Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 35
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvoemdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BREYTTAR ÁHERSLUR
Alþjóðlegt málþing um framtíð
öryggismála á Norður-Atl-
antshafi hefur undanfarna
daga verið haldið í Reykjavík.
Alls hafa á fjórða hundrað manns
setið málþingið, þar á meðal fjöldi
háttsettra stjórnmálamanna, emb-
ættismanna og hermanna auk sér-
fræðinga og menntamanna.
Þingið var sett af William F.
Kernan, er nýverið tók við sem yfir-
maður Atlantshafsherstjórnarinnar.
Sagði hann í ræðu sinni að Atlants-
hafsbandalagið hefði í hálfa öld
tryggt frið, frelsi og ekki síst efna-
hagslega velmegun á Norður-Atl-
antshafssvæðinu og að mikilvægt
væri að tryggja að bandalagið gæti
tekist á við ný verkefni vegna þeirra
breytinga sem það stæði frammi
fyrir.
Sú heimsmynd er við blasti við
stofnun NATO og átti við fyrstu
áratugi bandalagsins heyrir nú sög-
unni til. Evrópa er ekki lengur
tvískipt álfa þar sem heraflar
tveggja bandalaga standa andspæn-
is hvor öðrum gráir fyrir járnum.
Austurhluti Evrópu býr ekki lengur
við kúgun og alræði heldur er óðum
að sameinast vesturhlutanum, póli-
tískt jafnt sem efnahagslega.
Að sjálfsögðu hefur þetta breytt
flestum þeim forsendum er lágu til
grundvallar starfsemi og skipulagi
Atlantshafsbandalagsins. Flestum
en ekki öllum. Það er óbreytt eftir
sem áður að það er gífurlegt hags-
munamál að ríki Evrópu og Norður-
Ameríku standi saman er kemur að
því að tryggja öryggi sitt í stað þess
að rjúfa þau nánu tengsl er tryggt
hafa frið í þessum heimshluta síð-
astliðna hálfa öld. Hins vegar er
ljóst, að skiptar skoðanir eru í
Evrópu um framtíðarhlutverk
Bandaríkjanna í þessum efnum. Þær
hættur sem við blasa eru vissulega
ekki jafn ógnvekjandi og þegar ekki
var útilokað að kjarnorkustyrjöld
gæti tortímt heimsbyggðinni. Hætt-
urnar eru engu að síður til staðar og
þær er auðveldara að leysa með
samstilltu átaki. Sagan kennir okk-
ur jafnframt að friðnum er best
borgið með samstöðu þessara ríkja.
Kernan nefndi í ræðu sinni nokk-
ur dæmi um hinar nýju hættur, t.d.
útbreiðslu gjöreyðingarvopna, svæð-
isbundin átök, alþjóðlega glæpa-
starfsemi og fjöldaflutninga fólks á
milli landa. Þetta eru hættur sem öll
aðildarríki NATO hafa hag af að
bregðast sameiginlega við.
Atburðir síðustu ára á Balkan-
skaga sýna svo ekki verður um villst
að Evrópa er ekki ónæm fyrir hætt-
unni á mannskæðum átökum.
Reynslan frá Bosníu og Kosovo er
jafnframt sláandi dæmi um að auð-
veldara er að finna lausn á slíkum
deilum ef Bandaríkin koma að mál-
um.
Mikilvægi tengslanna yfir
Atlantshafið sést líka ekki síst á því
hversu ríka áherslu ríkin í Mið- og
Austur-Evrópu leggja á aðild að
NATO. Pólland, Tékkland og Ung-
verjaland stefna öll hraðbyri inn í
Evrópusambandið. Þau telja hins
vegar að þær gagnkvæmu varnar-
skuldbindingar er felast í aðildinni
að NATO séu haldbesta tryggingin
fyrir öryggi þeirra.
