Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fj$f£ % ./>,'* $, . á / $3jf “** ,*.........Si......................... Fjölmenni og heitar umræður á hádegisverðarfundi IMARK um auglýsingamarkaðinn Auglýsinga- birtingar ómarkvissar? Morgunblaöiö/Kristinn — Mikill áhugi var á fundi Imarks um auglýsingabirtingar og þurfti hluti fundarmanna að fylgjast með af sjónvarpsskjá í hliðarsal. HITAMÁL á hádegisverðarfundi var yfirskrift fundar IMARK sem haldinn var í gær. Umræðuefnið var tilhögun auglýsingabirtinga hér á landi, en að undanförnu hafa farið fram nokkrar umræður um það mál. Fyrstur tók til máls Þór- mundur Bergsson, birtingarstjóri Islensku auglýsingastofunnar. Þórmundur sagði Samtök ís- lenskra auglýsingastofa, SIA, hafa verið leiðandi varðandi gerð kann- ana og haft um þetta samvinnu við fjölmiðlana. Stöðugt sé verið að bæta fjölmiðlagögnin, svo sem með neyslukönnunum, og slík vinna sé nauðsynlegt til að hægt sé að sinna auglýsingastarfmu. Hann sagði alla hafa notið þessarar vinnu, ekki síst viðskiptavini auglýsingastof- anna. Þetta eigi ekki aðeins við um stofur innan SÍA heldur njóti við- skiptavinir annarra stofa einnig góðs af þessu starfi. „SIA hefur í raun dregið þennan vagn fjölmiðla- kannana og verið annt um að þetta væri gert,“ sagði Þórmundur. Hann bætti við að oft hafi verið erf- itt að halda saman þeim sem að þessu hafi komið, en það hafi tekist og nú fái menn í hendur mjög góð fjölmiðlagögn. Þórmundur sagði birtingakerfið hér með sama sniði og það sem þekktist erlendis og kallaðist þjón- ustulaunakerfi. Hann sagði kerfið í þremur liðum: Ljósvakamiðlarnir veiti viðskiptavinum afslátt eftir stærð og greiði svo dreifingarað- ilunum þjónustulaun. Morgunblað- ið og DV framselji dreifingaraði- lunum afsláttinn. I öðrum miðlum leggi dreifingaraðilinn ofan á kaupin á plássinu. Munurinn á íslandi og því sem oftast gerist erlendis sé þó sá að hér greiði miðlarnir dreifingarað- ilunum þjónustulaun af nettótöl- unni, þ.e. að búið sé að draga frá af- sláttinn áður en þjónustulaun séu greidd. Erlendis sé yfirleitt miðað við brúttótöluna. Munurinn sé í raun sá að ef þjónustulaun séu greidd af nettótölunni lækki tekjur dreifingaraðilans ef samið sé um betri afslátt, en ef miðað sé við brúttótöluna, þ.e. töluna fyrir af- slátt, þá fái dreifingaraðilinn alltaf sömu þjónustulaun sama hversu góðan afslátt hann semji um fyrir viðskiptavin sinn, auglýsandann. Þórmundur sagði að dreifmgaraðilarnir væru ekki að- eins auglýsingastofur og nefndi sem dæmi að hjá RÚV væru yfir 30 dreifiaðilar og þeir væru ekki allir auglýsingastofur. Hann sagði að menn hlytu að spyrja sig hvort þetta væri of mikið af dreifingar- aðilum, en sagðist ekki sjálfur geta svarað því, ef til vill þyldi markað- urinn þennan fjölda. Kostir og gallar birtingarhúsa Þórmundur gerði kröfur við- skiptavina til dreifingaraðila að umtalsefni og taldi að þær þyrftu að vera skýrar og að viðskiptavin- urinn ætti að gera meiri kröfur til dreifingaraðilans. Eins þyrfti mið- illinn að gera kröfur til dreifingar- aðilanna. Þeir ásamt SÍA-stofun- um kostuðu milljónum króna á ári til þess að afla gagna um auglýs- ingamarkaðinn og eðlilegt væri að miðlarnir gerðu þær kröfur til dreifingaraðilanna að þeir notuðu gögnin fyrst búið væri að kosta miklu til við gerð þeirra. Birtingarhús eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í að ákveða hvar og hvenær á að birta auglýsingu til að ná tilteknum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Slík fyrir- tæki eru ekki til hér á landi en Þór- ólfur sagði að rætt hafi verið um hvort ástæða sé til að stofna þau. Hann sagði að kostir og gallar væru við að hafa birtingarhús hér. Þar geti safnast fyrir mikil þekk- ing á birtingum en líklega yrði af- leiðingin þó sú að þessi þjónusta yrði dýrari því hagræði væri af að hafa þjónustuna inni á stofunum auk þess sem hægt væri að koma í veg fyrir ákveðin mistök með því að hafa þessa þjónustu þar. Kannanir á auglýsingamarkaðn- um hér sagðist Þórmundur telja í ágætu lagi þó auðvitað mætti alltaf gera