Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Draumur eða íslenskur veruleiki Þórhallur Sverrisson á sterkan leik sem Tóti í Islenska draumnum. KVIKMYNDIR B í ó b o r g i n ÍSLENSKI DRAUMURINN ★ ★★★ Frumsýnd í Bíóborginni 7.9.2000. Handrit, klipping og leikstjórn: Robert Douglas. Kvikmyndataka. Júlíus Kemp, framleiðandi: Júlíus Kemp og Jón Fjömir Thoroddsen. Leikarar: Þórhallur Sverrisson, Jón Gnarr, Laufey Brá Jónsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Matt Keeslar, Gunnar Eyjólfsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Hafdís Huld, Hafdis Helga Helgadóttir, Felix Bergsson, Þórhallur Sigurðsson, Júlíus Brjánsson, Agnar Jón Egilsson o.fl. HVER er hinn íslenski draumur? Að verða ríkur á því að flytja eitt- hvað inn, selja náunganum eitthvert drasl, helst eitthvað að borða eða drekka, kaupa jeppa, vera flottur á því, en undir niðri alltaf sami lúðinn, góður inn við beinið, bamalegur, ein- faldur, svolítið hlægilegur, einn af strákunum, miðaldra strákur. Allt þetta og meira til. íslensk gamanmynd sem er meinfyndin, hæfilega alvörulaus en þó með báða fæturna í íslenska veruleikanum er komin fram. Alveg hreint afbragðs góð mynd. Vel leikin, vel samið handrit og heldur manni frá upphafi til enda, afslöppuð frásagnaraðferð og persónurnar firna vel dregnar. Textinn er svo fullkomiega gripinn úr hinu daglega talmáli að á köflum finnst manni sem hann hljóti að vera spunninn á staðnum því að svona skrifar enginn. Eða hvað? Þórhallur Sverrisson er nýr leikari sem svo sannarlega stígur fram á sviðið í þessari mynd. Tóti er þessi alíslenski náungi sem er óþolandi í návígi, ekki beint vitlaus en þó... hann er samt seigur og gefst aldrei upp og að lok- um rætist draumurinn. Hann fær það sem hann vill, eða það sem hann á skilið og myndin endar vel en samt einhvem veginn eins og hún gæti hafa gert ef sagan væri sönn. Svona týpísk íslensk einhvern veginn. Þórhallur ber uppi myndina á fleiri en einn veg, hann er nánast alltaf í mynd og hefur fullkomið vald á persónunni, hann er Tóti og von- andi er þessi innlifun til marks um hæfileika hans og að meira megi vænta af honum í framtíðinni. Það sem gerir myndina að þeirri góðu skemmtun sem hún er er hversu jafngóður leikurinn er. Gunnar Eyjólfsson og Guðrún Asmundsdóttir eru frábært par og leikararnir Laufey Brá, Þorsteinn Bachmann og Felix Bergsson sýna að við erum að eignast stóran og góðan hóp kvikmyndaleikara sem ráða við hina fjölbreyttustu persónu- sköpun. Jón Gnarr er í essinu sínu í hlutverki hins forpokaða Valla og Hafdís Huld er sannfærandi í hlut- verki hinnar bamungu kæmstu Tóta. Hafdís Helga Helgadóttir er litla dóttirin sem auðvitað sér í gegn- um allt saman en lætur sig hafa barnaskapinn í pabba sínum af því að henni þykir svo vænt um hann. Hafdís Helga kemur þessu prýðilega til skila. Fleiri koma við sögu eins og Laddi og Júlíus Brjánsson sem tveir þreyttir sjoppueigendur. Frásagn- araðferðin er skemmtilega óhefð- bundin og hleypur útundan sér í ýmsar áttir. Persónurnar segja skoðun sína á aðalpersónunni beint í myndavél líkt og um heimildarmynd væri að ræða, stokkið er fram og til baka í tíma en allt gengur þetta upp, sagan er sögð á þennan hátt og kvik- myndataka