Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 59 FÓLK í FRÉTTUM Draumur sem rættist ÞAÐ er óvenjulegur og skemmti- legur finnsk-íslenskur kvintett sem skemmtir gestum Jazzhátíðar í kvöld á Kaffi Reykjavík frá kl. 21. ÖIl saman í Hollandi Það eru tvær ungar og hressar söngkonur sem leiða kvintettinn. Finnska söngkonan Paivi Turpein- en og djasssöngkonan góðkunna frá Selfossi, hún Kristjana Stef- ánsdóttir, sem nýlega lauk prófi frá Konunglega tónlistarháskólan- um í Haag með hæstu einkunn sem gefin er fyrir djasssöng. Með stelpunum í bandinu eru herra- mennirnir Agnar Már Magnússon píanisti, Gunnlaugur Guðmun- dsson bassaleikari og finnski trommarinn Anssi Einar Lehti- vuori. „Við vorum öll saman í námi úti í Hollandi en reyndar í hvert í sín- um skólanum," útskýrir Kristjana tilkomu kvintettsins. „Við Páivi höfðum báðar unnið með Agnari, og það var alltaf draumur okkar vinkvennarna að vinna saman, svo við skelltum því saman þessu skemmtilega fólki í band. Okkur var boðið að taka þátt í tónlistarhátíðinni „Time of Music“ sem haldin var í Viitasaari í Finn- landi í júlí, og þar héldum við þrenna tónleika og fengum góðar viðtökur og það var rosalega gam- an, og svo nú erum við mætt til _að leika á Jazzhátíð Reykjavíkur. Ég held að draumurinn sé bara næst að gefa út plötu.“ Mjög skemmtilegt band Kristjana er á leið til frekara náms í Englandi, Agnar Már nem- ur nú hjá Larry Goldings í New York, Gunnlaugur starfar á megin- landi Evrópu, Anssi er að ljúka námi í Hollandi, en Páivi verður skiptinemi í Sibeliusar akade- míunni, einum virtasta tónlistar- skóla á Norðurlöndum, fram að áramótum. En Kristjana er bjartsýn um samstarfið eftir að Agnar kemur frá New York. „Þetta verður ekk- ert mál þegar við erum bara hvert til sínum megin við sundið.“ -Syngið þið dömurnar skiptis? „Við syngjum bæði dúó og sóló, og reynum að skipta þessu bróðurlega á milli okkar. Páivi er með finnsk þjóðlög og ég er með gamlar íslenskar perlur. Það er eitt mjög skemmtilegt búlgarskt lag í útsetningu Anssi trommara, og svo flytj- um við djassstandarda inn á milli í okkar eigin útsetning- um.“ - Er þetta þjóðlagadjass sem þið bjóðið upp á? „Nei, þetta er bara mjög mikið bland í poka má segja, og tónlistin er bæði aðgengi- legt og melódískt. Og þetta er mjög skemmtilegt band myndi ég halda.“ -Er það ykkar aðall að vera skemmtileg1 „Ég held það, annars finnst okkur við bara vera svo skemmtileg. Það er allt- af bæði rosagaman að æfa og koma fram, og ég held að það smiti út frá sér,“ segir söngkonan Kristjana Stefánsdóttir. Gunniaugur, Agnar, Paivi, í Flosason, Baldursson og Ostlund á Kaffi Reykjavík Pétur Östlund Sigurður leiðir tríó- Þórir Baldursson trommuleikari. ið sitt í kvöld. hammondorgel- leikari. Menn og hljómur í KVÖLD kl. 23 hefjast tónleikar með Tríói Sigurðar Flosasonar á Kaffi Reykjavík, og hefur Sigurð- ur saxófónisti fengið í bandið með sér einvala menn úr íslensku og erlendu djasslífi, eða þá Þóri Bald- ursson hammondorgelleikara og Pétur Östlund trommuleikara. Pétur Östlund er einn fremsti djasstrommari á Norðurlöndum og Sigurður og Þórir eru einnig í fremstu röð á sín hljóðfæri. Það eru fáir hammondorganistar jafn- fimir á fótbassann og Þórir. Öðruvísi tríó „Þetta tríó er hugmynd sem ég fékk og sl. sumar framkvæmdum við hana og fórum við í smátón- leikaferð lékum á djasshátíðinni á Egilsstöðum, á Listasumri á Akur- eyri, svo á Jómfrúnni og erum nú að endurtaka leikinn. Mig langaði til að prófa þessa minni hljóðfæraskipan. Á næstsíð- ustu plötunni minni, Himnastigan- um, var ég með tríó, og að hluta til út frá því datt mér í hug að prófa öðruvísi tríó og fékk þá þessa hug- mynd. Hammondorgelið er mjög skemmtilegt og gaman að prófa það. Auk þess hef ég spilað tölu- vert með báðum þessum inönnum, þeir eru báðir svo fínir spilarar og góðir og skemmtilegir menn, að það er alltaf gaman að gera eitt- hvað með þeim. Þannig að hug- myndin er bæði um hljóm og sam- setningu af fólki sem mér datt í hug að gæti orðið skemmtileg. Við munum mestmegnis spila standarda er kannski ekki þá þekktustu, og í sumum tilfellum vinnum við þá eða útsetjum sjálfir á okkar hátt. Einnig verða nokkur frumsamin lög á dagskránni, lík- legast eftir mig og Þóri. Við reyn- um alla vegana að setja saman fjölbreytta og skemmtilega dag- skrá,“ segir Sigurður Flosason að lokum. RAHUL PATEL AFTUR Á ÍSLANDI „Ekkert, ekkert er ómögulegt" Námskeið með einum fremsta orkuheilara Bandaríkjanna, sem fyrir rúmum áratug læknaði sjálfan sig af krabbameini. Upplýsingar í síma 533 3353 mán.-laug., www.lifandi.is Suðurlandsbraut 10, 2. hæð kl. 10.00 - 18.00 „Framlag Rahuls til heilunar íbúa þessarar jarðar er stórkostlegt." - Louise L. Hay, metsöluhöfundur bókarinnar Elskaðu sjálfan þlg. (Þýdd á 23 tungumál og seld í 4 milljónum eintaka). Námskeiðið er styrirf af Liósíifand ehf HARMONIKUBALL verður í ASGARÐI, Glæsibæ við Álfheima, laugardagskvöldið 9. september kl. 22. Allir velkomnir AJœturgatinn sími 587 6080 í kvöld stórsöngvarinn Ari Jónsson ásamt Úlfari Sigmarssyni. Frítt inn til kl. 23.30. ALMENNUR DAIM S LEI iCU R ^ með Geírmundí Valtýssyní í Ásgarði Glæsibæ, í kvöld, föstudaginn 8. sept. Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir! FORSYNING í KVÖLD Vinsælasta gamanmynd ársins í USA verður forsýnd á miðnætti kl. 12:15 í Laugarásbíói. Tryggið ykkur miða. Miðasalan opnar kl. 16:00 Enga miskunn. Engin feimni. Ekkert framhald LAUGARAS skifan.is - vetslun a netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.