Þrátt fyrir að Sovétríkin hafi lið-
ast í sundur hvílir skuggi Rússlands
enn yfir evrópskri öryggismálaum-
ræðu. Vissulega má færa rök fyrir
því að Rússar séu nú nær því að
vera bandamaður en andstæðingur
Vesturlanda. Stærð Rússlands,
íbúafjöldi og hernaðarstyrkur (og þá
ekki síst kjarnorkuvopnabúrið) gera
að verkum að einungis Bandaríkin
geta stuðlað að því pólitíska og
hernaðarlega jafnvægi, sem nauð-
synlegt er til að koma í veg fyrir
hættulega spennu í álfunni.
NATO-samstarfið er því jafnmik-
ilvægt og nokkru sinni fyrr. Ahersl-
urnar kunna að breytast en ekki þau
grundvallarrök er legið hafa til
grundvallar farsælu samstarfi
bandalagsríkjanna.
MISRÆMI í VERÐMYNDUN NAUTAKJÖTS
Allt að því 83% verðmunur er á
nautakjöti milli verzlana -
samkvæmt verðkönnun sem Lands-
samband kúabænda hefur látið
gera. Samkvæmt könnuninni kemur
einnig í ljós að þrátt fyrir að verðið
á nautakjöti hafi lækkað til bænda
á bilinu 6,6% til 10,5% eftir al-
gengustu tegundum kjöts þá hefur
verðið út úr búð, samkvæmt upp-
lýsingum Hagstofunnar, hækkað
um 3% á síðustu 12 mánuðum.
Þetta misræmi í verðlagningu er
að mörgu leyti óskýranlegt því að
forsvarsmenn nokkurra stórra
verzlana fullyrða að ekki hafi
álagning þeirra hækkað.
Forstjóri Sláturfélags Suður-
lands, Steinþór Skúlason, segir í
þessu sambandi í samtali við Morg-
unblaðið í gær að það þurfi ekki að
vera sjálfgefið að lækkun til bænda
skili sér endilega til neytandans.
Kjötið frá bóndanum sé aðeins 65
til 70% kostnaðarins af heildarverði
vörunnar. Framleiðslukostnaður
hafi hækkað að undanförnu.
Geir Gunnar Geirsson, fram-
kvæmdastjóri Ferskra kjötvara,
segir af sama tilefni: „Hins vegar
má benda á að annar kostnaður í
framleiðsluferlinu hefur verið að
hækka þannig að það er alls ekki
sjálfgefið að þótt verðlækkun verði
á kjöti frá bændum að hún skili sér
alfarið til neytenda.“
Ummæli þeirra Steinþórs Skúla-
sonar og Geirs Gunnars Geirssonar
benda óneitanlega til þess að skýr-
ingarinnar sé að leita hjá þeim sem
koma við sögu á leið kjötsins frá
bændum til smásöluverzlana.
Hins vegar upplýsa þeir báðir að
þrátt fyrir hækkandi framleiðslu-
kostnað hafi nautakjöt samt sem
áður verið lækkað í verði frá þeim
hinn 21. ágúst sl.
Hér liggja augljóslega ekki allar
upplýsingar fyrir. Væntanlega
koma þær fram í könnun Sam-
keppnisstofnunar á verðmyndun í
matvöruverzlun.
Alþjóðleffli málþinffl um öryggismál við N-Atlantshaf lokið
Efasemdir
um hlutverk
Evrópu-
stoðarinnar
MÁLÞINGI um framtíð öryggis-
mála við Norður-Atlantshaf lauk í
gær í Reykjavík en þingið sóttu
fjölmargir gestir frá tugum landa.
Meðal ræðumanna í gær var Josef
Joffe, ritstjóri þýska dagblaðsins
Die Zeit. Hann fjallaði meðal ann-
ars um samstarfið yfir hafið milli
Evrópu og Norður-Ameríkuþjóð-
anna tveggja, hlutverk Evrópu-
stoðarinnar svonefndu og forsend-
ur hennar. Varpaði hann fram
þeirri spurningu hvort hálfrar ald-
ar samvinnu í Atlantshafsbanda-
laginu, NATO, gæti verið hætta
búin af hugmyndunum um aukið
sjálfstæði Evrópulandanna í varn-
armálum. Joffe spurði hvort rétt
væri að breyta með þessum hætti
samstarfi sem hefði verið jafn ár-
angursríkt í hálfa öld og komið í
veg fyrir styrjöld. Einnig nefndi
hann að þróun á borð við samruna
bandarískra fyrirtækja og
evrópskra væri betri vegvísir um
framtíðina en ólíkir hagsmunir og
þarfir á sviði varnarmála að loknu
kalda stríðinu.
