Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Pólitísk forlagatrú Hin pólitísku forlögsem nú blasa við eru ekki hinn hreini og tæri sósíalismi KarlsMarx, heldur alltumlykjandi faðmur Evrópusambandsins. ASÍÐUSTU öld setti Karl Marx fram fræga kenningu sína um að sagan væri á hans bandi og að kapítalisminn hlyti að hrynja en sósíalisminn rísa úr rústunum. Þessi kenning hefur haft í för með sér þung- bærar afleiðingar fyrir stóran hluta mannkyns, en á kaffihús- um Vesturlanda hefur hún mest- megnis verið dálítið sérstök en tiltölulega skaðlítil dægradvöl. Nú er mannkynssögunni svo sem ekki lokið, en þó telst það varla mikið frumhlaup að halda því fram að sagan hafi brugðist Marx. Tilraunir fylgismanna hans hafa skilið eftir sig sviðna jörð, bæði í eiginlegri og óeigin- legri merkingu, á meðan kapítal- isminn blómstrar og þar með þær þjóðir VIÐHORF Eftir Harald Johannessen sem byggja á honum. Þetta er rifjað upp vegna þess að svo virðist sem pólitísk for- lagatrú hafi gengið aftur hér á landi á síðustu misserum og að ýmsum þyki skyndilega að öll ráð hafi verið af þeim tekin. Þeir séu lentir í stórfljóti sögunnar og tilgangslaust sé að reyna að synda móti straumnum, nú sé eins gott að láta sig fljóta með og einbeita sér að því einu að stýra fram hjá verstu stein- nibbunum. Hin pólitísku forlög sem nú blasa við eru ekki hinn hreini og tæri sósíalismi Karls Marx, heldur alltumlykjandi faðmur Evrópusambandsins. íslenskir stuðningsmenn ESB halda því fram að vart sé eftir neinu að bíða með að sækja um aðild að sambandinu og ganga inn, því það muni hvort eð er gerast fyrr eða síðar. Mótspyrna sé þýðingarlaus. En er þetta virkilega svo? Eru íslendingar lentir í stórfljóti sögunnar þar sem enginn fær við neitt ráðið? Bíður efnahagsleg stöðnun og vonleysi þeirra sem standa utan sambandsins? Nei, sem betur fer er ástandið nú ekki svona skelfilegt og engin pólitísk for- lög eru að þrýsta íslandi inn í Evrópusambandið. Svo dæmi sé tekið var ekki hægt að skilja ummæli kanslara Þýskalands þegar hann var hér á landi í vik- unni á þann veg að íslendingar þyrftu að ganga í sambandið eða að þeim lægi á vildu þeir gera það. Enginn þrýstingur er held- ur frá ESB um að við göngum inn og satt að segja virðist ESB vera upptekið af öðru þessi misserin. Og ekki er það efnahagurinn sem neyðir okkur inn, því hér á landi er betri efnahagur en í Evrópusambandsríkjunum og ekkert sem bendir til að það sé að breytast. Þá segja sumir að vegna evrunnar neyðumst við til að gerast aðilar að sambandinu. Athuganir á þvi hvort hagstætt væri að taka upp evruna hér á landi sýna að svo sé ekki. í raun væri eðlilegra ef menn hafa áhyggjur af efnahag íslands í framtíðinni að sækja um aðild að Bandaríkjunum, enda efnahagur þar í blóma og atvinnulífið mun kröftugra en í aðildarlöndum ESB. Hagvöxtur í Bandaríkj- unum hefur verið meiri allan áratuginn en á evrusvæðinu og er töluvert hærri nú. Þá er at- vinnuleysi á evrusvæðinu viðvar- andi vandamál og hefur legið á bilinu 9-12% allan þennan ára- tug. Þetta er ekki tilviljun held- ur vandi sem fylgir miklu reglu- verki og atvinnulífi sem settar eru of miklar hömlur. í Banda- ríkjunum hefur atvinnuleysi lækkað verulega þennan áratug og er nú um 4%. An þess að mælt sé með því að við gerumst 51. ríki Bandaríkjanna má benda þeim sem hyggjast nú leggja í vinnu við að semja óskalista fyr- ir aðildarviðræður við ESB á að þeir ættu ekki síður að huga að því að fá hagstæðan aðildar- samning við Bandaríkin. Það væri á margan hátt rökréttara. Svo er annað fyrirbæri í Norður- og Mið-Ameríku sem full ástæða er til að kanna aðild að séu menn á annað borð á þeim buxunum að tengjast ein- hverjum bandalögum. Þetta er fríverslunarsamningurinn NAFTA og aðild að honum væri mun einfaldari fyrir ísland, enda er þar ekki