Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 31 Einn af mósaíkspeglunum á sýningunni. Mósaíkspeglar SÝNINGIN Spegilmyndir, sem er með verkum eftir Rósu Matthías- dóttur, verður opnuð í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20.30 í Skúlatúni 4. Um er að ræða mjög sérstæða sýningu á mósaikspeglum. Sýningin verður opin á laugar- dag og sunnudag klukkan 14-18. Fjórir sjálfstæðir kvennakórar KVENNAKÓR Reykjavíkur sér nú ekki lengur um rekstur Vox feminae, Gospelsystra og Léttsveitar Kvennakórs Reykjavíkur heldur er hver hópur orðinn sjálfstæð rekstr- areining með eigin lög, stjóm og fjárhag. Vox feminae, Gospelsystur og Léttsveitin verða óháðar Kvenna- kór Reykjavíkur og munu ekki leng- ur kenna sig við hann. Kórarnir munu áfram leigja saman æfínga- húsnæði í Ými, tónlistarhúsinu við Skógarhlíð. Vegna skipulagsbreytinganna var öllum stjórnendum og undirleikur- um Kvennakórs Reykjavíkur sagt upp störfum í vor og hafa kórarnir nú hver um sig endurráðið sína fyrri stjórnendur. Sýningum lýkur i8, Ingólfsstræti 8 Sýningu á verkum norska lista- mannsins Anne Katrine Dolven í i8 lýkur á sunnudag. Sýningarsalir MÍR Opið er í i8 fimmtudaga til sunnu- daga frá kl. 14-18. Málverkasýningu norska mynd- listarmannsins Sigmund Árseths sem verið hefur í sýningarsölum MIR lýkur nk. sunnudag. A sýning- unni eru 39 olíumálverk. Sýningin er opin daglega til sunnudagskvölds kl. 15-18. Aðgangur er ókeypis. Sigrún Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin á ný sem stjórnandi Kvenna- kórs Reykjavíkur. Hún mun jafn- framt kenna við kórskóla Kvenna- kórs Reykjavíkur eins og undanfarin ár. Sigrún mun einnig stjórna Senjoritunum, kór eldri kvenna inn- an Kvennakórs Reykjavíkur. Léttsveitin, sem nú heitir Kvenna- kórinn, Léttsveit Reykjavíkur, hefur ráðið Jóhönnu Þórhallsdóttur að nýju sem stjórnanda. Og Gospelsyst- ur og Vox feminae hafa ráðið Mar- gréti Pálmadóttur að nýju. Málþing um norræna þjoðfræði Kynjafræði, sjálfsmynd og viðhald hefða ARNASTOFNUN, félagsvísinda- deild Háskóla Islands og Norræna þjóðfræðasambandið gangast fyrii' málþingi um þjóðfræði á Norður- löndum klukkan 13-16 í stofu 101 í Lögbergi í dag, föstudag. Málþingið er haldið í tengslum við stjórnarfund Norræna þjóðfræðasambandsins sem haldinn er hér á landi. Þarna verða m.a. ritstjórar helstu þjóð- fræðitímarita á Norðurlöndum, Arv og Ti-adisjon, þær UWka Wolf- Knuts frá Turku/Ábo í Finnlandi og Marit Hauen frá Tromso, Bente Gullveig Alver frá Björgvin, en hún hefur ritað þekkta bók um rannsókn- arsiðferði í þjóðfræðum, og Lauri Harvilahti sem kunnui' er af rann- sóknum sínum á munnlegum sagna- kvæðum í Mongólíu. Fluttir verða þrír fyrirlestrar um efni sem eru ofarlega á baugi í nor- rænum þjóðfræðarannsóknum um þessar mundii'. Marit Hauan talar um norska 17. aldar prestinn Petter Dass (sem minnir um margt á Sæ- mund fróða í íslenskum þjóðsögum) og hvemig hann fléttast inn í sjálfs- mynd og samtímaumræðu í Norður- Noregi; Else Marie Kofod frá Dan- mörku talar um hefðir og hátíðir á 19. og 20. öld og hvernig breytilegir brúðkaupssiðir geta varpað ljósi á þróun hugmynda okkar um ástina; og Inger Lövkrona frá Lundi í Sví- þjóð gerir grein fyrir kynjarann- sóknum á ofbeldi sem karlar heims- ins eiga 90% hlut að. Inger mun leita skýringa á þessari hegðun, bæði frá líffræðilegu og feminísku sjónarhorni, og fjalla um ofbeldi í ljósi kynferðis og menning- arbundinna þátta. Þá verða pallborðsumræður undir stjórn Gísla Sigurðssonar með fyrir- lesurunum Bente Gullveig Alver, Ulrika Wolf-Knuts, Lauri Harvil- ahti, John Lindow frá Berkeley í Kaliforníu, en hann er nú Ful- bright-gistikennari í þjóðfræðideild HÍ, og Valdimar Tr. Hafstein, stundakennara og doktorsnema í Berkeley, um stöðu þjóðfræðinnar, námsmöguleika og rannsóknarsvið innan þjóðfræði. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. ------------------ Ný geislaplata • Einar Már Guðmundsson les ljóð sín við undirleik hljómsveitar Tóm- asar R. Einarssonar og hljómsveit- ar. Diskurinn hefur hlotið nafnið í draumum var þetta helst og er þar á ferðinni úrval úr dagskrá sem þeir félagar frumfluttu á Jazzhátíð Reykjavíkur 1999. Á diskinum les Einar Már kvæði úr ljóðabókunum Er nokkur í kórónafötum hér inni (1980), Róbinson Krúsó snýr aftur (1981), Klettur í hafi (1991) og í auga óreiðunnar (1995). Hljómsveitina skipa Tómas R. Einarsson, kontrabassi, Óskar Guð- jónsson, tenór- og sópransaxófónn, Eyþór Gunnarsson, píanó og slag- verk, og Matthías M.D. Hemstock, trommur og slagverk. Hljóðritun fórfram í Ríkisútvarp- inu 3. janúai- 2000, en upptöku ann- aðist Hjörtur Svavarsson. Hljóð- blöndun varí höndum Eyþórs Gunnarssonar og Tómasar R. Ein- arssonar. Forsíðu disksins prýðir málverk cftir Georg Guðna. Mál og menninggefur diskinn út. Menningarsjóður FÍH styrkti út- gáfuna. Missið ekki af einstæðu tækifæri! Bókmenntaviðburður Nóbelsskáldið 1999 Gunter Grass áritar bækur sínar í Pennanum Eymundsson, Austurstræti, í dag kl. 17.30 - 18.30 Tilboö á Blikktrommunni, hinni heimsþekktu skáldsögu eftir Gunter Grass. Þeim sem kaupa þriðja bindið, býðst að kaupa fyrsta og annað bindi á sérstöku afsláttarverði í Pennanum Eymundsson í Austurstræti og í Eymundsson Kringlunni. Öryggismiösetöðvar íslanös Nú býðst korthöfum VISA heimagæsla á sérstöku tilboðsveröi. Einungis er greitt fyrir 10 mánuði á ári. Bjóðum einnig þráölausan búnað. Sími 533 2400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.