I lokaumræðum þar sem allir
fastafulltrúar aðildarríkjanna í að-
alstöðvum NATO í Brussel voru
frummælendur kvartaði Aieksei
Arbatov frá Rússlandi yfir því að
talsmenn NATO-ríkja reyndu að
segja Rússum fyrir verkum og
töluðu niður til þeirra. Allir Rúss-
ar, hvar sem þeir væru í flokki,
væru andvígir því að fyrrverandi
aðildarríki Varsjárbandalags
kommúnistalandanna gömlu tækju
þátt í samstarfi NATO. Andras
Simonyi, fastafulltrúi Ungverja-
Morgunblaðið/Jim Smart
Nokkrir af fastafulltrúum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hjá aðalstöðvum þess í Brussel á málþing-
inu í Borgarleikhúsinu í gær.
lands, sagði rangt að gera of mik-
ið úr hernaðarþætti NATO-sam-
starfsins; Ungverjar og fleiri
þjóðir í Mið- og Austur-Evrópu
vildu fyrst og fremst tryggja sér
stöðugleika með aðildinni. Hann
minnti Arbatov auk þess á að
Rússar hefðu á sínum tíma ekki
hikað við að segja Ungverjum fyr-
ir verkum og átti augljóslega við
uppreisnina sem Sovétmenn brutu
á bak aftur árið 1956.
Er fundarstjóri málþingsins, sir
James F. Perowne, flotaforingi frá
Bretlandi, sleit þinginu hrósaði
hann íslensku skipuleggjendunum
sérstaklega fyrir gott starf og
tóku gestirnir undir þau orð.
Segir N ATO ógna Rússlandi
Aleksei G. Arbatov, varaformaður varnarmálanefndar Dúmunn-
ar, neðri deildar rússneska þingsins, gagnrýndi NATO harka-
lega í gær. Auðunn Arnórsson fékk Arbatov til að lýsa því nánar
í hverju gagnrýni hans fælist og leitaði álits eistnesks þingmanns
og yfírmanns lettneska flotans á ummælum rússneska
þingmannsins.
RÚSSNESKIR lýðræðis-
sinnar, það er ekki
kommúnistar eða þjóð-
emissinnar, viðurkenna
tilverurétt NATO sem stofnunar
sem stuðlar að stöðugleika á Evró-
Atlantshafssvæðinu," segir Arbat-
ov. „En við myndum óska þess að
NATO fyndi sér nýja tilveruréttlæt-
ingu eftir lok kalda stríðsins, frekar
en að færa út kvíarnar til austurs og
beita hemaðarmætti einhliða og
brjóta með því alþjóðasáttmála og
alþjóðalög, án heimildar öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna.
Sé þetta hin nýja tilveruréttlæt-
ing NATO er okkur ekkert um slík-
an klúbb gefið uppi við okkar eigin
landamæri. Þar sem við getum ekki
hindrað þessa þróun munum við til-
neyddir verða að grípa til ráðstaf-
ana sem skapa mótvægi við NATO
og tryggja öryggishagsmuni okkar,
bæði á hinu hemaðarlega og póli-
tíska sviði,“ segir hann.
Og þegar hann er spurður hvort
þetta þýði þá ekki að Rússar hyggist
með öllum ráðum hindra að Eystra-
saltslöndin þijú gangi til liðs við
NATO, eins og þau hafa einsett sér,
svarar hann því hiklaust játandi.
