Morgunblaðið - 12.09.2000, Page 45

Morgunblaðið - 12.09.2000, Page 45
MOHOUMBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGURK.SEPTEMBER'20Ö0 45 legar skoðanir munu eigi oftar vekja okkur til umhugsunar. Við munum hér eftir standa ein í vangaveltum okkar um hvað er. Hann skildi eftir sig sagnir, sögur og heimspekilegar hugsanir til að velta vöngum yfir... „Vegir liggja til allra átta“, og nú hefur Indriði gengið sinn síðasta veg. Veginn, sem allir þurfa að ganga að lokum. Lokavegur Indriða var á vit forfeðra sinna úr Skagafirði, þeirrai- sveitar sem hann unni mest og best. Hvar hann átti sínar rætur... hvar hann eyddi sinni bernsku... hvar hann, innst inni dvaldi löngum í sín- um husunum. Um þessar æskustöðv- ar sínai', talaði Indriði hlýlega og innilega og fór um þær mörgum og fögrum orðum. Skagafjörður átti hug hans og hjarta. Skagafjörður var... Indriði er maður sem stendur upp úr meðalmennsku samtíðar. Hann er og hefur verið hreinn, sannur og beinn. Sýndarmennska var eitur í hans beinum. „Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur" voru hans einkunnarorð. „Ekki þykjast... held- ur segðu þína skoðun umbúðalaust og stattu við hana“. „Lát ei ljúgvitni læðast um lendur þínar. Segðu sann- leikann og þú stendur styrkur eftir.“ „Hafðu heiðarleika og hreinskilni að herrum þíns lífs!“ Slík mottó, slík lífsviðhorf, slík hreinskilni, slík einlægni geisluðu af manninum og smituðu út frá sem til samferðamanna hans. Hann gaf af sér...og við vissum ei hvernig ætti að þiggja, fyrr en hann var allur og fyrr en við fórum að hugsa um hvað hann meinti. Hann gaf okkur í lífi, það sem við skildum í dauða hans. Hann gaf... Á svona stundu saknar maður þess mest, að hafa eigi umgengist Indriða meira en maður gerði. Drukkið í sig fróðleik hans, notið sagna hans og heyra opinskáar skoð- anir hans á mönnum og málefnum. Eigi notið lengur samvista við hann. En manni finnst tíminn ætíð nægur, að það væri hægt að gera það á morgun sem maður hefði átt að gera í dag. Við hugsum alltof oft umhugs- unarlaust að nútíminn sé eilífur. Hann var svona í dag og hann verður einnig svona á morgun. En tíminn er ei endalaus... Indriði er einn af þeim persónu- leikum, sem hefði þurft að vera eilíf- ur í lífi okkar, sem eftir standa. Halda áfram að deila út sögum sín- um og sögnum, halda áfram að tjá skoðanir sínar á mönnum og málefn- um, halda áft-am að tala hinni dimmu, sterku, þróttmiklu og hljómfögru rödd, halda áfram að segja okkur sögur á sinn sérstæða og einstaka hátt, halda áfram að vera sá styrkur og sú stoð sem hann var, halda áfram að vera eins og hann var. Hann hefði átti að vera... Myrkur haustsins hefur lagst yfir íslenskt land á þessum september- dögum. Norðurljós leika við himinn á stjömubjörtum kvöldum. Fjölbreyti- legur fegurðleiki haustlita gróðurs- ins blasir við okkur. Sjarmi haustsins í öllum sínum einmanaleika birtist okkur öllum. Eftir stöndum við hníp- in og horfum á fjölbreytileikann í fegurð Indriða og hans sjarma og þess sem hann stóð fyrir. Og það var mikill fegurðleiki og margbreytileg litadýrð, sem einkenndi þenna mann, persónu Indriða G. Þorsteinssonar. Hann kveikti