Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hlauparar í brúarhlaupinu leggja af stað frá rásmarkinu á Ölfusárbrú. Björn Margeirsson og Anna Jeeves sigruðu í hálf- maraþoni brúarhlaupsins. son á 10:14 og Heiða Ösp Kristjáns- dóttir á 11:16. Fyrstur hjólreiðamaima í 12 km hjólreiðum var Hreinn Öskarsson á 24:13 og Ester Sveinsdóttir á 30:10. í 5 km hjólreiðum kom Sigurður Rúnar Birgisson fyrstur í mark á 10:53 og Ester Sveinsdóttir á 30:10. Fjölmennt brúar- hlaup í góðu veðri Selfossi - Hið árlega brúarhlaup var haldið í 10. sinn á Selfossi á laugardag. Veður var hið besta fyr- ir hlaupara og aðra þátttakendur, sól, logn og hlýindi. Keppt var í hálfu maraþoni (21,1 km), 10 km, 5 km og 2,5 km hlaupum og 12 km og 5 km hjólreiðum. Alls voru 691 keppandi skráður í hlaupin og hjól- reiðarnar en auk þess fylgdist fjöldi fólks með hlaupinu í miðbæ Selfoss. Hlaupið dregur nafn sitt af Ölfus- árbrú og fór fyrst fram í tilefni 100 ára afmælis brúarinnar 2. septem- ber 1991 og hefur verið árlegur al- menningsíþróttaviðburður síðan. Hlaupið hefst á brúnni og er síðan hlaupið um Selfossbæ og þeir sem hlaupa lengst fara niður Eyraveg og til baka aftur. Helstu úrslit voru að Björn Mar- geirsson, UMSS, sigraði í hálfu maraþoni á mjög góðum tima, 1:12:37 klst. í kvennaflokki sigraði Anna Jeeves, IR, á tímanum 1:30:24. 110 km hlaupinu sigraði Stefán Ágúst Hafsteinsson, IR, á tímanum 25:22 og Fríða Rún Þórðardóttir, IR, kom fyrst kvenna í mark á tím- anum 36:59.15 km hlaupi sigraði Jóhann Másson á tímanum 19:23 og Borghildur Valgeirsdóttir á 20:41. í 2,5 km hlaupi sigraði Andri Vigfús- Áleiningar á Hellu endurnýja vélakost Hellu - Undanfarin þrjú ár hafa ver- ið framleiddir álgluggar hjá fyrir- tækinu Finestra á Hellu, en um síð- ustu áramót komu nýir fjárfestar að rekstrinum og til varð fyrirtækið Al- einingar ehf. Með aðstoð erlendra sérfræðinga var ráðist í miklar fjár- festingar, bæði á tækjum og í þjálfun starfsmanna, en þær þykja nauðsyn- legar svo að fyrirtækið geti keppt á jafnréttisgrundvelli við innflutta vöru. Ráðist var í kaup á mjög full- komnu tölvuforriti frá Reynaers í Belgíu sem er sérhannað til notkun- ar í framleiðslu á álgluggum, en það auðveldar alla tilboðsgerð og pöntun á efni. Það sér og um að búa til skurðar- og nýtingarlista fyiir það efni sem saga á niður, sem síðan er flutt á tölvuna í söginni. Þá sér það um að gera lista yfir alla aukahluti, s.s. lamir, gúmmí, knekti o.þ.h. til samsetningar á gluggunum. Einnig var keypt tveggja blaða tölvustýrð sög af gerðinni Rapid DGL220 frá Rapid Maschinenbau í Þýskalandi. Sögin er ein fullkomn- asta sög af þessu tagi sem völ er á í dag en báðum sagarblöðum má halla frá 20° í 90°. Með tilkomu þessa verk- færis mun tíminn sem fer í að saga niður glugga styttast um helming auk þess sem lengd og skurður verð- ur mun nákvæmari en áður. Samhliða þessu kaupum var keyptur fimm hausa fræsari af gerð- inni SFA254 ásamt borvél af gerð- inni KBG192, hvort tveggja frá ROTOX í Þýskalandi. Fræsarinn er sérstaklega hannaður til að fræsa úr fyrir læsingu, sylindergati og hand- fangi, en vinna sem áður var fram- Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Nýja tölvustýrða sögin hjá Ál- einingum ehf. á Hellu gerbreyt- ir allri vinnuaðstöðu fyrirtækis- ins. T.v. Sverrir Jóhannesson framkvæmdastjóri og Guðni Kristinsson starfsmaður. kvæmd í fimm áföngum og tók allt að klukkutíma er nú gerð í einum áfanga og tekur nokkrar mínútur. Stækkun húsnæðis Að sögn Sverris Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, var