Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ungverskir stúdentar
í jarðfræðileiðangri á hálendinu
Fimm vikna
útilega
FIMM ungverskir háskólastúdentar
gengu um 740 km yfir hálendi ís-
lands á fimm vikum, frá 20. júlí til 24.
ágúst, án þess að koma til byggða.
Fjórir mannanna stunda nám við há-
skólann í Szeged, tveir í landafræði,
sá þriðji í efnafræði og sá fjórði í
landmælingafræði. Fimmti leiðan-
gursmaðurinn stundar landafræði-
nám í við ELTE-háskólann í Búda-
pest. Voru þeir búnir að undirbúa
ferðina í u.þ.b. eitt ár, kynntu sér til-
tækt efni um jarðfræði og náttúrufar
íslands og lögðu fram námsritgerðir í
þeim efnum. Til að kosta ferðina
fengu þeir styrk frá ýmsum aðilum.
Þeir nutu stuðnings háskóla sinna í
Szeged og Búdapest, ungverska
landfræðifélagsins og félags fjall-
göngumanna í Ungverjalandi en með
þeim kvöðum að þeir skuldbundu sig
til að halda fyrirlestur og myndasýn-
ingu á vegum Landfræðifélagsins,
rita fræðigreinar í tímarit og aðstoða
við endurskoðun á kennsluefni í jarð-
fræði.
Matarlausir í þijá daga
Imre Kopasz frá Búdapest hefur
aðallega orð fyrir hópnum. Hann
byrjar á því að lýsa fyrsta hluta
ferðarinnar sem hófst á Egilsstöðum
20. júlí. Fyrsti áfangastaður var
Snæfell, norðan Eyjabakkajökuls.
Tók ferðin frá Egilsstöðum fjóra
daga án nokkurra erfiðleika. Annar
áfangastaðurinn voru Kverkfjöll og
kámaði nú gamanið. Var þetta erfið-
asti hluti leiðarinnar að sögn Imre.
Hópurinn hafði einungis matarbirgð-
ir til tveggja daga en ferðin reyndist
taka fimm daga. Gengu þeir hluta
leiðarinnar yfir Brúarjökul sem var
mjög spnmginn og erfiður yftrferðar.
Voru sprungumar svo stórar margar
hverjar að þeir urðu að kasta bak-
pokunum yfir þær og stökkva á eftir.
Imre segir að þeir hafi orðið að fara
yfir jökulinn þar sem árnar, sem
flæddu undan jöklinum, hefðu verið
of margar og of stórar fyrir þá að
vaða yfir þrátt fyrir að þeir væm með
forláta rússneskar vöðlur sem upp-
mnnar em frá ungverska hernum.
Þeir urðu að gista eina nótt á jökl-
inum, fimm menn í gömlu þriggja
manna tjaldi. Höfðu þeir aðeins eitt
tjald þar sem of þungt hefði verið að
vera með annað.
Hætt komnir í Kreppu
A leiðinni í Kverkfjöll fóm þeir nið-
ur af jöklinum og reyndu að vaða ána
Kreppu. Er þeir vom komnir nokkuð
út í ána skildu þeir að þeir yrðu að
snúa við þegar litlir ísjakar, sem
brotnuðu úr jöklinum, flutu fram hjá
þeim í hálfs metra fjarlægð á um 100
km hraða. Ekki var um annað að
ræða fyrir þá en að snúa aftur upp á
jökulinn og halda ferðinni áfram yfir
ísinn. Eftir fimm daga komu þeir loks
í Kverkfjöll, um miðnæturbil, þar
sem matarbirgðir biðu þeirra. Segj-
ast þeir hafa setið og borðað í tvo
tíma eftir að hafa verið matarlausir í
þrjá daga. Búið var að koma matar-
birgðum fyrir í Kverkfjöllum, Nýja-
dal við Tungnafellsjökul og á Hvera-
völlum.
