Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLKí FRÉTTUM
Svona var
sumarið 2000!
SVONA er sumariö virðist hreinlega ætla að
vera endalaust á toppi Tónlistans. í þessi virðu-
lega ogjafnframt eftirsótta sæti hefur safnplat-
an dvalist bróðurpart sumars og sýnir ekki á sér
brottfararsniö. Jafnvel nú þegar segja má að
' þetta blessaða sumar sé eiginlega liðió og
haustfnykur í lofti með tilheyrandi roki og regni
þá halda plötukaupendurenn sínu striki og
kynna sér hvemig sumariö 2000 sé. Spurning
um að breyta titlinum í Svona VAR sumarið
2000 - þeirri ábendingu er hér með komið á
framfæri til hlutaðeigenda.
A
<
Skotheldur!
HANN Ronan Keating virðist ...
skipulagðurogmetnaðarfuliur
ungur maður með endemum. f
Þegarhanntóksigtilviðað I .ijfflwj
gera sína fyrstu sólóskífu þá \
var hann ekkert að ofmeta TSuiflr
eigin hæfileikaeinsog jt
svooftvill henda ■r**^*^
unga poppara sem
hvergi höfðu stigið j
That. Nei, Ronan
hefureinmitt litið
sólófrumraun umrædds Barlows sem víti til
vamaðar því hann sankaði að sér sæg af þaul-
vönum poppsérfræðingum - mönnum sem
kunna upp á hár aó semja ogframreiða skot-
helda popptónlist sem skiiar árangri.
Nr.; vor ;vikur T i Diskur ; Flytjondi i Ötgefondi ; Nr.
1.: v. ; 9 i Svono er sumarii 2000 ÍÝmsir ÍSPOR ! 1.
2.! 3. ! 15 i Marshall Mathers LP : Eminem : Uníversal : 2.
3. i 4. i 21 ! Ploy jMoby ■ Mute j 3.
4. i 2. i 12 i Pottþétt 20 j Ýmsir ■ Pottþétt ; 4.
5. : 8. 15 > Mission Impossible 2 iÝmsir j Hoílyw. Rec.j 5.
6.: 7. : 16 • Oops 1 Did It Again i Britney Speors ; EMI i 6.
7. i - i 1 N ; Sing When You Are Winning ÍRobbie Willioms ÍEMI i 7. *
8. i 5. i 10 ! íslandslög 5-í kirkjum landsins lÝmsir ÍSkífan ; 8.
9. i 15. i 4 i Tourist I St Germain ÍEMl i 9.
1O.Í10 i 14 ; Ultimate Collection : Barry White : Universal j 10.
11.! 9. ; 9 : Fuglinn er floginn : Utangorðsmenn lísl.tónor j 11.
12. i 6. i 8 ! Lifað og leikið | KK og Mognús Eiríksson 1 fsl. tónar j 12.
13.124. ! 5 j Pottþétt diskó II ■ Ýmsir ■Pottþétt ; 13.
14.: 16 ! 25 j Slipknot i Slipknot j Roadrunner j 14.
15.: 28.: 2 i Kanada iKonoda jThule i 15.
16.; 48. i 37 iSogno ÍAndrea Bocelli iUniversol ;16.
i7.; i7.: 4 ; Romeo Must Die : Úr kvikmynd ÍEtól i 17.
18. i 12. i 7 i Riding With the King lE.CIapton & B.B.King : Warner 118.
19. i 37. i 1 ! Ronan j Ronan Keating jUniversal j 19.
20.141. i 10 ! White Pony ■ Deftones 1 Worner j 20.
21. • 14. : 45 j 12 ógúst 1999 jSálin bansJónsmíns jSpor j 21.
22.: 27. : 2 j Born To Do It i Craig David ■Edel j 22.
23. i 29. : 2 i Can't Take Me Home ÍPink ÍBMG i 23.
24.i 21. i 33 i Best Of iCesaria Evora ÍBMG i 24.
25. i 22. i 24 i Glanní glæpur : Ýmsir : Latibær ehf: 25.
26. i 11. i 4 ! Parachutes lColdplay i EMI i 26.
27. 513.: 15 : Greatest Hits j Whitney Houston jBMG |27.
28. i 34. i 54 Ö 1 Significant Other j Limp Bizkit j Universal j 28.
29.: 90.; u H j Berrössuð á tónum jAnno Pálíno og Aðolst. ■ Dim ’; 29.
