Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR STEFANÍA SIGURVEIG SIGURÐARDÓTTIR tStefanía Sigur- veig Sigurðar- ddttir fæddist á Ak- ureyri hinn 8. ágúst 1933. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 1. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Steinunn Sigurlaug Gunnars- dóttir frá Miðijarð- amesi á Langanesi og Sigurður Sigfús- son frá Vopnafirði. Sonur Stefaníu er Sigurður R. Ragn- arsson. Eftirlifandi sambýlismaður Stefaníu er Guðmundur Ólason frá ísafírði. Stefanía starfaði lengst af við heilsugæslu. Útför Stefaníu fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku mamma mín. Nú ertu horfin úr lífi mínu. í allri sorginni sem umlykur mig á ég samt minningar sem lýsa svo skært. Þú varst ekki bara mamma mín heldur góður vinur í gleði og sorg. Aldrei snerir þú við mér baki þegar syrti í álinn og illa áraði og það veit Guð að það var ekki bara einu sinni, heldur oft. Þú varst líka fyrst til að gleðjast og fyllast stolti þegar vel gekk hjá mér. Þú hafðir þá dásamlegu hæfileika að geta alltaf séð Ijós í öllu myrkri, geta breytt sorg í gleði og geta allt- af séð spaugilegar og jákvæðar hlið- ar á öllu og öllum. Það líður ekki sá dagur að ég óski ekki eftir að öðlast þótt ekki væri nema brot af þessari náðargjöf. Vænst þykir mér af öllu um sam- verustundirnar þar sem við sátum tvö saman og spjölluðum um lífið og tilveruna. í gegnum þessar samverustundir okkar hef ég öðlast svo mikla visku og skilning úr ótæmandi brunni þínum. Ég get gripið til þessa á hverjum degi í leik og starfi en harma að geta ekki lært meira af þér um það sem máli skipt- ir í þessari jarðvist. Það er nú ár síðan þú greindist með þennan ólæknandi sjúkdóm. Eins og við var að búast tókst þú þessum frétum með stakri ró og bjartsýni. Þú lifðtr lífi þínu áfram af sömu ágætum og fyrr og hélst áfram að auðga allt og alla í kringum þig. Þú áttir ánægju- stundir með honum Guðmundi þínum og okkur öllum. Ég man kvöldið sem sjúkdómsgreiningin lá fyrir. Við sátum inni í eldhúsi á Háaleitis- brautinni og vorum að skoða bækling um sjúkdóminn. Þú sást til þess að við gætum slegið á létta strengi og við vorum sammála um að latneskt heiti þessa vágests væri nú bara nokkuð fallegt, um leið og við óskuðum þess að það boðaði gott. Elsku mamma mín, nú hefur sjúkdómurinn með fallega heitið tekið þig frá mér og okkur öllum. Ég reyni að brosa gegnum tárin því að ég veit að þér líður vel. Ég er stoltur af að fá að ganga á sömu jörð og þú en þakklátastur og stoltastur er ég yfir því að hafa fengið að vera sonur þinn. Hafðu þökk fyrir allt og megir þú hvfla í eilífum friði. Þinn Sigurður Rundlfur Ragnarsson. Elsku Stefanía mín. Ég er svo heppin að hafa fengið að kynnast þér. Ég hélt að við fengjum lengri tíma til að framkvæma allt það sem við vorum búnar að ákveða að gera saman en það er greinilegt að Guð hefur ætlað þér stærra verkefni sem ekki gat beðið og ég verð að sætta mig við það þótt sárt sé. Þegar Siggi kynnti okkur í fyrsta sinn varst þú að hekla þetta líka fal- lega teppi og ræddum við mikið um það ásamt annarri handavinnu sem reyndist vera okkar sameiginlega áhugamál en teppið gafstu mér þeg- ar þú laukst við það og nota ég það mikið. Ég hef ekki oft hitt manneskju sem er eins fjölhæf í höndunum og þú varst, sama hvort var prjón, bródering, saumavélin eða hekl sem var reyndar þitt uppáhald. