Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 208. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR12. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Framleiðsluaukning OPEC talin breyta litlu Vín.AP.AFP. ^ Að mestu réttlæting á núverandi umframframleiðslu olíuríkjanna ÁKVÖRÐUN samtaka olíuútflutn- ingsríkja (OPEC), um að auka framleiðslu sína á hráolíu um 3%, mun að mati margra sérfræðinga ekki ná að hafa áhrif á olíuverð- hækkanir sl. áratugar. Lækkaði ol- íuverð tímabundið á mörkuðum í London og New York í gær en við lokun markaða seldist tunnan í London á 33,62 dollara sem var 84 sentum hærra en á föstudag og í New York hafði verð olíu hækkað um 1,51 dollara og var nú í 35,14 dollurum tunnan. Ákvörðun OPEC-ríkjanna, sem tekin var á sunnudag, um að auka framleiðslu sína um 800.000 tunnur á dag - úr 25,4 milljónum tunna í 26,2 milljónir - kom í kjölfar aukins þrýstings á alþjóðavettvangi. Við- brögð markaða í gær bentu þó til þess að framleiðsluaukning væri ónóg til að hafa áhrif á verðlag. „Þetta er að sumu leyti ógnvekj- andi ... mér fínnst þetta meira og minna óskiljanlegt," sagði Peter Gignoux, yfirmaður eldsneytissölu hjá Salomon Smith Barney í Lon- don. Kvað hann hráolíubirgðir eiga að geta meira en mætt núverandi þörfum markaðarins og því ekki ólíklegt að verð lækkaði eitthvað á næstu dögum. Lækkun hráolíuverðs í gær reyndist hins vegar aðeins tíma- bundin og hafa sérfræðingar varað við að framleiðsluaukningin hafi að mestu falið í sér réttlætingu á nú- verandi umframframleiðslu OPEC- ríkjanna sem talin er nema 700.000 tunnum á dag. Áhrif á olíuverð verði því hverfandi og sagði Jareer Elass, bandarískur orkumálasér- fræðingur, aukninguna gera lítið annað en viðhalda núverandi verð- lagi. Ahrifln enn ekki ljós Framleiðsluaukning OPEC tekur gildi 1. október nk. en ákvörðun sína taka samtökin síðan til endur- skoðunar á fundi 12. nóvember. „Þetta er okkar mat á því hvað markaðurinn kallar á,“ sagði Ali Naimi, olíumálaráðherra Saudi- Arabíu, eins OPEC-ríkjanna, en ríkisstjórn Saudi-Arabíu þrýsti mjög á OPEC að auka framleiðslu sína. „Þetta mun stilla verðinu í hóf og ef það gerir það ekki þá eigum við ráð við því.“ Bandaríkjastjórn hrósaði í gær Saudi-Arabíu fyrir þátt sinn í ákvörðun OPEC en taldi of snemmt að segja til um hver áhrifin yrðu. „Hvort þessi aukning mun koma stöðugleika á markaðinn á eftir að koma í ljós,“ sagði Bill Richardson orkumálaráðherra Bandaríkjanna. OPEC-ríkin hafa kvartað undan háum eldsneytisskatti ríkja Evrópusambandsins (ESB) en að sögn Tony Blair, forsætisráðherra Breta, er ástæður olíuverðshækk- ana hins vegar að finna hjá OPEC. „Skynsamlega leiðin, og í raun eina leiðin, til að sigrast á þessum vanda er að auka þrýsting á OPEC,“ hafði Reuters-fréttastofan eftir Blair. En þreföldun á eldsneytisverði sl. tvö ár hefur valdið reiði margra neyt- enda, m.a. leigu- og flutningabíl- stjóra í Frakklandi sem staðið hafa fyrir verkfallsaðgerðum undanfarið. ítalski herinn Fatnaður til þúsund ára Hiim. AFP. FATABIRGÐIR sem dygðu til að klæða ítalska herinn í þúsundir ára fundust við vörutalningu í vörugeymslum hersins á dögunum. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu ít- alskrar endurskoðunarskrif- stofu. Við talningu í 39 vöru- geymslum hersins komu með- al annars í ljós 3.800 bláir vinnugallar í barnastærðum, að því að greint er frá í skýrslunni. I aðalvörugeymslu flug- hersins í Mílanó fundust til að mynda yfir 37.000 hárburstar og ýmis klæðnaður, þar á meðal þúsundir skópara af stærðinni 39 en að mati skýrsluhöfunda tæki það yfir 1000 ár að nýta þessar birgð- ir til hlítar. Geimganga á geimstöð GEIMFARARNIR Edward Lu, t.v., og Júrí Malenchenko vinna að því að festa segulsviðsmæli utan á Zvezda-eininguna sem er hluti af alþjóðlegu geimstöðinni sem verið er að smíða úti fyrir gufuhvolfinu í 370 km hæð yfir