Júlíusar Kemp undir- strikar þetta með hreyfanlegri myndavél, oft em senurnar eins og teknar með einni vél, klippingin er hröð á köflum, stundum ,jumpcuts“ sem gefa myndinni hráan blæ en Ijá henni sannfæringarkraft um leið. Þetta er djörf kvikmyndagerð sem nær utan um það sem tekist er á við. Handrit, klipping, leikstjórn og kvik- myndataka era greinilega hugsuð til enda og Robert I. Douglas stígur hér fram með þessari fyrstu leiknu mynd sinni í fullri lengd sem einn af þeim íslensku kvikmyndaleikstjór- um sem binda má miklar vonir við. Þessi mynd á vafalaust eftir að falla vel í kramið hjá þeim aldiu-s- hópi sem hvað mest sækir kvik- myndahúsin og það er vel, því að auk þess að vera hin besta skemmtun vekur hún mann til umhugsunar um ýmsar gmndvallarspurningar. Hvað gefur lífinu gildi? Um hvað snýst þessi barningur hér á klakanum? Að selja og kaupa? Áfram Island. Hávar Sigurjónsson Að klappa á milli þátta TOJVLIST Háskólabfó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Jean Sibelius og Hector Berlioz. Einleikari: Judith Ingdlfsson. Sljómandi: Rico Saccani Fimmtudagurinn 7. september 2000. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands hóf vetrarstarfið 2000-2001 með tónleikum í Háskólabíói sl. fímmtudag og hófust tónleikarnir með fiðlukonsert eftir Jean Sibel- ius. Einleikari var Judith Ingólfs- son. Þessi konsert Sibeliusar er hárómantískt verk og þykir auk þess sérlega erfiður fyrir einleik- arann. Judith Ingólfsson er frábær fiðlari, ræður yfir mikilli tækni og tónninn er tær og fagur. Hún lék konsertinn á hógvæm nótunum og gerði ekki mikið til að knýja fram rómantísk átök, eins t.d. í fyrsta kaflanum, sem á köflum var í hæg- ara lagi og lítið gert úr stöðum, þar sem tónskáldið tekur fram að leika skuli affettuoso og espressi- vo. Þrátt fyrir fínleikann lék Jud- ith Ingólfsson konsertinn af mikilli leikni og viða mjög fallega. Það sem ekki var í sem bestu formi var stjórnandanum um að kenna, en bæði tré- og málmblásarar voru á köflum allt of háværir og í síðasta kaflanum lá við að samspilið riðl- aðist og að það vantaði í hann þá hrynskerpu, sem þessi kafli út- heimtir og þvi var útkoman ekki gædd þeirri spennu, sem annars má ná út úr þessum kafla. Seinna verk tónleikanna var „Draumóra“-sinfónían eftir Hector Berlioz, eitt magnaðasta verk róm- antíska tímans, þar sem pró- gramm verksins er í raun allt til- finningalegs eðlis, með alls konar tilvitnunum í draumsýnir, dans- leik, náttúrufegurð, eiturlyfjarús og gálgagöngu, sem endar með nornadansi, þar sem undirleik- sstefið er Dies irae. Fyrir 170 ár- um var þetta verk hólmganga gegn siðvenjum og siðgæði róman- tíska tímans, en er nú aðeins góð skemmtan, því ógn verksins er samofin hinu daglega lífi nútíma- mannsins og að stilla saman nornadansi og katólskum messu- þætti, eins og gert í síðasta kafla verksins, þykir nú í besta falli að- eins sniðug hugmynd og ekkert til að óttast. Rico Saccani lagði áherslu á yf- irdrifna túlkun verksins, sérstak- lega í síðasta kaflanum, en náði oft að magna upp sterka stemmningu eins t.d. víða í fyrsta kaflanum. Það vantaði hins vegar valstakt- inn, eða sveifluna, í dansþáttinn og var sá kafli leikinn einum of beint af augum. Náttúmstemmning