Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Radiohead og Sigur Rós í Danmörku > Morgunblaðið/Birgir Öm Steinarsson Kjartan í Sigur Rós var einbeittur úti í horni. í tjaldi í Kaup- mannahöfn Hljómsveitin Sigur Rós er nú á tónleikaferð með einni af stærstu hljómsveitum heims. Birgir Örn Steinarsson skellti sér á tón- leika Radiohead í Danmörku þar sem gull- drengirnir íslensku sáu um upphitun. hafa nánast einungis verið að leika nýleg óútgefin lög síðasta hálfa árið. Hljómsveitin náði góðu sambandi við þá sem á hlýddu en vissulega, eins og eðlilegt er, voru margir komnir í þeim höfuðtilgangi að sjá Radiohead spila. Því magnaðist kliðurinn því fjær sem maður færði sig frá sviðinu. Hljómsveitarmeðlimimir virtust afslappaðir og í fullkomnu sambandi við tónlistina og lyftu því höfðinu sjaldan upp til þess að virða áhorf- endur fyrir sér. Einu viðbrögðin sem sýndu að hljómsveitarmeðlimimir vissu yfir höfuð af áhorfendunum var bros á vöram Jónsa söngvara þegar einhver stoltur íslenskur fótbolta- áhugamaður kallaði eftir eitt lófa- klappið: ,Áfram KR!“. Sigur Rós tók lögin „Svefn-g-engl- ar“, „Ný batterý“ og „Nýja lagið“ (kom út sem b-hlið á smáskífunni ,,Svefn-g-englar“) í bland við nýtt efni sem stóðst fullkomlega saman- burðinn við eldri lögin. Það verður ekki leiðinlegt að heyra hvemig þeim tekst að vinna úr því efni sem upp hefur safnast á þessu ári síðan platan kom út. Tónleikaflutningur nýju lag- anna lofar góðu. Sigur Rós stigu stoltir af sviðinu með hávær fagnaðarlæti á bakinu og vora þetta víst að þeirra eigin sögn best heppnuðu tónleikamir hingað til í tónleikaferðinni með Radiohead. Neita að fara hefðbundnar leiðir Textar Radiohead fjalla margir um þá tilfinningu að finna ekki sinn stað í hinum staðfasta heimi sem við höfum skapað okkur. Svo virðist sem sú til- finning stjómi mörgum skoðunum sveitarinnar því hún neitar yfirleitt að fara hinar hefðbundnu leiðir. Til dæmis vora tónleikamir haldnir í tjaldi við hliðina á íþróttasal sem hefði hæglega getað rúmað tónleik- ana. Hljómsveitin tók hinsvegar þá ákvörðun að halda alla tónleika í sért- ilbúnu tjaldi sem væri laust við öll auglýsingaskilti og aðra óþarfa að- skotahluti. Einnig hafa þeir tekið þá ákvörðun að gefa hvorki út neinar smáskífur né framleiða tónlistar- myndbönd af væntanlegri plötu sinni, Kid A, sem kemur í búðir 2.október. Sú plata er talsvert ólík þeirri sem kom út fyrir þremur áram og er ekki ólíklegt að margir aðdáendur eigi eft- SÚ ÍMYND sem blaðamaður hafði verið að leika sér með í huganum, að hinn dæmigerði aðdáandi hljómsveit- arinnar Radiohead væri skyrtu- klæddur gleraugnaglámur í hang- andi buxum með hermannatöskuna strengda yfir öxlina virtist við fyrstu sýn vera á rökum reist. Það var að minnsta kosti það fyrsta sem blaða- maður sá þegar hann gekk inn á tón- leikasvæðið í Kaupmannahöfn þar sem sveitin lék ásamt Sigur Rós á fimmtudags- og föstudagskvöldið síð- asta. Vert er að taka fram að hér era ekki fordómar blaðamanns á ferð því hann gerði sér vel grein fyrir því að ^ ekki era allir aðdáendur sveitarinnar áþekkir. Þeir eru eins og restin af mannkyninu til í öllum litum, stærð- um og gerðum. Astæðurnar fyrir vangaveltunum vora af mun persónu- legri toga. Blaðamaðurinn var einn á flækingi í útlöndum og því var það léttir þegar hann sá fólk af svipuðu sauðahúsinu og hann sjálfur. Hann laumaði því hendinni ofan í hliðar- tösku sína, náði í gleraugun sín, lag- aði skyrtukragann og gekk í átt að bláa risatjaldinu þar sem tónleikamir vora í þann mund að hefjast. Hérna var blaðamaður svo sannarlega vel- kominn. „Áfram KR!“ Fjórar risavaxnar súlur með rauð- 'vum blikkljósum á toppnum héldu tjaldinu frá jörðu. Þrír sterkh- ljós- kastarar sendu ljóssúlur í átt til him- ins og þríhymingur myndaðist á skýi fyrir ofan. Minnti helst á afslöppuð og yfirveguð flugvélaleitarljós. Tjaldið rúmar um tíu þúsund manns og áhorfendum var skipt í tvo hluta þar sem fólk borgaði aukalega fyrir að vera nær goðunum sínum. I tjaldinu á föstudagskvöldið vora um 7000 þúsimd manns og því var hægt að staðsetja sig í þægilegri fjarlægð frá næsta manni þótt mannhafið hafi - ^nánast þakið alltgólfpláss tjaldsins. Sigur Rós stigu á svið við þó nokk- um fögnuð viðstaddra enda á