Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 47
sambúð þeirra varaði í rúm 67 ár.
Vissulega skynjaði maður það, að þau
fáu ár, sem Jón lifði konu sína, urðu
honum nokkuð einmanaleg, enda
flestir frændur og vinir hans horfnir
af sjónarsviðinu. Samt hélt hann ró
sinni til hinztu stundar, enda rólynd-
ur maður og geðprúður að eðlisfari.
Lengi vel greip hann í orgelið sitt til
þess að stytta sér stundir og vafa-
laust um leið að rifja upp þær mörg-
um ánægjustundir á Giljum, þegar
Lárus frændi spilaði á orgel sitt til
skemmtunar heimilisfólkinu og gest-
um og gangandi, sem að garði bar.
Var Gilnaheimilið mjög rómað fyrir
söng og gleði á bemsku- og unglings-
árum mínum.
Upphaflega mun hafa staðið til, að
ungu hjónin hæfu búskap á hluta
Gilnanna, en af því varð ekki. Þau
settu hins vegar fljótlega saman bú í
Vík í Mýrdal, og þar fæddust böm
þeirra fjögur. Lifa tvö þeirra föður
sinn, Guðrún Sigríður og Páll Heiðar.
í Vik fékkst Jón við margs konar
störf, sem til féllu, enda veitti ekki af,
þvi að kreppan svonefnda reið í garð,
þegar þau hófu búskap sinn í Víkinni.
Einkum fékkst hann við smíðar af
ýmsu tagi, enda lagtækm- vel.
Árið 1945 fluttust þau Jóna og Jón
til Reykjavíkur, enda þar allt auð-
veldara um vinnu en í Mýrdalnum. Þá
vora bömin líka að vaxa úr grasi og
því þægilegra um alla skólagöngu hér
syðra en þar austur frá. Engu að síð-
ur slitnaði taugin aldrei við heima-
hagana.
Þau reistu sér sumarbústað á land-
spildu við Deildará. Þannig varð Jóna
í nánd við bemskustöðvar sínar á
sumrin og Jón ekki langt frá Heiðar-
vatni, þar sem hann hafði oft unað
margar stundir við veiðiskap. A þess-
um slóðum dvöldust þau fjölmörg
sumur og nutu þess að hvíla sig þar
og ylja sér jafnframt við minningar
löngu liðinna sumra. Þá höfðu þau
mikia ánægju af að taka á móti
frænd- og vinafólki, sem að garði bar,
því að þau vom gestrisin með af-
brigðum. Um það get ég og fólk mitt
borið af eigin raun.
Jón undi sér líka vel að geta dyttað
að bústaðnum og haldið öllu í góðu
horfi, enda þau hjón bæði samhent í
allri snyrtimennsku. Af eðlilegum
ástæðum kom að því, að þau hættu að
vera húsráðendur þar eystra, en þá
tók dóttir þeirra við og hennar mað-
ur. Síðar tók svo Ragnheiður, dóttur-
dóttirin við, og maður hennar, sem
ættaður er frá Fossi í Mýrdal.
Þannig hafa böndin aldrei rofnað
við Mýrdalinn fallega.
Þegar þau hjón héldu suður til
Reykjavíkur, gerðist Jón fljótlega
húsvörður í Landsbankanum. Höfðu
þau á þeim ámm íbúð á efstu hæð í
Ingólfshvoli, sem stóð á homi Hafn-
arstrætis og Pósthússtrætis og bank-
inn átti. Þar var jafngott að heim-
sækja þau sem áður, og eigum við og
allir þeir, sem þar bar að garði, marg-
ar góðar minningar frá þeim dögum.
Sama var og einnig þau ár, sem þau
bjuggu í Skerjafirðinum og Safamýr-
inni.
Jón gerðist svo síðar mælingarfull-
trúi hjá Ólafi, bróður sínum, sem rak
mælingaskrifstofú fyrir múrara. Síð-
ar tók Jón við sams konar skrifstofu
fyrir málara og vann þar um fjölmörg
ár. Vafalaust muna margir iðnaðar-
menn vel eftir Jóni frá þessum árum,
þótt nú sé orðið langt um liðið, síðan
hann vék úr starfi fyrir þá sökum ald-
urs.
Nú hefur Jón frá Heiði kvatt okkur
og gerði það á jafnhljóðlegan hátt og
átakalítinn og hann lifði sínu langa og
farsæla lífi. Hann sofnaði út af í stól
sínum við að hlusta á útvarpið og leið
þannig út í ódáinsgeiminn. Eg vona,
að þar hafi hann hitt fyrir í varpa
Jónu sína og aðra vini, sem hann var
vafalaust farinn að þrá, orðinn sadd-
ur langra lífdaga, enda þótt heilsan
væri yfirleitt mjög góð og hann nyti
góðrar umönnunar vina og vanda-
manna og eins þeirra, sem önnuðust
hann á Dalbrautinni. Eg fann, að
hann var þakklátur fyrir það allt.
