Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart 72% reykinga- manna hafa reynt að hætta að reykja Elding kom- in til hafnar í Patreksfirði SEGLSKÚTAN Elding kora til hafh- ar í Patreksfirði klukkan sjö í gær- morgun eftir þrettán daga á sjó á feið sinni frá Nýfundnalandi. „Það er búið að ganga á ýmsu á leiðinni þvi við höfum ailtaf fengið vind á móti. Við ætluðum að vera hérna undir berginu í nótt en svo spáði hann svo agalega að við renndum inn á Patr- eksfjarðarhöfn," sagði Rúnar H. Sig- dórsson, ieiðangurssfjóri ferðarinn- ar „Vínlands 2000“. Að sögn Rúnars hafði leiðangurinn mátt búast við suðvestanátt mestaflan timann sam- kvæmt meðaltali staðvinda. Sú varð þó ekki raunin heldur lentu þeir í austanátt nærri allan tímann. „Við hefðum mátt gera ráð fyrir því að komast yfír hafíð á átta til tíu dögum en þeir eru núna orðnir þrettán,“ sagði Rúnar. Rúnar segir að óþægi- legast hafí verið að vera án síma- sambands allan þennan tíma. „Við áttum að fá gervihnattasíma hjá Súnanum en á siðustu stundu gekk það ekki eftir. Það er mjög bagalegt fyrir fjölskylduna. Við sendum þó flöskupóst á hveijum degi og bíðum eftir að sjá hvar hann lendir." Leið- angursmenn cru sem stendur fjórir talsins en auk Rúnars eru um borð Hafsteinn Jóhannsson skipstjóri, Valdimar I. Sigurjónsson matsveinn og norski hásetinn Daniel Rayrvik. „Eftir veðurútlitinu, eins og það er núna, að dæma býst ég við að við verðum hérna í tvo eða þijá daga,“ sagði Rúnar en Ieiðangurinn stefnir til Reykjavíkur. Leiðangursmenn eru mjög hressir og amar ekkert að þeim, að sögn Rúnars. „Við náðum landi sem víkingar." 72% ÞEIRRA sem reykja segjast hafa reynt að hætta og þar af hafa tæplega 45% reynt að hætta einu til tvisvar sinnum og tæp 40% þrisvar til fimm sinnum. Um 71% reykinga- manna vilja hætta að reykja og þar af langar 46% mikið til þess að venja sig af reykingum. Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun Gallups. I könnuninni kemur fram að rúm- lega 28% aðspurðra sögðust reykja. Svarendur voru 810 talsins. Rúm 24% sögðust hafa reykt en vera hætt og rúm 47% sögðust aldrei hafa reykt. Af reykingamönnum sögðust langflestir, eða 87%, reykja daglega. Þessar niðurstöður eru í nokkru frá- brugðnar þeim sem tóbaksvarna- nefnd birti nýlega, en í þeirri könn- un sögðust 22% svarenda reykja. Enginn munur er á milli kynja hjá þeim sem reykja, þ.e. 28% reykja af báðum kynjum. A hinn bóginn er marktækur munur á milli kynjanna þegar litið er tO þeirra sem annars vegar hafa aldrei reykt og hins veg- ar þeirra sem eru hættir. Hlutfalls- lega fleiri konur en karlar hafa aldrei reykt á meðan hlutfallslega fleiri karlar eru í flokki fyrrverandi reykingamanna. Hlutfallslega flest reykingafólk er á aldrinum 35-54 ára og langfæstir reykja meðal háskólamenntaðra, eða um 15%. Þeir sem reykja meðal háskólamenntaðra reykja á hinn bóginn langflestir sjaldnar en á hverjum degi. Landssíminn kynnir nýja verðskrá fyrir leigulínur í stofnlmukerfí Ætlað að efla gag'naflutn- ingsþjónustu úti á landi 2 Mb/s samband: Verðdæmi SiMINN Frá ísafirði til Reykjavíkur