Morgunblaðið - 12.09.2000, Page 40

Morgunblaðið - 12.09.2000, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 S-------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ F átækt á Islandi „Forgangsröðin er ekki rétt meðan fólk gengurhér um á botnlausum skóm. Verð á matvöru og nauðsynjavöru hefur rokið upp. Bilið á milli ríkra ogfátœkra hefurstöðugt breikkað. “ Sigrún Á. Reynisdóttir, formaður Samtaka gegn fátækt. F átækt á íslandi, eru þetta ekki merking- arlaus orð á þeim for- sendum að þau feli í sér innbyrðis mót- sögn, svona eins og „kvæntur pip- arsveinn"? Hvað með góðæri, moldríka bankastjóra og allt það? Nei, fátækt á íslandi er alls eng- in mótsögn heldur blákaldur raun- veruleiki, eins og kom skýrt fram í viðtali við Sigrúnu Á. Reynisdótt- ur, nýkjörinn formann Samtaka gegn fátækt, í DV nýlega (1. sept- ember, bls. 6). Hún sagði meðal annars: „Síminn hjá mér hefur ekki stoppað. Alltof margir þeirra sem hringja búa við sára fátækt. Hjá þessu fólki ríkir hrópandi VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson neyð.“ En heyrir nokkm- þetta hróp? Eða fer það kannski, eins og svo margt annað sem gæti truflað mann við að verða ríkur og feitur bankastjóri, inn um annað eyrað og út um hitt? Sigrún segist beina orðum sínum til stjórnvalda „að þau lagi þessa hluti“. Svo ætla samtökin að hefja aðgerðir sjálf, safna fötum fyrir þá sem hafa minni efni en bankastjórar. En hætt er við að það verði lítið um raunveruleg viðbrögð hjá ríkis- stjóm háæruverðugs for- sætisráðherra Davíðs Oddssonar. Ekki vegna þess að Davíð og kompaní vilji ekkert gera. Eins víst að Davíð þyki dapurlegt að það skuli í raun og veru íyrirfinnast á litla sæta íslandi allsnægtanna fólk - fjöldi fólks, reyndar - sem getur ekki lifað mannsæmandi lífi (það er enginn að fara fram á bankastjórasæmandi líf) vegna fá- tæktar. Eins víst að ráðherram og þing- mönnum og embættismönnum - og jafnvel moldríkum bankastjór- um - renni sárt til rifja hlutskipti margra einstæðra mæðra sem Sigrún segir að búi við afar bág kjör. Jafnvel að einhver ráðherra missi svefn út af þessu. En vandinn er bara sá, að hvorki Davíð né aðrir ráðherrar eða þing- menn geta gert nokkuð í málinu. Stjómmálamenn, rétt eins og aðr- ir, eru ofurseldir ríkjandi hugsun- arhætti í samfélaginu hverju sinni, og núna er ríkjandi í íslensku sam- félagi sá hugsunarháttur að ríkis- afskipti séu afar vond, og að menn eigi að fá að vera í friði við að græða eins og þeir geta. Græðgi er góð, era einkunnarorð íslensks samfélags um þessar mundir. Auðvitað vita allir - Davíð og ráðherraheimur þar á meðal - að svona hugarfari fylgja ókostir, og þar er sá helstur að fátækt mun aukast, um leið og auður eykst. Þótt ótrúlegt kunni að virðast þá er í raun og veru til fólk sem hefur ekki áhuga á því einu að græða, og miðar ekki líf sitt við peninga. Svona fólk getur aldrei orðið að bankastjórúm, enda er þetta fólk utangarðs í íslensku samfélagi. Áherslur þess, lífsmið og gildismat eru úr takti við bankastjóragildis- matið sem ræður ferðinni í samfé- laginu núna. Þess vegna geta ráða- menn í rauninni afskaplega h'tið gert fyrir þetta fólk, jafnvel þótt þá sárlangi til þess. Ríkjandi gildis- mat hreinlega leyfir ekki að hið op- inbera komi fátækum til aðstoðar. Þetta bann við að ríkið komi til hjálpar er á góðri leið með að verða svo rótgróið í hugmyndaheimin- um, að það er að breytast