vonir, hann slökkti ótta, hann var þeim sem hann um- gekkst mikils vii'ði. Hann var... Krappar haustlægðirnar leita nú á hugann, líkt og snarpar skoðanir Indriða. Þær em á sinn hátt árásar- gjarnar og ögrandi. Þær koma og standa fyrir sínu, enginn fær þeim hnikað, enginn reynir að hika þeim. Þær era... Indriði G. Þorsteinsson var ein- stakur persónuleiki, sem markaði djúp spor hjá þeim sem honum kynntust. Indriði G. var skondinn og skemmtilegur persónuleiki, sem hreif aðra með sér í skemmtilegum frásögnum sínum. Þeir munu seint gleymast síðustu páskar, þá er Indr- iði kom í páskamat til okkar. Bráð- skemmtilegar sögur og sagnir streymdu frá honum allt kvöldið. Sögur og sagnir af samtímamönnum en þó flestar af horfnum sveitungum og ættmennum frá æskuslóðunum í Skagafirði. Þetta var ógleymanleg kvöldstund og mun seint líða úr minni. Indriði G. var einlægur, hjarta- hlýr, vingjarnlegur og traustur mað- ur. Indriði G. setti svip sinn á þá sem hann umgekkst. Indriði G. var... Stórskomar skoðanir Indriða á mannlegt samfélag vora einstakar, einlægar, heilbrigðar og hreinskiln- ar. Hann var stórbrotinn íýnir á ís- lenskt samfélag, á eigin hag og ein- staklinga. Hann hafði skoðanir á öllu og öllum. Hann var einstaklingur, sem þorði að segja. Hann var ein- staklingur, sem meinti það sem hann sagði. Hann vai’ einstaklingur, sem menn tóku mark á, en þó á stundum rödd hrópandans í eyðimörkinni. Hann var einstaklingur, sem þorði að segja meiningu sína og standa við hana. Hugrekki hans var viðbrugðið. Hann var einstaklingur... Hver og einn getur horft í eigin spor. Þau marka misdjúpt í íslensku samfélagi, í íslenskri samtíð. Rödd skáldsins, hans Indriða, hin dimma, sterka, þróttmikla og hljómfagra rödd og ígrunduð hugsun gera hann að merkismönnun samtíðar. Fótspor verka hans marka djúp spor í ís- lensku samfélagi, í íslenskri samtíð. Skrif hans eru ómótstæðileg. Þau snerta... þau vekja til umhugsunar... þau vekja upp spurningar... þau láta okkur eftii' um að hugsa, þau láta okkur eftir um að svara. Skáldið hef- ur skrifað... Indriði átti ákveðið athvarf í Eden í Hveragerði ásamt Gunnari Dal, vini sínum. Þar drukku þeir kaffi, reyktu vindla og ræddu lífsins tilveru og tilgang og nutu samvistar, vinsemd- ar og vináttu. Einu sinni átti ég leið um Eden og hitti þá félaga yfir kaffi- bolla og sagði eitthvað á þessa leið: „Þarna sitjið þið félagarnir yfir endalausum kaffibollum og reynið að leysa lífsgátuna!" Gunnar Dal, leit upp úr kaffiboll- anum, leit á undh-ritaðan, sem hann hafði eigi séð áður og sagði: „Getur þú leyst lífsgátuna?“ „Ó, nei!“ sagði undirritaður. „Komdu þá með eina spurningu og við Indriði leysum lífsgátuna fyrir þig,“ sagði Gunnar Dal. Eg hugsaði mig um lengi vel, fannst ég eiga í vök að verjast, ung- ur maður gagnvart tveimur eldri mönnum og var hálffúll yfir því að hafa komið mér í þessa vandræða- aðstöðu, með ótímabærri fljótfæmi minni við slíka andans jöfra. En innan um blóm Braga í Edens og hans umgjarðar um heimspeking- ana tvo sem settu svip sinn á morg- unkaffi þessa ágæta staðar þóttist ég finna spuminguna, sem setti þessa tvo heimspekinga út af lag- inu. Ég svaraði: „Hvað er...?