Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk I WAVE A QUE5TIOKI, SIR.. IF uje're lost in the 0UOOP5, WWT ARE UE F0LL0WIN6 AN ATTORNEV? FIR5T WE LL FlNP TWE C0URTH0U5E ..TWEN WeVl LOOK FOR ROOM 3^2 ANF THE 6ACK 5TAIRLUAT...I KNOL) MT UUAT WOME FROM THERE.. S fl-22-00 Ein spuming, herra. Ef við emm villt hér í skóginum, hvers vegna emm við að elta lögfræðing? Hafið ekki áhyggjur stúlkur. First finnum við démshúsið. Þá leitum við að herbergi 342 og stiganum bakatil. Þaðan þekki ég leiðina heim. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þýsk kona skrifar um íslenska húsagerðarlist Frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur: í ÁGÚST sl. kom út á íslandi bók- in „íslenskur arkitektúr, leiðarvís- ir“. Höfundurinn er þýskur arkitekt, Birgit Abrecht. Birgit og maður hennar Stefán hafa unnið til Evrópu- verðlauna fyrir hönnun vistvænna húsa, þ.e. húsa sem hafa sólarsellur til rafmagnsframleiðslu og upphitun- ar. Ég vil benda fólki á þessa bók, því þótt titillinn bendi til þess að um eitt- hvert fræðirit sé að ræða er bókin engu síður gerð fyrir almenning. Mál og menning gefur bókina út, og hef- ur þar verið vel að verki staðið, bókin er í handhægu broti með gormakili, þannig að auðvelt er að fletta henni og hafa hana opna í hanskahólfínu eða á mælaborðinu, á leið fólks um íslenskar byggðir. Hún er gefin út á íslensku, þýsku og ensku, og eru öll tungumálin í sömu bókinni. I bókinni eru taldar upp 150 byggingar, vítt og breitt um landið, og fylgja fallegar litmyndir hverri byggingu ásamt grunnteikningu. Farið er yfir bygg- ingarsögu okkar íslendinga frá fyrstu torfbæjum til dagsins í dag. Þar er að finna mikinn fróðleik um upphaf og sögu margra af okkar þekktustu byggingum. Það má segja að glöggt sé gestsaugað, því það þurfti erlenda konu til að sjá þann fjársjóð sem við Islendingar eigum í húsagerðarlist. Ég er ekki arkitekt og hef ekki hugleitt hús út frá menn- ingarlegu sjónarmiði, en eftir að hafa haft þessa bók undir höndum sé ég hvað þetta er í raun og veru stór partur af okkur sjálfum, við eyðum stærstum hluta lífs okkar í húsum, annað hvort heima eða í vinnunni. Fyrir nokkrum árum kom í heim- sókn til mín skoskur arkitekt, sem var alveg dolfallinn yfir því hversu frjálsar hendur arkitektar á Islandi hafa við hönnun húsa. Hann sagði að í Englandi yrðu heilu húsaraðirnar eða jafnvel heilu hverfin að vera eins. Honum fannst stórkostlegt að upp- lifa götumyndir okkar hér. Áhugi Birgit undirstrikar þessi orð skoska arkitektsins. Og þarna er einn angi ferðamennskunnar, að fólk beinlínis komi til að skoða hús. Við vitum öll að margir safna myndum af gömlum húsum, t.d. kirkjum. Enda hefur höf- undurinn orðið var við mikinn áhuga á bókinni í Þýskalandi, en hún er einnig gefin út þar í landi. Og þess vegna er alveg eins víst að fólk vilji leggja leið sína hingað til að skoða okkar fjölbreyttu hús. Birgit Abrecht er mikill Islands- vinur, hún gifti sig hér á landi og þau hjónin fóru um Homstrandir í brúðkaupsferðalagið. Hún hélt fyrir- lestur um efni bókarinnar í Edin- borgarhúsinu á ísafirði í sumar, á ís- lensku, þótt hún tali ekki málið. Hún hafði lagt á sig að læra að bera fram hvert einasta orð og áherslur. Þvílík er virðing hennar fyrir og ást á Is- landi og íslendingum. Eg vil ein- dregið benda fólki á að kynna sér þessa bók. Hún er skemmtileg gjöf, jafnvel til erlendra vina, því hún er jú á þremur tungumálum. Og ég vona að þótt höfundurinn sé af er- lendu bergi brotinn hljóti þessi bók tilnefningu til íslensku bókmennta- verðlaunanna, því að það á hún skil- ið. ÁSTHILDUR CESIL ÞÓRÐARDÓTTIR, Seljalandsvegi 100, Isafirði. Þakkir til unglinga- félagsins Píló Frá Helgu Björk M. Grétudóttur: Laugardaginn 1. júlí birtist grein í blaðinu eftir stjórn unglingafélags- ins Píló. Þar kemur fram að starf- semi félagsins hafi verið hætt. Ástæðan er sögð sú að yfirmenn kaþólsku kirkjunnar hafi ekki get- að séð þeim fyrir hentugu húsnæði, sem samræmdist starfsemi félags- ins, og þeim gert að hverfa frá. Það er leitt til þess að vita, að yfirmenn kaþólsku kirkjunnar skuli ekki sjá sér fært að hlúa að unglingastarfi innan kirkjunnar. Það er okkur foreldrum ómetanlegt að vita af börnum okkar í góðum höndum, þegar fíkniefni og margskonar óár- an steðjar að þeim, úr öllum áttum. Árið 1994 fengu stúlkur á íslandi loks að þjóna til altaris, til jafns á við stráka (þó ekki í hámessum og við stórhátíðir), eins og tíðkast í flestum löndum Evrópu og Amer- íku í dag. Það vakti undrun mína að heyra, að þjónusta stúlkna skyldi hafa verið lögð niður og þar með gengið þvert á óskir þeirra. Mér er fullkunnugt um að þær lögðu mikla alúð og einlægni í þjónustuna. Er þetta ekki fullmikil afturhalds- semi? Ég hef ekki orðið vör við það, að Guð færi í kyngreinarálit. Ég vil þakka stjórn Píló fyrir framúrskarandi starf, sem ein- kenndist af dugnaði, einlægni og drengskap í hvívetna. Einnig vil ég koma á framfæri þakklæti til séra Jakops Rolands fyrir framlag hans í þágu Píló sem einkenndist af ósérhlífni og manngæsku. Ég skora á yfirmenn kaþólsku kirkjunnar að endurskoða ákvörð- un sína. HELGA BJÖRK M. GRÉTUDÓTTIR, Sólvallagötu 50, Reykjavík Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem athenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.