Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Anna Árnadóttir, Lovísa Helgadóttir og Þórdís Guðmundsdóttir.
Lárus Scheving.
Morgunblaðið/Ásdís
Félagsstarf aldraðra við
Dalbraut opnað öllum
Reykjavík
Á DALBRAUT 27 hefur
lengi verið boðið upp á fé-
lagsstarf fyrir íbúa í nær-
liggjandi þjónustuíbúðum
fyrir aldraða. Þar hefur
einnig verið starfrækt dag-
deild fyrir aldraða, sem búa
annars staðar, en nýverið
var dagdeiidin flutt í Þorra-
sel í Skeijafirði.
Þegar plássið, sem nýtt
hafði verið undir dagdeild-
ina losnaði, var ákveðið að
auka umsvif félagsstarfsins
og er það nú opið öllum eldri
borgurum. Margrét Einars-
dóttir, forstöðumaður á Dal-
braut, segir að þar sé nú
rúmgott húsnæði með góðri
aðstöðu og því vilji þau
gjaman bjóða alla sem þang-
að vilja koma velkomna.
Margrét segir að í starf-
inu sé mikið upp úr hannyrð-
um af ýmsu tagi og í hand-
avinnustofunni er prjónað,
heklað og saumað, málað og
ofið svo dæmi séu nefnd.
Einnig er góð aðstaða til
körfugerðar og smíða og
segir Margrét að hver ætti
auðveldlega að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi.
Einnig eru stofur þar sem
gestir geta komið saman og
spjallað, eða spilað. í einni
stofúnni er auk þess sjónvarp
og í annarri billjardborð og
pflukastsskífa. Margrét segir
að vilji fólk fá sér blund eða
fara í bað sé slík aðstaða fyr-
ir hendi og einnig er boðið
upp á mat í hádeginu.
Margrét segir að félags-
starf af þessu tagi hafi mjög
mikið gildi fyrir þau sem það
sækja, bæði vegna þess sem
þau hafa fyrir stafni og einn-
ig vegna þess félagsskapar
sem þau hafa hvort af öðru.
Boðið er upp á leikfimi
tvisvar í viku, þar sem
áhersla er Iögð á teygju- og
öndunaræfingar og segir
Margrét að margir sem
komi til þeirra noti jafn-
framt tækifærið og fari í
sund, enda sé aðeins nokkra
mínútna gangur í Laugar-
dalslaugina.
Fyrsta skóflustunga
að viðbyggingu við
Klébergsskóla
Kjalarnes
INGIBJÖRG Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri tók á
þriðjudag fyrstu skóflustung-
una að viðbyggingu við Klé-
bergsskóla á Kjalarnesi. Við-
bygging þessi verður um 1500
fermetrar og er gert ráð fyrir
að framkvæmdum Ijúki árið
2001.
Klébergsskóli var stofnað-
ur 1929 og auk nemenda af
Kjalamessvæðinu þjónar
skólinn nemendum á ungling-
astigi úr Kjós.
Haustið 1999 var haldin
samkeppni um tillögu að nýju
skólahúsi við Klébergsskóla
og urðu teikningar frá Arki-
tektur.is fyrir valinu. Við
hönnun skólans voru eldri hús
tengd saman og var unnið út
frá því að elsti hluti skólans
fengi mikilvægan sess í heild-
armyndinni.
Eldra húsið mun hýsa
skólasafn og tölvustofu og í
viðbyggingunni verða meðal
annars sérgreinastofur. Gert
er ráð fyrir því við hönnun
hússins að þar geti farið fram
sveigjanlegt starf og sam-
vinna milli bekkjardeilda þeg-
ar unnið er að sameiginlegum
viðfangsefnum.
Morgunblaðið/Þorkell
Morgunblaðið/Ómar
Barist um bitana
ÞEIR eru margir og fjöl-
breyttir fuglarnir sem vilja
krækja sér í brauðbitana
sem vegfarendur kasta út í
Miðbær
Tjörnina. Yfirleitt eru bit-
arnir ætlaðir öndum og
álftum en stundum ná máv
ar að steypa sér niður og
hrifsa þá til sín með gogg-
inum.
Tölvugögnum stolið úr Lindaskóla
Unnið að því að
bæta tjónið
Kópavogur
UNNIÐ er að því hörðum
höndum að bæta það tjón sem
varð í Lindarskóla í Kópavogi
þegar brotist var inn í skólann
aðfaranótt síðastliðins íbstu-
dags og netþjóni stolið, ásamt
afritum af þeim gögnum sem á
honum voru.
Gunnsteinn Sigurðsson,
skólastjóri Lindarskóla, segir
að vonir þeirra um að endur-
heimta búnaðinn og gögnin
séu famar að dofna verulega.
„Við erum að setja upp nýtt
tölvukerfi núna,“ segir Gunn-
steinn, „og erum hka að byrja
á því að vinna upp gögn.“
Lítið gagn að þessum
gögnum fyrir aðra
Gunnsteinn segir að kenn-
arar, ritarar og aðrir starfs-
menn við skólann hafi bætt á
sig vinnu til að koma því efni
sem glataðist, aftur á tölvu-
tækt form. Þama hafi meðal
annars verið undirbúnings-
vinna kennara fyrir veturinn,
kennarahandbækur, námskrá
fyrir skólann og handbækur
fyrir bekkina.
„Ég held að það sé hægt að
vinna lang mest af þessu upp.
Við eigum töluvert mikið af
gögnum í handritum, en þetta
tekur samt nokkum tíma,“
segir Gunnsteinn og bætir því
við að hann telji óskiljanlegt
hvers vegna gögnum þessum
var stolið. Lítið sem ekkert
gagn geti verið að þeim fyrir
aðra en þá sem starfa í skólan-
um, auk þess sem áhugasöm-
um væri velkomið að fá afrit af
flestum þeirra á skrifstofu-
tíma.
Hefði ekki getað gerst á
óheppilegri túna
Miklar framkvæmdir hafa
staðið yfir í Lindaskóla að und-
anfomu og aðfaranótt föstu-
dags var þar fjöldi manns að
störfum frá ýmsum verktök-
um. Gunnsteinn segir að þeir
hafi lokið störfum um kl. 2.30
og um fimm klukkustundum
síðar mætti húsvörður skólans
til vinnu. Vegna framkvæmda-
nna var þjófavamakerfi skól-
ans ekki tengt. Nýlega var tek-
in í notkun álma við skólann og
af þeirri ástæðu vildi svo illa til
að afrit af þeim gögnum sem
vom á netþjóninum voru
geymd í sama herbergi. Inn-
brotið hefði því ekki getað
komið á óheppilegri tíma, að
sögn Gunnsteins, því það ást-
and hafi aðeins staðið í eina til
tvær nætur.
Þeir eða sá sem braust inn í
Lindaskóla höfðu engin önnur
verðmæti á brott með sér
þrátt fyrir að auðvelt hefði ver-
ið að nálgast þau. Gunnsteinn
segist þó ekki trúa að einhver
hafi viljað vinna skemmdar-
verk á skólastarfinu.
Mikil vinna í súginn
Gunnsteinn segir að þegar
allt sé talið saman hafi sjálf-
sagt einhver ársverk glatast.
Þetta muni þó ekki hamla
skólastarfinu þótt langan tíma
taki að vinna það upp sem glat-
aðist.