betur. „En það verður að vera jafnvægi milli þess sem er fjárfest í könnunum og þess sem markaður- inn þolir,“ sagði hann. Erfitt gæti verið fyrir þann litla markað sem hér er að gera nákvæmar kannan- ir. „Við höfum gríðarlegt upplýs- ingamagn en þurfum að nýta það betur,“ sagði Þórmundur. Meira en helmingur auglýsingafjár í súginn „Því hefur oft verið haldið fram að helmingi alls auglýsingafjár sé hent, menn viti bara ekki hvorum helmingnum. Ástandið er verra,“ sagði Friðrik Eysteinsson, for- stöðumaður markaðs- og söludeild- ar Vífilfells og formaður Samtaka auglýsenda, SAU. Hann sagði að samkvæmt samantekt á niður- stöðum erlendra rannsókna hefði aðeins þriðjungur auglýsingaher- ferða umtalsverð áhrif á sölu strax og innan við fjórðungur hefði lang- tímaáhrif. Hann sagðist ekki telja neina ástæðu til að ætla að ástand- ið sé betra hér. Friðrik sagði að auglýsingagerð- in skipti öllu varðandi það hvort skammtímaáhrif yrðu af auglýs- ingum og ef engin skammtímaáhrif næðust, yrðu heldur engin lang- tímaáhrif. En ef skammtímaáhrif næðust væri hægt að framlengja þau með markvissum birtingum í framhaldinu. Að sögn Friðriks er það hlutverk auglýsandans, ekki auglýsingast- ofunnar, að huga að vörumerki sínu og byggja það upp. Hann þurfi að upplýsa auglýsingastofu og birt- ingarfyrirtæki um það hver stefna hans sé. Bestu miðlarnir til að byggja upp vörumerki, eða ímynd, séu sjónvarp og kvikmyndahús. Þetta hafi oft verið sýnt fram á. Friðrik sagði það einnig hlut- verk auglýsandans að skilgreina markhóp sinn, það sé ekki hlutverk auglýsingastofunnar. Auglýs- andinn verði að upplýsa stofurnar um þetta því annars geti þær ekki sinnt starfi sínu. Þær þurfi einnig að fá upplýsingar um árangur, markaðshlutdeild, verðþróun og svo framvegis og þetta eigi auglýsandinn að halda utan um og fá auglýsingastofunum eða birting- arfyrirtækjunum. Hlutverk auglýsingastofanna sagði Friðrik að ætti að vera að búa til auglýsingar sem ná markmiðum fyrirtækjanna og auka líkur á kaupum. Hlutverk birtingarhúsa sé að ákvarða hvernig eigi að haga birtingum þannig að sem mest skammtímasöluáhrif náist. Friðrik segir auglýsingastofur iðulega spyrja viðskiptavin fyrst hversu miklu hann vilji eyða í auglýsingu, en með þessu sé verið að byrja á röngum enda. Líta eigi á kostnað- inn eftir að birtingaráætlunin ligg- ur fyrir og þá sé hægt að meta hvort hann sé ásættanlegur eða hvort endurskoða þurfi markmið- in. Aðgangur að gögnum takmarkaður Miðlarnir eiga að sögn Friðriks að láta óháða aðila afla betri upp- lýsinga um sig. Hann sagðist sam- mála Þórmundi í því að hversu mikið væri gert yrði að fara eftir því hversu mikið auglýsendur væru tilbúnir til að borga fyrir þessar upplýsingar. Þetta sé í raun innihaldslýsing vörunnar og sjálf- sagt sé að gera kröfu um að hún sé fyrir hendi. Þá talaði Friðrik um að mikil- vægt væri í sambandi við stærri auglýsingar að kanna áhrif þeirra bæði fyrir og eftir birtingu þeirra til að koma í veg fyrir óþarfar birt- ingar. „Sá sem ekki hefur birtingar- forrit og fjölmiðlagögn," sagði Friðrik, „getur ekki reiknað út hversu margir eru líklegir til að sjá auglýsingu og getur þar með ekki sett fram birtingaráætlun sem lágmarkar birtingarkostnað miðað við setta dekkunartíðni.“ Þeir sem væru utan SÍ A og sumir innan SIA hefðu þetta ekki. Næst ræddi Friðrik um það hvað SÍA hefði gert til að auka gæði birtingarstarfsemi á íslandi. „Það má vel vera,“ sagði hann, „að SÍA hafi staðið sig vel í árdaga, en það sem SÍ A hefur gert upp á síðkastið er að takmarka aðgang auglýsenda að birtingarforritum og fjölmiðlag- ögnurn." Friðrik sagði að SÍA hafi reynt að viðhalda því sem hann kallaði einokunárkerfi og deildi einnig á auglýsingastofurnar, með- al annars fyrir að láta miðlana í sumum tilvikum gera áætlanirnar fyrir sig en þiggja samt þjónustu- laun fyrir. Þegar hér var komið sögu barst fyrirspurn utan úr sal um það hvort Friðrik gæti nefnt dæmi máli sínu til stuðnings, því þetta væru alvarlegar ásakanir. Hann svaraði því til að hann þekkti dæmi um þetta, en vildi