Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 43
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 43 Indriði átti marga þá eðlisþætti sem prýða menn. Hann var tilgerð- arlaus, hreinskilinn, heiðarlegur og skemmtilegur. Góður vinur vina sinna. En hann var ekki allra. Hann vissi að hann hafði góð spil á hendi, það gaf honum það sjálfstraust sem dugði í slaginn. Innra með honum var hulinn heimui’ sem hann viðraði ekki oft. Þar var heilt sólkerfi með mikilli gerjun. Hann átti þann heim fyrir sjálfan sig. Því er það rétt sem Jóhann Hjálmarsson sagði um hann í Morgunblaðinu hinn 3. september síðastliðinn. „að undir hinu lygna yf- irborði hafi ólgað“. Verk Indriða voru þeirrar gerðar að eftir var tekið. Hann setti svip á öldina. Hans bestu skáldverk vöktu hughrif og snertu streng í sálum okkar sem lásum. Hversu mörg okk- ar teyguðu ekki naeringu úr verkum hans? Fram til síðasta dags var há- sumar og heiðríkja í höfði hans. Hann átti skemmtilega stund yfir kaffibolla með mér og gömlum félaga og málvini úr Reykjavík síðdegis þennan síðasta dag sinn. Að venju gekk ég með honum út á hlaðhelluna til að kveðja hann. „Við sjáumst" sagði hann, svo var hann farinn. Skip hans var að leggja frá landi. Nú þeg- ar almættið hefur lokað lífsbók hans sakna ég góðs vinar og félaga. Heim- sóknir hans breyttu hversdagsleik- anum í nýja upplifun. Islenska þjóðin er fátækari að honum gengnum. Eg votta fjölskyldu hans samúð mína bið góðan Guð að leggja bless- un sína yfir þá sem stóðu honum næst, sambýliskonu hans, Hrönn Sveinsdóttur, og hennar fólki, sonum hans og fjölskyldum þeirra. Minning hans mun lifa með íslenskri þjóð. Bragi Einarsson. Mig langar að kveðja vin minn Indriða G. Þorsteinsson með nokkr- um fátækum línum, þegar hann er kvaddur hinstu kveðju. Þegar ég fluttist til Reykjavíkur 1966 og byrj- aði að venja komur mínar á Hótel Borg snemma á morgnana og svo aftur eftirmiðdaga, þá kom þar oft vinur minn Indriði og varð okkur fljótt vel til vina. Við áttum margt sameiginlegt, báðir áttum við rætur í norðlenskum jarðvegi, og urðum ekki akademískt lærðir, en fórum í lífsins skóla eftir okkar barnaskólan- ám, ég 13 ára gamall til sjós, en Indr- iði hestakúskur í vegavinnu, síðai- bílstjóri sem var á þeim árum ævin- tyri því bíllinn var þá tækniundur samtíðarinnar einsog gufudallarnir sem ég var á. Indriði kynntist sveit- um Norðanlands með tjaldlífi í vega- vinnu á heiðum uppi og vinnu með haka og skóflu, síðan var hann í símavinnu við lagningar síma í sveit- um og bílstjóri, og vann sig upp í það að verða bílstjóri hjá sjálfum bfla- kónginum Kristjáni Birning á Akur- eyri. Um það leyti skall á heimsstyrj- öldin síðari og kynntist Indriði setuliði og fleiru. Indriði fer eftir þessa kynningu sína af norðlensku sveitalífi að gerast blaðamaður, og með blaðamennskunni rithöfundur og æviskrásetjari, og fær góða dóma og finnst mér að góð eftirtekt á til- veru ungdómsára komi skýrt fram í verkum hans, lífið kreppuáranna fá- tækt og harka við að sjá sér farborða og kynnast skömmtunar og afskipti stjórnmálamanna af skömmtun á flestum sviðum sem stóðu frá 1930 til 1965 eða lítil 35 ár, og kölluðum við Indriði þau okkar á milli gulagárin 35, enginn fékk gjaldeyri til utan- landsferða nema hann þekkti þing- menn og pólitíkusa til að fá