jörðu. Geimgöngu áhafnarmeðlima geimferjunnar Atlantis, sem lagðist að frumeining- um geimstöðvarinnar um helgina, var í gær sjónvarpað beint. Segulsviðsmælirinn á að verka sem þrívíddaráttaviti og hjálpa til við að lágmarka eldsneytisnotkun einingarinnar. Geimganga Lu og Malenchenko stóð yfir í rúma sex tíma og fór lengstur tími í að tengja kapla sem nota þarf til að nýta orku frá sólarrafhlöðu-„vængjum“ sem koma upp við Zvezdu síðar. AP Eistnesk skoðanakönnun Vilja Rússa á brott Tallinn. AFP. UM það bil helmingur Eista telur þá íbúa Eistlands, er ekki eru af eistnesku bergi brotnir, skorta hollustu gagnvart hagsmunamál- um ríkisins samlcvæmt skoðana- könnun er dagblaðið Eesti Paeval- eht birti í gær. Þriðjungur íbúa Eistlands, sem eru 1,4 milljónir talsins, er aðkomu- fólk og afkomendur þess. Flestir þeirra eru Rússar sem fluttust til Eistlands á áranum 1940-1991 er Eistland tilheyrði Sovétríkjunum. „Ruglingsleg svör þeirra sem ætt- aðir eru frá Eistlandi sýna að í huga sínum er fólk enn að ganga í gegnum breytingar,“ sagði stjóm- málafræðingurinn Raivo Vetik, einn þeirra er að könnuninni stóðu. Skoðanakönnunin, sem var hluti af langtímarannsókn á vegum Að- lögunarstofnunar Eistlands, sýndi að 46% Eista voru þeirrar skoðun- ar að þjóðin hagnaðist á því að er- lendir íbúar flyttu á brott. „Eistar svöruðu á umdeilanlegan hátt: sum svara þeirra sýna neikvætt viðhorf til erlendra íbúa á meðan sami viðmælandi sýnir jákvætt viðhorf við öðrum en svipuðum spumingum,“ sagði Vetik og kvað neikvætt viðhorft tengt sovéskri fortíð Eista en hið jákvæða sýna fram á rökhyggju þeirra. Aðgerðir Breta í Sierra Leone Tilbúnir að fjölga herliði London. Reuters, AFP. BRESKA stjórnin kvaðst í gær ekki ætla að kalla herlið sitt í Sierra Leone heim eftir að 150 breskir her- menn réðust á búðir uppreisnar- manna á sunnudag til að bjarga sjö gíslum. Breskur hermaður og 25 uppreisnarmenn biðu bana í árásinni. Geoff Hoon varnarmálaráðherra sagði að herliðið yrði ekki kallað heim á næstunni og bætti við að jafn- vel kæmi til greina að senda liðsauka til Sierra Leone ef hætta væri á hefndarárásum á bresku hermenn- ina. „Við endurskoðum þátttöku okk- ar á hættusvæði, líkt og Sierra Leone greinilega er, reglulega," sagði Hoon í viðtali við eina af útvarpsstöðvum BBC. Var Robin Cook, utanríkisráð- herra, Hoon sammála og sagði hann í þágu Breta að verja lýðræði þar sem því væri ógnað af skæruliðum. „Sierra Leone-aðgerðin er stærsti friðargæsluleiðangur Sameinuðu þjóðanna og ef aðgerðum er ekki fylgt eftir þá mun leiðangurinn missa trúverðugleika sinn,“ sagði Cook. Að sögn Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, heppnaðist aðgerð- in fullkomlega og fór Blair lofsamleg- um orðum um framgöngu hermannanna. Forystumenn Ihalds- flokksins lýstu hins vegar hernaðar- legum afskiptum bresku stjómarinn- ar í Sierra Leone sem „siðferðilegu klúðri“ og hvöttu hana til að endur- skoða stefnu sína í málefnum lands- ins. Geoffrey Hoon Robin Cook aðarleg afskipti sín erlendis í ljósi árásarinnar á sunnudag. „Nú þegar ekki þarf lengur að hafa áhyggjur af því að ná gíslunum laus- um er tími til að velta því fyrir sér hversu mikil TonyBlair hemaðarleg afskipti breska hersins erlendis eiga að vera,“ sagði í dag- blaðinu Times. Á meðan Guardian talaði um „mglingsleg" afskipti breskra stjórnvalda af ástandinu í Sierra Leone. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna í Sierra Leone juku þá í gær eftirlit sitt með þjóðvegum í ná- grenni Freetown, höfuðborgar lands- ins, í kjölfar aðgerða breska hersins á sunnudag. ■ Breskir hermenn/25 Þörf á að endurskoða hernaðarafskipti erlendis Breskir fjölmiðlar lögðu áherslu á að aðgerðin hefði borið tilætlaðan ár- angur en nokkrir þeirra sögðu að stjómin þyrfti að endurskoða hern- MORGUNBLAÐK) 12. SEPTEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.