Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarstjóri um málefni Línu.Nets hf. Hefur skaðað Landssímann mest INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að það sem Björn Bjarnason menntamálaráð- herra gleymi í sínum málflutn- ingi, er hann gagnrýni viðbrögð fulltrúa Reykjavíkurlistans við úrskurð setts fjármálaráðherra, Björns Bjarnasonar, í málefnum Línu.Nets hf., sé að sá samning- ur sem Landssíminn hafi kært hafl verið hafnað í borgarráði og að nýr samningur hafi verið gerð- ur við Línu.Net hinn 15. ágúst sl. Þá segir hún að sá aðili sem hafi skaðast mest í þessu máli öllu sé Landssíminn. „Nýi samningurinn [sem vísað er til hér að ofan] tók í fyrsta lagi af öll tvímæli um að hann væri innan þeirra reglna sem gilda um útboð á Evrópska efnahagssvæðinu, í öðru lagi hef- ur sá samningur ekki verið kærð- ur og í þriðja lagi er hann ekki kæranlegur,“ segir Ingibjörg Sól- rún. „Og þegar þess er gætt að ráðuneytið og kærunefndin hafi ekki haft samninginn undir hönd- um þá teljum við úrskurð ráð- herrans orka tvímælis." Málið borið pólitískan keim allt frá upphafi til enda Um þá fullyrðingu Björns Bjarnasonar að fulltrúar Reykja- víkurlistans líti á úrskurðinn sem pólitískar ofsóknir sjálfstæðis- manna á hendur Reykjavíkurlist- anum segir borgarstjóri að R- listamenn hafi ekki talað um póli- tískar ofsóknir í sjálfu sér heldur talið að málið allt frá upphafi til enda bæri mjög pólitískan keim. „Við bendum á að að því máli hafi komið sjálfstæðismenn innan Landssímans, sjálfstæðismenn innan borgarinnar og sjálfstæðis- menn innan ríkiskerfisins. Og það er engin tilviljun að mínu mati. Ég held reyndar að þetta sé mál sem hafi farið úr böndun- um hjá Landssímanum og svo hafi menn neyðst til að bakka fyrirtækið upp. Það er ekki mín skoðun að þetta hafi verið fyrir- fram hugsað mál heldur held ég að ef menn hefðu hugsað það fyr- irfram þá hefðu menn staðið öðruvísi að því. Ég held að sá sem hafi skaðast mest af þessu öllu saman sé Landssíminn." Borgarstjóri um gagnrýni ráðherra Skil ekki að upp- lýsingarnar séu neitt leyndarmál INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist ekki skilja hvers vegna upplýsingar um viðskipti ríkis- valdsins við fjarskiptafyrirtæki ættu að vera eitthvert leyndarmál og segir það koma sér spánskt fyrir sjónir hve Geir H. Haarde fjármálaráðherra sé snúðugur vegna þeirrar óskar sinnar að fá þessar upplýsingar. Borgarstjóri fór fram á það bréf- leiðis í síðustu viku til fjármálaráðu- neytisins að fá upplýsingar um við- skipti ríkisins við fjarskiptafyrirtæki en í Morgunblaðinu á laugardag var m.a. haft eftir fjármálaráðherra að Reykjavíkurborg væri engin hags- munaaðili varðandi viðskipti ríkisins við fjarskiptafyrirtæki. Hann sagði m.ö.o. að ef einhver teldi á sér brotið með samningum ríkis við fjarskipta- fyrirtæki ætti sá hinn sami að leita réttar síns en ekki borgin. „Það kem- ur mér sérkennilega fyrir sjónir hvað fjármálaráðherra er snúðugur í sín- um svörum því ég get ekki skilið að þær upplýsingar sem ég er að biðja um séu neitt leyndarmál," segir Ingi- björg Sólrún borgarstjóri og telur ráðherra í lófa lagið að afla umbeð- inna upplýsinga. „En ef það er hon- um umhendis að afla þeirra þá get ég vel skoðað það mál.“ Borgarstjóri tekur þó fram að ráðherra geti ekki leitt það hjá sér að ríkið, það séum við; borgarar þessa lands. „Og þegar ríkið beitir úrskurðarvaldi sínu skipt- ir auðvitað miklu máli að við höfum fullvissu fyrir því að það fari á undan með góðu fordæmi og það fari að þeim lögum sem það ætlar öðrum að lúta. Það er í raun bara það sem ég er að leita eftir,“ segir Ingibjörg Sóhún. Yfír 30 verslanir hafa opnað fyrir viðskipti á Strikinu YFIR 30 verslanir hafa opnað fyrir viðskipti í netverslunum sínum í verslunarmiðstöðinni á Strikinu, -www.verslun.strik.is. Flestar versl- Innflutningnr á 10 kgaf hassi Hæstiréttur lengir gæslu- varðhald HÆSTIRÉTTUR hefur lengt gæslu- varðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að fíkniefnasmygli. Hérað- sdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 26. sept- ember en Hæstiréttur lengdi