Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 5 7
BRIDS
Ilmsjón Uuóniiindur Sv.
Ilermannsson
ÍTALAR og Pólverjar
keppa til úrslita í opnum
flokki á Olympíumótinu í
brids. Bæði þessi lið hafa á
að skipa þremur mjög leik-
reyndum pörum og án efa
verður mjög hart barist.
Pólverjar unnu Banda-
ríkjamenn auðveldlega i
undanúrslitum og Italar
lögðu Englendinga sem
komu nokkuð á óvart með
frammistöðu sinni á mót-
inu. í enska liðinu voru
engar stórstjörnur en
meðal liðsmannanna var
Gunnar Hallberg, sem eitt
sinn var sænskur lands-
liðsmaður en hefur verið
búsettur í Englandi um
nokkurt skeið.
Þetta spil er frá leik It-
ala og Englendinga:
Austur gefur, AV á
hættu
Norður
* RG82
v AG10
* 1097
* AKG
Austur
* 53
v 952
* D
* 9876542
Suður
* ÁD64
¥ 763
* ÁK632
* 10
Við bæði borð voru spil-
aðir sex spaðar í suður;
austur stóðst freistinguna
og passaði í upphafi frekar
en að opna á 3 laufum. Við
bæði borð var útspilið
hjartakóngur sem drepinn
var með ás.
Breski sagnhafínn, Glyn
Liggins, tók nú þrisvar
spaða, endaði heima og
svínaði síðan laufagosa.
Hann henti tveimur hjört-
um í ÁK í laufi og tók síð-
an ás og kóng í tígli og
spilaði þriðja tíglinum.
Vestur fékk á tígulgosann
og var nú endaspilaður. Ef
hann spilaði hjarta bjó
hann til siag á G10 í borði
og spiiaði hann tíguláttu
var hann þar með búinn að
fría tígullit sagnhafa.
Við hitt borðið var ítal-
inn Giorgio Duboin sagn-
hafi og honum tókst að
endurbæta spilaleið Ligg-
ins lítillega. Hann drap
einnig með hjartaás, en
spilaði tígli á ás áður en
hann tók þrisvar spaða og
endaði í borði. Hann spii-
aði þaðan tigli, en þegar
austur henti laufi fór Dub-
oin sömu leið og Liggins
við hitt borðið: drap með
tígulkóng, svínaði laufa-
gosa, henti hjörtum í ÁK í
laufi og spilaði tígli. Báðir
sagnhafar fengu því 12
slagi og spilið féll.
Þeir sem ávallt spila
best á opnu borði bentu á
að spilið tapast væntan-
lega ef vestur spilar út
litlu hjarta í upphafi.
Sagnhafi stingur að öllum
líkindum upp ás, og þá
getur vestur spilað sig út á
hjartakóng þegar hann
kemst inn á tígulgosann.
Vestur
* 1097
¥ KD84
♦ G854
+ D3
ÍDAG
Arnað heilla
Q A ÁRA afmæli. í dag,
ÖU föstudaginn 8. sept-
ember, verður áttræð Stef-
anía Stefánsdóttir, Gull-
smára 10, Kópavogi. Af því
tilefni mun hún taka á móti
gestum í samkomuhúsinu
Garðaholti, Garðabæ á
morgun, laugardaginn 9.
september kl. 15-18.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 28. júlí í kirkjunni á
Skógum undir Eyjafjöllum
af sr. Halldóri Gunnarssyni
Hildur Pétursdóttir og
Steinþór Stefánsson.
Hlutavelta
Morgunblaðið/Emilía
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 3.821
til styrktar Rauða kross íslands. Þær heita Jóna María
Hilmarsdóttir, Ástrós Hákonardóttir og Hildur Rún Arnar-
dóttir.
Þessir duglegu krakkar sem eiga heima á Hellu héldu ný-
lega hlutaveltu til styrktar Rauða kross Islands og söfnuðu
kr. 5.056. Fv. Eva Ýr Sigurðardóttir, Hjörvar Ágústsson og
Guðbjörg Sandra Guðjónsdóttir.
SKAK
Emsjöiinieígníss
Grétarsson
STAÐAN kom upp á Penta-
media stórmeistaramótinu
sem lauk á Indlandi fyrir
skömmu. Úsbeski stór-
meistarinn Saidaili Iuld-
achev (2515) hafði hvítt gegn
kollega sínum frá Kasakstan
Evgeny Vladimirov (2598).