Að endingu kveð ég og mín fjöl-
skylda þennan fomvin okkar og
sendum bömum hans og háaldraðri
systur, Sigrúnu Straumland hjúkr-
unarfræðingi, sem ein lifir Heiðar-
systkma, og öðm skylduliði samúðar-
kveðjur okkai'.
Jón Aðalsteinn Jónsson.
+
Faðir okkar og tengdafaðir,
KRISTINN GUÐBRANDSSON
forstjóri,
Smárarima 108,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 6. septem-
ber.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórarinn Kristinsson,
Kristinn Kristinsson, Sigríður Gunnarsdóttir,
Sigurður Þór Kristjánsson, Ágústa Lárusdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓN SIGVALDASON,
Ausu,
Andakílshreppi,
verður jarðsunginn frá Hvanneyrarkirkju
laugardaginn 9. september kl. 14.00.
Auður Pétursdóttir,
Pétur Jónsson,
Sigvaldi Jónsson,
Unnsteinn Einar Jónsson, Anna Lilja Sævarsdóttir,
Steinunn Jónsdóttir, Kari Sigurðsson,
Ragnhildur Helga Jónsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma, langamma og langalangamma,
INGUNN KJARTANSDÓTTIR,
Flagbjarnarholti,
Landsveit,
verður jarðsungin frá Skarðskirkju í Landsveit
laugardaginn 9. september kl. 14.00.
Teitur Kjartansson,
börn, tengdabörn,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
GUÐRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR,
frá Vatnsenda,
Vesturhópi, V-Hún.,
síðast til heimilis á Háaleitisbraut 52,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 1. september sl.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir
einstaka umönnun.
Jarðarförin hefur farið fram I kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Gunnar Árnason, Jóna Kristjánsdóttir,
Jóhannes Árnason, Sigrún S. Jensen Björgúlfsdóttir,
Árni Gunnarsson,
Sylvía Björg Runólfsdóttir.
+
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa, langafa og langalangafa,
PÁLS FRIÐFINNSSONAR
byggingameistara,
Seljahlíð 13a, Akureyri,
síðast til heimilis
á dvalarheimilinu Hlíð.
Anna Ólafsdóttir,
Björgvin L. Pálsson, Anna Eiðsdóttir,
Þór S. Pálsson,
Ólöf J. Pálsdóttir,
Tryggvi Pálsson,
Bragi V. Pálsson,
Hrefna Sigursteinsdóttir,
Jóhannes Hjálmarsson,
Aðalbjörg Jónsdóttir,
Hafdís Jóhannesdóttir,
Friðfinnur S. Pálsson, Inga G. Tryggvadóttir
og fjölskyldur.
+
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN EIRÍKUR BJÖRNSSON
fyrrverandi bóndi,
Eiríksstöðum, Jökuldal,
Útgarði 6,
Egilsstöðum,
sem lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sunnu-
daginn 3. september, verður jarðsunginn frá
Egilsstaðakirkju laugardaginn 9. september kl. 14
Björgvin Geirsson,
Guttormur Metúsalemsson,
Árný Sigurðardóttir,
Karen J. Snædal,
Birna Jóhannsdóttir, Ragnar Sigvaldason,
Sigrún Jóhannsdóttir,
Snædís Jóhannsdóttir,
Jóhann Ö. Ragnarsson,
Sigvaldi H. Ragnarsson,
Bragi S. Björgvinsson,
Garðar S. Björgvinsson,
Elsa G. Björgvinsdóttir,
Gyða Þ. Guttormsdóttir, Aðalsteinn Þórhallsson,
Linda K. Guttormsdóttir
og langafabörn.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR JÚLÍUS JÓNSSON,
áður Framnesvegi 8,
Reykjavík,
er lést á Hrafnistu, Reykjavík, föstudaginn
1. september, verður jarðsunginn frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík í daq, föstudaginn 8. septem-
ber, kl. 13.30.
Jón H. Guðmundsson, Hrafnhildur Matthíasdóttir,
Svanhiidur Guðmundsdóttir, Pálmi Stefánsson,
Karl K. Guðmundsson, Alla Ó. Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Bróðir okkar,
GESTUR GUÐNASON
frá Þorkelsgerði 2,
Selvogi,
til heimilis á Oddabraut 23,
Þorlákshöfn,
verður jarðsunginn frá Strandarkirkju, Selvogi, laugardaginn 9. septem-
ber kl. 13.30.
Sætaferð frá skólanum kl. 12.30.
Systkini hins látna.
+
Elskulegur eiginmaður minn,
JÓHANNES PÉTURSSON
kennari,
frá Reykjarfirði,
til heimilis í Hraunbæ 77,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir I Grafarvogi
þriðjudaginn 5. september.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda,
Kristfn Bjömsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÁGÚST RUNÓLFSSON,
Garðsbrún 4,
Hornafirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju mánudag-
inn 11. september kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á
Slysavarnafélagið.
Nanna Ólafsdóttir,
Sigurborg Ágústsdóttir, David Parish,
Ásgeir Núpan Ágústsson, Valgerður Egilsdóttir,
Bjartmar Ágústsson, Elínrós Jóhannsdóttir
og barnabörn.