um það að ræða að gerast aðili að ríkjabandalagi með tilheyrandi fullveldisskerð- ingu. I ESB-umræðunni heyrist oft að taka verði umræður um ESB á dagskrá. Þetta er auðvitað öfugsnúið í sjálfu sér, en mætti ekki frekar óska eftir því að tek- in yrði á dagskrá umræðan um frekari tengingu vestur um haf. Hefur nokkur sýnt fram á að við færum verr út úr því en að loka okkur af á evrusvæðinu? Umræðan um að taka verði ESB-aðild á dagskrá er ekki að- eins öfugsnúin í sjálfri sér held- ur líka sérkennileg vegna þess að undanfarinn áratug að minnsta kosti hefur fátt verið meira rætt hér á landi en hugs- anleg aðild að ESB. Ekki er vel ljóst hvemig mál komast á nefnda dagskrá með öðrum hætti en í hvers konar umræð- um. Þessar umræður hafa farið fram innan allra stjórnmála- flokkanna, á milli flokkanna og meðal almennings. Niðurstaða eins flokks var að sækja um að- ild, en arftaki hans hefur ekki gert upp hug sinn. Aðrir hafa ýmist ekki talið ástæðu til þess að svo stöddu að minnsta kosti eða tekið harða afstöðu gegn að- ild og jafnvel gert hana að sínu helsta baráttumáli í kosningum, samanber slagorð Framsóknar- flokksins fyrir nokkrum árum, XB ekki EB! Þessu slagorði hef- ur að vísu verið snúið að minnsta kosti hálfan hring síðan, en það er nú líklega frekar til marks um að málið sé á dagskrá stjórnmálanna en að það megi ekki ræða. Svo virðist sem allt tal um að málið hafi ekki verið á dagskrá hafi í raun stafað af einhverjum pirringi stuðningsmanna aðUdar sem líkaði ekki hver pólitísk staða þessa áhugamáls þeirra var. En það má velta fyrir sér hvers vegna þeir sem álíta að innganga íslands séu pólitísk forlög eru yfirleitt að gera sér rellu vegna málsins. Hvers vegna halla þeir sér ekki bara aftur og láta forlögin og söguna vinna fyrir sig? Arðsemi jafnari byggðaþróunar á Islandi UM ÁRATUGI hafa stjórnvöld, eins og í öðrum vestrænum löndum, reynt að hafa áhrif á þróun byggðar í landinu. Aður fyrr voru tilraunir í þá veru að viðhalda byggð þar sem byggð var fyrir með æmum tilkostn- aði. Um þá tilburði urðu til slagorðin um að stuðla að .jafnvægi í byggð landsins". Síðar breyttust áherslur í þessu efni í raunsærri átt og var þá talað um byggðstefnu, sem síð- ustu ár hefur oft á tíðum verið notað sem skammaryrði um stjórnmála- menn og þeim gefið að sök að vilja bruðla með ríkisfé og kaupa sér at- kvæði. Allmörg ár eru síðan nýjar tillögur komu fram um að stjórnvöld stuðl- uðu að því að svonefnd „vaxtar- svæði“ mynduðust á landsbyggðinni, þar sem þjónustugreinar ásamt iðn- aði gætu skotið rótum og dafnað í at- vinnulífinu og um leið orðið til byggðarlög þar sem menningar- og félagslíf gæti blómgast, m.ö.o. byggðastefnan tæki tillit til þróunar í þjóðfélaginu en streittist ekki á móti henni. Þannig yrðu til byggðarlög sem gætu myndað mótvægi við höf- uðborgarsvæðið og menn með góða menntun og starfsþjálfun ættu kost á því að velja sér búsetu utan höfuð- borgarþéttbýlisins. Tillögurnar um „vaxtarsvæði" Þótt mönnum hafi litist vel á tillög- urnar um vaxtarsvæði hefur ekki enn orðið nægilega úr framkvæmd- um á þessu sviði. Oft hefur verið rætt um að byggðastefnan hafi brugðist, en í raun er útilokað að leggja mat á slíkar fullyrðingar, einfaldlega vegna þess að enginn veit hvernig byggða- þróunin hefði orðið ef stjórnvöld hefðu ekkert að gert í byggðamálum. Af hverju flytur fólk milli byggðarlaga? Fólk flytur milli byggðarlaga af mörgum ástæðum. Þó má fyrst og fremst nefna að atvinna í frumfram- leiðslugreinum hefur minnkað í kjölfar þess að ný tækni í framleiðslu landbúnaðarvara, í fiskveiðum og fiskvinnslu, hefur orðið til þess að hægt er að búa til verðmæta vöru á þessu sviði með sífellt færra fólki, jafnvel svo að nú getur einn maður afkastað á þessum sviðum því sem 10-20 gerðu áður. Þá verða að sjálf- sögðu