23. Rd6! Bxd6 23...Kxd6 tap-
ar einnig eftir 24.BÍ7+.
24. Hxe8 Bc5+ 25.Khl Rb6
26.Hg8 g5 27.Hg7+ Bd7
28.Be6 og svartur gafst upp.
UOÐABROT
Svæðamót Norðurlanda,
8. september kl. 17:00 í fé-
lagsheimili Taflfélagsins
Hellis, önnur umferð, fyrsta
skák. Áhorfendur velkomn-
ir.
Hvítur á leik.
FJARRI
Nú sit ég einn í svölum aftankalda
og silfurhvítum horfi eftir linda,
sem bungar fyrir blástri sunnan vinda,
þar blá og dimm sig reisir fjarðar alda.
Heill sértu, blær, og vonarljósið valda,
sem veit ég af að baki dökkra tinda,
og heil sértu, þú hreinust allra mynda,
sem hylst mér nú á bak við jökulfalda.
Þig skal ég, mey, í mínum huga geyma,
og aldrei muntu mér úr minni líða,
þú munarskæra, sem ég unni lengi.
Um þig mig skal á dimmri nóttu dreyma,
og þegar ljómar fagrahvelið fríða,
þá fyrir þig ég hreyfi gígju-strengi.
STJÖRNUSPA
eftir Frances Drake
MEYJA
Afmælisbarn dagsins: Þú ert
félagslyndur í meira lagi og
átt ákafiega auðvelt með að
vinna aðra á þitt band.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú þarft að ná jafnvægi í lífinu
og umframn allt áttu ekki að
hlaupa upp til handa og fóta,
þótt einhver gylliboð séu höfð
í frammi. Hugsaðu máhn.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þótt nútíminn sé nærtækast-
ur er alltaf viturlegt að horfa
fram á veginn um leið og
mönnum er hollt að hyggja að
fortíðinni. Hugsaðu þig því vel
um.
Tvíburar .
(21.maí-20.júní) Afl
Þú ættir að endurskoða frarn-
komu þína í garð samstarfs-
manna, því þú átt þína sök á
neikvæðum viðhorfum þeirra
í þinn garð. Vertu tillitssam-
ur.
Krabbi
(21.júní-22. júlí)
Þótt vinir þínir hafi ekki allan
þann tíma fyrir þig, sem þú
vilt, skaltu ekki láta það bitna
á vináttunni. Sýndu rökum
þeirra sanngimi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) m
Gættu þess hvert fordæmi þí
gefur öðrum, einkum þeim,
sem líta upp til þín og vilja til-
einka sér sem flest úr fari
þínu. Vertu ljúfur og tryggur.
Meyja j*
(23. ágúst - 22. sept.)
Reyndu að verja sem mestum
tíma með börnum og líttu um
leið til bamsins í þér sjálfum.
Gleði og einlægni er gott að
eiga. Gríptu tækifærið.
(23. sept. - 22. okt.)
Nú verður þú að bretta upp
ermamar og ganga í þau
verk, sem þú hefur látið sitja á
hakanum. Vertu ekki að vor-
kenna sjálfum þér, þetta
venst!
Sporðdreki
(23. okt. -21. nóv.)
Segðu hug þinn tæpitungu-
laust og þá muntu fá áheyr-
endur. En reyndu ekki að
kasta ryki í augu þeirra, því
það hefnir sín bara þegar upp
er staðið.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) AO
Þú ættir að fá upp í henduma
þinn ávinning af ötulu starfi
síðustu daga. En mundu að of-
metnast ekki, þótt vel gangi.
Lánið getur verið fallvalt.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) rmH
Þú getur ekkert reiknað með
því að yfirmenn þínir treysti
þér til stærri verka, ef þú hef-
ur ekki klárað það sem þú
tókst að þér í upphafi. Vertu
raunsær.
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.) wtní
Þú ættir að reyna að komast
eitthvað afsíðis og njóta
kyrrðar einvemnnar um sinn.
Hún er allra meina bót og
byggir þig upp til frekari
átaka.