“ Og hafi einhver, einhvern tímann verið ærlega í kútinn kveðinn, þá var það þama. Ég... og þarna... á þessari stundu. Ut frá þessari einföldu spurningu gjörsamlega negldu þeir félagar mig, og var Indriði ívið harð- ari, enda þekkti hann mig og vissi hvað ég þoldi. Indriði glotti á sinn kómíska hátt og hafði greinilega gaman að athugasemdinni sem und- irritaður gerði, þá er hann truflaði þá félaga í tilveru heimspekilegra um- ræðna með spurningunni: „Hvað er?“ Og Indriði hafði svör við henni. Svör, sem ekki var hægt að hrekja. Svör sem engar spurningai' voru til við. Svör, sem maður stóð orðlaus frammi fyrir. Heimspekingurinn hafði talað... Vilji einstaklingsins er lítill, ef vilji skáldsins innra með okkur fylgdi ei eftir af fullum þunga, af fullri alvöru, af fullri einlægni, í fullri sannfær- ingu. Þetta eru þau orð, sem ég held að Indriði hafi viljað skilja eftir sig. Hann hefði eflaust betur orðað slíka setningu, enda snillingur á orð hinn- ar íslensku tungu. Þeir voru fáir, sem gátu betur orðað fjölbreytileikann í fátæklegri orðum. Og þeir voru fáir, sem gátu orðað fátækleikann í fjöl- breytilegri orðum. Indriði var snill- ingur íslenskrar tungu, hann gat komið einfaldleika sveitasamfélgsins á framfæri í íslenskum bókmenntum. Hann var einn af örfáum, sem gerði örbirgð og fátækt hins íslenska sveitasamfélags að rómantík í ís- lenskum bókmenntum. Og hann reisti fáktæktina úr rústum örbirgð- ar og örbirgðina úr rústum fátæktar sinnar í sagnaflóra sinni. Rómantík- in varð að raunveruleika. Raunveru- leikinn var ei lengur rómantík, í allri sinni mynd, heldur staðreynd. Skáld- ið hafði talað... Hvert orð frá Indriða var þaul- hugsað, það var vegið og mælt, það var eigi fram sett nema að vandlegri íhugun og svo var það fram af munni mælt og það var meining á bak við það og það var staðið við orðið. Orð skulu standa og orð skulu hafa mein- ingu. Þetta held ég að geti og hafa verið megininntak í lífsstefnu Indr- iða. Orð með meiningu eru mikils meira en orð án meiningar. Orðin verða að standa fyrir sínu og mein- ingarlaus orð mælti Indriði aldrei af vörum fram. Öll höfðu þau merk- ingu, öll höfðu þau innihald, öll sögðu þau skoðanir skáldsins í sinni víð- feðmu mynd. I einfaldleika sínum og í fjölbreytileika sínum. Orð skáldsins giltu... Ég held að Indriði hafi haft þá skoðun að viljir þú gefa orðinu líf, skaltu huga að þeim stöfum, sem orðið mynda. Skoðaðu vel bakgrunn orðsins og veittu síðan orðinu líf. Vilji orðsins í verki er vilji skáldsins í hugsun. Og það er skáldið, í hugsun- um sínum, sem gefur orðunum líf á blaði. Án skáldsins, væri orðið lítils virði, einungis stafir á blaði. Merk- ingarlausir í eilífri runu með ákveðnu millibili. Orðin voru skálds- ins... Indriði er nú genginn sinn veg og kominn í þær lendur, þar sem vegir liggja til allra átta. Hvaða veg hann valdi, veit enginn, en hann gekk sinn veg, eða sína vegi... sem liggja til allra átta. Guð blessi minningu þessa mæta og merka manns, sem veitti mér og svo mörgum öðrum mikið. Guð blessi minningu Indriða G. Þorsteinssonar. Hvíl í friði, þú andans skáldjöfur og mikli vinur. Sigurður Blöndal. í