„Þar sem Eystrasaltslöndin
stefna að inngöngu í NATO og for-
svarsmenn NATO segja að þau
muni fá að verða með í næstu stækk-
unarlotu liggur það vissulega fyrir
að Rússar muni beita sér sérstak-
lega gegn þessu.“ Um þetta
segir hann allar fylkingar
rússneskra stjórnmála
sammála „Allar stjórnmála-
íylkingar í Rússlandi era
sammála um að NATO-að-
ild Eystrasaltsríkjanna
væri ógnun við öryggi
Rússlands. Mjög alvarleg
ógnun,“ segir hann.
Ástæðuna fyrir því að
Rússar sjái sérstaka ógnun
í NATO-aðild Eystrasalts-
ríkjanna segir hann vera þá helzta
að þessum ríkjum standi engin ógn
af Rússlandi.
„AHir rússneskir hermenn era
farnir frá Eystrasaltslöndunum.
Reyndar sá Rússland Eystrasalts-
löndunum fyrir sjálfstæði þeirra,
með því að steypa sovézku kommún-
istastjóminni og með því
að leysa upp Sovétríkin.
Þessar breyttu aðstæður
gerðu þessum löndum
kleift að öðlast það fullveldi
og sjálfstæði sem þau nú
njóta. Við ógnum þeim ekki
á neinn hátt,“ fullyrðir
Arbatov. „Þvert á móti. Við
gáfum þeim frelsi.“
Og fyrst Eystrasaltsrík-
in vilja endilega ganga í
NATO, sem sé vamar-
bandalag, geti innganga þeirra ekki
annað en verið beint gegn Rússl-
andi. „Það er engin önnur gUd
ástæða sjáanleg," segir hann. „Þar
sem við munum ekki gera neina árás
áh'tum við NATO við okkar eigin
landamæri sem hemaðarlega ógnun
- möguleikann á hemaðarárás gegn
Rússlandi." Með hemaðaraðgerð-
unum gegn Júgóslavíu í fyrra hefði
NATO sýnt að það sé fært um að
gera slíkar árásir. „Ef NATO myndi
aldrei grípa til hemaðaraðgerða
nema að fenginni heimild öryggis-
ráðs SÞ; ef NATO héldi sig við varn-
arhlutverk eingöngu og eingöngu
innan yfirráðasvæðis aðildarríkja
bandalagsins sjálfs hefðum við ekki
svo miklar áhyggjur," segir hann.
„En NATO sýndi nýlega, svo ekki
verður um villzt, að það á það til að
grípa til stórtækra árásaraðgerða
fyrir utan landamæri aðildarríkja
sinna og það í trássi við ákvæði al-
þjóðalaga. Þetta veldur áhyggjum
okkar.“
Segir hann tvennt hafa gerzt á
síðasta ári, sem olli því að áht ftjáls-
lyndra Rússa á NATO breyttist
mjög, það er Kosovostríðið og að
fyrsta stækkunarlota bandalagsins
skyldi koma til íramkvæmda. „Þetta
sýndi að NATO er alvara með að
stækka til austurs og að NATO hef-
ur umbreytzt í árásargjaman fé-
lagsskap, sem er fær um að grípa til
hernaðaaðgerða sem brjóta í bága
við alþjóðasamþykktir," slær hann
fostu.
Um þetta segir hann vera sam-
stöðu þvert yfir pólitíska sviðið í
Rússlandi. „Kommúnistar og þjóð-
emissinnar höfðu NATO alltaf á
homum sér, en að því er varðar
rússneska lýðræðissinna breytti
þetta miklu. Áður höfðu þeir margir
mjög hlutlausa afstöðu til NATO,
jafnvel jákvæða, og hlynntir sam-
vinnu Rússa og NATO. Þegar hem-
aðaraðgerðir NATO gegn Júgó-
slavíu komu til framkvæmda
gerbreytti það hug 99% rússneskra
lýðræðissinna til bandalagsins,“
segir hann.
Arbatov flytur í dag, föstudag, er-
indi um nýja hemaðarstefnu Rússa
á opnum fundi Samtaka um vest-
ræna samvinnu og Varðbergs, sem
fram fer í Ársal Hótel Sögu og hefst
kl. 17.