30.! . ; i : Prime Direct ■Dave Holland •ECM ;30.
Á lónlistomim em plötui yngti en tveggjo óro og etu í vetöflokknum Jullt vetð".
. . I. . . r •* . • » r . r- • • 1 . ■- t •
Tonltstinn et unnmn ot
við eftirtoldm veislanir:
oj Myndii ALS<orstræri
Bókvol Akuteyri, Bónus, Hogkaup,
tíúsík og tíyndir Miódd, Somlónlist Kringlunni,
og
.............P
ií, Skífon Kringlunni,
Jopís tnugovegi, Músík
' ' '26.
Syngjandi
í sigur-
vímu!
SJÁLFUR íslands„vinur-
inn" og blaðamannafælan
Robbie Williams er mætt-
ur á svæðió syngjandi
sæll í sigurvímu sinni.
Tjallinn rífur út nýju plöt-
una sem sjóöheiturfiskur
ogfranskarværu og lagiö hans Rock Dj. er enn
ofarlega á vinsældalista þar í landi. Hér heima
virðast plötukaupendur löngu búnir að fyrirgefa
kappanum framferði hans þegar hann hélt hér
tónleika í Laugardalshöilinni - eða réttara sagt
rúmlega hálfa tónleika í Ijósi þess að hann yfir-
gaf sviðið í fússi eftir aö flösku hafði verið varp-
að að honum (aö hans sögn). Annars kann
Robbie svo sannarlega lagið á því að vekja á
sér athygli á réttum tíma - gárungar hafa nefni-
lega fleygt því fram að þau Geri hafi sjálf átt
þátt í að koma af stað orðrómi um að þau eigi í
ástarsambandi - með góðri hjálp markaðs-
snillinga sinna vitanlega.
Berrössuð!
„MIG langar að þakka
fyrir geisladiskinn Ber-
rössuð átánum. Hann
er hreint eýrnakonfekt
vegna frábærrar tón-
listar. Dóttir mfn hefur
dillað sérvið hannfrá
eins árs aldri. Nú í
dag nokkrum árum
seinna er hann allt í senn tónlistar-
stund, sögustund meó málörvandi sögum og
ævintýrastund," segir móðir og kennari í Vel-
vakanda 26. ágúst síöastliöinn um barnaplötu
Önnu Pálínu og Aðalsteins Ásbergs. Berrössuð
á tánum þýtur upp um ein 61 sæti á Tónlistan-
um þessa vikuna og því lítur út fyrir aö fleiri séu
sama sinnis ogofannefndi alsæli kaupandi.
Textar Aðalsteins Ásbergs þykja líka sérlega
góðir og málörvandi og því ætti gripurinn að
vera tilvalinn gjöf til að gleðja og auöga börnin.
EBT.ENDAR
oooooo
Sigurður Sverrisson skrifar
um Mer de Noms, frumraun
rokksveitarinnar A Perfect
Circle.
Sterk tengsl
við Tool en frá-
bær frumraun
FYRIR þá adáendur Tool sem eru
orðnir þreyttir á að bíða eftir fram-
haldinu af Aenima er Mer de Noms
vafalítið lausnin. Þótt Maynard
James Keenan, aðalsprauta Tool,
hafi marglýst því yfir að ekki skuli
líta á þessa fyrstu afurð A Perfect
Circle sem beint franhald af Tool er
annað ógerningur.
Tónlistin er svo ótrúlega lík því
sem Keenan hefur verið að gera
með Tool að fyrir ókunnugan væri
erfitt - allt að því ógerningur - að
greina þarna á milli,
Mer de Noms hefur að vonum
fengið fína dóma erlendra rokk-
blaðamanna enda skal engan undra.
Þetta er ríflega „ágætis byrjun", svo
vitnað sé í Sigur Rós, og stendur
fyllilega undir þeim fjórum stjörn-
um sem undirritaður sæmir hana.
A Perfect Circle er reyndar dálít-
ið merkilegur kvintett með hljóð-
færaleikurum sem koma hver úr
sinni áttinni. Keenan auðvitað
þekktastur fyrir verk sín með Tool,
en aðrir í sveitinni eru gítarleikar-
arnir Billy Howerdel og Troy Van
Leeuwen, bassaleikarinn Paz Len-
chantin og trymbillinn úr Vandals,
Josh Freeze, sem stundum er
reyndar orðaður við Guns’n’ Roses -
en hver státar ekki af þeirri „upp-
hefð“ síðustu árin? Tengsl Keenan
og Howerdel eru ekki ný af nálinni.