kr. 258,833 kr. 222,153 Verð Verð frá áður 1. sept. 2000 kr. 569,814 Frá Akureyri til Reykjavíkur m.v. hagkvæmasta kost á hverjim tíma Verð 1. jan. 1998 Verð 1. júní 1998 Verð 1. nóv. 1999 Verð 1. okt. 2000 FORSVARSMENN Landssímans kynntu í gær nýja verðskrá fyrir leigulínur í stofnlínukerfi Símans og verðskrá fyrir ATM-netið sem byggð er á verðlækkun stofnlínu- hlutans. Ennfremur kynntu þeir nýja þætti í þjónustu fyrirtækisins sem Þórarinn V. Þórarinsson, for- stjóri Landssímans, sagði að væri ásamt lækkunum á verðskrá ætlað að mæta þörfum landsbyggðarinnar fyrir þjónustu á sviði gagnaflutninga og ná fram markmiðum um stóreflda gagnaflutningsþjónustu við almenn- ing og atvinnulíf í landinu. Þórarinn sagði að breytingar á verðskrá fyrir leigulínur hefðu í för með sér almenna lækkun um 10- 60%. Mest væri lækkunin á band- breiðari samböndum, þannig lækk- aði 45 megabæta samband um allt að 60% og 155 megabæta samband um allt að 40%. Kostar 45 megabæta samband nú sjö sinnum meira en 2 megabæta samband en munurinn var áður fjórtánfaldur. Landssíminn hyggst einnig bjóða upp á nýjan þjónustuflokk á Ijósleið- arakerfi sínu, svokallaða lands- byggðarbrú, en hún felur í sér að fjarskiptafyrirtæki sem vilja veita þjónustu úti um allt land, og sem leigja víðfeðm sambönd, þ.e. yfir 1.800 kílómetra á ljósleiðara, fá sér- stakan afslátt. Þannig fá fyrirtæki sem leigja 155 megabæta sambönd um lengri veg en 1.800 km 25% af- slátt frá nýju leigulínuverðskránni til fyrirtækja, 15% afslátt af 45 megabæta samböndum og 10% við- bótarafslátt af afkastaminni línum á dreifbýlustu landsvæðunum. Sagði Þórarinn að markmiðið með þessu væri að stuðla að betri nýtingu afkastagetu fjarskiptakerfisins, ýta undir endursölumarkað fyrir gagna- flutningsþjónustu og stuðla að sam- keppni í fjarskiptum um land allt. Breytingar á verðskrá fyrir stofn- línur í leigulínukerfinu tóku gildi 1. september en frá og með 1. október tekur gildi ný verðskrá ATM-nets- ins. ATM-kerfið byggist á því að gögn séu send á pakkaformi um Net- ið og samnýtingu flutningsgetu, og að sögn forsvarsmanna Landssím- ans hefur það á skömmum tíma orðið vinsælt til að mæta gagnaflutnings- þörfum í atvinnurekstri. Vilja auka til muna umferð um ATM-netið Sagði Þórarinn að Landssíminn vildi gjaman auka umferð um Netið og hygðist því bjóða tveggja mega- bæta ATM-tengingar í öllum þétt- býlisstöðum með fleiri en 150 íbúa fyrir sama verð um allt land, 32 þús- und krónur innan ATM-svæðisins en 48 þúsund út fyrir það. Er síðan gert ráð fyrir að ATM-netið taki á sig kostnað af leigulínum inn í næsta tengipunkt ljósleiðarahringsins. Landssíminn skuldbindur sig enn- fremur til þess næstu fimm árin að tryggja viðskiptavinum á öllum þétt- býlisstöðum með fleiri en 150 íbúa aðgang að tveggja megabæta sam- böndum yfir ATM-netið. Aukakostn- aður við tengingar út fyrir svæði verða síðan ekki umfram 17 þúsund krónur á mánuði. Sagði forstjóri Landssímans að gengið væri út frá því að tap yrði af þessum aðgerðum fyrstu tvö árin en vonir stæðu til þess að eftir árin fimm yrði búið að auka