Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 27 ERLENT Manntjón á ftalíu er fldð féll á tjaldstæði Oryggisreglur sagð- ar hafa verið brotnar l5% - 5o% affóláttur Soverato. AP, Reuters. MIKLAR rigningar ollu því að vatn óx mjög í fljótum á Suður-Italíu um helgina og fór svo að flóð varð að minnsta kosti 12 manns að bana á tjaldstæðinu Le Giare, skammt frá borginni Soverato í Kalabríu-héraði, aðfaranótt sunnudagsins. Fimm að auki var enn saknað er síðast fréttist en leðjublandað vatnið eyðilagði m.a. gestabók svæðisins og því erfitt að ganga úr skugga um manntjónið. Fjölmiðlar gagnrýna að ekki sé farið eftir öryggisreglum þegar gerð eru tjaldstæði úti á landsbyggðinni en slys af þessu tagi eru tíð í landinu. Gestirnir á tjaldsvæðinu voru fatl- að fólk og sjálfboðaliðar sem voru fólkinu til aðstoðar. Bílar ultu um koll, tjaldvagnar höfnuðu uppi í trjám og nokkur íbúð- arhús eyðilögðust í vatnsflaumnum. Sumt fólkið var í fastasvefni er flóð- bylgjan skall yfír svæðið. Aðeins einn af hinum fötluðu, 52 ára gamall Al- zheimer-sjúkur karlmaður, var meðal þeirra sem fórust. „Við áttuðum okkur á því þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í fímm að allt var að fara úr skorðum," sagði einn sjálfboðaliðanna, Cesare Sforza Rotundo. „Við vorum nýfarin að sofa skömmu eftir að lokið var teiti sem sjálfboðaliðarnir og hinir fötluðu héldu. Eg skildi ekki hvað var að ger- ast, heyrði bara skelfingaróp fólks- ins.“ Hann sagðist hafa klifrað upp á húsþak og tekið þátt í að hjálpa fleira fólki að komast upp á þakið. „Nokkur stund leið áður en björgunarsveitim- ar komu á vettvang. Við höfðum ekk- ert fjós, sáum ekkert, skildum ekki hvað var að gerast." Að sögn embættismanna voru 44 fluttir á sjúkrahús, flestir voru illa haldnir af völdum kulda. Meðal þeirra sem týndu lífi var 17 ára gam- all drengur, Rosario Russo. Hann Reuters Sjálfboðaliðar leita að líkum á tjaldstæðinu á Suður-Ítalíu þar sem flóð varð a.m.k. tólf manns að bana á sunnudagsmorgun. barst nokkur hundruð metra með leirblönduðum vatnsflaumnum og fannst lík hans inni á milli greinanna í tré sem hafði rifnað upp með rótum. Rétt áður en flóðið hreif hann á brott tókst honum að koma fóður sínum, sem var bundinn við hjólastól, á ör- uggan stað. Lögreglan notaði í gær leitarhunda til að kanna hvort einhvers staðar leyndist fólk undir leðjunni sem þakti tjaldsvæðið og komið var upp flóð- ljósabúnaði svo að hægt væri að halda áfram eftir að sól gengi til viðar. Talsmenn öryggismála gagnrýndu í gær að leyft skyldi að vera með tjaldstæði svo nálægt fljótinu. Tals- menn umhverfissamtaka vöruðu í janúar eindregið við því að tjaldað yrði á staðnum. Þeir bentu á að byggð hefðu verið hús á uppfyllingu rétt hjá ánni og farvegur árinnar, sem á upp- tök sín uppi í fjöllunum, þannig Dómarar við áfrýjunardómstól á Bretlandi Með líf síamství- bura í hendi sér þrengdur. Einnig er bent á að hirðu- leysi um að farið sé eftir öryggis- reglum, eyðing skóga af völdum manna og elds og lélegt eftirlit með því að vatn sé ræst fram er það safn- ast fyrir eftir þurrkatímabÚ, séu að hluta til orsakir slysa af þessu tagi. í fyrra fórust þrjár stúlkur í svipuðu slysi er flóð féll yfir tjaldsvæði á vara- sömu svæði á Norður-Ítalíu. „Landsbyggð nauðgað" var fyrir- sögn í dagblaðinu La Repubblica er sagði í leiðara að mannslif færu for- görðum vegna þess að náttúrunni væri sýnd fyrirlitning. Inni- og útitré * cyprustré • fíkustré