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur var svo vel gert og smekklegt og hef ég lært heilmikið af þér á ekki lengri tíma frá því við kynntumst og á ég þér svo margt að þakka. Þú hikaðir ekki við að taka mig inn á heimili ykkar Guðmundar þegar ég þurfti svo mjög á því að halda og er ég svo innilega þakklát fyrir það, þakklátari en orð fá lýst. Þú varst mikill mannvinur, allir sem kynntust þér voru snortnir af persónuleika þínum, svo sem sonur minn sem kynntist þér þegar við fórum þrjú á vínartónleika í Há- skólabíói og lentum óvart á röngum degi, hefðum átt að vera kvöldinu á undan en þið Andri voruð ekki lengi að koma ykkur saman um að þiggja önnur sæti ofar en upphaflega var ætlað og hlóguð bara að öllu saman, og spurðuð þið oft eftir hvort öðru og einnig spurðir þú eftir dóttur minni, Ásdísi, og er ég þér þakklát fyrir það, elsku Stefanía. Þú reynd- ist mér svo vel og get ég ekki hugs- að mér betri tengdamömmu en þig. Blessuð sé minning þín. Bjarney Bergsddttir. Föstudagurinn 1. september var yndislega hlýr, sólríkur og fallegur haustdagur. Þetta var afmælisdag- urinn hans pabba. En þetta var líka sorgardagur í okkar fjölskyldu, Stefanía Sigurðardóttir, sambýlis- kona pabba, lést á Landspítalanum eftir erfið veikindi. A þessari stundu sækja á okkur minningar um þær góðu samveru- stundir sem mín fjölskylda hefur átt með þér, Stefanía mín. Þessar stundir voru einstaklega ljúfar og skemmtilegar. Við munura ætíð vera í þakkarskuld við þig og er mér þá efst í huga þakklæti fyrir þetta fallega heimili sem þú bjóst honum pabba, þar sem hann hafði búið einn í örfá ár eftir andlát móð- ur minnar. Heimili ykkar pabba var einstakt, allt í röð og reglu, munum og fjölskyldumyndum úr búi ykkar beggja raðað saman á svo nærgæt- inn hátt að alltaf leið okkur jafn vel að koma í heimsókn. Það snertir mig ætíð mjög djúpt að finna kærleikann sem þú sýndir okkur, þú varst dætrum mínum sem amma og vildir fylgjast vel með þeim í leik og starfi. Við minnumst þess að alltaf varstu stolt þegar þær luku áföngum í lífinu og þegar von var á barnabarni í fjölskylduna sast þú við hannyrðir, prjónaðir og hekl- aðir svo fallega sængurgjöf. Sumarbústaðurinn í Tungudal við Isafjörð var ykkur mikill unaðs- reitur og uppi voru áform um að búa þar á sumrin, þar sem þið voruð bæði hætt að vinna. Þrátt fyrir veikindi lést þú það ekki hafa áhrif á dvöl ykkar þar nú í sumar, heldur lagðir á þig erfið ferðalög í læknis- vitjanir til Reykjavíkur. Mér var það einstaklega ljúft að vera hjá þér þessa daga, þarna áttum við góðar stundir. Takk fyrir það. Elsku pabbi, Sigurður og aðrir aðstandendur, guð veri með ykkur. Guðrún Ólöf, Órn og fjölskylda. Hún Stefanía amma er dáin. Þetta er erfitt að segja og erfitt að sætta sig við. Þegar við kynntumst Stefaníu fyrir sjö árum kynnti Guð- mundur hana fyrir okkur sem nýja ömmu. Það voru orð að sönnu. Hún heillaði okkur strax með lífsgleði sinni og léttleika og þótt hún virtist í fyrstu vera feimin við þessa nýju fjölskyldu sem henni áskotnaðist fundum við strax þá gífurlegu