Aleksei
Arbatov
Svolítið hissa
„HERRA Arbatov sagði ekkert
sem hljómar nýtt í okkar eyrum
segir Ulo Nugis, formaður
utanríkismálanefndar
lettneska þingsins.
„Þetta er löng saga en
við erum þó svolítið hissa á
því hvað hann tók sterkt til
orða. Ég tel að það hefði
verið skynsamlegra af
honum að reyna að koma
þeim skilaboðum til okkar
í Eistlandi og hinum
Eystrasaltslöndunum að
Rússar hefðu eitthvað nýtf Úlo
að bjóða varðandi tengsl Nugis
landa okkar,“ segir Nugis.
„Við búum eins og er við mjög
stöðugt ástand í Eistlandi, einkum
og sér í lagi hvað varðar stöðu
rússneskumælandi minnihlutans.
Það er því sórkennilegt fyrir okkur
að heyra gamlar ógnunarlummur
úr munni manns eins og Arbatovs."
Hann segir slíkan hugsunarhátt
Rússa þó vel skiljanlegan.
„Sem þjóð þjást Rússar af
sameiginlegri sálarflækju.
Þeir þurfa mun lengri
tíma [en nú er liðinn frá
hruni stórveldis þeirra] til
þess að ná áttum í breytt-
um heimi og læra að eiga
samskipti við aðrar
Evrópuþjóðir á jafn-
ingjagrundvelli."
Nugps segir að boðskap-
ur eins og sá sem Arbatov
bar á torg sannfæri sig enn frekar
um að sú stefna Eista að vilja fá
inngöngu í NATO sem fyrst sé rétt.
„Við vonumst til að verða mcðal
rílqa sem fá inngöngu árið 2002,“
segir Nugis af sannfæringu.
Athyglisvert en ekkert nýtt
„ÞETTA var athyglisverð ræða,
en satt að segja heyrði ég ekk-
ert nýtt í henni,“ segir Ilmars
Lesinskis, yfirmaður
lettneska flotans, spurð-
ur um ummæli Arbatovs.
„Við höfum heyrt þenn-
an söng alla tíð frá því
árið 1991.“
Lesinskis segir Arba-
tov hafa í erindi sínu
boðið upp á góða innsýn
í muninn á stjórnar-
stefnu Borís Jeltsíns,
fyrrverandi Rússlands-
forseta, og Pútíns arf-
taka hans. Það beri þó að hafa í
huga að orð Arbatovs endur-
spegli ekki endilega raunveru-
lega stefnu Pútíns gagnvart
NATO og umheiminum. „En
Arbatov er þungavigtarmaður í
Dúmunni og því athyglisvert að
heyra skoðanir hans,“ segir Les-
inskis.
„Auðvitað veldur það
mér vonbrigðum að
Rússar skuli enn beita
Eystrasaltslöndin að-
ferðum eins og þeim að
skilgreina okkur sem
„næst-við-landamæra-
nágranna“, sem er nátt-
úrlega ekkert annað en
umorðun á því svæði
sem áður heyrði undir
Sovétríkin og þeir ásk-
ilja sér rétt til að ráðsk-
ast með,“ segir hann. Túlkun
Rússa á þróun alþjóðamála og
stöðu Rússlands í heiminum sé
einfaldlega úr tengslum við
raunveruleikann. „Þeir myndu
vilja vera í einu aðalhlutverk-
anna í þessum leik en raunveru-
leikinn er annar.“
Að sögn Lesinskis hóta Rússar
því, að fái Eystrasaltsríkin inn-
göngu í NATO muni þeir „svara
í sömu mynt“ og útkoman verði
sú að nýtt ,járntjald“ rísi milli
austurs og vesturs. „Þetta er svo
fjarstæðukennt, því hver á meira
undir góðri samvinnu austurs og
vesturs komið? Það er enginn
vafi í mfnum huga að Rússar
eiga miklu meiri hagsmuna að
gæta f góðum samskiptum við
Vesturlönd en á hinn veginn. Ef
þeir reisa nýtt járntjald, þá
skaðaði það aðeins þá sjálfa,"
segir flotaforinginn. Ályktunin
sem Lettar dragi af þessu öllu sé
einföld: „Við viljum vera í félagi
við „góðu gæjana“.“
Ilmars
Lesinskis
Óþolinmæði gagii-
vart leyndinni
Morgunblaðið/Jim Smart
Kate Adie, fréttamaður hjá BBC í Bretlandi.