frá 8o 5® 200 cm 1 kúlutré • drekatré • pottablóm • hengiplöntur • burknar • kaktusar • silkiblóm í vasa • blómapottaT • blómak-er • falpgar gilerwörur • ígjafavara Srá ferasia alltat í blóma lít&ins Aérver&lun með óilkitré 03 óilkiblóm Laugavegi 63, Vitaótígómegin óími 55/ 2040 London. The Daily Telegraph. DÓMARAR við áfrýjunardómstól í Bretlandi þurfa þessa dagana að kljást við erfiða siðferðislega spurn- ingu. Síamstvíburar komu í heiminn á sjúkrahúsi í Manchester 8. ágúst síð- astliðinn en einungis önnur systranna hefur hjarta og lungu. Fljótlega varð ljóst að þær myndu báðar deyja inn- an sex mánaða ef þær yrðu ekki að- skildar en aðeins önnur þeirra mun lifa slíka aðgerð af. Foreldrarnir, sem eru kaþólskir, vilja hins vegar ekki að systurnar verði skildar að þar sem það stangist á við trú þeirra. Dómari úrskurðaði 25. ágúst að aðgerðin skyldi framkvæmd, þrátt fyrir and- stöðu foreldranna, en þeir hafa áfrýj- að úrskurðinum. Fjölskyldan nýtur nafnleyndar en gefið hefur verið upp að foreldramir komi frá landi í Austur-Evrópu. Hjónin komu til Bretlands í maí eftir að í Ijós kom að móðirin gengi með sí- amstvíbura en í heimalandi þeirra voru ekki aðstæður fyrir hendi til að taka á móti börnunum. Systrunum hafa verið gefin dulnefnin Jodie og Mary en það er sú fyrrnefnda sem hefur hjarta og lungu. Sú síðarnefnda mun deyja ef þær verða aðskildar. Jodie er við góða heilsu og læknar te|ja að hún eigi góða möguleika á að lifa slíka aðgerð af og lifa eðlilegu lífi í framtíðinni. Jodie og Mary eru fastar saman á kviðnum. Jodie andar fyrir þær báðar og hjarta hennar dælir blóði um lík- ama Mary. Sérfræðingar segja þrjá möguleika vera í stöðunni. Æskileg- ast væri að skilja systumar að eftir einn til tvo mánuði, þegar þær em orðnar sterkari. Hins vegar má ekki bíða of lengi, því það myndi valda of miklu álagi á hjarta Jodie. I öðm lagi væri hægt að framkvæma aðgerðina sem fyrst, en það gæti reynst nauð- synlegt ef eitthvað kemur upp á. í þriðja lagi væri hægt að aðhafast ekkert, en þá er víst að stúlkumar munu báðar deyja innan sex mánaða. Foreldramir em algerlega andvíg- ir því að systumar verði aðskildar, jafnvel þótt það þýði að þær muni báðar deyja. I yfirlýsingu þeirra fyrir rétti segir meðal annars: „Við getum ekki íhugað eða fallist á að annað barnið okkar skuli deyja til að bjarga lífi hins. Það er ekki vilji guðs. Við er- um alveg sannfærð um að hvomgt barnanna eigi að hljóta læknismeð- ferð.“ tírskurðar að vænta á næstu dögum Læknar mæltu eindregið með að stúlkurnar yrðu aðskildar og yfirrétt; ur úrskurðaði að það skyldi gert. í dómnum var lögð áhersla á að ólög- legt væri að binda beinlínis enda á líf Mary, en að heimilt væri að veita henni ekki meðferð, þ.m.t. blóðgjöf og næringu. Úrskurðar áfrýjunar- dómstóls vegna áfrýjunar foreldr- anna er að vænta á næstu dögum. „Þetta er harmleikur. Ég vildi ekki vera í spomm dómaranna," hafði The Daily Telegraph í gær eftir óna- fngreindum nágranna þeirra. Allir saman nú við Sóltún 26 Nú er öll starfsemi Fijálsa fjárfestingarbankans og Ftjálsa lífieyrissjóðsins komin undirsama þak, i nýju húsnæði við Sóltún 26. Við hlökkum dl að fá þig í heimsókn í höfúðstöðvar okkar þar sem við getum veitt þér enn betri og persónulegri fjármálaþjónustu. Komdu f heimsókn eða hafðu samband f sfma 540 5000. FRJÁLSI Sóltún 26-sími 540 5000-www.ftjalsi.is 1 íNt.AKbANKI NN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.