ekki lengur til eins mörg tæki- færi til atvinnu í þessum frumfram- leiðslugreinum. Annað má nefna að ungt fólk úr dreifðum byggðum fer til lengra eða skemmra náms og það hefur ekki tækifæri til atvinnu heima fyrir og verður að leita sér starfa þar sem störf við þess hæfi bjóðast. í kjölfarið flytjast svo foreldrar á efri árum oft til barnanna. Þessir bú- ferlaflutningar tengjast því náið framþróun í atvinnu- og menntunar- háttum. Einnig er það svo að menn vilja hafa fjölbreytta möguleika á því að eyða frístundum sínum, sumir vilja fjölbreytt menningarlíf, sumir næturlíf o.s.frv. Allt þetta hefur í för með sér að vel menntað fólk flytur frá landsbyggðinni, þ.e. um svo- nefndan atgervisflótta er þaðan að ræða, og svo verður auðvitað áfram ef tækifæri eru ekki til staðar til þess að þetta fólk geti valið sér störf og búsetu og menningarumhverfi við sitt hæfi á landsbyggðinni. Rifrildi um kvóta Oft hættir mönnum að kenna ein- hverju einu sérstöku um þegar skýra á hvers vegna fólk „flytur suður“. Upp á síðkastið hefur mörgum þótt þægilegt að benda á „kvótann", bæði í fiskveiðum og landbúnaði, sem skýringu á þessum fólksflutningum. Þá kemur upp í hugann spuming Einars Þveræings á Alþingi árið 1000 sem var á þá leið að hann spurði hverju goðin hefðu reiðst þegar hraunið brann sem við stöndum nú á. Enginn kvóti í fiskveiðum eða land- búnaði var til þegar fólksflutningar voru jafnvel mun meiri á fyrri áratugum aldar- innar en þeir eru nú. Auðvitað er það þó svo að reglur um kvóta þurfa endurskoðunar við eins og allt annað, ekki síst með það að markmiði að draga úr áhrifum á byggðaþró- un. En nýjar reglur um kvóta geta auðvitað ekki skýrt þjóð- flutninga sem átt hafa sér stað svo áratugum skiptir á tuttugustu öld- inni. Flest bendir til þess að síðustu misseri hafi mikill munur á spurn Byggðamál Hvað þarf að gera til þess að ná arðsemi með jafnari þróun byggðar? spyr Lárus Jónsson í þriðju og síðustu grein sinni. eftir vinnuafli á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni og mun hærri laun fyrir sömu vinnu hér syðra ráðið mestu um „flutningana suður“. Byggð þrífst af byggð Ef menn vilja af alvöru ná arðsemi í þróun byggðar á íslandi þarf að gera sér grein fyrir þessari einföldu staðreynd: Byggð þrífst af byggð. Þótt fyrirtæki sem hefði 20 manns í vinnu væri sett á stofn í Héðinsfirði hefði það sáralítil áhrif á að fleira starfsfólk fengi vinnnu við að veita þjónustu á staðnum. Ef slíku fyrir- tæki yrði komið á fót t.d. á Dalvík eða Olafsfirði, svo ekki sé talað um mannfleiri þéttbýlisstaði, væri öðru að gegna, þá gætu mörg önnur störf fylgt í kjölfarið. Þannig er ljóst að byggð þrífst af byggð, mun fleiri tækifæri til atvinnu verða til á svæði þar sem fyrir er umhverfi til þess að auka þjónustu við viðskiptavini. Þess vegna er grundvallaratriði ef menn vilja ná aukinni arðsemi í byggðaþró- un að efla eða stofna til vaxtarsvæða, eða hvað sem menn vilja kalla slík svæði þar sem markmiðið er að auka fjölbreytta atvinnustarfsemi menntunar- og menningarstarfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. Auðvit- að verður að byggja allar hugmyndir um stefnu í þessum efnum á því að þær séu í takt við aðrar þjóðfélags- breytingar. Engar aðgerðir til þess að hafa hagstæð áhrif á byggð geta heppnast nema þær séu í takt við al- menna framþróun í þjóðfélaginu. Fólksfækkun á ýmsum byggða- svæðum er vítahringur Mikilvægt er að gera sér grein fyr- ir því þegar rætt er um byggðamál og stefnu stjómvalda í þeim málum að mikil fólksfækkun í byggðarlagi eða svæðum á landsbyggðinni hefur áhrif eins og um vítahring sé að ræða. Atvinnutækifærum fækkar, þjónusta minnkar o.s.frv. Þessi áhrif geta átt við um fjölmennari byggðir, t.d. að því er varðar markað fyrir þjónustu. Minni heimamarkaður verður fljótt til þess að