svo umferð um Netið að tapi yrði snúið í hagnað. Svæðismót Norðurlanda Hannes Hlífar kominn áfram HANNES Hlífar Stefánsson komst í gær í aðra umferð svæðismóts Norðurlanda í skák þegar hann vann Em- anuel Berg í bráðabana. Þrír Islendingar komust áfram, Margeir Pétursson og Jón Viktor Gunnarsson, auk Hannesar. Þrjár viðureignir úr fyrstu umferð svæðamótsins voru út- kljáðar með bráðabana í gær. Þröstur Þórhallsson féll úr leik eftir að hafa tapað viður- eign sinni við Evgenij Agrest. Þá hafði Lars Schandorff bet- ur gegn Aleksei Holmsten. Önnur umferð hefst í dag Önnur umferðin hefst í dag klukkan 17 í félagsheimili Hellis við Þönglabakka. Þar teflir Margeir við Curt Han- sen, Hannes Hlífar við Rune Djurhuus og Jón Viktor Gunn- arsson við Sune Berg Hansen. Auk þeirra tefla Simen Agde- stein við Lars Schandorff, Peter Heine Nielsen við Einar Gausel og Evgenij Agresst við Olli Salmensuu. Yíltu vinna frá kL á daginn fyrir góð laun? Hríngdu strax í rekstrarstjóra, sími 896 4409 Sjópróf vegna strands Breiðafjarðarfeijunnar Baldurs Skipstjórinn leit undan stefnu skipsins MANNLEG mistök eru talin ástæða þess að Breiðafjarðarfeijan Baldur strandaði á skeri nálægt Flatey á dögunum. í sjóprófum í Héraðsdómi Vesturiands í Borgamesi i gær sagð- ist skipstjórinn hafa litið undan stefiiu skipsins með þessum afleiðingum. Viðgerð á Baldri er lokið og í dag hef- ur það áætlunarsiglingar á nýjan leik. Utgerð skipsins, Breiðafjarðarferj- an Baldur hf., óskaði eftir sjó- prófunum. Guðmundur Lárusson framkvæmdastjóri segir að í sjópróf- unum hafi komið glögglega fram að brú skipsins hafi verið mönnuð og að ekki sé heldur hægt að rekja strandið til neinna tæknilegra bilana. Hins vegar hafi sá sem var við stjóm litið undan stefnu skipsins og það nægt til. Venjuleg siglingaleið er um 30-50 metra frá umræddu skeri. í þessari ferð hafi skipið borið af leið svo mun- aði nokkmm tugum metra. Skipstjórinn hafði stöðu sakaðs manns við yfirheyrslur í sjóprófúnum og axlaði hann alla ábyrgð á strand- inu. Aðrir yfirmenn skipsins voru yf- irheyrðir sem vitni. Sigiingar heQast í dag Finnur Torfi Hjörleifsson héraðs- dómari stjómaði sjóprófúnum. Við- staddir voru fulltrúar rannsókna- nefndar sjóslysa, Siglingastofnunar og tveggja tryggingafélaga, auk út- gerðarinnar. Finnur segir að endurrit sjóprófanna hafi þegar verið afhent þessum aðilum auk þess sem sér beri að senda ríkissaksóknara og sýslu- manninum í Sfykkishólmi prófin. Það sé síðan ríkissaksóknara eða sýslu- manns að meta það hvort ástæða þyki til að ákæra skipstjórann fyrir brot á lögum eða alþjóðlegum siglingaregl- um. Viðgerð á Baldri lauk á Akranesi í gær og var fyrirhugað að sigla skip- inu til Stykkishólms í nótt þannig að það gæti hafið áætlunarsiglingar á nýjan leik í dag. Guðmundur Lárus- son segir að skemmdimar hafi reynst mjög afmarkaðar á stefni skipsins, um hálfs annars metra upp og jafnt langt aftur. Skipt hafi verið um stykki í stefninu. Býst Guðmundur við að heildarkostnaður geti numið rúmurn þremur mOljónum kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.