örfáum orðum langar mig að minnast þín, elsku Indriði. Eftir að við kynntumst urðum við miklir vin- ir. Þú skildir mig, en ég var ekki viss um að ég skildi þig alltaf, að minnsta kosti í fyrstu. En fljótt lærðum við inn á hvort annað. Vissum hvað mátti segja og hvenær. Og tryggðabönd okkar fléttuðust fljótt í órjúfanlegan þráð. Þráð vináttu, trausts og ein- lægni. Þeir era ófáir morgnarnir sem við sátum og spjölluðum saman í Borg- arhrauninu. Það var rökrætt, skipst á skoðunum og ekki síst hlegið og mikið hlegið.Við áttum þar margar yndislegar og skemmtilegar stundir, sem því miður verða ekki fleiri. Þú varst örlátur á vináttu við mig. Þú gafst mér tíma. Þú hvattir mig óspart til allra þeirra verka, sem ég tók mér fyrir hendur og studdir mig með ráðum og dáð og af heilum hug og af einlægni. Það hef ég alltaf metið og fyrir það hef ég alltaf virt þig. Oft á tíðum leitaði ég fyrst ráða hjá þér og fékk góð svör, góð ráð, góða hvatningu og svo spurðir þú ævinlega á eftir: „Jæja, hvernig gengur?“ Þú þurftir að fá þína skýrslu. Og þegar ég hringdi í Borgar- hraunið til að fregna af ykkur mömmu þá heyrði ég þig alltaf kalla: „Hrönnsý mín...hún Begga- lind er í símanum!" En áður en þú lést mömmu hafa símann, hafðir þú alltaf spurt frétta, hvernig lífs- streðið gengi og hvernig heilsan væri. Það var lýsandi fyrir þig, að fullvissa þig alltaf um að ég og aðrir hefðu það sem best. Þú hugsaðir allt of lítið um það hvernig þú sjálf- ur hefðir það og hvort þú værir sjálfur heill heilsu. Með þessum orðum vil ég kveðja þig, elsku Indriði, með innilegu þakklæti fyrir allt sem þú gerðh fyr- ir mig og það sem þú gafst mér. Ég er stolt og þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér, umgangast þig og vera vinur þinn. Þú veittir mér svo mikið, gafst mér svo margt. Þú varst sannur, traustur og einlægur vinur. Ég á eftir að sakna þín. Kæru Friðrik, Þorsteinn, Arn- aldur og Þór. Sorg ykkar er mikil. Ég sendi ykkur og fjölskyldum ykk- ar mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og bið Guð um að styrkja ykkur á þessum erfiðu stundum. Elsku mamma! Nú hefur þú séð á eftir tveimur mönnum yfir móðuna miklu. Missir þinn er mikill og ég vona að Guð gefi þér styrk til að tak- ast á við það sem framtíðin býr í skauti sér. Blessuð sé minning Indriða G. Þorsteinssonar. Berglind. í síðasta símtali mínu við Indriða G. Þorsteinsson skiptumst við á nokkrum orðum um tvær þekktustu sögur hans, 79 af stöðinni og Land og syni. Ég hringdi til að segja honum að ákveðið hefði verið að endurflytja í Utvarpinu þá síðarnefndu, lesna af honum sjálfum, í upptöku frá 1969 sem geymd er í safni Útvarpsins. Þetta gladdi hann. Fáum dögum síð- ar var hann allur. Nú fer svo að flutn- ingurinn, sem byrjar á Rás 1 19. september, verður til að minnast þessa gengna höfundar sem setti svo mikinn svip á íslenska sagnagerð um sína daga. Fer vel á að einmitt Land og synir, sem ef til vill geymir öðrum sögum fremur kvikuna í skáldskap Indriða, fái nú að hljóma í eyrum í flutningi hans sjálfs. Hann talaði um það í þessu síðasta samtali okkar að menn hefðu stundum ekki áttað sig á aðalinntaki sagna hans, því sem fyrir