Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 8
8. FÖSTUDAGUR 8, SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Láttu mig um þetta, Palle minn. Margur er knár þótt hann sé dvergsmár.
Hver Islendingur fór
sex sinnum í bíó í fyrra
AÐSÓKN að kvikmyndahúsum á
síðasta ári jafngildir því að hver ís-
lendingur hafí farið á um sex kvik-
myndasýningar. Gestum á kvik-
myndasýningar utan höfuðborgar-
svæðisins fjölgaði um 50 þúsund á
milli ára.
Fjölgun gesta er rakin til þess að
kvikmyndahús hafa tekið upp á
þeirri nýbreytni að frumsýna kvik-
myndir í stærri kvikmyndahúsum á
landsbyggðinni um leið og þær eru
frumsýndar á höfuðborgarsvæðinu.
Dræm aðsókn að
íslenskum myndum
A sama tíma fækkaði þeim höfuð-
borgarbúum sem lögðu leið sína í
kvikmyndahúsin. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í tölum frá
hagstofu íslands en þær eru miðað-
Aðsókn að kvikmyndum
Kvikmyr
-1999
Fjöldi gesta
ísl. myndir Erl. myndir
86.771 1.347.669
38.420 1.439.027
45.783 1.470.038
22.458 H||£1.526.091
Uppruni frumsýndra, langra
kvikmynda 1995-1999
Banda- Bret- ís- Önnur
rikin land land lönd
27
31
22
16
23
ar við aðsókn að kvikmyndum
frumsýndum árið 1999.
Langflestir fara á bandarískar
kvikmyndir. Hlutur íslenskra kvik-
mynda nam 1,5% en gengi íslenskra
kvikmynda hefur dalað á síðustu ár-
um. Bandarískar kvikmyndir virð-
ast sem fyrr höfða mest til Islend-
inga en níu af hverjum tíu
bíógestum fóru á sýningar banda-
rískra kvikmynda. Breskar kvik-
myndir eru þeim langt að baki í öðru
sæti en af þeim 194 kvikmyndum
sem voru frumsýndar hér á landi í
fyrra voru aðeins 25 frá öðrum lönd-
um en Bandaríkjunum og Bretlandi.
Samtals greiddu landsmenn 958
milljónir í aðgangseyri að kvik-
myndasýningum í fyrra sem er um
130 milljónum meira en árið 1998.
Dave Holland kemur
ekki til Islands
Satta-
fundur í
deilunni á
Fáskrúðs-
firði
SÁTTAFUNDUR verður
boðaður næstu daga í vinnu-
deilu starfsmanna Loðnu-
vinnslunnar hf. á Fáskrúðs-
firði við stjórnendur fyrir-
tækisins. Þórir Einarsson
ríkissáttasemjari segir að á
fundinum verði m.a. rætt um
tilboð starfsmanna, auk kjara-
samningsins í heild sinni við
starfsmenn Loðnuvinnslunn-
ar. Þá verður tekin fyrir
kjaradeila sem Verkalýðs- og
sjómannafélag Fáskrúðs-
fjarðar á í við Kaupfélag Fá-
skrúðsfjarðar vegna uppskip-
unar úr frystiskipum í frysti-
klefa Kaupfélagsins.
DAVE Holland bassaleikari kemur
ekki til íslands til tónleikahalds með
kvintett sínum, en tónleikamir voru
fyrirhugaðir 10. september nk. í
tengslum við Jazzhátíð Reykjavíkur.
Ástæðan er sviplegt fráfall 27 ára
gamals sonar hans, Jacobs Holland,
sl. mánudag. Þeir feðgar voru saman
á ferðalagi þegar Jacob veiktist og
var fluttur á sjúkrahús þar sem hann
lést nokkrum stundum síðar, að talið
er vegna heilabólgu sem orsakaðist
af skordýrsbiti. Jacob lætur eftir sig
eiginkonu og 7 vikna gamlan son.
Hrunamannahrcpjpi. Morgunblaðið.