draga saman þjónustustarfsemi á viðkomandi svæði. Eitt af því sem slík þróun hef- ur í för með sér er að mun erfiðara verður að sinna þeim atvinnuvegi sem ef til vill er í mestum vexti, þ.e. þjónustu við ferðamenn. Hvað er átt við með hugtakinu „vaxtarsvæði“? Hvernig á að jafna þróun í byggð landsins og ná fram aukinni arðsemi þjóðarbúsins með þeim hætti? Eitt af því sem áþreifanlega hefur tekist vel í þessum efnum er stofnun há- skóla á Akureyri, auk ýmissa ann- arra aðgerða sem hér verða ekki tíundaðar. Fram hafa komið hug- myndir um að jafna lífskjör, t.d. kostnað við upphitun, rafmagn og þess háttar o.s.frv. Þetta hefur verið gert. Þá hafa komið fram hugmyndir um að stuðla að því að efla svonefnd „vaxtarsvæði“ þar sem lögð yrði áhersla á að samgöngur allt árið yrðu tryggðar, m.a. með jarðgöng- um, og að fyrirtækjum sem hið opin- bera gæti haft áhrif á yrði valinn staður þar sem þau gætu haft áhrif á þróun byggðar í landinu. Með þess- um aðgerðum yrðu byggð upp svæði þar sem atvinnu-, félags- og menn- ingarlíf væri fyrir hendi sem líkast því sem tíðkast í þéttbýli á höfuð- borgarsvæðinu, en menn gætu lifað þar í meiri nálægð við náttúruna og minni hraða og streitu sem því miður er orðin mikil hér syðra. Byggðastefna sem á að gefa arð þarf alltaf að vera í endurskoðun Auðvitað má gagnrýna margvís- legar aðgerðir sem lagt hefur verið í til þess að þróun byggðar í landinu geti verið jöfn og arðsöm. Geta menn bent á stefnur á öðrum sviðum þjóð- lífsins sem menn eru sammála um að hafi reynst fullkomnar og hafnar yfir gagnrýni? Án þess að fjölyrða um „rétta eða ranga“ byggðastefnu und- anfarna áratugi finnst mér að leggja þurfi áherslu á að taka myndarlega til hendinni í þessum efnum í fram- haldi af því sem gert hefur verið. Þá ber þessi verkefni í mínum huga hæst, þótt fjölmargt annað þurfi að gera ef ná á markmiðinu um arðsama byggðaþróun í landinu: Áhrifarík- ustu verkefnin eru: Virkjanafram- kvæmdir og stóriðja á Austurlandi. Stækkun Eyjafjarðarsvæðisins með bættum samgöngum við Siglu- fjörð og ef til vill staðarvali fyrirtæk- is við Eyjafjörð sem gæti lyft því svæði og gert það öflugra í sam- keppni við höfuðborgarsvæðið. Að auki má m.a. ekki síst nefna nýtingu fjarskiptatækni á staðarval arðbærrar atvinnustarfsemi, sem hægt er að finna stað hvar á landinu sem er. Að lokum verð ég að nefna að stefna Byggðastofunar þarf að gjör- breytast í stuðningi við atvinnulíf á landsbyggðinni. í stað þess að veita vildarlán og styrki gæti hún gert mun meira gagn með því að leggja áhættufé í fyrirtæki sem að mati sérfræðinga hennar og stjómar eru álitleg. Auðvitað þarf frumkvæðið engu að síður að koma frá heima- mönnum. En Byggðastofnun gæti stutt þá best með því að kaupa hluta- bréf í fyrirtækjunum og eiga ráðgef- andi aðild að stjórnun þeirra. Sum þeirra gætu gefið góðan arð, önnur engan, en þessi aðferð við að styðja atvinnustarfsemi á landsbyggðinni er áreiðanlega mun vænlegri en bein eða óbein styrktarstarfsemi. Hluta- bréf sem hækka í verði mætti selja til fjáröflunar en ef miður tekst hefur ekki verið veðjað á réttan hest og mun eðlilegra að taka því með opin- berum fjárframlögum ef á þarf að halda heldur en að standa straum af kostnaðarsömum vildarkjaralánveit- ingum. Ný vinnubrögð, nýjar vonir Siðustu ár hafa byggðamál, m.a. fyrir tilstilli forsætisráðherra, verið tekin til umræðu á Aiþingi með skipulegri hætti en áður og nú er í gildi ályktun Alþingis um þessi mik- ilvægu mál. Nýlega var einnig gerð- ur samningur milli Byggðastofnunar og Háskólans á Akureyri um að setja á stofn rannsóknardeild við háskól- ann um byggðamál. Hér erum við augljóslega á réttri leið og þessi nýju vinnubrögð vekja nýjar vonir. Höfundur er fyrrverandi nlþingismnður. Lárus Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.