honum vakti við gerð þeirra. „79 af stöðinni samdi ég til að lýsa áhrifum bandaríska hersins á lif manna,“ sagði hann, „og Land og synir er um burtfór, ungi maðurinn yfirgefur átt- hagana, en stúlkan verður eftir af því að hún er hluti þeirra." Og nú er burtfararstund Indriða runnin upp, fyrr en maður hefði vænst. Hann hafði að vísu átt við lasleika að stríða seinni ár og ítrekaði við mig í síðasta samtalinu það sem hann hafði áður sagt, að hann teldi sig búinn að skila sínu erindi sem höfundur. En þótt verkin standi er söknuður að því að sjá höfundinum sjálfum á bak, geta ekki lengur vænst þess að heyra þessa djúpu og hlýju rödd í síman- um. Fyrir rúmum fjóram áram, þegar Indriði G. Þorsteinsson varð sjötug- ur, birti ég allítarlega grein í Lesbók Morgunblaðsins þar sem ég reyndi að lýsa sögum hans, gerð þeirra og höfundareinkennum. Stundum, þeg- ar höfundar skáldverka sem hafa verið manni kær hverfa úr heimi, veltir maður fyrir sér hvort verk þeirra muni lifa í framtíðinni. Mörg skáldverk sem hrífa í svip endast illa og ná ekki tökum á nýjum kynslóð- um. En nú þegar Indriði kveður er ég fullkomlega laus við áhyggjur af framtíðargengi sagna hans. Þær munu lifa, skáldsögurnar sex og gott sýnishom þeirra liðlega fimmtíu smásagna sem hann birti. Og trú mín er sú að þessar sögur verði því meira metnar sem lengra líður og sérstaða höfundarins verður mönnum ljósari. Hvers vegna? Mitt svar að höfundin- um lifandi, sem ég endurtek nú að honum látnum af engu minni sann- færingu, er þetta: Það er blátt áfram nægilegt hald í sögum Indriða, þær eru slitsterkar af því að þær era rauntrúar, sönn mynd síns tíma, skrifaðar af listfengi og hafa í sér fólgna ósvikna persónulega lifun. Slíkar sögur geta ekki dáið. Á kveðjustund vakna minningar um samskiptin við þann sem kvadd- ur er. Að því er mig varðar era það eink- um tengslin við sögur Indriða, pers- ónuleg kynni okkar vora ekki mikil, en raunar öll góð, enda spruttu þau af því hverjar mætur ég hafði á sög- um hans. Þær komu inn í líf mitt á ungum aldri og hafa staðið mér nærri æ síðan. Þetta byrjaði þegar ég var fimmtán ára. Áður vissi ég að vísu vel af sögum Indriða, smásagan Blástör var umtöluð í mínu umhverfi, enda hafði hún hlotið verðlaun Sam- vinnunnar og hana lásu þeir fram- sóknar- og kaupfélagsmenn sem næst mér stóðu. Höfðu reyndar mis- jafnar mætur á hispurslausum lýs- ingum sögunnar af náttúru manna og dýra, - en samt: þama var vissu- lega kominn fram höfundur sem kunni að skrifa. Svo kom skáldsagan 79 af stöðinni. Árin liðu. Sumarið 1962, þegar ég var á sextánda ári, var hún kvikmynduð og mikið frá því sagt í blöðum. Þá las ég hana fyrst af athygli. Ekki veit ég hve oft ég hef lesið þessa sögu síðan, en hún er ein af^_ þeim fáu sem setjast um kyrrt í vit- undinni, svo að aldrei getur maður farið um Stóra-Vatnsskarð hjá Am- arstapa án þess að hugsa: hér var það sem Ragnar velti bílnum og beið dauðans. Næsta ár kom svo Land og synir, þessi tregablandna ástarjátning til átthaganna í sveitinni sem maður verður að yfirgefa. Og síðan hver sagan af annarri. Ég orðlengi ekki um þær núna, vil þó aðeins nefna að tvær þær síðustu, Unglingsvetur