hlýju sem frá henni stafaði. Stefanía var mjög mikil handa- vinnukona og hafði einstakt lag á því að gera fallegt í kringum sig. Það fengum við að sjá bæði heima og í sumarbústaðnum. Hún minnti oft á litla stelpu, eins hrifin og hún var af bleika litnum og hverig hún gat strítt manni og tekið á öllu með gleði. Hún var stelpunum okkar dýr- mæt amma sem þær búa að alla ævi. Alltaf tók hún á móti þeim með heimabakaðar kleinur og kökur og bað þær um að segja sér nýja sögu. Hún hafði mjög gaman af að hlusta á þær og fylgjast með öllu sem þær tóku sér fyrir hendur. Þau Guðmundur sýndu mikinn kjark þegar þau tóku saman, komin á sjötugsaldur og bæði búin að missa maka sína. Hann varð sem ungur í annað sinn og taldi það ekki eftir sér að „skreppa" á milli ísa- fjarðar og Vopnafjarðar í stuttar heimsóknir. Lífið varð allt miklu bjartara og skemmtilegra hjá þeim báðum og það geislaði af þeim ham- ingjan saman. En nú þarf hann að sjá á eftir henni allt of snemma. Stundum finnst okkur lífið ekki vera sanngjarnt og svo er einmitt núna. Litla dóttir okkar getur ekki skilið af hverju Stefaníu ömmu batnaði ekki, hún sagðist jú ætla að sigra þennan sjúkdóm á þann eina hátt sem henni var lagið; með létt- leika og bjartsýni. En það varð því miður ekki og nú er sú stutta sann- færð um að Guð og englarnir á himninum eigi í vændum góða kaffi- tíma, þar sem amma baki bestu kökur sem um getur. Elsku Stefanía, okkur er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér, við erum miklu rík- ari en áður vegna þín. Elsku pabbi, þú þarft nú í annað sinn að horfa á eftir konu, sem þú elskaðir, falla fyrir krabbameini. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig í sorg þinni og hjálpa þér að halda áfram. Kæri Siggi, þú hefur ekki aðeins misst góða móður, heldur einnig þinn besta vin. Við vonum að við getum verið þér og Bjarneyju fjöl- skylda, með öllum þeim styrk sem fjölskylda getur verið. Góður Guð veri með ykkur núna og í framtíð- inni. Anna Málfríður, Vignir, Ólöf og Hildur. Nú er Stefanía okkar farin. Ég kynntist Stefaníu fyrir þó- nokkrum árum þegar afi minn kom og kynnti hana fyrir okkur. Ég get sagt það með vissu, að ég sá strax að þarna fór manneskja með gull- hjarta og góða sál. Hún var rólynd og þægileg í umgengni, með bjart bros og fallegan hlátur, og allt fas hennar einkenndist af þörf hennar til að láta öðrum líða vel. Hún reyndist afa einstaklega vel, og mér leið vel að vita af þeim sam- an. Þegar fréttirnar um veikindi hennar bárust mér brá mér óneit- anlega. Ég vildi ekki trúa því að Guð vildi taka aðra konu frá honum afa. En konurnar hans afa voru greinilega englai;, sem Guð þurfti að kalla aftur til himna, til að breiða út góðvild sína annarsstaðar. Ég leit alltaf á Stefaníu sem þriðju ömmuna mína og tel það heiður að hún hafi titlað sig „Stef- aníu langömmu11 þegar sonur minn fæddist. Elsku Stefanía, hvar sem þú ert núna, þá vil ég segja að við munum alltaf minnast þín, sama hve mörg- um englum við kynnumst um ævina. Elsku afi og Siggi. Við vottum ykkur dýpstu samúð okkar og við vonum að Guð og allir góðir vættir vaki yfir ykkur á þessum erfiðu tím- um. Með hryggð í hjarta tár á hvarmi sjáum eftir brosinu bjarta biðjum Guð um huggun í harmi - er lífsljósið fjarar út. Engill í lífi, engill á himni ertu nú við Drottins mund Eftir situr mér í minni - úr myrkrinu verður ljós. Björk, Jónas og Magnús Bergmann. + Vilhjálmur Vil- hjálmsson fædd- ist í Reykjavík 2. ágúst 1980. Hann lést íLeiru 15. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 22. ágúst. Elsku Villi minn, nú ertu farinn frá mér. Fréttimar af andláti þínu eru erfiðustu fréttir sem mér hafa nokkurn tíma borist. Mér fannst sem tilver- an ætlaði að hrynja. Ég vissi það strax og ég heyrði rödd systur þinnar í símanum að eitthvað var að. Þú varst dáinn. Ég vildi ekki trúa þessu fyrst um sinn. Af hverju þú? Maður áttar sig fyrst á því eftir að þú ert farinn hversu fáar samveru- ^stundir okkar voru í gegnum tíðina. Þær voru alltof fáar, en þeim mun dýrmætari eru þær í minningunni. Það er svo skrýtið að maður þurfi endilega að missa eitthvað til þess að átta sig á því hversu virkilega dýr- mætt það var. Það er ótrúlega erfitt að sætta sig við að ég á aldrei eftir að hitta þig oftar. Við eigum aldrei eftir ^ að spjalla saman í síma um alla heima og geima í lengri tíma, eins og við gerðum stundum. Við eigum aldrei eftir að fara sam- an í golf eins og við ætl- uðum okkur. Við vorum báðir of uppteknir svo það komst aldrei á dag- skrána. Við íyrrverandi bekkjarfélagamir úr 6-X ákváðum hittumst á fallegum sunnudegi í Fossvogsdalnum undir lok júlí o g spila fótbolta, bara svona rétt til að halda sambandinu og rifja upp gamla tíma. Þú varst sam- kvæmt venju alltaf tilbúinn í fótbolta, þótt þú þyrftir að keyra úr Keflavík til að spila með okkur í smástund. Ég man að við vorum saman í liði, og auðvitað vann okkar lið leikinn. Þeg- ar ég hugsa til baka er það mér mik- ils virði að við skulum hafa verið sam- an í liði, þannig að við stæðum saman þau síðustu augnablik sem við nutum nærveru hvors annars. Það hvarflaði ekki að mér að þegar leiknum var lokið og þú kallaðir á mig: „Við verð- um i sambandi, Addi“ að það væri í síðasta skiptið sem ég ætti eftir að heyra rödd þína og síðasta skiptið sem ég liti þig augum áður en þú kveddir þennan jarðneska heim. Ég kastaði aðeins á þig stuttri kveðju: „Gerum það, kallinn minn“. Ég vissi ekki að það væri í síðasta skiptið sem ég átti eftir að tala við þig. Guð sagði mér ekki að ég ætti að nota tækifærið og kveðja þig þá, að eilífu. Kannski hefur hann sagt mér það, ég hef bara ekki viljað hlusta á hann og trúa því sem hann var að segja mér. Það var núna nýlega sem ég, og fleiri félagar okkar, fengum að finna átakanlega íyrir því að þú varst í raun og veru ekki lengur á meðal vor. Það var þá sem allur vinahópurinn hittist til að halda upp á tvítugs- afmælið hennar Mariko vinkonu okk- ar. Þar vantaði brosið þitt. Þar vant- aði hlýjuna þína. Þar vantaði þig. Þú varst farinn. Við lukum báðir stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands í maí síðast- liðnum. Þú hafðir þegar ákveðið að halda utan fljótlega, helst til Banda- rflqannna, og nema þar fjölmiðla- fræði. Ég man hvað ég dáðist alltaf að því hversu ákveðinn þú varst varð- andi framtíð þína. Það var ekkert veraldlegt sem gat staðið í vegi fyrir því að þú næðir því marki sem þú settir þér. Þú varst aldrei með