sveitin stóran aðdáendahóp í Kaupmanna- höfn. Einnig var auðséð og heyrt að margir íslendingar vora í tjaldinu. Plata Sigur Rósar Ágætis Byrjun kom nýlega út í Evrópu og því sáu hljómsveitarmeðlimir ástæðu til þess _ að taka lög af þeirri skífu, en þeir Morgunblaðið/Birgir Öm Steinarsson Georg Hólm hafði nægt pláss fyrir sig á sviðinu. Morgunblaðið/Birgir Öm Steinarsson Jonny Greenwood lætur gítarinn væla. ir að „reka upp stór eyra“ við fyrstu hlustun. Á þessum seinni tónleikum í Kaup- mannahöfn byrjaði sveitin á lagi sem heitir „The National Anthem", líkleg- ast mesta keyrslulagið á nýju plöt- unni þrátt fyrir að vera þó nokkuð af- slappað miðað við eldri lög sveitarinnar. Einföld en grípandi bassalína keyrir lagið áfram og það var engu líkara en áhorfendur ættu hreinlega ekki nægilegt loft í lungun- um til þess að lýsa yfir kæti sinni. Lag númer tvö var líka nýtt, „Opt- imistic" heitir það og þarfnast ef til vill meiri hlustunar en lagið á undan og því urðu áhorfendur þakklátir og fegnir að lagið „Airbag" kom strax á eftir. Hljómsveitin var í mun betra formi á föstudagskvöldið en þeir höfðu ver- ið kvöldið áður og náðu að fanga at- hygli áhorfenda strax á fyrsta lagi. Söngvari sveitarinnar, Thom York, náði ótrúlega vel til fjöldans - þrátt fyrir að syngja nánast allt kvöldið með lokuð augun. Seiðkraftur raddar hans er slíkur að það er engu líkara en hún nái heljartaki á hlustandan- um, þannig að því kraftmeiri sem söngurinn verður því daufari verður tilfinningin í hnjáliðunum. Auk þess iðar hann allur í fjörugri lögunum, kippir hausnum til hægri og vinstri í takt við tónlistina og notar hendum- ar óspart, líkt og hann sé að reyna teygja tilfinningar sínar til áhorf- enda. Allir spila á allt Einn af þeim hlutum sem hljóm- sveitin hefur brotið utan af sér við gerð nýju plötunnar er hin hefð- bundna hljóðfæraskipan meðlima. Þannig spilaði gítarleikarinn Jonny Greenwood sjaldnast á gítarinn sinn í nýju lögunum, Thom York skellti sér stundum fyrir framan píanóið eða orgelið, Colin Greenwood bassaleik- arinn spilaði stundum á sérstakan bassahljóðgervil og Phil Selway trommuleikarinn studdist oft við el- ektróníska takta. Af þeim nýju lögum sem þeir fluttu á tónleikunum tókst þeim best upp þegar þeir tóku stærstu hliðarsporin frá gamla gítar- rokkinu. Lög eins og „Everything In Its Right Place“, „Motion Picture Soundtrack" og „Idioteque" nutu sín best í hljóðkerfinu og það var nokkuð augljóst að Thom naut sín líka best við flutning þeirra laga. Það sem kom blaðamanni mest á óvart var það að hljómsveitin lét sér ekki einungis-nægja að flytja lög af væntanlegri skífu heldur flutti einnig þrjú ný lög sem þar verður ekki að finna. Þau vora öll frekar tormelt og greinilegt að hljómsveitarmeðlimir gera sér vel grein fyrir því. Thom söngvari tilkynnti áhorfendum meira að segja áður en þeir spiluðu eitt þeirra á fimmtudagstónleikunum að þar sem næsta lag væri frekar „furðulegt" væri rétti tíminn til þess að skreppa á salernið. Þó svo að hljómsveitin leggi mikla áherslu á nýja efnið verðlaunar hún alltaf áhorfendur fyrir þolinmæðina með því að spila slatta af eldri og þekktari lögum inn á milli. Þá fluttu þeir helst lög af plötunni OK Comp- uter auk þess sem tvö eða þijú lög af The Bends fengu að fljóta með. Það er líklegast fátt sem er meira töfrandi en að heyra sjö þúsund radd- ir blandast við hina vinalegu rödd Thom Yorks í ljúfum ballöðum eins og „Fake Plastic Trees“, „Exit Mus- ic“ og „Street Spirit“. Á þeirri unaðs- legu tilfinningu nærast Radiohead menn líklegast því að öll rólegri og dramatískari lögin þeirra lifa enn góðu lífi á tónleikadagskrá sveitar- innar. Þó þeir haldi einnig traustu taki í rokkaðri lög eins og „Just“ og „Paranoid Android" þá hefur t.d. slagarinn „Creep“ verið lagður á hill- una sökum hás aldurs og ofnotkunar. Eftir þriðja uppklappið var frekara lófaklapp kæft með því að ljósin vora kveikt í tjaldinu. Enda var það líkleg- ast það eina sem hægt var að gera til þess að áhorfendur sætti sig við að gamanið væri búið og þeir snéra aft- ur til síns heima. Því þótt langflestir hafi farið sáttir heim eftir afbragðs- tónleika þá er ætíð erfitt að segja skilið við vellíðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.