Lentu í sandstormi
Samkvæmt áætluninni, sem fimm-
menningamir höfðu gert, áttu þeir að
eiga hvíldardag í Kverkfjöllum en nú
voru þeir orðnir á eftir áætlun svo
þeir urðu að halda áfram för næsta
morgun til Herðubreiðarlinda. Þeir
voru orðnir vatnslausir á þessum
hluta leiðarinnar en björguðu sér
með því að biðja jeppamenn, sem leið
áttu hjá, um vatn að drekka. Urðu
allir, sem þeir báðu, fúslega við þeirri
bón.
Frá Herðubreiðarlindum gengu
þeir til Öskju og fengu sér langþráð
bað í Víti. Næsti áfangastaður var
sæluhús við Trölladyngju en þeirra
beið erfitt ferðalag þangað. Mót-
vindur var mjög sterkur alla leiðina
og ekkert nema sandur svo langt sem
augað eygði. Gengu þeir í mesta lagi í
tvo tíma samfellt og hvfldu sig í hálf-
an til einn tíma á milli. Eru þeir sam-
mála um að þetta hafi, andlega séð,
verið erfiðasti hluti leiðarinnar.
Með grjót í bakpokunum
Bakpokamir voru umtalsvert
þyngri en mælt er með, meira að
segja fyrir fárra daga gönguferðir.
Voru þeir að minnsta kosti 25 kg og
yfirleitt um 30 kg. Skýrist það m.a. af
því að þeir voru með talsvert af ljós-
myndabúnaði með sér en einnig af
því að þeir söfnuðu grjóti. Voru þeir á
endanum komnir með um 30 kg af
gijóti sem skiptist á milli þeirra
ftmm! Myndi íslenskum hálendisför-
um tæplega detta í hug að þyngja
þannig byrðar sínar en hafa ber í
huga að hér var um leiðangur að
ræða sem farinn var vegna áhuga á
jarðfræði landsins.
Fyrsti hvfldardagur leiðangurs-
manna var við Trölladyngju. A Imre
ekki orð til að lýsa þeirri stórkostlegu
útsýn sem þeir höfðu þaðan. Gátu
þeir séð allt til Herðubreiðar til
norðausturs og Hofsjökul til vesturs
Morgunblaðið/Arnaldur
Utilegumennirnir ungversku gengu í fimm vikur yfir hálendi Islands án þess að koma til byggða.
og aldrei höfðu þeir séð eins litfögur
fjöll og á milli Tungnafellsjökuls og
Vatnajökuls. Á Tungnafellsjökli
könnuðu þeir íshellu áður en þeir
komu að næstu matarbirgðastöð í
Nýjadal.
Ætlunin var að fara þvert yfir Hof-
sjökul en það tókst ekki vegna þess
hve jökullinn var sprunginn. Reyndu
þeir að fara upp á Múlajökul en urðu
að snúa við. Þeir gengu þá vestur eft-
ir jaðri jökulsins og fóru niður af hon-
um við Blágnípu, hvaðan leiðin lá í
Hveradali.
Á leiðinni eftir jaðri Hofsjökuls
hrepptu þeir sterkan vind í fangið
þannig að þeir komust einungis um
tvo kflómetra á klukkustund þrátt
fyrir að hafa ísbrodda á fótum. Höfðu
þeir ungverskan fána meðferðis sem
Kári hreif með sér.
Fögnuðu 1000 ára
kristni Ungreija
Á Hveravelli náðu þeir eftir 30
daga ferðalag og hvfldu sig þar í
fyrsta sinn almennilega, segja þeir.
„Við böðuðum okkur og átum, böðuð-
um og átum,“ segja þeir. Hinn 20.
ágúst héldu þeir upp á þjóðhátíðar-
dag Ungveija á milli Hrútfells og
Langjökuls en svo skemmtilega vill
til að í ár fögnuðu þeir einnig þúsund
ára kristni í Ungverjalandi rétt eins
og við Islendingar. Ungverjar urðu
kristnir árið 1000 og lutu þá konungi í
fyrsta sinn. Ferðalangarnir ung-
versku höfðu því æma ástæðu til að
fagna. Þeir kveiktu á kertum og
sungu sálma og höfðu af fáheyrðum
myndarskap saumað nýjan þjóðfána í
stað þess sem Kári rændi á Hofsjökli.