Fiskar
(19. feb.-20. mars)
Þú getur ekki tekið að þér
hlutverk talsmannsins nema
þú vitir hvað það er sem þið
bjóðið og til hvers á að nota
það. Settu þig inn í málið.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöi. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
BRIDS
Vmsjón Arnór G.
Ilagnarsson
Lokamót sumarbrids
verður á morgun
NÚ þegar er á þriðja tug sveita
skráður til leiks í lokamót sumar-
brids og er skráning enn í gangi.
Ljóst er að þetta verður eitt af
stærstu mótum ársins, líkt og í hitt-
eðfyrra, en þá mættu 40 sveitir! Um
er að ræða eins dags sveitakeppni,
Monrad, með átta spila leikjum, sjö
umferðir. Spilamennska hefst
klukkan 11 að morgni og lýkur um
kvöldmatarleytið. Peningaverðlaun
verða í boði, auk fjölda annarra
verðlauna. Spilað verður um silfur-
stig.
Þátttökugjald er kr. 1500 pr. spil-
ara m.v. 4ra manna sveitir.
Skrá má í síma 8646358 (Matt-
hías) og er hjálpað til við myndun
para og sveita, sé þess óskað.
Úrslit síðustu kvölda í sumar-
brids:
Sunnudagur 3. sept.
Norður-Suður
Óli Bjöm Gunnarss. - Valdimar Sveinss.251
Gylfi Baldursson - ísak Öm Sigurðss. 241
EyþórHauksson-HelgiSamúelss. 232
Bragi Bjamason - Árni Hanness. 230
Austur - Vestur
Þórður Sigurðss. - Jón V. Jónmundss. 249
Áróra Jóhannsd. - Harpa Fold Ingólfsd.248
Geirlaug Magnúsd. - Torfi Axelss. 248
Hjördís Sigurjónsd. - Kristján Blöndal 244
Mánudagur 4. sept.
Norður - Suður
Guðmundur Bald. - HallgrímurHatlgr. 255
Guðmundur Guðmundss. - Gísli Sveinss.
242
HelgiBogason-VignirHauksson 240
Böðvar Magnúss. - Nicolai Þorsteinss. 214
Austur - Vestur
Hrafnhildur Skúlad. - Soffía Daníelsd. 267
Garðar Jónsson - Óli Björn Gunnarss. 260
Björn Ámason - Jon Viðar Jónmundss. 232
Hermann Friðrikss. - Þórður Sigfúss. 226
Þriðjudagur 5. sept.
Norður - Suður
Ormarr Snæbjörnss. - Sturla Snæbj. 259
Guðmundur Baldurss. - Jens Jensson 252
Erlendur Jónsson - Guðlaugur Sveinss. 245
JónViðar Jónmundss.-ÁmiHanness. 228
Austur - Vestur
Þórður Ingólfsson - Friðrik Jónsson 273
Haraldur Ingason - Eggert Bergsson 255
Ingólfur Hlynsson - Snorri Sturluson 223
Hermann Friðrikss. - Gunnl. Sævarss. 223
Rýmum ffyrir nýjum vörum
Ekta síðir pelsar aðeins 99 þús.|
Handunnin húsgögn 20% afsl.
Opið virka daga kl. 11—IBog lau. kl. 11—15 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545
Sigurstjama
Ég er farinn að nudda í Fínum línum
Skúlagötu 10, sími 562 9717.
Allirgamlir og nýir viðskiptavinir velkomnir i
MFR losun „unwinding", Slökunamudd, Randvefsnudd, Djúpvefjanudd,
Sjúkranudd, Triggerpunkta meðferð, íþróttanudd
Eiríkur Sverrisson C.M.T.
BoulderSchool^rtnæsage^herapy^o>USA><^jittg//|www;simneUs/eirikurs/
Afmaelistilboð
Velourgallar, sloppar, satín-náttfatnaður
30% afsláttur fram á þriðjudag
Ath. opið á laugardögum.
^Æef^uvicus, ^/(u&turoerl,
Háaleitisbraut 68, sími 553 3305.
Liósa-
Classica útiljós E-27
HÚSASMIÐJAN
Sfmi 525-3000 • www.husa.is
Fasteignir á Netinu mbl.is
ALLiy\f= GITTHXSAÐ /VÝ7~7
Benedikt Gröndal.