Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Stefnt að efldu foreldrasamstarfí í grunnskólum Reykjavíkur
Samskipti heimilisins
og skólanna er lykillinn
að góðu skólastarfí
Reykjavík
STEFNT er að því að efla
foreldrasamstarf í grunn-
skólum Reykjavíkur í vetur
og hafa Engjaskóli og Breið-
holtsskóli verið valdir til að
gegna hlutverki móðurskóla
við þróun aukins foreldra-
samstarfs. Fékk hvor skóli
um sig 550.000 króna styrk úr
þróunarsjóði grunnskóla
Reykjavíkur til að sinna
þessu verkefni í vetur.
Hildur Hafstad, skólastjóri
Engjaskóla, segir að reynsl-
an hafi sýnt að gott samstarf
milli heimila og skóla bæti
skólastarfið.
„Foreldrar geta haft veru-
leg áhrif á námsárangur
barna sinna,“ segir Hildur,
og við höfum fundið fyrir því
að foreldrar hafa mikinn
áhuga á að fylgjast vel með
börnunum sínum.“
Hildur segir að síðan
Engjaskóli tók til starfa hafi
margir kennarar boðið for-
eldrum nemenda sinna upp á
samstarf af ýmsu tagi sem
hafi bæði reynst gagnlegt og
skemmtilegt. Hún segist
binda vonir við að með móð-
urskólaverkefninu eigi for-
eldrasamstarf eftir að fá fast-
an sess í skólastarfinu og
þykja sjálfsagður hluti þess.
Foreldrasamstarf eðli-
legur hluti skólastarfs
í Engjaskóla er ætlunin að
fella foreldrasamstarfið að
öðrum starfsáætlunum skól-
ans þannig að samstarfið
verði eðlilegur hluti skóla-
starfsins. Sett verður fram
skilgreining á hlutverki
heimili annars vegar og skóla
hins vegar og jafnframt verða
sameiginleg verkefni þeirra
skilgreind sérstaklega.
Áhersla verður lögð á upplýs-
ingmiðlun og samskipti við
foreldra, með tölvupósti.
Sex manna kennarahópur
mun mynda stýrihóp verk-
efnisins og er hlutverk hans
meðal annars að skipuleggja
vinnuhópa og verkefni sem
kennarar skólans vinna í
þágu verkefnisins, leiðbeina
öðrum kennurum í tölvu-
vinnslu og ritstýra vef skói-
ans.
Getum ekki án
foreldra verið
Ragnar Þorsteinsson,
skólastjóri Breiðholtsskóla,
segist fagna því að fá tæki-
færi til að efla foreldrasam-
starf innan skólans enn frek-
ar.
„Samstarf heimila og skóla
er lykillinn að góðu skóla-
starfi. Rannsóknir og reynsla
sýna að aðkoma foreldra að
námi barnanna þeirra eykur
námsárangur þeirra og bætir
auk þess skólastarfið. Við vit-
um að við getum ekki án for-
eldra verið og viljum það
ekki.“
Ragnar segir að í þeim ár-
göngum, þar sem vel hefur
tekist til með foreldrasam-
starf, sé yfirleitt mjög góður
andi og að samskipti nem-
enda innan þeirra séu að jafn-
aði mjögjákvæð.
í Breiðholtsskóla er ætlun-
in að efla samskipti heimila
og skóla með gagnkvæmu
flæði upplýsinga. Foreldrum
verður boðið á skóla- og nám-
skynningu í öllum árgöngum
og verður foreldrum 6 og 7
ára barna boðið upp á tveggja
kvölda námskeið. Einnig er
foreldrum nemenda í 8. bekk
boðið upp á tveggja kvölda
námskeið undir yfirskriftinni
„unglingurinn minn“.
Helstu upplýsingar um
skólastarfið er að finna á vef
skólans og einnig í skóla-
handbók sem er endurskoðuð
árlega og dreift til allra nem-
enda. Foreldrar nemenda í 8.
til 10. bekk fá handbók um
skólasókn, aga og samskipti
og í 7. til 10. bekk er notuð
sérstök skóladagbók eða
samskiptabók til að tryggja
samskipti heimilis og skóla.
Morgunblaðið/Ásdís
Þvottastöð Skeljungs á gatnamótum Laugavegar og
Kringlumýrarbrautar hefur verið rifin niður.
Istak byggir stór-
hýsi við Laugaveg
Reykjavík
FRAMKVÆMDIR vegna
byggingar nýs sex hæða
þjónustu- og skrifstofuhúss
á horni Laugavegar,
Kringlumýrarbrautar
standa nú yfir, en búið er
að rífa þvottastöð Skelj-
ungs sem stóð á lóðinni.
Það er byggingarfyrir-
tækið Istak sem sér um
framkvæmdirnar við nýja
húsið, sem verður um 4.200
fermetrar.
Húsið verður einangrað
að utan og klætt með nátt-
úrusteini og bílageymsla
fyrir 33 bfla verður neðan-
jarðar.
Lífríki Elliðavatns og fyrir-
huguð byggð í Vatnsenda
Potturinn
nefndur
••
Orlygshöfn
Vesturbær
NÝR heitur pottur var nefnd-
ur og tekinn formlega í notk-
un á fóstudagsmorgun, af
hópi þeim sem hittist í Vest-
urbæjarlauginni klukkan
hálfsjö á morgnana, alla virka
daga. Sr. Pétur Þorsteinsson
skenkti félögum hópsins lýsi á
laugarbakkanum og var skál-
að fyrir nýja pottinum.