Yfírmenn NATO verða
að laga sig að auknum
kröfum um upplýsinga-
frelsi. Kate Adie,
fréttamaður hjá BBC,
segir í samtalí við
Kristján Jónsson
að sumum þeirra gangi
illa að skilja kall
tímans.
VESTRÆNIR fréttamenn
vora áður fyrr þjóðhollir
á örlagastundum eins og
í stríði þegar íramtíðin
var í húfi, að sögn Kate Adie, frétta-
manns hjá breska ríkissjónvarpinu
(BBC). En viðhorfin hafa breyst,
hlutirnir gerast oft svo hratt að ekki
er hægt að beita ritskoðun eða ann-
arri stýringu að ofan. Beinar frétta-
útsendingar á Neti og í sjónvarpi
era orðnar fyrirferðarmiklar, al-
menningur tekur minna mark á boð-
skap ráðandi manna en áður, holl-
usta alþjóðlegra fréttastofa er ekki
lengur við tiltekið land. „Spyrjið
ungt fólk í Evrópu hvað sé helsta
hagsmunamál þjóðarinnar - og lík-
lega myndi það segja að það væri
knattspyrna," sagði Adie.
Adie fjallaði um átökin milli
stjómmála og fréttamennsku, hvað
væri nú notað til að skilgreina þjóð-
arhagsmuni í gerbreyttum heimi nú-
tímatækni og alþjóðasamstarfs.
Hún hefur mikla reynslu af frétta-
flutningi frá átakasvæðum og var
meðal ræðumanna á málþinginu um
öryggismál á Norður-Atlantshafi í
gær. Adie hefur m.a. flutt fréttir frá
Flóabardaga, uppreisn lýðræðis-
sinna í Kína 1989 og átölomum á
Balkanskaga. Hún lagði áherslu á að
tæknibyltingin væri að gera leynd
yfir hemaðargerðum og leyndar-
hyggju yfirleitt afar erfiða í fram-
kvæmd hjá lýðræðisþjóðum þar sem
fjölmiðlun væri sæmilega frjáls.
„Ef ég má segja það hreint út; nú-
tímafjölmiðlar era ekki hræddir við
hershöfðingja og flotaforingja,"
sagði hún. Hún benti á að að margir
fréttamenn hefðu sett spurningar-
merki við að sent væri herlið til frið-
argæslu á Balkanskaga, lögmæti
ákvörðunarinnar, umfang aðgerð-
anna, árangurinn og fleira.
Adie fjallaði um kröfur sem nú
væra gerðar, sagði að almenningur
ætlaðist til þess að stóratburðir sem
máli skiptu, stríð og annað, væra
sýndir í sjónvarpi til þess að hægt
væri að sjá þá, gera athugasemdir
og mynda sér skoðun. Endalausar
vangaveltur, fréttaskýringar, pers-
sónulegar athugasemdir og hrein-
ræktað slúður væra krafa tímans.
Meira að segja Rússar hefðu verið
með beinar útsendingar frá leitinni
að kafbátnum Kúrsk. Senditækin
yrðu stöðugt minni og handhægari, í
Sarajevo hefðu menn verið með tæki
sem flutt vora hratt milli staða í bfl-
um, í miðjum sprengjuhríðunum og
skotlínu leyniskyttna og í fyrsta sinn
hefðu menn sýnt minniháttar átök
beint.