ljóst að við aukinn vélakost yrði þörf fyrir stærra húsnæði og voru því rúmir 200 fermetrar í húsi þeirra sem áður stóðu auðir teknir undir starfsemina. Einnig voru gerðar ýmsar aðrar breytingar á fram- leiðsluferlinu sem stuðla að aukinni vinnuhagræðingu. Að þessum breyt- ingum loknum má fullyrða að Ál-ein- ingar ehf. búa við mjög fullkominn vélakost sambærilegan hjá fyiir- tækjum í fremstu röð á þessu sviði í Evrópu, en auk þess hefur mikið ver- ið lagt uppúr þjálfun starfsmanna undanfarnar vikur og mánuði. Hjá fyrirtækinu starfa nú 7 manns. BVT yfírtekur rekstur póstsins Fagradal - Um síðustu mánaðamót yfirtók BVT ehf. í Vík rekstur íslan- dspósts í Vík. Tveir af fjórum fyrr- verandi starfsmönnum Islandspósts flylja með en starfslokasamningur var gerður við fyrrverandi stöðvar- stjóra. BVT sem er bókhalds-, verkfræði- og tölvuþjónustufyrirtæki keypti í sumar húsnæði Búnaðarbanka ís- lands í Vík og með því að yfirtaka póstinn og flytja hann yfir til sín eykur fyrirtækið umsvif sín töluvert. Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustustaða Póstsins, segir að rekstur Póstsins hafi verið erfiður síðastliðin ár m.a. vegna minnkandi þjónustu fyrir Landssíma íslands og vegna breytinga í greiðsluþjónustu. Vegna þessa hafi þeir farið að leita eftir aðilum sem vildu taka að sér rekstur póstsins samhliða öðrum rekstri, og telja þeir að þessi sam- eining muni styrkja bæði fyrirtækin. I tilefni af sameiningunni héldu eigendur BVT opnunarhóf og var þar Guðnýju Guðnadóttur þakkað fyrir vel unnin störf en hún er þriðji ættliðurinn síðan 1914 sem verið hefur stöðvarstjóri í Vík. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Á myndinni eru frá vinstri: Hörður Jónsson, Helga Ólafsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Sveimi Pálsson, Guðmundur Pétur Guðgeirsson og ívar Páll Bjartmarsson. Billjardborð á dvalarheimilið Hvamm Óli Kristins tekur fyrsta skotið. Góð afþreying fyrir eldra fólk Húsavik - Nú nýlega afhentu Lionsklúbbur Húsavíkur og Félag eldri borgara dvalarheimilinu Hvammi billjardborð að gjöf og er það staðsett í kjallara dvalar- heimilisins. Er það von gefenda að íbúar Hvamms sem og eldri borgarar úti í bæ nýti sér þessa aðstöðu sem mest. Ásmundur Bjarnason, formaður Félags eldri borgara, sagði að þess háttar afþreyingarmöguleiki væri hin besta lækning fyrir þá sem hefðu Iítið fyrir stafni en nægan tíma til þess arna. Það er fyrirhugað að leika „pool“ á þessu borði sem er með- alstórt og kemur frá Spáni. Óli Kristinsson, fyrrverandi kaup- maður, tók fyrsta skotið og atti síðan kappi við Ásmund en eng- um sögum fer af því hvernig sá leikur endaði, en það var kapp í þessum köppum enda miklir íþróttamenn báðir tveir. Hörður Arnórsson, for- stöðumaður dvalarheimilisins, segir að Lionsklúbburinn hafi ætíð látið málefni dvalarheimilis- ins sig varða og stutt það með ýmsum hætti og þakkar hann klúbbnum og Félagi eldri borg- ara kærlega fyrir þessa góðu gjöf og vonar að hún komi að góðum notum. Stjórn Lionsklúbbsins skipa þeir Njáll Þórðarson formaður, Haukur Logason gjaldkeri og Ás- mundur Bjarnason ritari. Félag eldri borgara er mjög virkt félag og stendur fyrir ýmsum upp- ákomum og ferðalögum en í stjórn þess eru Ásmundur Bjarnason formaður, Guðný Jóns- dóttir, Óli Kristinsson, Emilía Sigurjónsdóttir, Þorgerður Gunn- arsdóttir, Bergljót Bjarnadóttir og Óskar Guðmundsson. Bókaðu í síma 570 3030 og 456 3000 •930 kr . meSflujvallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.