.
Loftur var lengi bendlaður við
vopnasölu og birti þýska fréttatím-
aritið Der Spiegel frétt í maí árið
1992 þess efnis að hann hefði verið
milliliður í vopnasölu Austur-Þjóð-
verja til bandarísku leyniþjónust-
unnar, CIA.
Illa gekk að halda áætlun
Loftur komst einnig í fréttirnar
tveimur árum síðar þegar Sunday
Times skýrði frá því að skýrslur
austurþýsku leyniþjónustunnar
Stasi staðfestu að hann hefði notað
vopnasölufyrirtæki í London, Tech-
aid International, til að selja her-
sveitum Saddams Hussein Iraks-
forseta tólf sovéska T-72-skrið-
dreka í janúarmánuði árið 1987 í
viðskiptum sem námu tæpum þrjá-
tíu milljónum dollara.
Grunsamlegt þótti hversu illa Is-
cargo gekk að halda áætlun og
komu vélar stundum einhverjum
dögum of seint úr ferðum sínum. Þá
var einnig mjög algengt að þær bil-
uðu erlendis og gat þá tekið langan
tíma að gera við þær.
Kenningin var sú að tafir þessar
mætti rekja til þess að flugvélarnar
væru í leyniflutningum sem ekki
mætti skrá í flugbækurnar.
Magnús segir að margoft hafi
komið fyrir að áætlanir röskuðust
og vélar félagsins kæmu of seint til
landsins. Sömuleiðis hafi verið tals-
vert um bilanir í vélum félagsins,
enda þær flestar komnar vel til ára
sinna.
Hann segist hins vegar aldrei
hafa tengt það við nokkuð óeðlilegt.
Mest í vöruflutningum
Flugfélagið íscargo var stofnað
árið 1972 og var megintilgangur fé-
lagsins að annast vöruflutninga
milli íslands og annarra landa en
einnig annars staðar þar sem verk-
efni buðust. Margir eigenda Iscar-
go höfðu áður rekið flugfélagið
Fraktflug, en það félag var stofnað
1969 og sinnti um skeið vöruflutn-
ingum fyrir Rauða krossinn í Afr-
íku og flutning á ferskum fiski milli
Islands og Evrópu.
Frá miðjum áttunda áratugnum
og til loka hans annaðist Iscargo
margvísleg verkefni og var með
talsverðan rekstur. Félagið átti
nokkrar flugvélar, m.a. Douglas
DC-6-flugvél og aðra af gerðinni
Lockheed Electra. Árið 1975 fékk
íscargo leyfi til áætlunarflugs með
vörur milli íslands og Hollands og
síðar fékk flugfélagið einnig leyfi til
áætlunarflugs með farþega til Am-
sterdam. Af þeim flugrekstri varð
hins vegar ekki. Þó voru farþegar
oft fluttir með vélum félagsins, en
nokkrir bekkir voru í fragtvélunum
fremst.
Rekstrarerfíðleikar
og að lokum gjaldþrot
Minnast margir ferða í geysileg-
um kulda uppi í háloftunum þar
sem einangrun var ekki fyrir að
fara í fraktrýminu. Á móti kom að
oft var um gjafaferðir að ræða, en
eitthvað mun þó hafa verið selt af
ferðum. Sá Kristinn Finnbogason
framkvæmdastjóri um þann þátt
mála.
Félagið lenti í miklum rekstrar-
erfiðleikum kringum 1980. Árið
1979 hafði það fest kaup á húseign
flugfélagsins Vængja hf. á Reykja-
víkurflugvelli og tekið vélar þess á
leigu. Sótti íscargo síðan um leyfi
til áætlunarflugs á þeim leiðum sem
Vængir höfðu haft innanlands,
einkum til Vestfjarða, en fór bón-
leitt til búðar og voru Arnarflugi
veitt leyfin. Keypti Arnarílug síðar
flestar eignir íscargo sem tekið var
til gjaldþrotaskipta og hætti
rekstri.
Flugfélag undir nafni Fraktflugs
er aftur á móti enn rekið hér á
landi, þótt lítið sé vitað um rekstur
þess. Það er skráð í Reykjavík og
eigandi þess er Loftur Jóhannes-
son.