Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR12. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ami teldim fram yfir þrjár konur karlmaduriim 1 p > sótti um embætti rSdfol I Eini sem sótti um embætti Þú ert næstur, Árni minn, hæstvirtur dóms- og kirkjumálaráðherra ætlar að skutla þér þennan spöl á fína ráðherrakarinu sínu. Læknanemar með fræðslu- verkefni um forvarnir Morgunblaðið/Þorkell Læknanemar kynntu fræðsluverkefni um ótímabærar þunganir og kyn- sjúkdóma fyrir forvarnafulltrúum sl. föstudag. LÆKNANEMAR hafa útbúið viða- mikið fræðsluverkefni varðandi kyn- sjúkdóma og ótímabærar þunganir sem þeir bjóðast til að fara með inn í fyrsta bekk framhaldsskólanna. Nemamir kynntu verkefnið fyrir forvarnafulltrúum skólanna á fundi í Læknagarði á föstudag. Forsagan er sú að læknanemarnir kynntust verkefnum af sama toga í alþjóðlegu samstarfi við önnur félög læknanema, t.d. í Noregi en þar er 25 ára reynsla af samskonar starfi. í framhaldinu stofnuðu læknanemar hérlendis „Félag um forvamastarf' og haustið 1999 var haldið undirbún- ingsnámskeið, styrkt af mennta- málaráðuneytinu, fyrir læknanema á 2. ári í þeim tilgangi að mynda sjálf- boðaliðateymi til að fara inn í skól- ana. Að sögn Kolbrúnar Pálsdóttur, ritara félagsins, var verkefnið prufu- keyrt í Verslunarskólanum og hlaut góðar undirtektir. Hér eftir verður námskeiðið haldið árlega og metið til náms við læknadeildina. Félagið er í samstarfi við Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir og fleiri aðila og Kolbrún bendir á að ekki sé vanþörf á að vinna ötullega að þessum málum þar sem kynsjúkdómar breiðist ört út á íslandi og 77% 16 ára unglinga séu orðin virk í kynlífi. smæammr Z-brautir & gluggatjöld L. .I.LIU! UiLIIUTIJ ff I --------- ‘ ........................................ i 25mm og 50mm með og án borða Margir litir Frábært verð Faxafem 14, sími 525 8200 Fyrirlestrar um náttúru og umhverfi Leit mannsins að hinu villta William Cronon KVOLD kl. 20 í Hafn- arhúsinu heldur Will- iam Cronon fyrirlest- urinn: Telling Tales on Canvas: Landscapes of Frontier Change. Þess má geta að Cronon er eftirsótt- ur fyrirlesari, þekktur fyrir skýra og líflega frásögn að sögn Gísla Pálssonar mannfræðings sem hefur haft frumkvæði að komu Cronons hingað til lands. I fyrirlestrinum í kvöld- mun Cronon sýna myndir af bandarískum landslags- málverkum og grafast fyrir um þær hugmyndir um landnám og náttúru sem verkin endurspegla. Að fyrirlestrinum standa Mannfræðistofnun HI, Endurmenntunarstofnun háskólans og Listasafn Islands. Á fostudaginn kemur kl. 12 í stofu 101 í Odda mun Cronon flytja opinberan fyrirlestur á vegum Mannfræðistofnunar HÍ og Stofn- unar Vilhjálms Stefánssonar sem hann nefnir: Leitin að náttúrunni. I þeim fyrirlestri mun Cronon fjalla um leit mannsins að hinu villta og breyttar hugmyndir um stöðu mannsins í náttúrunni. - En hverjar eru hugmyndir þær sem koma fram í bandarískum landslagsmálverkum um landnám ognáttúru? „Ég leiði rök að því að mörg bandarísk landslagsmálverk end- urspegli hugmyndir hvítra land- nema í Bandaríkjunum um land- nám á mörkum hins villta. Málverkin eru flest frá 1820 til 1920. Þau eru lykillinn að sjálfs- mynd Bandaríkjamanna í dag að mínu mati. Til að skilja hvemig þeir hugsa um sjálfa sig og náttúr- una verða menn að hafa þessi mál- verk í huga. Ég lærði fomíslensku á háskólaárum mínum og mér er tamt að hugsa til Landnámu þegar ég er að fjalla um þetta efni. Ég sýni margar litskyggnur af mál- verkum á þessum fyrri fyrirlestri mínum. í honum fjalla ég m.a. um breytt viðhorf til náttúrunnar, um leið og hún er tamin í málverki og bandarískri hugsun verður hún að vemdarsvæði. En um leið og nátt- úran er orðin að vettvangi fyrir ferðamenn þá er um leið ætlast til þess að fólki sé haldið frá henni. Mér sýnist að hér séu hliðstæð sjónarmið í þessum efnum.