Karlfauskar á skjánum
Hún nefndi sem dæmi um stýr-
inguna fyrir aðeins áratug að í
Flóabardaga hefðu Bretar verið
með eitt, þunglamalegt tæki til
beinna sjónvarpssendinga um gervi-
hnött. Norman Schwarzkopf hers-
höfðingi hefði hins vegar bannað al-
gerlega slíkar myndatökur af
bandarísku hermönnunum. Geysi-
legur fjöldi fólks hefði fylgst með
sjónvarpssendingum frá stríðinu
sem hefðu verið sendar út allan sól-
arhringinn. Hins vegar væri rangt
væri að segja að Flóabardagi hefði
verið fyrsta styrjöldin sem háð hefði
verið í sjónvarpi, ekki hefði verið um
neinar myndir af hemaðarátökum
að ræða ef undanskildar væra
myndir af Scud-flaugum íraka.
„En það var nóg af viðtölum við
gamla karlfauska sem sögðu frá því
hvemig þeir unnu stríð 30 áram
fyrr,“ sagði hún.
Adie rifjaði upp komu alþjóðlegs
friðargæsluliðs SÞ til Balkanskaga í
upphafi tíunda áratugarins. Yfir-
menn liðsins hefðu fljótlega komist
að því að hollusta sjónvarpsfrétta-
manna við samtökin væri engin, SÞ
vektu hvorki hrifningu né virðingu
þeirra. Hvatningar um að bent væri
á að samtökin berðust fyrir góðum
málstað hefðu fallið í grýttan jarð-
veg. Athyglisvert væri að þegar
gæsluliðamir „skiptu um húfur“
eins og hún orðaði það, Atlantshafs-
bandalagið tók við friðargæslunni,
hefði ekki orðið nein breyting á af-
stöðu fréttamanna. Skammstöfunin
NATO hefði í huga þeirra aðeins
minnt á skrifræði.
„Hver einasti fréttamaður vissi að
fyrirsagnimar myndu fjalla um
„bresku hermennina", „hollenska
herflokkinn“ eða „franska liðið“,
ekki NATO- þetta eða hitt.“
Hún sagði að ekki væri til neinn
heimsborgaralegur hópur af frétta-
mönnum sem segði fréttir er væra
algerlega óháðar þjóðarhagsmun-
um. Vonlaust væri að fá hóp
breskra, franskra og spænskra
fréttamanna til að taka þátt í frétta-
mannafundi þar sem mælt væri á
frönsku, svo að dæmi væri nefnt. Og
ekki mætti t.d. gleyma að einhver
greiddi fréttamönnum laun. „Jafn-
vel þótt eigandi fjölmiðilsins sé fjöl-
þjóðleg samsteypa er markhópur
hans venjulega í einu, ákveðnu
landi.“
Adie sagði að undanfarin fimm ár
hefðu tvær alþjóðlegar sjónvarps-
fréttastofur, AP og Reuters, báðar
með aðalstöðvar í London, orðið svo
umsvifamiklar að samanlagt útveg-
uðu þær um 70% af því erlenda sjón-
varpsfréttaefni sem dreift væri um
heiminn. Stofumar notuðu sér
starfskrafta af ýmsu þjóðemi, á
Balkanskaga hefðu þær verið með
myndatökumenn frá Serbíu, Króa-
tíu og Bosníu beggja vegna víglín-
unnar. En þótt alþjóðlegum
sjónvarpsfréttastöðvum hefði fjölg-
að færi áhugi á Vesturlöndum á
fréttum frá öðram löndum hratt
minnkandi. En áhorfendafjöldinn
væri oft ótrúlega lítill, hann væri
meiri í Austur-Asíu og á Indlandi. „í
Bandaríkjunum búa um 280 milljón-
ir manna, í fyrra féll áhorf á CNN
þar í landi í 200 þúsund manns,“
sagði hún. Adie taldi áhuga og
áhyggjur hershöfðingja Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) og stjórn-
málamanna á CNN-fréttum út í hött
með tilliti til áhrifanna sem þær
hefðu á almenningsálitið sem væru
nær engin.