Á hæsta tindi Langjökuls
Félagamir höfðu fengið upplýsing-
ar um að hægt væri að ganga yfir
Langjökul en ekki hvar best væri að
gera það. Þeir hófu ferðina yfir um
tíuleytið að morgni. Jökullinn var
mjög spmnginn og snjór í sprangun-
um. Veður var skaplegt, þoka og
sólskin skiptust á að hafa yfirhönd-
ina. Þeir segja að sprangurnar í
Langaökli hafi verið dýpri en í Hofs-
jökli og Vatnajökli. Stundum sukku
þeir upp í klof í snjóinn, sem var í
sprangunum, og gátu séð í gegnum
götin, sem fætur þeirra skildu eftir
sig, hve djúpt niður í iður jökuslins
þær náðu. Segjast þeir í raun vera
heppnir að vera á h'fi. Um hálfátta um
kvöldið vora þeir komnir í u.þ.b.
1.300 metra hæð en Langjökull er
hæstur 1.355 m. Tengdu þeir sig
saman með reipi þar sem aðstæður
voru mjög varasamar. Jöklinum
sleppti undir miðnætti og komu þeir
þá niður á votlendi þar sem þeir
þurftu nánast að hlaupa til að sökkva
ekki. Þaðan lá leiðin að endastöð
ferðarinnar, Húsafelli í Borgarfirði,
þangað sem þeir komu 24. ágúst.
Hlökkuðu til heimferðar
Fimmmenningamir vildu þakka
Ferðafélagi Islands fyrir ómetanlega
hjálp en Ferðafélagið kom matar-
birgðum þeirra fyrir. Þeir vora him-
inlifandi yfir ferðalaginu og sögðu
Island vera einstakt land. Engu að
síður var Ijóst að þeir hlökkuðu til
heimferðarinnar, sem lá í loftinu, en
flugtak var tveimur tímum eftir við-
talið. Enda engin furða eftir fimm
vikna útilegu. Heima biðu fjölskyldur
þeiiTa og vinir, m.a. nýbökuð eigin-
kona eins leiðangursmannasem enn
beið þess að guminn kæmi með sér í
brúðkaupsferðina. Gerðu þeir ráð
fyrir að hvflast einn dag en taka svo
til við ýmist að vinna úr ferðinni, und-
irbúa upphaf nýs skólaárs eða lesa
undir próf, taka þau og fara síðan í
brúðkaupsferð.
Friðbert Njálsson um sumarexem í hestum
Segir Dýraverndarráð
hafa brugðist í málinu
FRIÐBERT P. Njálsson telur að
dýravemdarráð hafi bragðist með af-
greiðslu á erindi sem hann sendi
nefndinni um sumarexem í hestum.
Hann segist ekki hafa trú á að þær
rannsóknir íslenskra vísindamanna
sem nú standa yfir skih neinum ár-
angri. Þar séu menn að afla sér þekk-
ingar sem þegar sé fyrir hendi er-
lendis.
Friðbert vakti athygh dýravemd-
arráðs á slæmri líðan íslenskra
hrossa sem flutt era til meginlands
Evrópu. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að sumarexem væri
mjög algengur sjúkdómur í íslensk-
um hestum. Athuganir bentu til þess
að um 70% allra hrossa fengju hann.
Sjúkdómurinn væri mjög kvalafullur
fyrir hestanna. Hægt væri að halda
honum í skefjun með því að loka hest-
ana inni yfir daginn í 8 mánuði á ári,
en það væri að sjálfsögðu ekki eðlileg
meðferð ádýranum.