nokkrar krónur erlendar eða ná sér ínokkrar krónur á svörtum, sem dæmi hitti ég einu sinni merkan Breta sem kom hingað í viðskiptaerindum, og skömmu eftir endurkomu til Eng- lands, var hringt til hans um að ferðatékkar sem hann hefði skipt í íslandsferð hefðu komið fram í ít- ölskum banka, og hvort hann hefði ekki verið á Islandi. Bretinn bað banka sinn að samþykkja þessa tékka, því þetta geti hent á íslandi. Indriði skrifaði einu sinni skemmti- lega afmælisgrein til mín og minntist á það ég hefði 18 ára sólað mig í Bangkok og Singapore á meðan hann á sama tíma eða aldri sat við tjald sitt í vegavinnu uppi á heiði og eftir erfiðan dag gat leyft ser þann Morgunblaðið/Sverrir Árið 1995, í október, var haldin kvikmyndahátíð í Regnboganum. Myndin er tekin við það tækifæri og þarna sitja saman Indriði G. Þorsteinsson, Bryndís Schram, þáverandi forstöðumaður Kvikmyndasjóðs íslands, og að- alleikararnir úr 79 af stöðinni, Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld og Róbert Amfinnsson. eina lúxus að troða Gruno-tóbaki í pípustert og fá sér reyk, en það var ódýrasta tóbak í tóbakseinkasölunni. Næst þegar ég hitti Indriða, sagði ég honum að þótt ég hefði flækst víða um heim, hefði það ekki verið lúxuslíf því þá hefði alstaðar verið meiri fátækt en á íslandi, og benti honum á að þremur mánuðum eftir 18 ára afmæl- isdag minn fór ég frá Buenos Aires í Argentínu til Antwerpen með 2.800 tonn af heilmaís, og koladallar höfðu ekki næg kol til fararinnar, og dýrt að koma við og taka kol á leiðinni, og voru teldn 400 tonn af kolum á dekk, aftan og framan yfirbyggingar, og vorum við 43 daga að sigla þessa leið og yfir Miðbaug og hitabeltissvæði að fara og þurftum við hásetar að bera kolin í pokum á beru bakinu upp brattan jámstiga á hádekkið og sturta þar í kolaboxin, og eini lúxus- inn var að styrimaðurinn gat selt okk- ur ódýrt hollenskt shagtóbak eins og Gruno og sígarettupappír og rúlluð- um við okkar sígarettur sjálfir, og vildi ég meina að flækingslíf til sjós væri síst léttara en vegagerð með skóflu og haka. Við Indriði áttum létt með að ræða saman um lífið og tilver- una því báðir orðnir cosmopolitan í kenningum og hugsun af okkar sjálfs- menntun. Marga fagra sólskinsdaga keyrði ég til Hveragerðis eftir að Indriði flutti þangað, og tók Indriða með í ökuferð um Suðurlandsundir- lendið bæði niður til sjávar eða suður Rangárvelli, og virtum fyrir okkur fegurð Heklu eða hinna miklu jökla og um leið og við nutum fegurðar lands ræddum við oft af mikilli innlif- un og ánægju um alla þætti lífsins og tilverunnar, og kom þá fram hin geysilega skemmtflega kímnigáfa Indriða sem heillaði mig oft. Síðasta laugardag 2. þ.m. leit ég til fjalla, fjallakrans Reykjavíkur baðaðist í tæru lofti hæðar er heimsótti landið. Ég ákvað að nú skyldi ég keyra til Þingvalla og heilsa upp á liti síðsum- ars, og fara hringinn og bjóða Indriða í Eden hjá Braga upp á ís. Indriði kom og settumst við með ísskammt okkar og ræddum síðustu fréttir, og tók Bragi sæti við borðið og tók þátt í umræðum. Um fimmleytið skildum við með venjulegum kveðjum, Indriði steig upp í skrautbifreið sína og hélt heim til sín en ég til Reykjavíkur. Morguninn eftir hringdi Bragi til mín og færði mér þær fréttir að vinur minn Indriði væri allur, litlu síðar hringdi kona hans