í þriðja þætti var víða fallega mótuð þó leggja hefði mátt meira upp úr „kyrrðinni" í mótun tónmálsins. Fjórði og fimmti kaflinn voru auð- heyrilega meira að skapi Saccani og yfirdrifinn leikurinn og ofsinn var mjög áhrifamikill, þó sumum gæti hafa þótt flutningur nokkuð hrár og jafnvel grófur á köflum. Þarna var ópemtúlkandinn í ess- inu sínu og náði Saccani oft sterk- um tilþrifum út úr hljómsveitinni, svo að tónleikarnir í heild spönn- uðu yfir nokkuð breitt svið, allt frá hinu fínlegasta til hins djöfulleg- asta. Efnisskrá tónleikanna í vetur lofar góðu, en til að finna að, þá má efnisskráin sjálf, þ.e. viðfangs- efni tónleikanna, vera prentuð með stærra letri en nú er gert, en efn- isskráin er að öðru leyti mjög smekkleg hönnuð. Má vera að óljós og ruglingsleg uppsetning á viðfangsefnum tónleikanna, þ.e. miðjuskipan á heitum tónverka og kaflaskipan, ásamt letursmæð og því að áheyrendur margir hverjir eru óvanir sinfóníutónleikum, hafi valdið þvi, að sumir áheyrendur klöppuðu á milli þátta og létu sér ekki segjast, þó flytjendur tækju ekki undir fagnaðarlætin. Jón Ásgeirsson Hver var Þorgerður Egilsdóttir? * I kvöld frumsýnir Icelandic Takeaway Theatre í Tjarnarbíói Dóttur skáldsins, nýtt leikrit eftir Svein Einarsson sem fjallar um líf fornkonunnar Þorgerðar Egilsdóttur. Hávar Sigurjónsson leit inn á æfíngu og ræddi við leikstjóra og leikara. „ÞETTA er í raun í þriðja sinn sem Icelandic Takeaway Theatre setur upp „Dóttur skáldsins“,“ segir leikstjórinn Björn Gunnlaugsson í lok æfingar eitt kvöldið í vikunni. Icelandic Take- away Theatre er ís- lenskur leikhópur sem ber þetta enska heiti vegna þess að meðlimir hópsins eiga það sameiginlegt að hafa stund- að leiklistarnám í Bretlandi og þar hefur hópurinn starfað fram að þessu. Dóttir skáldsins, eða „Daughter of the Poet“, eins og verkið hét í fmm- uppfærslunni í London vorið 1998, er eftir Svein Einarsson sem stýrði einnig fmmuppfærslunni. „Við sett- um svo sýninguna aftur upp sama haustið, þá með tveimur nýjum leik- urum og í minni leikstjórn," segir Bjöm og bætir þvi við að sýningunni hafi haldist fremur illa á leikumm því þeir hafi verið „uppgötvaðir“ hver af öðmm og þeim boðið að taka þátt í öðram sýningum. ,Ásta Sig- hvats sem lék titilhlutverkið í fyrstu uppfærslunni var t.d. ráðin hjá Teat- ré Complicité og ferðaðist víða um heim á síðasta ári með sýninguna Krókódílastrætið." Móðir Kjartans Ólafssonar Dóttir skáldsins er saga Þorgerð- ar Egilsdóttur Skalla-Grímssonar. Hennar þáttur í atburðarás Egils sögu og Laxdæla sögu er talsverður og hún tengir sögumar saman; mað- ur hennar var Olafur Höskuldsson og sonur þeirra var Kjartan. I leik- ritinu birtast allar helstu persónur beggja sagnanna; leiknar af fjómm leikumm, Ágústu Skúladóttur, Árna Pétri Reynissyni, Hinriki Hoe Har- aldssyni og Þóranni Lámsdóttur. Hlutverk Þorgerðar leikur Ragn- heiður Guðmundsdóttir. Fmmsamin tónlist er eftir Arngeir Heiðai' Hauksson en hann er búsettur í London og starfai' þar sem hljóð- færaleikari á miðaldahljóðfæri. Leikmynd gerii’ Jón Trausti Bjarna- son en sama leikmynd hefur verið notuð frá fyrstu uppfærslunni, „...fjögur hundruð metra langur bandspotti sem er festur í hólf og gólf sviðsins