Verið að rannsaka hluti
ssem búið er að rannsaka
Fyrr á þessu ári skipaði landbún-
aðarráðherra starfshóp til að rann-
saka sumarexem í hestum, en honum
er ætlað að starfa í þrjú ár. Til verk-
efnisins voru veittar 82 milljónir
króna. Dýravemdarráð vísar til þess-
ara rannsókna sinna í umsögn sinni.
Friðbert hefur miklar efasemdir
um að þetta verkefni skili tilætluðum
árangri. Hann sagði að þeir sem
þessu verkefni kæmu hefðu litla
reynslu af rannsóknum á þessu sviði.
Hann gagnrýndi sérstaklega að ekki
væri nýtt sú þekking sem væri fyrir
hendi í Dýralæknaháskólanum í
Hannover, sem hefur stundað rann-
sóknir á sumarexemi í hestum í yfir
30 ár. Hann sagði að þar væri fyrir
hendi þekking á eðli sjúkdómsins
sem nú ætti að fara að afla með rann-
sóknunum hér á landi. Fyrst ekki
væri leitað til færustu vísindamanna
á þessu sviði erlendis væri þess varla
að vænta að árangur næðist. Verið
væri að sóa fjármunum og tíma í að
rannsaka hluti sem búið væri að
rannska erlendis.
Friðbert sagði að dýraverndarráð
hefði þurft að taka tillit til þessara
sjónarmiða í umsögn sinni.
Umhverfísráðherrar Norðurlanda
funda í Borgundarhólmi
Svíar gera athuga-
semd við hvalveiðar
FUNDUR umhverfisráðherra
Norðurlanda hófst í Borgundar-
hólmi á miðvikudag og sat Siv
Friðleifsdóttir fundinn fyrir ís-
lands hönd. Meðal þess sem kom
til umræðu var skýrsla um nor-
ræna umhverfisáætlun fyrir árin
2001 til 2004. í texta að drögum
um sjálfbæra þróun á Norður-
löndum komu Svíar með nokkra
fyrirvara, m.a. vegna hval- og sel-
veiða. Að sögn Sivjar vilja Svíar
ekki sætta sig við texta er snýr að
viðskiptum og útflutningi á þess-
um spendýrum.
„Þetta kom okkur mjög á óvart
því Svíar höfðu ekki áður gert at-
hugasemdir á fyiri stigum máls-
ins. Þetta er auðvitað mikið hags-
munamál fyrir hin vestnorrænu
ríki, ísland, Grænland og Færeyj-
ar og mikilvægt að Norðurlanda-
þjóðirnar standi saman,“ sagði Siv
en aðrar Norðurlandaþjóðir höfðu
samþykkt þennan texta. Þetta
mál var ekki útkljáð í Borgundar-
hólmi en Siv taldi nær öraggt að
það kæmi til umfjöllunar og af-
greiðslu á Norðurlandaráðsþing-
inu í Reykjavík í nóvember nk. en
umhverfisáætlunin á að taka gildi
1. janúar árið 2001.
Auk áætlunarinnar ræddu um-
hverfisráðherrar Norðurlanda
sameiginleg hagsmunamál innan
Evrópusambandsins og EES.
Einnig var rætt um stækkun ESB
en Siv sagði að ný ríki væru flest
illa stödd í umhverfismálum og
mikil og flókin vinna væri þar
fram undan.
Gagnlegur fundur í París
Siv átti fund í París á þriðjudag
með umhverfisráðherra Frakk-
lands, Dominick Voynet, sem fer
nú með formennsku í umhverfis-
ráðherraráði Evrópusambands-
ins. Á þeim fundi ræddi Siv um
vamir gegn mengun hafsins, líf-
ræn þrávirk efni og væntanlegan
fund aðildarríkja samningsins um
loftslagsbreytingar. Siv sagði að
þessi fundur í París hefði verið
einkar gagnlegur.
Þar hefði, líkt og í Borgundar-
hólmi, einnig verið rætt um 6.
fund aðildarríkja loftslagssamn-
ingsins sem fram fer í Haag í Hol-
landi 13. til 24. nóvember nk.