og tjáði mér sömu fréttir. Þótt ég sé níu árum eldri en Indriði, voru skoðanir okkar líkar, við komumst báðir áfram án langskólag- öngu, en lærðum ýmislegt, tungumál og fleira og nýttum okkur aðra lífs- reynslu til að verða okkur nógir í okk- ar. lífsbaráttu og þegar vinur minn Indriði siglir yfir hið mikla haf til óþekktra og framandi stranda veit ég að margir vinir munu bíða þar til að taka á móti góðum vini og því betri dreng, og bið ég honum blessunar um leið og ég sendi hugljúfar kveðjur til ættingjaogvina. Vernharður Bjarnason. Þegar ég sest niður til að minnast Indriða G. Þorsteinssonar rithöfund- ar hvarflar hugurinn til löngu liðinna daga. Ekki áttum við Indriði þó sam- vistir á þeim tíma, en faðir Indriða og móðir þess er þessar línur ritar voru systkin og sterk tengsl voru á milli Gilhagasystkinanna allra. Indriði er fæddur í Gilhaga 1926, hann fylgdi foreldrum sínum sem bjuggu á nokkrum stöðum í Lýtingsstaða- hreppi og síðast á Steinsstöðum 1938 til 1939 er þau hættu búskap og fluttu til Akureyrar. Búferlaflutning- ur úr Skagafirði til Akureyrar var á þeim árum algengur. Seinna flutti Þorsteinn til Reykjavíkur og byggði sér lítið hús inni í Blesugróf, sem þá var utan við borgina, og nefndi Gil- haga eftir bænum sem hann var al- inn upp á og þar sem ættmenni hans höfðu gert garðinn frægan. Indriði kom þrettán ára gamall til Akureyr- ar og þar lifði hann sín unglingsár. Þegar aldur leyfði stundaði hann leigubflaakstur og vöruflutninga milli Akureyrar og Reykjavíkur, og vakti ekki sérstaka athygli fyrir rit- störf fyrr en hann vann ritgerðasam- keppni „Samvinnunnar" með smá- sögunni „Blástör“. Það þótti vel gerð saga, dálítið djörf, sumir sögðu klám- saga og hneyksluðust, en ísinn var brotinn og í kjölfarið tóku menn eftir því sem Indriði lét frá sér fara. Þekktastar eru sögurnar „Sjötíu og níu af stöðinni“ og „Land og synir“ og má segja að þótt hann hefði ekki skrifað annað væri það nægur minn- isvarði til að geyma nafn hans um ókomna tíð. Þessar sögur segja frá því tímabili í íslandssögunni sem Indriði upplifði með foreldrum sín- um. Þjóðflutningunum miklu sem hófust með seinni heimsstyrjöldinni og er ekki lokið enn. Þær lýsa sökn- uðinum við að skilja við sveitina og hvemig menn fóm næstum eigna- lausir á mölina eins og það var kallað. Söguhetjan í Sjötíu og níu af stöð- inni sér fyrir sér Mælifellshnjúkinn, Hamraheiðina og Goðdalakistuna, fjöllin sem gnæfa yfir sveit forfeðr- anna, þegar hann liggur fastur undir bflnum sínum við Arnarstapa og bíð- ur þess að deyja. Hann veltir fyrir sér hvort snjóhesturinn sem sagt er að komi í Mælifellshnjúkinn þegar fannir leysir á vorin sé kominn sund- ur um bógana, en þá var sagt að leið- in suður Litlasand væri orðin fær. Lýsingarnar eru svo lifandi að mað- ur sér fyrir sér löngu liðna atburði eins og þeir væm að gerast. Ég ætla ekki með þessum fáu lín- um að lýsa ævistarfi Indriða, eða telja upp ritverk hans, það munu aðrir væntanlega gera. Indriði hefur alla tíð ræktað samband sitt við sveitina sína, Lýtingsstaðahreppinn, og ættingja sína þar. Þar liggja hans rætur og þangað leitaði hann til hvfldar og hressingar. Það var því vel til fundið að sveitarstjóm Lýtings- staðahrepps hélt veglegt hóf honum til heiðurs í Félagsheimilinu Árgarði ekki alls fyrir löngu, þar