og Keimur af sumri, hafa alls ekki hlotið þá athygli sem þær eiga skilið. Kannski var tískan og hin pólitíska rétthugsun Indriða óhallkvæm. Það komu fram bókmenntafræðingar sem sökuðu hann um ógurlegt aftur- hald, kvenfyrirlitningu, meira að segja allsherjar mannfyrirlitningu; í einum ritdómi um þá elskulegu sveitasögu Keimur af sumri var sagt að hún væri ekki um neitt. Og svo framvegis. Þegar við lítum yfir þessar sögur opnum huga verða slíkir dómar hjá- kátlegir. Þvi þær era fullar af lífi, næmri sjón á umhverfið, minni á horfið mannlíf, sagðar af íþrótt, ofn- ar kímni og fínni íroníu. Nei, Indriði galt þess að hafa ekki réttar pólitísk- ar meiningar og sjálfur gerði hann^ raunar ekkert til að auka hylli sína hjá þeim sem létu pólitíkina þvælast fyrir sér. Þetta var það sem leiddi til þess að áhrifamiklir bókmennta- menn reyndu að þegja hann í hel. Það tókst ekki meðan hann lifði og mun vissulega ekki heldur takast að honum gengnum. Ég leiddi hjá mér margt af póli- tískum blaðaskrifum Indriða og fannst hann einatt býsna ógætinn þar, lét vaða á súðum og var alls ekki nógu vandur að virðingu sinni í mál- flutningi á stundum. En pólitísk upp- . hlaup gleymast þegar frá líður. Skáldskapurinn blífur. Án þess að farið sé í mannjöfnuð vil ég staðhæfa að ýmsir þeir höfundar, yngri en Indriði, sem mikið hefur verið hamp- að, komast í list sagnaskáldsins ekki með tærnar þar sem hann hafði hæl- ana. Síðasta bók Indriða heitir Söngur lýðveldis og ber undirtitilinn „Um félagsskap við menn“. Lunginn úr henni era þættir um ýmsa menn sem höfundurinn hefur kynnst og metið mikils. Sumir era frændur og ná- grannar úr æsku, aðrir þjóðkunnir rithöfundar og stjómmálaforingjar. Þetta eru skemmtilegar greinar og veita ýmsar upplýsingar um mótun Indriða og afstöðu sem rithöfundar og blaðamanns. Ein heitir „Lærifað- ir í kjallaranum“ og fjallar um Stef- án Bjarman sem Indriði kynntist ungur á Akureyri. Stefán er ógleym- anlegur þeim sem kynntust honum, en frægastur er hann fyrir að hafa þýtt Steinbeck og Hemingway af mikilli kúnst. Þessi maður leiddi Indriða ungan til skilnings á sagna- list. Og hvað skyldi hafa verið það sem mest einkenndi Stefán Bjarman í augum Indriða?: „Það var manns- þrótturinn; þessi stælti hugur og þetta vfllausa geð. Bókmenntir era ekki skrifaðar af kisulóram, pemp- íum, stælgæjum og frassandi egóist- um, heldur fólki sem hefur lifað hættulega; fólki sem leitar sig þreytt að viðeigandi orðum og minnist hvers einstaks atviks eins og vörðu- brots í blindhríð. Þær eru skrifaðar af fólki sem þreytir linnulausa glímu við sannleika í framsetningu, sann- leika hvers orðs og sannleika heilla bóka“. I þessari tilvitnun er Indriði G. Þorsteinsson lifandi kominn. Og það er vegna þeirrar hörðu glímu sem hann háði með þessum hætti, til listræns sigurs, sem sögur hans halda velli. Að leiðarlokum þökkum við samferðamenn fyrir félagsskap- inn, þökkum þann sannleika sem 41 bókum hans felst og þann veislukost sem hann lætur eftir í farangri okk- ai' inn á nýja öld. Gunnar Stefánsson. • Fíeiri minningargreinar um Indriða G. Þorsteinsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.