á afskaplega hugvit- samlegan hátt,“ segir Bjöm Gunn- laugsson og undirstrikar hversu auð- velt sé að geyma leikmyndina. Katrín Þorvaldsdóttir hannar bún- inga en hún hefur starfað með hópn- um frá upphafi og ljósahönnun er í höndum Olafs Georgssonar. Björn segir hugmyndina að því að fá Svein Einarsson til samstarfs við hópinn vera jafngamla hópnum eða fimm ára. „Við Ágústa höfðum séð sýninguna „Bandamannasögu" og hrifumst mjög af og okkur fannst vinnuaðferðin vera mjög í þeim anda sem við vildum vinna í. Við leituðum því eftir samstarfi rið Svein og okkur tókst að finna þri stað og tíma í London vorið 1998. Sveinn lagði til hugmyndina að verkinu en hann sagði okkur að Bríet heitin Héðins- dóttir hefði einhvern tímann bent sér á að Þorgerður Egilsdóttir væri Morgunblaðið/Ásdís Hinrik Hoe Haraldsson ásamt Ágústu og Þórunni. efni í leikrit. Það reyndist svo sann- arlega rétt,“ segir Björn. Best varðveitta leyndarmálið Icelandic Takeaway Theatre er að sögn aðstandenda eitt best varð- veitta leyndarmál íslenskrar leiklist- ar. „Enginn veit hver rið emm enda höfum rið ekki starfað hér heima fyrr en nú,“ segir Ágústa. „Við höf- um til þessa eingöngu starfað í Bret- landi en þó er rétt að geta þess að fyrir fimm ámm var sett upp sýning hér í Tjarnarbíói á „Margréti rniklu" eftir Kristínu Ómarsdóttur af hópi sem kallaði sig Lundúnaleikhópinn og var að hluta til undanfari Ice- landic Takeaway Theatre. Við höfum svo sett upp fimm sýningar að þess- ari meðtalinni, „Daugther of the Poet“ trisvar, „Lemon Sisters" og tvo einleiki eftir Völu Þórsdóttur, „Or Something..." og „Telescope Chocolate Stinksteam", og „Sugar and Salt“. Þá eram rið að rinna að sýningu á nýrri þýðingu á Völuspá eftir Magnús Magnússon." Markmið leikhópsins er háleitt: ,Að útbreiða íslenska samtímamenningu um hinn enskumælandi heim,“ segir Björn og er hvergi banginn. Þau segja að rissulega hafi Dóttir skáldsins tekið breytingum í þeim þremur uppfærslum sem verkið hef- ur gengið í gegnum á tveimur ámm. „Þó em þær samt smávægilegri en ætla mætti og andi verksins er sá sami og höfundurinn lagði til í upp- hafi. Við höfum gert ýmsar smá- breytingar og bætt inn hugmyndum okkar sem kriknað hafa á æfinga- tímanum. Eitt af þri sem rið tókum tillit til er að íslenskir áhorfendur þekkja sögurnar betur en enskir og því höfum rið tekið út ýmsar útskýr- ingar á tengslum persóna og annað sem ætla má að fólk riti.“ Leikararnir taka undir þetta og segja æfingatímann hafa verið mjög skemmtilegan. „Við höfum beitt spuna rið æfingarnar og getað lagt inn okkar hugmyndir sem hefur ver- ið mjög gaman,“ segir Þómnn Lár- usdóttir. Sýningin Dóttir skáldsins er fyrsta framsýningin af sex á leiklist- arhátíð sjálfstæðu leikhúsanna, „Á mörkunum", en Icelandic Takeaway Theatre kemur meh-a rið sögu hátíð- arinnar þri innan skamms verður fmmsýndur einleikurinn „Háaloft" eftir Völu Þórsdóttur í Kaffileikhús- inu. „Við vorum auðvitað mjög ánægð með að valnefnd hátíðarinnar skyldi velja tvö af okkar verkefnum inn á dagskrá hátíðarinnar því mikill fjöldi verkefna var í pottinum og að- eins hægt að velja sex þeirra til sýn- inga,“ segir leikstjórinn Björn Gunn- laugsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.