sem honum vora þökkuð störfin fyrir sveitina sína og þjóðina alla. Engan granaði þá að svo stutt væri til næstu vega- móta, þar sem leiðir skilur. En Indr- iði hefur nú lagt upp í þá för sem við öll munum fara og það er gott til þess að vita fyrir ferðamenn að eftir þetta hlýja sumar er umtalaður snjóhestur í Mælifellshnjúknum bráðnaður og orðinn að vatni sem rannið hefur í ám og lækjum um sveitina til sjávar. Um leið og ég flyt Indriða þakkir fyrir góðvild og vinsemd votta ég fjölskyldu hans allri dýpstu samúð og bið Guð að blessa minninguna um góðan dreng. Magnús H. Sigurjónsson, Sauðárkróki. Við Indriði G. Þorsteinsson hitt- umst fyrst í sjónvarpssal, í umræðu- þætti um framtíð kvikmyndagerðar á Islandi. Hann var þá einn fárra ís- lendinga sem gátu miðlað af ein- hverri fortíð á því sviði, kvikmyndin sem gerð var eftir skáldsögu hans, 79 af stöðinni, var tímamótaverk, enn- fremur hafði hann átt hlut að öðram verkefnum Edda-film. í onálag hafði hann ákveðnar hugmyndir um það hver markmiðin væra, og þær hug- myndir byggðust á meiri bjartsýni og trú á framtíðinni en aðrir í um- ræðuþættinum sýndu. Indriði sá ekki ástæðu til annars en að stefnan væri óhikað tekin á gróskumikla at- vinnugrein þar sem aðalviðfangsefn- ið væri leiknar bíómyndir. Ég hafði þá þegar fengið augastað á skáldsögu hans Landi og sonum sem efni í kvikmynd. I stuttu spjalli eftir sjónvarpsþáttinn sagði ég Indr- iða frá þessum áhuga mínum, en hann svaraði með því að bjóða mér í kaffi og pönnukökur í Grillinu á Hót- el Sögu. Þangað kom einnig Jón Her- mannsson, kvikmyndaframleiðandi, pg þar með var þrenningin á bak við ísfilm sf. komin. Aðeins réttu ári síð- ar hófust kvikmyndatökur í Svarfað- ardal. Þáttur Indriða í þessari fram- kvæmd fólst ekki einungis í því að leggja til söguna. Hann tók sinn þátt í bankabaslinu með framleiðandan- um og undir hann voru bornar allar stórar ákvarðanir, jafnt um mann- afla sem fjárhagslegar ákvarðanir. Einu vildi hann þó ekki koma nálægt, en það vora listrænar ákvarðanir leikstjóra. Hann gerði ekki minnstu athugasemdir við handritið, utan þá einu að hann skrifaði upp á nýtt ræðu prestsins yfir Ólafi bónda, og ef til vill hefði hann ekki hreyft við henni heldur ef honum hefði ekki verið fengið það verkefni að flytja ræðuna sjálfur í hlutverki prestsins. Minnisstæð er nokkurra daga ferð um Norðurland með Indriða og Jóni Þórissyni, leikmyndateiknara, í leit að tökustöðum fyrir myndina. Við vörðum mestum tíma í Skagafirði, á heimaslóðum skáldsins, og fóram um allt á drifhvítum Dodge sem Indriði átti. Þarna skoðuðum við fjöldann allan af gömlum bæjarhúsum, sem nú era væntanlega flest horfin, en þess á milli varpaði Indriði fram fyrripörtum og fékk okkur Jón til að botna. Þarna uppgötvaði leikmynda- teiknarinn dulda hæfileika hjá sjálf- um sér og hefur verið laumuhagyrð- ingur síðan. Næsta kvikmyndaverkefni var Utlaginn. Titillinn var eitt af mörgu sem Indriði lagði til þeiirar myndar. Að kvikmynda Islendingasögu var í hans augum bæði sjálfsagt og í raun- inni einstaklega tímabært. Það hlaut að vera eitthvert fyrsta verkefni upprennandi kvikmyndaiðnaðar að festa fornbókmenntimar á filmu. Raunar stóð Indriði menningar- arfinum nærri að mörgu leyti og mun nær en flestir núlifandi rithöfundar. Skagfirskt tungutak hans