í bann- helgi. Það er að segja, hin raun- veralega ástæða bannsins er að hverfa á bak við fortjöld sem búin eru til úr óhrekjanlegum vísdóm- sorðum. Þar era sennilega best kunn - og áhrifaríkust - þau orð, að hvers konar fyrirgreiðsla af hálfu hins opinbera eigi rætur í forsjónarhyggju, og sé þar af leið- andi slæm. Hið opinbera á ekki að hlutast til um einkalíf fólks. Um það geta sennilega flestir verið sammála. En þar af leiðandi finnst ráðhen-- um og öðram opinberam starfs- mönnum að hendur sínar séu bundnar. Þeir verði að fylgja boð- orðum markaðarins, jafnvel þótt það kosti að þeir geti ekki fylgt boði samvisku sinnar. Markaðsorðið segir - að því er virðist - að það megi ekki hjálpa fólki því þá sé maður í rauninni að grípa fram fyrir hendur þess. Skipta sér af einkalífi þess. Og það má ekki. Svo skelfilega sem það hljómar, þá er Davíð og félögum nú nauðugur einn kostur, og hann er sá, að gera ekkert í því þótt til sé á Islandi fólk sem gengur um „í botnlausum skóm“, svo vitnað sé í orð formanns Samtaka gegn fá- tækt. En getur verið að þetta sé ein- hver misskilningur? Getm- verið að boðorðið um að hið opinbera eigi ekki að hlutast til um einkalíf fólks kalli alls ekki á að ekkert megi gera til að vinna gegn fátækt? Það er gott og blessað að gera allt sem hægt er til að íslensk fyrir- tæki geti haslað sér völl, bæði á innlendum og erlendum markaði. Það er gott og blessað að ríkis- stjórnin leggi sig í framkróka um að afnema reglur, boð og bönn til að opna markaðinn. En það kemur ekki öllum til góða, hvað sem fræg- ir hagfræðingar og verðbréfabláir markaðspostular predika. Þeir sem ekki hugsa eins og banka- stjórar, og hafa ekki sama gildis- mat og markaðstrúarmennimir, njóta ekki góðs af þessum ráðstöf- unum. Eina leiðin til að eitthvað annað gerist en að hópm- fátækra stækki er að maður losni úr viðjum þessa hugmyndaheims markaðarins, sem kemur í veg fyrir að maður - og líka ráðamenn - geti fylgt því sem samviskan býður, fremui’ en því sem markaðurinn býður. Þessa hugmyndaheims sem er forsenda þess að vegur og völd stórra fyrir- tækja og stjómenda þeirra vaxi; þessa hugmyndaheims sem veldur því að manni finnst tal um fátækt og græðgi og aukið bil milli fá- tækra og ríkra vera innihaldslaus- ar klisjur. Það verður að gæta þess að völdin í samfélaginu færist ekki í hendur stórra fyrirtækja og stjómenda þeirra, um leið og allur auðurinn flyst þangað. Nú er svo komið að í Bandaríkjunum, sjálfu heimalandi stórfyrirtækjanna, er meirihluti fólks þeirrar skoðunar að þessi fyrirtæki ráði orðið of miklu í samfélaginu, og að stjórn- endur íýrirtækjanna hafi of há laun. Hvernig eru þá hinir? ALFREÐ Þor- steinsson, borgarfull- trúi Reykjavíkurlist- ans úr Framsóknar- flokki, hefur farið mikinn að undan- förnu. Það virðist hafa raskað jafnvægi hans, að hafa verið staðinn að því að taka hjá borginni sem borgar- fulltrúi þátt í ákvörð- unum um samnings- gerð við fyrirtæki sem hann er sjálfur stjórnarformaður fyr- ir og síðan að hafa við það tækifæri brotið gegn lagafyrirmælum, sem leggja skyldu á opinbera aðila um að bjóða út samningsgerð á borð við þá sem um ræðir. Alfreð hefur verið í „þröngri stöðu“ í mál- inu, en þetta er frasi sem stjórn- málamenn nota stundum, þegar þeir hafa misfarið með vald sitt og verið staðnir að því. Helstu við- brögð sem stjórnmálasnillingar á borð við Alfreð kunna við „þröngri stöðu“ eru fólgin í að fjalla ekki um málið sem stöðunni veldur, heldur gera árás á gagnrýnendur sína úr allt annarri átt. Og það hefur Alfreð nú gert. Þegar gagn- árásin er skoðuð ofurlítið nánar kemur hins vegar í Ijós, að Alfreð ræður ekki við snilligáfu sína. I ræðu í borgarstjórninni sagði Alfreð, að höfuðóvinurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn, misfæri með vald sitt í ríkisstjórn með því að koma flokksmönnum sínum fyrir í ýmsum stofnunum ríkisins, „nú síðast í Hæstarétti“. Með þessum orðum er hann greinilega að tala um skipun Árna Kolbeinssonar í embætti hæstaréttardómara. Al- freð var af þessu tilefni spurður í sjónvarpi, hvað hann hefði fyrir sér í því, að Árni væri sjálfstæðis- maður. Alfreð sagðist svo sem ekki vita hvort hann væri það, en hefði talið að hann hlyti að vera það fyrst hann var skipaður! Þetta minnir á manninn sem sakaði náunga sinn um að stela. Þegar hinn neitaði svaraði maðurinn að bragði: „Þér hefur þá láðst að gera það.“ Rétt er að taka fram, að hinn nýskipaði hæstarétt- ardómari er ekki og hefur aldrei verið orð- aður við Sjálfstæðis- flokkinn. Formaður Framsóknarflokksins, sem þekkir vel til starfa og hæfileika hans, þurfti svo að setja ofaní við Alfreð fyrir fleiprið. I öðru sjónvarpsviðtali sagði Al- freð, að allir flokkar væru sekir um að misbeita valdi sínu við emb- ættaveitingar í því skyni að koma flokksgæðingum sínum að embætt- um. Sjálfstæðisflokkurinn væri bara búinn að vera svo lengi í rík- isstjórn, að tími væri kominn til að gefa honum hvíld. I þessum mál- flutningi fólst sýnilega krafa um að tími væri kominn til að aðrir flokk- ar fengju nú tækifæri til að mis- beita valdi við mannaráðningar! Þetta er stórkostlegur boðskapur frá manni sem býður fram krafta sína til opinberra trúnaðarstarfa. I reynd er hann að segja: „Felið mér og mínum samherjum völd í því skyni að ná jafnvægi í misnotk- un þjóðfélagsvaldsins!" I málflutn- ingskappi sínu við þessa sérkenni- legu gagnsókn hafa svo nokkrar staðreyndir gleymst Alfreð fram- sóknarmanni. Allt frá árinu 1971 hefur enginn stjórnmálaflokkur átt aðild að ríkisstjórn jafnlengi og Framsóknarflokkurinn. Sá flokkur hefur öll þessi ár, að undanskildum fjórum árum 1991-1995, eða í 25 ár af þessum síðustu 29 árum, átt þar aðild. Enginn annar flokkur Stjórnmál Líklega eru þess fá dæmi, að málflutningur manns, segir Jón Steinar Gunnlaugs- son, hafi í annan tíma hitt hann sjálfan svo illa fyrir, sem hér er raunin. hefur setið svo lengi á þessu tíma- bili. Eftir kenningu Alfreðs þarf hans eigin flokkur frekar á hvíld að halda en aðrir flokkar. Svo er annað, sem er jafnvel ennþá neyðarlegra fyrir þennan baráttumann. Hann situr sjálfur í stóli forstjóra fyrir stórbrotinni þjóðfélagsstofnun sem ber heitið „Sala varnarliðseigna". Þetta þykir feitur biti. Alfreð var skipaður í þessa stöðu árið 1976 af utanríkis- ráðherra Framsóknarflokksins, Einari Ágústssyni. Skipun Alfreðs í stöðuna olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma. Töldu menn að meðal fjölmargra umsækjenda hefðu ýmsir staðið Alfreð að mun framar og frekar átt að hreppa hnossið. Var þessi ráðning þá talin eitt daprasta dæmi um misbeitingu veitingai’valds um langan tíma. Líklega eru þess fá dæmi, að málflutningur manns hafi í annan tíma hitt hann sjálfan svo illa fyrir, sem hér er raunin. Þegar upp er staðið hefði líklega verið betra fyr- ir Alfreð borgarfulltrúa að tala bara um málefnið sjálft, sem kom honum í „þröngu stöðuna" í stað þess að reyna þessa afkáralegu gagnárás. Sé hann, eins og sumir segja, öflugasti borgarfulltrúi R-listans, hvernig eru þá hinir? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson Álagning á lambalæri FÆSTUM er ef- laust kunnugt um hvernig verð á land- búnaðarvörum til neytanda verður til enda fáir sem velta þeim hlutum fyrir sér. Það sem skiptir okkur sem neytendur eina máli er hvað við þurf- um endanlega að borga fyrir vöruna. Það er mjög þægileg staða að standa við enda færibandsins sem liggur frá fram- leiðanda til neytanda og rétta fólki vöruna og segjast vera að bjóða besta verðið, það séu bara hinir sem framleiða vöruna sem séu svo dýrir í rekstri. og þ.a.l. kosti varan þetta. Með öðrum orð- um, það er auðvelt að hagræða sannleikanum og líta þannig vel út í augum þess sem tekur á endan- um við vörunni. Mig langar að benda hér á nokkur atriði hvað varðar verðmyndun á lambakjöti. Samkvæmt viðmiðunarverði sem sláturleyfishafar gáfu út fyrir 1. september 1999 og gilti til 1. sept- ember 2000 þá greiddu þeir bónd- anum kr 252,07 á kg af algengasta gæðaflokknum af dilkakjöti. Slát- urleyfishafinn tekur næst við á færibandinu hann tekur við skepn- unni á fæti eftir að bóndinn hefur flutt hana í sláturhús, slátrar, verkar, snyrtir og færir kjötið í endanlegar umbúðir. Samkvæmt því sem fram kom í viðtali sem Morgun- blaðið átti við Jón Ás- geir Jóhannesson for- stjóra Baugs í sunnudagsblaðinu 27. ágúst sl. fullyrti hann að hann hafi þurft að borga kr. 400,- á kg fyrir lambalæri inní verslanir sínar. Ekki þarf að deila um að í versluninni fellur til ákveðinn kostnaður við framsetningu, þjónustu og af- greiðslu, en sá kostn- aður er reyndar líka til staðar hjá hinum tveim fyrrgreindu aðilunum þótt ólíkt sé. Undirritaður fór í Hag- kaup, Nýkaup og Bónus og kann- aði hvað frosið lambalæri án hæk- ils kostar, reyndist um sama verð að ræða í öllum búðunum eða kr. 949,- á kg með 14% VSK. Munur- inn á innkaupsverði á kjötinu eins og forstjóri Baugs nefnir í Mbl. eða kr. 400,- á kg og því sem neytandinn þarf að borga fyrir kjötið eða kr. 832,50 fyrir utan VSK. er kr. 432.50,- á kg. En það gerir 108% álagningu. Það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvar mesti kostnaðurinn falli til?. Hjá bóndanum? Hjá sláturleyfishafan- um? eða hjá Baugi. Það er ábyrgð- arhluti að reka verslunarveldi eins og Baug sem er stærsta verslunar- keðjan hér á landi og er reyndar aðeins einn annar aðili sem veitir Verðmyndun Það er ábyrgðarhluti að reka verslunarveldi eins og Baug, segir Özur Lárusson, sem er stærsta verslunar- keðjan hér á landi og er reyndar aðeins einn annar aðili sem veitir Baugi raunverulega samkeppni. Baugi raunverulega samkeppni. Það er því dálítið dapurlegt að heyra Jón Ásgeir tala um að _sam- keppni haldi niðri vöruverði. Eg er alveg sammála því, en það sem er að gerast á matvælamarkaðinum á Islandi er ég ekki jafnviss um að flokkist undir samkeppni eins og hún á að vera. Mikið er talað um fákeppni í tryggingageiranum og hjá olíufélögunum, á ekki það sama við um matvælamarkaðinn? Það er a.m.k eitt sem er deginum ljósara, það er ekki bóndinn sem ríður feitasta hestinum frá þessu borði. Höfundur er framkvæm dns tj óri Landssamtaka sauðfjárbænda. Özur Lárusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.