í FYRRAKVOLD kom upp eldur í
veitingahúsinu Útlaganum á Flúð-
um. Starfsmaður Ferðamiðstöðvar-
innar, sem er skammt þar frá, varð
var við eldinn þegar hann var að loka
um ellefuleytið um kvöldið. Hafði
hann náð að slökkva eldinn þegar
Dave Holland og kona hans hafa
óskað eftir því að tónleikarnir verði
haldnir og tileinkaðir syni þeirra en
hluti tekna af þeim mun renna til
stofnunar styrktarsjóðs fyrir sonar-
soninn unga. í stað Hollands leikur á
bassa á tónleikunum Lonnie Plaxico,
sem m.a. hefur leikið með Chet Bak-
er, Dexter Gordon og Jazzboðberum
Arts Blakey. Plaxico lék 1985 með
kvartetti George Adams og Don
Pullen og kom hingað til lands og lék
í íslensku óperunni með kvartettin-
slökkvilið Hreppa kom á staðinn.
Eldsupptök eru sennilega út frá raf-
magni en tjón varð ekki verulegt.
Útlaginn er í timburhúsi og hefði
getað farið verr hefði ekki orðið vart
við eldinn jafn fljótt og raun bar
vitni.
um.
*
Eldur í Utlaganum
Annar áfangi Sókratesar
Gjöfult al-
þjóðasamstarf
Karítas Kvaran
Menntamálaráðu-
neytiðogAlþjóða-
skrifstofa há-
skólastigsins - Landsskrif-
stofa Sókratesar á íslandi
ýta öðrum áfanga Sókra-
tesarmenntaáætlunar Evr-
ópusambandsins úr vör í
dag. Af því tilefni er efnt til
sérstakrar opnunarráð-
stefnan í hátíðarsal aðal-
byggingar Háskóla íslands
kl. 14 til 15.45.
Eftir að Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra
hefur opnað ráðstefnuna,
flytur Joao de Santana frá
framkvæmdastjóm ESB
ávarp og kynning fer fram
á reynslu íslendinga af
áætluninni.
Karítas Kvaran, for-
stöðumaður Alþjóðaskrif-
stofunnar, var innt eftir því um
hvað Sókratesar-menntaáætlunin
snerist „Sókrates er samstarfs-
áætlun Evrópusambandsins í
menntamálum sem EFTA/EES-
ríkin, Eystrasaltsríkin og nokkur
ríki í Mið- og Austur-Evrópu eiga
aðild að, samtals um 30 ríki.
Fyrsti áfangi áætlunarinnar
stóð yfir frá árinu 1995 til ársloka
árið 1999. Islendingar voru fljótir
að átta sig á möguleikum áætlun-
arinnar. Ekki hvað síst stúdentar
og nýttu um 800 stúdentar sér
tækifæri til stúdentaskipta í fyrsta
hluta áætlunarinnar. Á móti hefur
verið tekið við vaxandi fjölda er-
lendra stúdenta til styttri náms-
dvalar hér á landi.“
Hverjzr eru undiráætlanir
Sókratesar-menntaúætlunarinn-
ar?
„Erasmus nær til háskólastigs-
ins og snýst um stúdenta- og kenn-
araskipti, sameiginleg námskeið
og námsefnisgerð.
Comeníus nær til leik-, grunn-
og framhaldsskóla og er þar gert
ráð fyrir fjölþjóðlegu samstarfi.
Annars vegar er gert ráð fyrir því
að minnst þrír skólar í þremur
löndum vinni að ákveðnu samstarf-
sverkefni. Hins vegar geta kennar-
ar sótt um styrki til að sælqa end-
urmenntunamámskeið eða standa
að endurmenntunamámskeiðum.
Lingua miðar að því að efla tungu-
málanám. íslenskir kennarar hafa
verið styrktir til að sækja endur-
menntunamámskeið og verðandi
tungumálakennarar til að stunda
starfsþjálfun í öðmm löndum. Á
móti hafa fjölmargir erlendir að-
stoðarmenn tungumálakennara
starfað við íslenska skóla. Aðrar
undb-áætlanir styrkja verkefni í
tengslum við fullorðinsfræðslu og
fjamám."