áhyggjur af neinu, þetta myndi alltaf allt reddast að lokum. Strax tveimur dögum eftii- út- skriftina héldum við í útskriftarferð til Krítar. Upphaflega ætluðum við að eyða þar saman tveimur vikum ásamt vinum okkar og félögum. Það var skömmu fyrir ferðina sem þú ákvaðst að stytta dvöl þína á Krít og eyða aðeins einni viku með okkur. Ég man hversu leiðinlegt mér fannst það. Ég fór strax að hugsa um hvem- ig seinni vikan yrði án þín. Orð fá því ekki lýst hversu mikilvægt það var mér að fá þó að njóta nærveru þinnar þessa einu viku. Guð veitti mér það gullna tækifæri að kynnast þér betur en nokkra sinni fyrr. Þar fann ég vel hversu innilegur, hlýr og góður þú varst. Þú varst ekki bara hlýr og góð- ur við mig, heldur alla sem þú um- gekkst. Þú átt sérstakan stað í hjarta allra þeirra sem nokkurn tíma hafa verið í kringum þig. Það er sérstak- lega eitt atvik sem er mér minnis- stætt frá Krít. Það var þegar þú tókst þig til og lést raka á þér kollinn. Koll- inn sem áður hafði verið þakinn ljós- um liðuðum lokkum. Nýja „greiðsl- an“ vakti mikla lukku hjá öllum skólafélögunum og ég man að við kepptumst við að fá að strjúka yfir nýrakaðan kollinn. Það var í síðasta skipti sem sumir fengu að njóta þess að vera nálægt þér. Þeir vissu bara ekki af því að þú ættir svo skammt eftir sem raun bar vitni, þess vegna kvöddu þeir þig ekki. Það er ekki hægt að minnast þín öðruvísi en að leiða hugann að því hvernig persóna þú varst. Það er einskis að minnast nema hversu ynd- islegur og frábær drengur þú varst. Þú varst alltaf fyrstur til að rétta hjálparhönd ef dnhver þurfti á að- stoð að halda. Ég hef heyrt margar sögur um hversu skemmtilegur og góður þú varst við litlu frændur þína, að þú hafir alltaf gefið þér tíma til að tala og leika við þá. Ég fékk að njóta þess að sitja við hlið þér í þrjá vetur af þeim fjóram sem við eyddum sam- an í Verzló og kynnast þér. Það var alltaf gott að koma í skólann á morgnana í þrjú ár vitandi það að þú sætir þar með bros á vör. Þú gast alltaf stytt mér stundir og létt mína lund þegar ég var eitthvað niður- dreginn. Það var sérgrein þín að vera góður og skemmtilegur. Elsku Villi minn, ég vildi aðeins fá að minnast þín með þessum orðum, þó ég viti að það eru ekki til þau orð sem lýsa minningunni um þig sem lif- ir í hjarta mínu. Þú átt þar alveg sér- stakan stað sem enginn fær að taka frá þér, og þessi staður er býsna stór. Brotthvarf þitt og söknuðurinn hefur gert stórt sár á hjarta mitt sem aldrei grær að fullu. Sárið skilur eftir sig stórt ör sem aldrei hverfur. En eins og Vala Rún systir þín segir: „Þeir deyja ungir sem guðh-nir elska.“ Það er alveg víst að það á við um þig því við eram öll sammála um að kall þitt kom alltof snemma. Elsku Vilhjálm- ur, Sigrún, Garðar, Svanur, Margeir, Vala Rún og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu sam- úð og bið Guð að styrkja ykkur og efla á þessum erfiðu tímum. Ég er viss um að þér líður vel þar sem þú ert núna, elsku besti Villi minn, því Guð hlýtur að geyma alveg sérstakan stað fjrír mann eins og þig. Ég kveð þig því með sáram söknuði. Hvíl í friði. Þinn vinur að eilífu. Amar Hjálmsson. VILHJALMUR VILHJÁLMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.