Pétur segir að hópur þessi
hafi átt nokkum þátt í að pott-
urinn var byggður og að sá
sem hafi átt mest frumkvæði í
því máli hafi verið Örlygur
Hálfdánarsyni. Því hafi verið
ákveðið að nefna pottinn Ör-
lygshöfn og afhjúpaði Örlyg-
ur skilti með nafni pottsins.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Veiðimála-
stofnun gerir
athugasemd
Kópavogur
VEIÐIMÁLASTOFNUN
hefur gert athugasemd
við deiliskipulagstillögur
Kópavogsbæjar um fyrir-
hugaða byggð í Vatns-
enda. Sigurður Guðjóns-
son, forstöðumaður
Veiðimálastofnunar, segir
athugasemdirnar fyrst og
fremst snúast um lífríki
vatnsins og vatnakerfis-
ins.
í bréfi Veiðimálastofn-
unar til skipulagsyfir-
valda í Kópavogi eru
nefnd þrjú meginatriði
sem verði að huga að
vegna skipulags á svæð-
inu, eigi ekki að setja líf-
ríki Elliðavatns og Ell-
iðaáa í hættu.
I fyrsta lagi skuli veita
öllum lífrænum úrgangi,
bæði frá mönnum og dýr-
um, burt af svæðinu. I
öðru lagi skuli ekki
byggja næst vatnsbakk-
anum og að 100 til 200
metra svæði næst vatninu
verði óbyggt. í þriðja lagi
skuli koma upp olíusíum
og setþróm til að leiða af-
rennsli gatna burt og til
að tryggja að ekki berist
eiturefni með yfirborðs-
vatni í Elliðavatn.
Tölvuvætt eftirlitskerfí í öskubflum
Reykjavfkurborgar
Stefnt að endurskipu-
lagningu í sorphirðu
með sparnað í huga
í dag er sorp hirt á sjö
daga fresti og greiðir fólk
6.000 krónur í sorphirðu-
gjald á ári.
Einar Bjami sagði að
tölvukerfið héldi utan um
fjölda losana og þyngd sorps
frá hverju húsnæði. Hann
sagði að ef kerfið myndi
reynast vel myndi fólk í
framtíðinni annaðhvort
greiða fyrir losun á tíu daga
fresti, eða samkvæmt fjölda
losana, þá væri einnig gert
ráð fyrir því að fólk gæti
greitt samkvæmt þyngd.
Einar Bjarni sagði að þeir
starfsmenn hreinsunardeild-
ar sem störfuðu sem flokks-
Breiðholt
FJÓRIR af tólf öskubílum
Reykjavíkurborgar eru út-
búnir fullkomnum tölvum
sem vigta og reikna út rúm-
mál sorps frá íbúum borgar-
innar. Einar Bjarni Bjarna-
son, defldarstjóri hreinsun-
ardeildar Reykjavíkur, sagði
að um væri að ræða tölvu-
vætt eftirlitskerfi frá Sví-
þjóð, sem gerði borgaryfir-
völdum kleift að fylgjast
betur með sorpmagni. Hann
sagðist gera ráð fyrir því að
upplýsingamar yrðu notaðar
til að endurskipuleggja sorp-
hirðu með sparnað í huga.
Einar Bjarni sagði að til-
raunverkefnið hefði staðið
yfir í allt sumar í Breiðholt-
inu.
Greitt samkvæmt
þyngd
„Kerfið byggist í grófum
dráttum á því að fólk ákveð-
ur sjálft hvenær það vill láta
losa hjá sér,“ sagði Einar
Bjarni. „Fólk hefur tekið
þessu vel og svo virðist sem
það sé farið að flokka msl í
meira mæli og þá hefur um-
ferð um endurvinnslustöðina
í Jafnaseli aukist, sem við
viljum rekja til þessa til-
raunaverkefnis.“
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Tryggvi Valdimarsson,
flokkstjóri hjá hreinsun-
ardeild Reykjavíkur, seg-
ir að reynsla muni komast
á nýja tölvukerfið í vetur.
stjórar hefðu sótt námskeið
til að læra á kerfið.
Að miklu leyti
sjálfvirkt kerfi
Tryggvi Valdimarsson,
flokkstjóri hjá hreinsunar-
deildinni, sagði að þetta
væra breyttir tímar, þar sem
tölvuvæðingin hefði nú teygt
anga sína inn í öskubílana.
Sorp í Breiðholti er nú bæði vigtað og rúmmál þess mælt,
en það er hluti af tilraunaverkefni hreinsunardeildar
Reykjavíkur.
„Maður hélt að maður
væri hultur hérna í ösk-
unni,“ sagði Tryggvi, sem
hefur starfað hjá hreinsun-
ardeildinni í 10 ár.
Tryggvi sagði að kerfið
væri að miklu leyti sjálfvirkt
og hann þyrfti aðeins að
færa inn nokkrar færslur á
morgnana. Hann sagði of
snemmt að segja nokkuð til
um það hvernig kerfið hefði
reynst.
„Það er búið að vera að
prafukeyra þetta alveg frá
því í vor, en sorphirðan dett-
ur niður á sumrin þegar fólk
er í fríi og því kemur það
væntanlega betur í ljós í vet-
ur hvernig þetta hefur kom-
ið út, en verkefnið stendur
út árið.“