Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
208. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR12. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Framleiðsluaukning
OPEC talin breyta litlu
Vín.AP.AFP. ^
Að mestu réttlæting á núverandi
umframframleiðslu olíuríkjanna
ÁKVÖRÐUN samtaka olíuútflutn-
ingsríkja (OPEC), um að auka
framleiðslu sína á hráolíu um 3%,
mun að mati margra sérfræðinga
ekki ná að hafa áhrif á olíuverð-
hækkanir sl. áratugar. Lækkaði ol-
íuverð tímabundið á mörkuðum í
London og New York í gær en við
lokun markaða seldist tunnan í
London á 33,62 dollara sem var 84
sentum hærra en á föstudag og í
New York hafði verð olíu hækkað
um 1,51 dollara og var nú í 35,14
dollurum tunnan.
Ákvörðun OPEC-ríkjanna, sem
tekin var á sunnudag, um að auka
framleiðslu sína um 800.000 tunnur
á dag - úr 25,4 milljónum tunna í
26,2 milljónir - kom í kjölfar aukins
þrýstings á alþjóðavettvangi. Við-
brögð markaða í gær bentu þó til
þess að framleiðsluaukning væri
ónóg til að hafa áhrif á verðlag.
„Þetta er að sumu leyti ógnvekj-
andi ... mér fínnst þetta meira og
minna óskiljanlegt," sagði Peter
Gignoux, yfirmaður eldsneytissölu
hjá Salomon Smith Barney í Lon-
don. Kvað hann hráolíubirgðir eiga
að geta meira en mætt núverandi
þörfum markaðarins og því ekki
ólíklegt að verð lækkaði eitthvað á
næstu dögum.
Lækkun hráolíuverðs í gær
reyndist hins vegar aðeins tíma-
bundin og hafa sérfræðingar varað
við að framleiðsluaukningin hafi að
mestu falið í sér réttlætingu á nú-
verandi umframframleiðslu OPEC-
ríkjanna sem talin er nema 700.000
tunnum á dag. Áhrif á olíuverð
verði því hverfandi og sagði Jareer
Elass, bandarískur orkumálasér-
fræðingur, aukninguna gera lítið
annað en viðhalda núverandi verð-
lagi.
Ahrifln enn ekki ljós
Framleiðsluaukning OPEC tekur
gildi 1. október nk. en ákvörðun
sína taka samtökin síðan til endur-
skoðunar á fundi 12. nóvember.
„Þetta er okkar mat á því hvað
markaðurinn kallar á,“ sagði Ali
Naimi, olíumálaráðherra Saudi-
Arabíu, eins OPEC-ríkjanna, en
ríkisstjórn Saudi-Arabíu þrýsti
mjög á OPEC að auka framleiðslu
sína. „Þetta mun stilla verðinu í hóf
og ef það gerir það ekki þá eigum
við ráð við því.“
Bandaríkjastjórn hrósaði í gær
Saudi-Arabíu fyrir þátt sinn í
ákvörðun OPEC en taldi of snemmt
að segja til um hver áhrifin yrðu.
„Hvort þessi aukning mun koma
stöðugleika á markaðinn á eftir að
koma í ljós,“ sagði Bill Richardson
orkumálaráðherra Bandaríkjanna.
OPEC-ríkin hafa kvartað undan
háum eldsneytisskatti ríkja
Evrópusambandsins (ESB) en að
sögn Tony Blair, forsætisráðherra
Breta, er ástæður olíuverðshækk-
ana hins vegar að finna hjá OPEC.
„Skynsamlega leiðin, og í raun eina
leiðin, til að sigrast á þessum vanda
er að auka þrýsting á OPEC,“ hafði
Reuters-fréttastofan eftir Blair. En
þreföldun á eldsneytisverði sl. tvö
ár hefur valdið reiði margra neyt-
enda, m.a. leigu- og flutningabíl-
stjóra í Frakklandi sem staðið hafa
fyrir verkfallsaðgerðum undanfarið.
ítalski herinn
Fatnaður
til þúsund
ára
Hiim. AFP.
FATABIRGÐIR sem dygðu
til að klæða ítalska herinn í
þúsundir ára fundust við
vörutalningu í vörugeymslum
hersins á dögunum. Kemur
þetta fram í nýrri skýrslu ít-
alskrar endurskoðunarskrif-
stofu.
Við talningu í 39 vöru-
geymslum hersins komu með-
al annars í ljós 3.800 bláir
vinnugallar í barnastærðum,
að því að greint er frá í
skýrslunni.
I aðalvörugeymslu flug-
hersins í Mílanó fundust til að
mynda yfir 37.000 hárburstar
og ýmis klæðnaður, þar á
meðal þúsundir skópara af
stærðinni 39 en að mati
skýrsluhöfunda tæki það yfir
1000 ár að nýta þessar birgð-
ir til hlítar.
Geimganga
á geimstöð
GEIMFARARNIR Edward Lu, t.v.,
og Júrí Malenchenko vinna að því
að festa segulsviðsmæli utan á
Zvezda-eininguna sem er hluti af
alþjóðlegu geimstöðinni sem verið
er að smíða úti fyrir gufuhvolfinu í
370 km hæð yfir jörðu. Geimgöngu
áhafnarmeðlima geimferjunnar
Atlantis, sem lagðist að frumeining-
um geimstöðvarinnar um helgina,
var í gær sjónvarpað beint.
