Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 26
26. FÖSTUDAGUR.8, SEPTEMBER 2000_______________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ný rannsdkn á ferju- slysi Estóníu óþörf Tallinn. AP, AFP. EKKI er, að mati alþjóðlegrar rann- sóknarnefndar, ástæða til að hefja að nýju rannsókn á orsökum þess að ferjan Estónia sökk í Eyrarsundi ár- ið 1994. Yfirlýsinguna sendu nokkrir nefndarmannanna frá sér á þriðju- dag, eftir að hafa skoðað myndband sem kafarar bandaríska kaupsýslu- mannsins Gregg Bemis, tóku, gegn vilja norrænna yfirvalda, af flaki skipsins í síðustu viku. Myndbandið, sem er um tveir og hálfur tími að lengd og sýnir bæði ferjuna og hennar nánasta umhverfi, var tekið af hópi kafara Bemis, en sænskir fjölmiðlar hafa gjaman lýst honum sem bandarískum sérvitr- ingi. Bemis hélt því fram, á frétta- mannafundi í síðustu viku, að hann kunni að hafa fundið gat á skrokki Estóníu og að slíkt gefi til kynna að sprenging geti hafa valdið slysinu. Að sögn þeirra finnsku rannsókn- armanna sem myndbandið sáu hafa hins vegar engar nýjar staðreyndir komið fram í málinu er réttlætt gætu nýja rannsókn. „Það er ekkert nýtt á þessu myndbandi,“ sagði Uno Laur, yfirmaður alþjóðlegu rannsóknar- nefndarinnar. „Við getum bara reitt okkur á staðreyndir og það voru alls engar nýjar staðreyndir á mynd- bandinu." Fjórir aðrir nefndarmenn, sem einnig skoðuðu myndbandið, voru á sama máli. Myndbandið var síðan sýnt eist- neskum almenningi í styttri útgáfu í ríkissjónvarpinu á miðvikudag- skvöld. Myndbandið kostaði eistn- eska ríkissjónvarpið um 160.000 krónur og var fyrr í vikunni birt hálfrar mínútu kynning þar sem sjá má meint gat á skrokki Estóníu. Að sögn Bemis er flangur, dökkur blett- ur, rétt neðan við sandhól á hafs- botni, gat á skrokkinum, en AP- fréttastofan telur myndina ekki nógu skýra til að unnt sé að fullyrða að svo sé. Allt fórust 852 er Estónía sökk á leið sinni frá Tallinn í Eistlandi til Stokkhólms í Svíþjóð 28. september 1994. Umdeild skýrsla alþjóðlegar rannsóknanefndar, sem í sátu Finn- ar, Eistar og Svíai1, var birt 1997. Samkvæmt henni sökk Estónía er hinn opnanlegi stafn skipsins brotn- aði af á ferð í slæmu veðri. Atvikið átti sér, samkvæmt skýringum nefndarinnar, stað án þess að áhöfn- in veitti því eftirtekt og gaf hlerinn undir stafninum eftir, vegna hönn- unargalla, með þeim afleiðingum að vatn streymdi inn og ferjan sökk á skömmum tíma. Samsæriskenningar margar Samsæriskenningar, um orsök þessa versta sjóslyss Evrópu frá síð- ari heimsstyrjöld, hafa lifað góðu lífi frá útgáfu skýrslunnar, og eru marg- ir aðstandendur ósáttir við þær út- skýringar sem þar eru gefnar. Hafa sumir reynt að þrýsta á rannsókn verði hafin að nýju og kenningar heyrst um að sprengja hafi sprungið um borð. I skýi'slu sem framleiðandi ferjunnar, þýski skipaframleið- andinn Meyer Werft, lét útbúa, er lé- legt viðhald Estóníu sagt ástæða slyssins. Þar er þó einnig minnst á að sprengja kunni að hafa sprungið um borð. Rannsóknamefndin hefur þó alla tíð útilokað slíkar skýringar, en skoðanakönnun eistneska dagblaðs- ins Eesti Pávaleht bendir til þess að eistneskur almenningur sé á öðru máli. Um 80% Eista segjast nefni- lega ekki leggja trúnað á opinberu skýrsluna og um 67% voru hlynntir köfunaraðgerðum Bemis. Sænsk yfirvöld greindu þá frá þvi í síðustu viku að þau muni hugleiða að efna til nýrrar rannsóknar á ferju- slysinu. Mona Sahlin, aðstoðariðnað- aráðherra Svíþjóðar, sagði þó sl. á þriðjudag að ákvörðun um slíkt liggi enn ekki fyrir. Þarlend yfirvöld hafa þó samþykkt að senda hóp sérfræð- inga til Þýskalands á næstunni í því skyni að skoða myndbandið. Frásögn Bemis af því að kafarar sínir hafi séð lík nokkurra farþega Estóníu liggja á hafsbotninum í um 100-200 metra fjarlægð frá ferjunni hefur vakið óánægju margra að- standenda fórnarlambanna. Auk þess að ýta undir kröfur þeirra um að kafarar verði látnir ná líkunum upp svo unnt sé að veita þeim greftr- un. Yfirvöld höfðu hins vegar áður greint frá því að enginn lík væri að finna á hafsbotninum og því hafa í kjölfarið vaknað upp getgátur um að hafstraumar hafi hreyft við líkunum. í viðtali við Svenska Dagbladet telur sænski kafarinn Sigmund Lundgren þó ólíklegt að slíkt hafi gerst, en seg- ir mögulegt að botnfall kunni að hafa hulið lík sem nú séu að koma í ljós. Um feluleik að ræða Bertil Calamnius er meðal þeirra sem eiga um sárt að binda eftir ferjuslysið og hefur hann aldrei sætt sig við skýringar yfirvalda á dauða Mariu dóttur sinnar. „Eftir á er erf- itt að segja hvað sé verst. Það vekur með manni gremju að þau liggi þarna á botninum af því að okkur hefur alltaf verið sagt annað. En það er líka hræðilegt, sem nú er gefið í skyn, að það hafi komið gat á skrokk- inn. Þetta bendir til þess að um felu- leik sé að ræða,“ sagði Calamnius í Parket GullfaUegar mottur í ótrúlegu úrvali lita og munstra. Gæðamottur sem pryða hvert heimili. Þú finnur örugglega mottu við þitt hæfi og það á hreint frábæru verði! „Samira" eru ávallt kli persneskum munstrum. Litir: grænt, beige og Ijósbeige. 