hafði greinileg tengsl við fortíðina og vís- ^ aði til þeirrar bændamenningar sem átti rætur í fomri gullöld. Hann sá líka landið fyrir sér sem söguslóðir mikilla atburða. Það var ekki nein til- viljun að hann hafði uppi á vegg hjá sér málverk Jóhannesar Geirs af Ör- lygsstaðabardaga. Síðar átti hann eftir að skrifa leikrit um Snorra Sturluson, Húðir Svignaskarðs, og þar þurfti Indriði ekki að hagræða eigin stfl mikið til að ná hinu nauð- synlega forna yfirbragði. En Indriði stóð einnig íbstum fót- um í nútímanum, og þegar ljóst þótti að svigrúm væri fyrir einka- sjónvarpsstöð, þótti honum tilvalið að fyrirtæki okkar, ísfilm, ætti þar hlut að máli. Hann gekk í verkefnið ^ af sama stórhug og áður og stefndi saman öflugustu fjölmiðlum þess tíma, Morgunblaðinu og DV, ásamt Sambandi íslenskra samvinnufélaga og Reykjavíkurborg. Tilgangurinn var einfaldlega sá að tryggja fyrir- tækinu traustan fjárhagslegan bakhjarl (eitthvað sem stofnendum Stöðvar 2 auðnaðist ekki að gera með þekktum afleiðingum). Þetta var þó túlkað á ýmsa lund í almennri um- fjöllun um málið og tókst að skapa slíkan ótta við yfirvofandi „fjölmið- larisa“ að fyrirtækið fór út um þúfur. Það væri í rauninni tilvalið verkefni fyrir einhvern sagnfræðinginn að skoða blaðaskrif þessa tíma með hliðsjón af þeirri þróun sem síðar varð. Það er ekki ólfldegt að persónuleg óvild úr nokkram homum þjóðfé- lagsins í garð Indriða hafi stundum orðið honum fjötur um fót og kannski einhverju ráðið um örlög „fjölmiðlar- isans“. Sem blaðamaður var Indriði hvass penni og oft óvæginn, enda skólaður í blaðamennskunni á þeim tímum þegar menn veigraðu sér ekki við stóryrðunum í deilum um málefni dagsins. Háðinu gat hann beitt af snilld sem fáum var eiginleg, ritfimi hans skildi eftir kaun af því tagi sem geymast en ekki gleymast. Aratuga störf í blaðamennskunni höfðu líka mótað skoðanir Indriða á margvís- legum málefnum, skoðanir sem hann sá afar sjaldan ástæðu til að hafa htfótt um. Að ævisögunum undanskildum skiptast ritstörf Indriða í tvo greini- lega flokka: blaðamennskan var um málefni nútímans, þar sem Indriði var ódeigur við að snara fram um- búðalausu áliti sínu, hins vegar var fágaður skáldskapur hans, fagurbók- menntirnar, þar sem hann fjallaði yf- irleitt um nokkurra áratuga fortíð. Nútímann sá hann sjaldan sem efni í skáldskap. Honum fannst helst þurfa að líða að minnsta kosti tíu ár til þess t að nægileg söguleg fjarlægð fengist á atburðina svo að úr gæti orðið efn- iviður í skáldverk. Skáldsögur hans era því ekki þau ádeiluverk sem við hefði mátt búast af jafnhvössum og ádeilnum blaðamanni. Þetta er þó í rauninni fullkomlega rökrétt: Indriði átti sér farveg fyrir þjóðfélagslega gagnrýni í blaðaskrifum sínum, og þar var vissulega tekið mark á hon- um, ekki síður en sem skáldi, þótt á öðrum nótum væri. Sá Indriði sem ég þekkti best var rithöfundurinn, sagnameistarinn. Sá Indriði gat skrifað fegurri prósa en ^. flestir hans samtíðarmenn - ég nefni sem dæmi náttúralýsinguna í upphafskafla Lands og sona - hann átti til hógværð og natni sem blaðamaðurinn hafði litla þörf fyrir, og hann gat meira að segja ort Ijóð sem hefðu lent á vöram þjóðarinnar ef hún hefði ekki löngu gjatað hæfi- leikanum til að lesa jjóð. Ég vísa þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.