Segulsviðsmælirinn á að verka
sem þrívíddaráttaviti og hjálpa til
við að lágmarka eldsneytisnotkun
einingarinnar. Geimganga Lu og
Malenchenko stóð yfir í rúma sex
tíma og fór lengstur tími í að tengja
kapla sem nota þarf til að nýta orku
frá sólarrafhlöðu-„vængjum“ sem
koma upp við Zvezdu síðar.
AP
Eistnesk skoðanakönnun
Vilja Rússa á brott
Tallinn. AFP.
UM það bil helmingur Eista telur
þá íbúa Eistlands, er ekki eru af
eistnesku bergi brotnir, skorta
hollustu gagnvart hagsmunamál-
um ríkisins samlcvæmt skoðana-
könnun er dagblaðið Eesti Paeval-
eht birti í gær.
Þriðjungur íbúa Eistlands, sem
eru 1,4 milljónir talsins, er aðkomu-
fólk og afkomendur þess. Flestir
þeirra eru Rússar sem fluttust til
Eistlands á áranum 1940-1991 er
Eistland tilheyrði Sovétríkjunum.
„Ruglingsleg svör þeirra sem ætt-
aðir eru frá Eistlandi sýna að í
huga sínum er fólk enn að ganga í
gegnum breytingar,“ sagði stjóm-
málafræðingurinn Raivo Vetik,
einn þeirra er að könnuninni stóðu.
Skoðanakönnunin, sem var hluti
af langtímarannsókn á vegum Að-
lögunarstofnunar Eistlands, sýndi
að 46% Eista voru þeirrar skoðun-
ar að þjóðin hagnaðist á því að er-
lendir íbúar flyttu á brott. „Eistar
svöruðu á umdeilanlegan hátt:
sum svara þeirra sýna neikvætt
viðhorf til erlendra íbúa á meðan
sami viðmælandi sýnir jákvætt
viðhorf við öðrum en svipuðum
spumingum,“ sagði Vetik og kvað
neikvætt viðhorft tengt sovéskri
fortíð Eista en hið jákvæða sýna
fram á rökhyggju þeirra.
Aðgerðir Breta í Sierra Leone
Tilbúnir að
fjölga herliði
London. Reuters, AFP.
BRESKA stjórnin kvaðst í gær ekki
ætla að kalla herlið sitt í Sierra
Leone heim eftir að 150 breskir her-
menn réðust á búðir uppreisnar-
manna á sunnudag til að bjarga sjö
gíslum. Breskur hermaður og 25
uppreisnarmenn biðu bana í árásinni.
Geoff Hoon varnarmálaráðherra
sagði að herliðið yrði ekki kallað
heim á næstunni og bætti við að jafn-
vel kæmi til greina að senda liðsauka
til Sierra Leone ef hætta væri á
hefndarárásum á bresku hermenn-
ina. „Við endurskoðum þátttöku okk-
ar á hættusvæði, líkt og Sierra Leone
greinilega er, reglulega," sagði Hoon
í viðtali við eina af útvarpsstöðvum
BBC.
Var Robin Cook, utanríkisráð-
herra, Hoon sammála og sagði hann í
þágu Breta að verja lýðræði þar sem
því væri ógnað af skæruliðum.
„Sierra Leone-aðgerðin er stærsti
friðargæsluleiðangur Sameinuðu
þjóðanna og ef aðgerðum er ekki
fylgt eftir þá mun leiðangurinn missa
trúverðugleika sinn,“ sagði Cook.
Að sögn Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, heppnaðist aðgerð-
in fullkomlega og fór Blair lofsamleg-
um orðum um framgöngu
hermannanna. Forystumenn Ihalds-
flokksins lýstu hins vegar hernaðar-
legum afskiptum bresku stjómarinn-
ar í Sierra Leone sem „siðferðilegu
klúðri“ og hvöttu hana til að endur-
skoða stefnu sína í málefnum lands-
ins.
Geoffrey Hoon
Robin Cook
aðarleg afskipti
sín erlendis í ljósi
árásarinnar á
sunnudag. „Nú
þegar ekki þarf
lengur að hafa
áhyggjur af því að
ná gíslunum laus-
um er tími til að
velta því fyrir sér
hversu mikil TonyBlair
hemaðarleg afskipti breska hersins
erlendis eiga að vera,“ sagði í dag-
blaðinu Times. Á meðan Guardian
talaði um „mglingsleg" afskipti
breskra stjórnvalda af ástandinu í
Sierra Leone.
Friðargæslusveitir Sameinuðu
þjóðanna í Sierra Leone juku þá í
gær eftirlit sitt með þjóðvegum í ná-
grenni Freetown, höfuðborgar lands-
ins, í kjölfar aðgerða breska hersins á
sunnudag.
■ Breskir hermenn/25
Þörf á að endurskoða
hernaðarafskipti erlendis
Breskir fjölmiðlar lögðu áherslu á
að aðgerðin hefði borið tilætlaðan ár-
angur en nokkrir þeirra sögðu að
stjómin þyrfti að endurskoða hern-
MORGUNBLAÐK) 12. SEPTEMBER 2000