Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 33 UMRÆÐAN og sýndu tennurnar“ I KJOLFAR viðtals við mannfræðinginn Guðrúnu Huldu Ey- þórsdóttur í Morgun- blaðinu 13. ágúst síð- astliðinn hefur farið fram á síðum Morgun- blaðsins og víðar um- ræða um stöðu ófag- lærðra á geðdeildum. Umræða sem stjórn- endur spítalans hafa reynt að þagga niður, í þágu sjúklinga vita- skuld. Er skemmst frá því að segja að margt sem fram kem- ur í áðurnefndu viðtali er alveg hárrétt og þyrfti að taka á því. Heldur hvimleiður alhæfinga- blær svífur hins vegar yfir vötnum. Samkvæmt viðtalinu virðast starfsmenn geðdeilda eiga óskap- lega bágt. Bandbrjálaðir sjúklingar berja okkur í hakkabuff upp á hvern einasta dag og við fáum ekki einu sinni snýtiklút til að gráta í. Hjúkkurnar og læknarnir níðast á okkur eða leggja okkur í einelti og eru almennt og yfirleitt ofsalega vond við okkur. Þetta er ekki alveg hárrétt lýsing á daglegu starfi geð- deilda. Að öllu jöfnu er afskaplega ljúft og indælt að vinna inni á geð- deild. Á því, eins og svo mörgu öðru, eru að sjálfsögðu undantekn- ingar. Það er rétt að það er mikil stéttaskipting inni á deildum. Þótt ég sé þokkalega menntuð finnst mér nú samt líklegt að sérfræðing- ar í geðlækningum og hjúkrunar- fræðingar viti meira en ég um geð- sjúkdóma og meðferð þeirra. Ákveðin stéttaskipting er því nauðsynleg. Það er hins vegar rétt að sumir eru bara þannig skapi farnir að allt vald stígur þeim til höfuðs. Flestir læknar og hjúkrun- arfræðingar vita að starfsfólkið hefur mestu samskiptin við sjúkl- ingana og spyrja okkur álits. Ekki allir, það er rétt. Það er einnig rétt og algjörlega fáranlegt inni á ríkisstofnun að allt upplýsingaflæði er með tregasta móti. Nei, það sagði mér enginn frá því hvernig lifrarbólga B eða C smitaðist fyrr en annar starfsmað- ur sagði mér það. Og hafði ég þá unnið með þó nokkrum smituðum. Nei, mér var í fyrsta lagi ekki sagt frá því að ég gæti verið bólusett gegn lifrarbólgu B eða, í öðru lagi, á kostnað spítalans fyrr en annar starfsmaður sagði mér frá þvi. Jú, ég hef reyndar farið á tvo fyrir- lestra. Nei, ég hef ekki farið á eitt einasta námskeið eftir tæpt ár í starfi. Já, það er vandi inni á geð- Ásta Svavarsdóttir deildum og það þarf að taka á honum. Okkar helsti vandi, fyrir utan það að hafa varla til hnífs og skeiðar, er skortur á samræmdri starfslýs- ingu. Það virðist vera hægt að demba enda- laust á okkur verkum launauppbótarlaust. Eins og t.d. þegar býtibúrsdömur fara í sumarfrí eða hætta er þeirra verk umsvifa- laust sett á okkar herðar. I ræstitækna- skorti er leynt og ljóst reynt að koma ræstingum yfir á okkur. Þegar hringt er í Eflingu - stéttarfélag sem hefur með okkar mál að gera er svarið að þetta fari eftir starfslýsingu deildarinnar. Fínt. Störf fólks með sama starfs- Geðdeildir Síðast en ekki síst kalla ég til ábyrgðar samfélag sem hefur í gegndarlausu lífsgæða- kapphlaupi lokað aug- — unum, segir Asta Svavarsdóttir, fyrir þeirri einföldu stað- reynd að öll munum við eldast, veikjast og deyja. titil og sömu laun eru mjög misjöfn eftir deildum og stundum hentug- leika vakthafandi læknis og/eða hjúkrunarfræðings. Og Eflingu - stéttarfélagi er bara nokk sama enda upptekið við að flytja í nýju höllina sína. Læknarnir lækna, hjúkkurnar hjúkra og svo er það restin. Leifarnar, afgangurinn, það erum við. Bastarðarnir. Við erum varnarskildir, gólftuskur, gangandi lyklakippur og hvað annað sem til fellur hverju sinni. Við sjúkralið- umst jafnvel stundum. Ef neyðar- bjallan fer í gang hlaupa ekki Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face i ser læknarnir og ekki hjúkkurnar heldur við, fórnanlegu og ótryggðu peðin. Ef við fáum nákvæma starfslýsingu er ekki hægt að hlaða endalaust á okkur. Það er auðvitað ótækt. Ef við fáum ná- kvæma starfslýsingu getum við bent á það sem við gerum og heimtað sanngjarnt kaup. Það er að sjálfsögðu ótækt líka. Laun okkar eru lítilsvirðandi. Ef við er- um eitthvað óánægð getum við bara hætt. Og við erum afskaplega óánægð. Starfsmenn hafa sagt upp í tugatali. Undirmönnunin er al- gjör. Nú í haust munu nokkrar deildir verða svotil ómannaðar. Og á hverjum bitnar það ef ekki sjúkl- ingunum? Hver ber svo ábygð á þessu ástandi? Ég kalla til ábyrgð- ar stjórnendur spítalans sem hafa, þrátt fyrir áralanga vitneskju um kraumandi óánægju, ekki tekið á málinu; Eflingu - stéttarfélag sem vill helst ekkert fyrir okkur gera annað en að hirða félagsgjöldin okkar; ríkisstjórn sem hefur mark- visst unnið að því að eyðileggja heilbrigðiskerfið í landinu. Síðast en ekki síst kalla ég til ábyrgðar samfélag sem hefur í gegndarlausu lífsgæðakapphlaupi lokað augunum fyrir þeirri einföldu staðreynd að öll munum við eldast, veikjast og deyja. Flest endum við inni á sjúkrastofnun. Viljum við virkilega láta örfáa, óánægða og undirlaun- aða starfsmenn taka á móti okkur? Tilboðódagar í Scldis 15% - 50% ataláttur tnni- og útitré • cyprustré • fíkustré frá 80 til 200 cm • kúlutré • drekatré • pottabtóm • hengiplöntur* burknar • kaktusar • siikibtóm í vasa • blómapottar • btómaker • fattegar glervörur • gjafavara frá Kanada Rymum þyrir nyium vörum alltat í blóma títsint térvertlun með tilkitré og tilkiblóm Laugavegi 63, Vitattígtmegin timi 551 2040 Höfundur er starfsmaður á geðdeild. Nú er tími Erikunnar. —s-/ -——-UKr- Þetta faliega blómstrandi lyng sómir sér vel bæði inni í stofu og úti þar sem það heldur blómunum þótt kominn sé vetur. TÍIBOÐ fallegum Erikum i < 2 Erikur að eigin Erika í potti Hún Guöbjörg Kristjánsdóttir Æ garðyrkjumaður veitir ykkur ^ ráðgjöf um val og meðhöndlun á haustlaukum milli kl. 13 og 16 nk. laugardag og sunnudag. ató GARÐHEIMAR GRÆN VERSLUNARMIÐSTÖÐ STEKKJARBAKKA 6 ■ RBYKJAVÍK • SÍMI 540 3300 Við erum að taka upp mjög fjöfbreytt úrval af HAUSTLAUKUM - margar legundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.