58x110 sm . 77x150 sm . 115x165 sm 160x230 sm Lokafrestur Israela og- Palestínumanna nálgast Lítil von um að samningar takist Jerúsalem, Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP, Reuters. VONIR dofnuðu enn um að ísrael- um og Palestínumönnum tækist að ná endanlegu friðarsamkomulagi fyrir lokafrestinn 13. september eftir að fundir Bills Clintons Bandaríkja- forseta með Ehud Barak og Yasser Arafat reyndust árangurslausir. Clinton ræddi við leiðtogana hvorn í sínu lagi á miðvikudag, en þeir sitja nú árþúsundamótaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í New York. Clinton lýsti því yfm í gær að fleiri fundir með Barak og Ai-afat væru ekki áformaðir næstu daga. Haft var eftir forsetanum í gær að fundirnir með leiðtogunum hefðu verið „góðir og uppbyggilegir“ og að Barak og Ai'afat væru enn staðráðn- ir í að ná samkomulagi. Talsmaður Clintons lagði áherslu á að þótt beinn árangur hefði ekki náðst á fundunum væri ekki öll von úti enn. Eftir að slitnaði upp úr viðræðum Baraks og Arafats í Camp David í júlí ríkir þó ekki mikil bjartsýni á að samningar takist á næstunni, og tal- ið er nær útilokað að það gerist áður en fresturinn, sem ísraelar og Pal- estínumenn settu sér, rennur út 13. þessa mánaðar. Hótun Palestinu- manna um að lýsa þá yfir stofnun sjálfstæðs ríkis ef samningar hafa ekki tekist flækir stöðuna enn frek- ar. í ræðu sinni á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna ítrekaði Arafat þessar fyrirætlanir og lýsti því yfir að þjóð- an-áð Palestínumanna tæki ákvörð- un um málið um helgina. Stjórnmálaástandið í ísrael er annar þáttur, sem hafa mun áhrif á framhald fríðarferlisins. Rfldsstjórn Baraks hefur misst meirihluta sinn á þingi og forsætisráðherrann hefur gefíð í skyn að hann muni beita sér fyrir myndun samsteypustjómar með Likud-flokknum takist friðar- samningar ekki áður en fresturinn rennur út. Það gæti þýtt að friðar- viðræður yrðu teknar af dagskrá um óákveðinn tíma og því er ekki að undra að margir vari við því að þjóð- irnar glati þessu „sögulega tæki- færi“ til að semja frið. Sátt um Jerúsalem ekki í sjónmáli Staða Jerúsalem hefur verið helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum ísraela og Palestínumanna og ekki er útlit fyrir að lausn sé í sjónmáli. Haft var eftir Nabil Shaath, samn- ingamanni Palestínumanna, að Ara- fat hefði gert Clinton ljóst að hann myndi ekki falla frá kröfum um full yfin-áð yfir austurhluta borgarinnar. Arafat mun hafa sagt að hendur sín- ar væru bundnar, því arabaheimur- inn myndi bregðast ókvæða við hverskyns málamiðlunum. A fundi með Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, véfengdi Arafat trúarlegt tilkall gyðinga til Jerúsalem, en palestínskir embætt- ismenn lýstu fundinum sem „erfið- um“. ísraelsstjóm hefur á hinn bóg- inn lýst sig reiðubúna að skoða ýmsa möguleika varðandi stöðu Jerúsalem en aðeins með því skilyrði að Arafat láti í ljós vilja til að gefa nokkuð eftir af sínum kröfum. I ræðu sinni á árþúsundamótaráðstefnunni tók Barak stórt skref með því að viður- kenna að Palestínumenn ættu líka tilkall til borgarinnar og stjórnmála- skýrendur telja að hann geti ekki gengið lengra að sinni án þess að Arafat sýni einnig samningavilja. Samskipti leiðtoganna stirð í ávarpi sínu á ráðstefnunni á mið- vikudag lagði Clinton áherslu á að ísraelar og Palestínumenn hefðu nú raunverulegt tækifæri til að semja frið, en að fresturinn væri að renna út og að engan tíma mætti missa. Að- stoðarmenn forsetans hafa gefið til kynna að náist árangur ekki áður en ráðstefnunni lýkur bjóði Clinton leiðtogunum hugsanlega á ný til þríhliða viðræðna, en óvíst er að þeir fallist á það. Clinton virðist hafa mis- tekist að koma á trúnaðarsambandi milli Baraks og Arafats í Camp Dav- id, en á þessum fimmtán dögum hitt- ust þeir sjaldan og í stuttan tíma, og hermt er að samskipti þeirra hafi verið stirð. ísraleska samninganefndin og bandarísku milligöngumennirnir hafa kvartað yfir því að Arafat sé bæði stífur og ótútreiknanlegur og telja að ósveigjanleiki hans varðandi stöðu Jerúsalem sé helsta ljónið í vegi þess að samkomulag náist. Pal- estínumennirnir fullyrða aftur á móti að ísraelar og Bandaríkjamenn hafi klúðrað viðræðunum með því að stilla Arafat upp við vegg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.