Hvernig hefur Comeníusi verið
tekið hér á landi?
„Óhætt er að segja að Comen-
íusar-undiráætluninni hafi verið
tekið afar vel hér á landi. Um 50 ís-
lensldr leik-, grann- og framhalds-
skólar vora með í fyrsta áfanga
áætlunarinnar, t.d. vann Breið-
holtsskóli verkefni með dönskum
og írskum skólum undir yfirskrift-
inni Víkingamir og
samtíminn."
Hvemig fer vinnan
við samstarfsverkefnin
fram?
„Kennaramir hittast
og skipuleggja ná-
kvæmlega hvemig eigi að vinna
verkefnið í hverju landi. Nemend-
umir vinna verkefnið undir hand-
leiðslu kennara síns hver í sínu
landi og miðla að lokum afrakstrin-
um á milli landa. Mismunandi er
hvemig samskiptunum er háttað
og er í því sambandi hægt að nefna
myndbandsspólur, tölvutækni og
póstkerfi. Heilu sýningamar hafa
► Karítas Kvaran er fædd í
Reykjavík 16. ágúst árið 1950.
Karítas varð stúdent frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð árið
1971. Hún lauk BA-prófi í þjóðfé-
lagsfræðum frá HI árið 1975 og í
bókasafns- og upplýsingafræðum
frá HI árið 1982. Meistaraprófi í
stjórnun lauk Karítas frá Uni-
versity of Wales árið 1995. Hún
hefur starfað við ráðgjöf,
kennslu og upplýsingaþjónustu.
Karítas hefúr verið for-
stöðumaður Alþjóðaskrifstofu
háskólastigsins frá árinu 1997.
Eiginmaður Karítasar er Baldur
Guðlaugsson hæstaréttarlögmað-
ur og eiga þau samtals 4 böm.
verið sendar á milli samstarfs-
landa.“
Hver er munurinn á fyrsta og
öðrum áfanga áætlunarinnar?
,Aunar áfanginn á að vera að-
gengilegri íyrir nemendm- sem
standa höllum fæti í skólakerfinu
eða hafa hætt námi. Meiri áhersla
verður lögð á að styrkja verkefni
er lúta að endurmenntun og sí-
menntun. Sérstaklega er hvatt til
nýbreytni í menntamálum, betri
nýtingar á upplýsingatækni og
aukinnar tungumálakunnáttu."
Kvartað hefur verið ySr því að
flókið sé að sækja um styrki í gegn-
um Sókrates-menntaáætlunina.
„Já, dáh'til skriffinska fylgir því
jafnan að sækja um styrkina. Eðli-
lega þarf að skilgreina vel sam-
starfsverkefni til að ekkert fari á
milli mála þegar margir hefjast
handa um að ná sameiginlegu
markmiði. Alþjóðaskrifstofan veit-
ir gjarnan aðstoð við þennan und-
irbúning og leitina að samstarfsað-
ila erlendis."
Hvert er sótt um sjálfa styrk-
ina?
„Annars vegar er sótt um stærri
styrki til viðameiri samstarfsverk-
efna beint til Brassel. Hins vegar
er sótt um smærri styrki til lands-
skrifstofunnar. Hingað er t.a.m.
sótt um styrki til stúdentaskipt-
anna. Stúdentar fá styrk til
greiðslu ferðakostnaðar og smá-
upphæð til að mæta viðbótarkostn-
aði vegna flutninga til
annars lands. Styrkur-
inn hefur engin áhrif á
námslán stúdentanna."
Hvar er helst að leita
vannýttra tækifæra?
„Flest vannýttu tæki-
færin tengjast stærri verkefnum,
t.d. í tengslum við upplýsinga-
tækni í menntamálum, fullorðins-
fræðslu og símenntun. íslendingar
ættu endilega að hafa augun opin
íyrir hvers kyns tækifæram til að
nýta sér möguleika áætlunarinnar.
Hingað til hefur samstarfið reynst
jafnt fólki og stofnunum afar gjöf-
ult.“
Heilu sýning-
arnar sendar
á milli sam-
starfslanda