Sá síðarnefndi gegndi stöðu gítar-
rótara hjá Tool og það var einmitt
við upptökur á Aenima sem Keenan
komst að því að í Howerdel bjó ann-
að og meira en hæfileikinn til að
stilla gítara! Howerdel hefur aukin-
heldur unnið með mönnum á borð
við David Bowie og Trent Reznor
þannig að bakgrunnur hans er harla
fjölbreyttur.
Sem fyrr segir er margt í tónlist
A Perfect Circle nauðalíkt því sem
Tool hefur verið að fást við á sínum
plötum en það gerir hana ekki neitt
verri fyrir vikið. Af og til bregður þó
fyrir lögum og köflum á Mer de
Noms sem ekki er með neinu móti
hægt að tengja beint við Keenan og
hans fyná verk.
Lagið 3 Libras er þar sennilega
fremst í flokki en einnig bæði „Or-
estes“ og „Thinking of You“. Yfir-
bragð þessara laga er angurværra
en Keenan hefur til þessa verið
þekktur fyrir og öll eru þau fin.
Rokkuð lögin á borð við „The Holl-
ow“ og „Judith“ eru einnig frábær
og hjálpa til við að gera Mer de
Noms að órofa keðju sterkra
hlekkja.
Textar A Perfect Circle eru
kapítuli út af fyrir sig. Yrkisefnin
eru ekki ólík því sem Keenan hefur
áður fengist við en þá er hins vegar
hvergi að finna á bæklingnum sem
fylgir disknum. Kunnugir segja mér
hins vegar að textana sé að finna á
vinylútgáfu þessa verks en þar er
aðeins hálfur sigur unninn. Þeir eru
ritaðir á sérstöku dulmáli, sem að-
dáendur verða að dunda sér við að
þýða! Ef Tool hefði ekki komið til
sögunnar fyrir löngu hefði A Perfect
Circle markað sér bás sem eitthvert
allra frumlegasta rokkband síðari
ára. Hvort sem sveitinni líkar það
betur eða verr þarf hún að búa við
þann stimpil að vera „eftirherma",
a.m.k. þar til Tool kemur fram með
nýja afurð sem sker endanlega á öll
hugmyndatengsl þar á milli.
Hvað sem öllu líður er Mer de
Noms skemmtileg blanda af hressi-
legu rokki og snotrum rólegri lög-
um. Stundum koma gamalgrónar
sveitir á borð við King Crimson upp
í hugann við það að hlusta en einnig
sveitir á borð við Nirvana! Tónlist-
inni verður sennilega best lýst sem
framsæknu gruggrokkiZ-poppi og
eftir stendur að Mer de Noms er
glæsileg frumraun og mér er til efs
að miklu betri plata eigi eftir að rata
á fjörur rokkunnenda það sem eftir
lifir árs. Enn er þó von!
Tónlistar heimsins
Madonna
nartar í Janet
VESTANHAFS er allt óbreytt í
efstu hæðum bæði á smáskífu- og
breiðskifulistanum. Lag Janet
Jackson „Doesn’t Really Matter“
heldur sínu striki þriðju vikuna í
röð sem verður að teljast dágott nú
á þcssum siðustu og reikulustu tím-
um þegar lag tollir varla lengur en
eina viku á toppnum áður en fólk
fær leið og snýr við því baki. Janet
hefur t.a.m. ekki tekist að hakla svo
lengi í toppsætið í ein sjö ár. Onnur
poppgyðja - sjálf drottning popps-
ins Madonna mun þó án alls vafa
taka af henni toppsætið í næstu
viku því „Music“ fer úr fjórtanda
sæti í annað. Nelly heldur síðan
velli á brciðskífulistanum og eina
markvcrða á þeim lista er innkoma
Wyclef Jean í það níunda með nýju
plötuna 2Sides To a Book.
í Englandi fór óskabarn þeirra
tjalla Robbie Williams vitanlega á
topp breiðskífulistans með Sing
When You’re Winning og á smá-
skífulistanum er að sjálfsögðu nýtt
laga að vanda - endurvinnsla
drengjasveitarinnar A1 á gamla
A-ha laginu „Take On Me“.