“ -Er mikill munur á hugmynd- um Bandaríkjamanna um náttúr- unaí dag og fyrir 100 árum ? „Það er afar mikill munur á hug- myndum nútímamanna og 19. al- dar fólks hvað varðar náttúrana. Fyrir hundrað áram tóku menn að líta á náttúrana gegnum „rósrauð gleraugu“ og þá urðu helstu þjóð- garðar Bandaríkjanna til og allt frá þeim tíma hefur landslagsmál- verldð gegnt mikilvægu pólitísku hlutverki, þótt ljósmyndin hafi gegnt vaxandi hlutverki í þessum efnum. Málverkið kenndi fólki að virða náttúruna og setja hana á stall. Þessi þróun hefur vaxið hratt allt fram á þennan dag.“ - Hvað um leitina að náttúrunni? „Seinni fyrirlestur- inn er vangaveltur um náttúrahugtakið og hvað það merki. Ég leiði rök að því að það sé afar mótsagnakennt og afar flókið. Vesturlandabúar líta oft svo á að náttúran sé óbyggðir, hið villta handan mannheims en um leið staðsetja þeir manninn ut- an náttúrannar en slík tvíhyggja er út í hött auk þess sem hún hefur vafasamar pólitískar afleiðingar. Mér sýnist í fljótu bragði að nátt- ► William Cronon fæddist 11. september 1954. Hann er pró- fessor í sögu, landafræði og um- hverfisfræðum við Wisconsin- háskóla í Madison. Hann er kunn- ur fyrir rit sín um umhverfismál og umhverfissögu. Meðal verka hans eru bækurnar Uncommon Ground: Rethinking the Human Place in Nature (1996), Nature’s Metropolis: Chicago an the Great West (1991) og Changes in the Land: Indians, Colonists, and the Ecology of New England (1983). Fyrir bók sína Nature’s Metro- polis hlaut hann svonefnd Ban- croft-verðlaun. William Cronon er hér á ferð sem styrkþegi á vegum Fulbright-stofnunarinn- ar. Með honum á ferð er kona hans, Nan Fey lögfræðingur, þau eiga tvö börn. úrahugtak íslendinga sé töluvert frábragðið því sem algengast er í Bandaríkjunum. Hér virðist minni spenna á milli mannheims og nátt- úrannar, að minnsta kosti ef marka má þær bókmenntir sem haldið er að ferðamönnum, bæði hér og erlendis." - Er umhverfísvemd vaxandi hreyfíng í Bandaríkjunum? „Umhverfishreyfingin er ennþá mjög sterk, þótt „landslagið" í þeirri umræðu sé óneitanlega flók- ið. Nefna má að Newt Gingrich hvarf úr bandarískum stjórnmál- um, fyrst og fremst vegna and- stöðu sinnar við bandaríska um- hverfissinna. Á hinn bóginn hefur hugmyndafræði frjálshyggjunnar, markaðarins og einkaeignarinnar átt vaxandi fylgi að fagna. Hug- myndafræði af því tagi hefur spomað gegn opinberri viðleitni til þess að vemda náttúrana. Stund- um er sagt að náttúran sé eitthvert flóknasta orð sem um getur. Marg- ur ætlar að náttúran sé handan við alla sögu en í rauninni er hún full af sögu, andstæðum og átökum.“ -Ætlar þú að gera athuganir á íslenskri náttúm á ferðalagi þínu hér? „Vissulega. Ég mun leita að um- merkjum um áhrif landsmanna á náttúrana, vegi, bygg- ingar. En einnig mun ég grafast fyrir um hvaða hugtök íslendingar nota um umhverfi sitt. Ég hef lengi haft brenn- andi áhuga á íslandi, m.a. vegna þess að ís- lendingar hafa sagt sér og öðram ótal sögur af náttúranni. Þótt ekki sjáist mikil ummerki um atburði íslendingasagna í náttúr- unni er náttúran ljóslifandi í hug- skoti íslendinga vegna þeirra. Til að skilja íslendinga og stöðu þeirra í náttúranni verður að hafa fom- sögur þeirra í huga.“ Landslags- málverkið hefur gegnt mikilvægu pólitísku hlutverki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.