Erlendar fréttir útundan
Stórblöð á borð við The New York
Times verðu æ minna plássi undir
erlendar fréttir og sjónvarpsstöðvar
þar og í fleiri vestrænum löndum
legðu nú alla áherslu á innlendar
fréttir. Þessi minnkandi áhugi hefði
verið áberandi eftir að Berlínarmúr-
inn féll 1989. Ýmsar ógnir, sem áður
hefðu virst mjög nálægar, væra úr
sögunni í vitund fólks. Almenningur
teldi að stöðugleiki ríkti. Framtíð
NATO væri aðeins fræðilegt áhuga-
mál sérfræðinga. Ef herlið væri sent
á vettvang og hætta væri á mannfalli
væri spurt grannt um ástæðumar
og ekki látið duga að taka tíðindun-
um eins og sjálfsögðum hlut.
„Ungt fólk sem ekki hefur upp-
lifað neins konar stríðsrekstur eða
kynnst ótta við árás hefur ekki mikla
þolinmæði gagnvart hefðbundinni
leynd í vamarmálum. Það gerir ráð
fyrir að herinn geti útskýrt gerðir
sínar, taki ábyrgð á þeim eins og
aðrir aðilar í stjómsýslunni. Tímabil
friðar og hagsældar, ásamt upplýs-
ingafrelsi og aukinni áherslu á meiri
rétt einstaklinga en rfldsvaldsins, er
mikil áskoran fyrir nútímaheri."
Hún sagði að fyrrverandi ritstjóri
hjá AFP-fréttastofunni frönsku,
Claude Moisi, hefði orðað skýring-
una á þessari þróun með eftirminni-
legum hætti: „Því minna sem ótt-
umst að útlendingar muni drepa
okkur þeim mun minni áhuga höfum
við áþeim.“
í samtah við Morgunblaðið sagði
Adie aðspurð að hershöfðingjar
hefðu ekki lagað sig að nútímanum
og kröfum hans um upplýsingar,
þeir þættust á hinn bóginn geta
hundsað fréttamenn. Hún segir
þetta að sjálfsögðu eiga við um lýð-
ræðislönd, í einræðisríkjum séu
fréttamenn myrtir ef þeir láti sér
ekki segjast. Slíkum aftökum fari
hratt fjölgandi sem sé ískyggilegt.
„Þegar maður með farsíma er á
vettvangi átakanna og segist sjá
skriðdreka vita margir hershöfð-
ingjar NATO ekki hvað þeir eiga að
gera. Þeir skilja ekki að alger leynd
yfir starfi þeirra er ekki lengur
framkvæmanleg en sumir af yfir-
mönnum NATO era þó orðnir færir í
þessu.“ Bandalagið hafi ekki af
ásettu ráði skrökvað um árangurinn
af loftárásunum á serbnesk skot-
mörk í Kosovo-stríðinu. Óskhyggjan
hafi einfaldlega ráðið ferðinni þegar
tölur vora ýktar. Mjög erfitt sé að
meta árangurinn af slíkum aðgerð-
um úr mikilli hæð.
Hún gagnrýndi í umræðunum
Tyrki hart fyrir að skerða tjáningar-
frelsi og bijóta mannréttindi á
fréttamönnum sem fylgdust með
hemaðaraðgerðum, benti m.a. á að
fréttamenn tyrkneskra fjölmiðla
hefðu verið skikkaðir til að vera í
herklæðum í Kosovo-stríðinu. Adie
er spurð hvort reynslan af starfinu í
NATO bendi til þess að ástand í
mannréttindum og tjáningarfrelsi í
Evrópusambandinu muni versna ef
Tyrkland fái að ganga í sambandið.
„Margir hafa áhyggjur af þvi
vegna þess að skrifræðisstofnanir
reyna alltaf að tryggja einingu. „Eru
allir sammála?" Ög til að verða sam-
mála enda menn á lágmarkinu, finna
lægsta samnefnarann. Lengra en nú
er raunin verður aldrei komist í
NATO með sum aðildarríkin," sagði
Kate Adie.