ekki nefna þau. Friðrik sagðist telja að almennt væri of hár dekkunarkostnaður miðað við dekkunartíðni, enda væru líklega aðeins fjórar stofur af um þrjátíu sem hefðu forrit til að reikna þetta út. Hann sagðist sjálfur hafa látið endurreikna fyrir sig, því nú hefði hann aðgang að forriti og gögnum, og hann sæi fram á að geta sparað milljónir, jafnvel tugi milljóna, á ári miðað við sömu eða meiri dekk- unartíðni en áður. Hagsmunagæsla fyrir auglýs- endur sagði Friðrik að yrði helsta hlutverk SAU, bæði gagnvart auglýsingastofum, miðlum og hinu opinbera. Auk þess yrði hlutverk SAU að fræða auglýsendur, en með því yrðu þeir kröfuharðari við- skiptavinir. Menn greiði fyrir gögnin Eftir framsögur tóku Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, Margrét Kr. Sigurðardóttir, markaðsstjóri Morgunblaðsins, og Steinar Lúð- víksson, aðalritstjóri hjá Fróða, þátt í pallborðsumræðum. Þorsteinn ræddi um sterka miðla og sagði að það væri ekki aðeins Morgunblaðið sem hefði mikla út- breiðslu eins og bent hefði verið á, heldur næði Sjónvarpið til 95% þjóðarinnar og það væri einstakt. Þorsteinn sagðist telja að sérhæf- ingin hafi aukist og að það væri já- kvætt. Styrkur yrði að því að stofna hér birtingarhús til að auka sérhæfinguna. Þá sagðist hann telja skiptingu auglýsinga á miðla hér á landi óeðlilega, hér sé tiltölulega of mik- ið auglýst í dagblöðum en of lítið í sjónvarpi. Margrét sagðist fagna þessari umræðu en að hún væri þeirrar skoðunar að talan 95% í sambandi við áhorf á sjónvarp gæfi ekki rétta mynd. Til að ná til þessa fjölda þyrftu auglýsendur að auglýsa í svo til öllum auglýsingatímunum í heila viku. Hún sagðist telja að ná mætti til fleira fólks með auglýs- ingum í Morgunblaðinu. Þessu mótmælti Þorsteinn og lýsti þeirri skoðun sinni að eini möguleikinn á samanburði væri að bera saman dekkun eins dags eða einnar viku eins og hann gerði. Steinar sagðist ekki telja að birt- ingarmálin væru eins flókin og þarna væri látið í veðri vaka og jafnframt að þessi mál væru í ágætu lagi og fagmennska væri að aukast. Steinar sagðist þó telja að þær kannanir sem gerðar eru séu ekki skoðaðar nógu gaumgæfilega. Hann sagðist telja að ef litið væri meira til markhópa færi aukið auglýsingamagn í tímaritin. Halldór Guðmundsson, stjórnar- formaður SÍA, var staddur á fund- inum og var hann spurður álits á orðum Friðriks um einokunartil- burði SÍA. Halldór svaraði því til að SÍA hafi lagt vinnu og fé í gerð umrædds gagnagrunns og ef menn vildu aðgang að honum yrðu þeir að greiða fyrir. Kostnaðurinn lægi ekki fyrir, en hann væri verið að reikna út. Þá beindi Halldór spurningu til Friðriks um verð á sjónvar- psauglýsingum og sagðist Friðrik telja þær of ódýrar, en að sjón- varpsstöðvarnar gætu ekki hækk- að þær allt í einu, það hlyti að taka nokkurn tíma í að leiðrétta verðið. Danski netbankinn Basisbank Viðtökur framar vonum „ÞVÍ ER fljótsvarað, þetta hefur gengið mjög vel,“ sagði John Carlsen, framkvæmdastjóri Bas- isbank, þegar Morgunblaðið leit- aði upplýsinga hjá honum um gengi þessa danska netbanka sem var opnaður í byrjun vikunnar. Carlsen sagði að bankinn, sem Íslandsbanki-FBA á hlut í, hafi fengið mun fleiri viðskiptavini en hann hafi látið sér detta í hug og þeir séu nú orðnir yfir tvö þúsund. Hann sagði lítilsháttar vanda- mál hafa komið upp á öðrum degi, en það hafi ekki verið vegna tæknibúnaðar bankans sjálfs heldur netþjónustufyrirtækisins og fleiri bankar hafi lent í þessu. Þá sagði hann símaþjónustuna hafa gengið vel þó mikið hafi verið hringt inn. Yfir 90% símtala hafi verið svarað innan 20 sekúndna. Spurður að því eftir hverju við- skiptavinirnir væru helst að leita sagði hann að um 60% þeirra ósk- uðu eftir láni, en útlánavextir eru 7,3%. Dreifingu reikninga segir hann svipaða og þekkist hjá öðr- um bönkum. Um framtíðaráformin staðfesti hann það sem áður hefur komið fram um að bankinn hafi í hyggju að opna í Noregi, en dagsetning sé ekki afráðin. Þó sagðist hann telja að það yrði innan sex mán- aða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.