gæslu- varðhaldið til 5. október í samræmi við kröfu lögreglunnar í Reykjavík. Tveir aðrir eru í haldi vegna málsins og hefur lögreglan lagt hald á um 10 kg af hassi. í úrskurði héraðsdóms kemur fram að meðal rannsóknar- gagna í málinu eru útskriftir af sím- hlerunum sem benda sterklega til þess að maðurinn tengist fíkniefna- innflutningi með refsiverðum hætti. Rannsókn kunni að reynast viðamikil og að hún sé enn á frumstigi. animar selja fatnað, heilsuvörur, raf- magnsvörur og gjafavörur. Hver verslun getur boðið samtals eitt þús- und vörunúmer í mismunandi flokk- um. Verslunum er stillt upp eftir vöruflokkum og í stafrófsröð. Þá er jafnframt leitarvél sem vísar gestum áfram. í tilkynningu frá íslandsneti ehf. segir að á næstu vikum muni yfir 20 verslanir til viðbótar opna útbú á Strikinu og að verslun.strik.is sé þeg- ar orðin stærsta verslunarmiðstöðin á íslenska hluta veraldarvefsins. Hug- búnaður verslunarmiðstöðvarinnar er IBM WebSphere Commerce Suite, sem er ein þeirra hugbúnaðarlausna sem IBM býður til vefviðskipta. Öryggi greiðslumiðlunar hefur ver- ið yfirfarið og hefur tæknideild RÁS heimilað viðskipti í verslunarmiðstöð- inni sem byggjast á svokölluðum SSL-staðli. Óryggishugbúnaðurinn kemur frá Thawte-fyrirtækinu sem er eitt þeirra alþjóðlegu fyrirtækja sem sérhæfa sig í gerð og útgáfu ör- yggisskírteina. I tilkynningu Islands- nets ehf. segir að við opnun verslun- armiðstöðvarinnar fyrir um hálfum mánuði hafi umrætt öryggisskírteini skemmst og að þá hafi ranglega verið greint frá því að Visa á íslandi hefði tekið út og samþykkt öryggisbúnað- inn. Vegna umræddra skemmda hafi viðskipti á verslunarmiðstöðinni ekki verið heimiluð í nokkra daga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Brugðið á leik í Laugarnesi HVERFISHÁTÍÐ var haldin við Laugarnesskóla síð- astliðinn laugardag og stóð samstarfshópurinn „Laug- arnes á ljúfum nótum“ að hátíðinni en hann skipa aðil- ar sem koma að uppeldi og mótun barna og unglinga í Laugarneshverfi. Ýmislegt var brallað á hátíðinni, í boði var hoppu- kastali, sumargrín ÍTR, andlitsmálning, fjölbreytt tón- listaratriði, körfubolti, götuhokkí, vítaspyrnu- og stöðvakeppni, gospel-tónlist, trúðar og tónlist svo fátt eitt sé nefnt. Heildstætt og áhrífamikið skáldverk sem hefur fært höfundi sínum alþjóðLega frægð á skömmum tíma. Mál og nrtnnntna|1lJÍ malogmefifilrig.li I p| ■ Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Forstjóri Landspítalans svarar gagnrýni forstjóra ÍE Fögnum áhuga beggja fyrirtækja FORSTJÓRI Landspítalans, Magn- ús Pétursson, segir að spítalinn hafi kynnt bæði Islenska erfðagreiningu (IE) og Urði, Verðandi, Skuld (UVS) rækilega vegna aðkomu þeirra að stofnun krabbameinsmiðstöðvar. I Morgunblaðinu um helgina gagn- rýndi Kári Stefánsson, forstjóri IE, Landspítalann harkalega fyrir að minnast ekki á fyrirtækið í kynningu sinni á verkefninu, m.a. á heimasíðu spítalans. Talaði Kári m.a. um „hrá- slagalegan dónaskap“ af hálfu Land- spítalans. Islensk erfðagreining hefði viðrað hugmynd að rannsóknamið- stöð í upphafi árs í fyrra og boðið 45 milljóna króna stuðning til verkefnis- ins. Magnús sagðist ekki kannast við að sérstaklega væri vikið að stuðn- ingi UVS á heimasíðu spítalans. Hann taldi trúlegra að Kári væri að vitna til ummæla sinna í Morgunblað- inu sl. fimmtudag, þar sem m.a. nafn UVS hefði verið nefnt. Bæði líftækni- fyrirtækin hefði síðan borið á góma í viðtali við forstöðumann rannsóknar- og þróunarsviðs Landspítalans í Morgunblaðinu daginn eftir. „Aðalat- riðið er að bæði fyrirtækin, UVS og IE, hafa sýnt því áhuga að koma að stofnun krabbameinsmiðstöðvar, sem yrði rekin undir merkjum spít- alans, og taka þátt með fjármögnun og ráðleggingum. Við fögnum þessu því við erum að fara af stað með hug- mynd sem byggist á því að einkaaðil- ar styðji hana,“ sagði Magnús. „Sérkennileg gífuryrði" Varðandi ummæli Kára um að kynning Landspítalans á verkefninu markaðist af „heldur hráslagalegum dónaskap" sagði Magnús að sér þættu þetta sérkennileg gífuryrði. Kári ætti að vita betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.