Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Auðlindanefnd hefur verið að störfum í tvö ár Sjávarútvegsráð- herra tekið að lengja eftir niðurstöðum Fjöldi líkams- árása í Reykjavík ELLEFU líkamsárásir og meiðingar voru bókaðar hjá lögreglunni í Reykjavík aðfara- nótt sunnudags. Lögreglu- menn þurftu auk þess að hafa afskipti af fólki vegna óláta og slagsmála í sex tilfellum. At- vikin urðu flest í miðborginni en alvarlegasta líkamsárásin átti sér þó stað í Grafarvogi þar sem ölvaður maður ógnaði hópi fólks með hnífí laust eftir klukkan eitt um nóttina og særði einn mann lítilsháttar. Gatnamót við Breiðholtsbraut Tilboð í bráðabirgða- tengingu HÁFELL efh. átti lægsta til- boð í gerð bráðabirgðatenging- ar Breiðholtsbrautar við Reykjanesbraut og færslu hennar til norðurs frá Stekkja- bakka að Reykjanesbraut. Háfell býður 47,9 milljónir kr. sem er 1,5 milljónum lægra en tilboð sem Völur hf. lagði inn og rúmum 10 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar. Sex verktakar buðu. Verkinu skal lokið 1. febrúar. Ríkið vill greiðslur vegna vatns- réttinda IÐNAÐAR- og viðskiptaráð- herra, steíhdi £ vetm- Lands- virkjun, íyrir hönd íslenska ríkis- ins, vegna ógreiddra gjalda fyrir vatnsréttindi á Eyvindarstaða- og Auðkúluheiði. Aðalmeðferð málsins fór íram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Snýst ágrein- ingurinn um það hvort samning- ar ríkis og Landsvirkjunar um Blönduvirkjun írá 1982 feli í sér að Landsvirkjun beri að greiða ríkinu íyrir vatnsréttindi á heið- unum. Leitað að fólki á Fimm- vörðuhálsi BJÖRGUNARSVEITIR í Rangárvallasýslu voru kallaðar út á sunnudagskvöld til að leita að þremur Aströlum á Fimm- vörðuhálsi. Fólkið hafði lagt af stað gangandi frá Skógum og ætlaði að koma í Bása síðdegis. Þegar það kom ekki á tilsettum tíma var leitað til lögreglunnar á Hvolsvelli. Björgunarsveitar- menn frá Dagrenningu á Hvols- velli og Flugbjörgunarsveitinni á Hellu fóru til leitar og fannst fólkið heilt á húfi í skála á Fimm- vörðuhálsi laust fyrir miðnættið. Velti bil um miðja nótt MAÐUR á miðjum aldii velti bíl sínum á Strandarvegi ná- lægt Hellu um .klukkan hálf fjögur aðfaranótt sunnudags. Maðurinn skarst í andliti og var fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabíl. Bíllinn, sem fór nokkrar veltur, er talinn vera ónýtur. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur, að sögn lög- reglunnar á Hvolsvelli. ÁRNA Mathiesen sjávarútvegsráð- herra er tekið að lengja eftir niður- stöðum auðlindanefndar og segir að endurskoðun á lögum um fiskveiðar sé á eftir áætlun þar sem dregist hafi að nefndin skili niðurstöðum. Ámi bendir í samtali við Morgun- blaðið á að auðlindanefnd hafi verið að störfum í tvö ár og nokkuð sé síðan niðurstöður hennar áttu að liggja fyr- ir. Hann segir endurskoðunarnefnd, sem skipuð var fyrir rúmu ári, enn bíða eftir niðurstöðum í ákveðnum grundvallarmálum svo unnt sé að út- færa þau í tillögum til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. „í stjórn- arsáttmálanum kemur fram að ætl- f SLENDIN GAR lögðu liðið Utopia frá Oxford að velli með 107 stigxim gegn 94 í leik í fyrsta óopinbera landsleik íslands í krikket sem fram fór í Mosfellsbæ á laugardag. Valur Gunnlaugsson, sem lék fyrir Islands hönd, segir að Alþjóða krikketsam- bandið hafi hug á að senda til lands- ins kennara til að kenna grunn- skólabömum krikket. Leikurinn á laugardag tók um fjórar klukku- stundir en einn leikur getur varað frá einum eftirmiðdegi upp í nokkra daga. Valur segist ekki hafa orðið þreyttur eftir leikinn því lítið sé um átök í krikket. „Mestur tíminn fer í að standa og bíða,“ bætir hann við. KJARAMÁL kennara verða í brennidepli um næstu helgi þegar Félag framhaldsskólakennara (FF) efnir til fulltrúafundar á föstudag og Kennarasamband Islands (KI) stendur fyrir kjaramálaráðstefnu á laugardag. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður FF og varaformaður KÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að á fulltrúafundinum yrðu megináhersl- ur í kröfugerð ræddar og niðurstöður í viðhorfskönnun um laun og starfs- kjör félagsmanna kynntar. Elna Katrín sagði að þrátt fyrir undirritaða viðræðuáætlun frá því í lok júní sl. hefði fjármálaráðherra ekki enn skipað formlega í samninga- nefnd. Engu að síður væru samn- ingaviðræður í gangi. Elna Katrín sagðist líta þetta alvarlegum augum unin sé að endurskoða lögin en sú endurskoðun getur ekki farið á fullt skrið fyrr en auðlindanefndin skilar af sér. Nú er ríflega ár liðið af kjör- tímabilinu og mann er óneitanlega tekið að lengja eftir niðurstöðunni." Viðkvæm mál Sjávarútvegsráðherra segist gera sér grein fyrir að um viðkvæm mál sé að ræða og_því taki þessi vinna lang- an tíma. „Eg vona bara að nefndin skili af sér niðurstöðu sem er til þess fallin að um hana myndist góð sátt - víðtækari sátt en verið hefur hingað til um fiskveiðistjómunina - og að sá rúmi tími sem nefndin hefur haft hafi Valur segir þó að leikurinn hafi ver- ið jafn og spennandi. Islenska liðið hefur á að skipa Pakistana, tveimur Áströlum, Englendingi og Indveija en þrír mannanna eru giftir íslensk- um konum. Fimmenningamir eru allir búsettir hér á landi en þeir hafa iðkað krikket frá barnsaldri. Krikket er liðaíþrótt þar sem tvö lið, hvort með ellefu leikönnum, leika sín á milli. í reglum sem þýdd- ar hafa verið á íslensku segir að þó svo að leikfyrirkomulag og reglur krikkets séu frábrugðnar hafna- bolta, þá sé hugmyndin sú sama. Liðin slá hvort í sínum lotum og reyna að skora stig meðan and- því aðeins mánuður væri þar til deil- an færi til sáttasemjara, miðað við viðræðuáætlunina. Fundað var með fjármálaráðherra í gær vegna þessa og sagði Elna Katrín að ráðherra hefði haft góð orð um að leggja fram lista yfir samninganefndina fljótlega. Aðspurð um helstu kröfur fram- gert það að verkum að meiri likur séu en ella á að þessi sátt náist og verði viðvarandi." Auðlindanefnd var kjörin á Alþingi 2. júní 1998 og er ætlað að fjalla um auðlindir sem eru eða kunna að verða þjóðareign og kanna möguleika á að nota auðlindagjald til að tryggja að afrakstur sameiginlegra auðlinda skili sér á réttmætan hátt til þeirra sem hagsmuna hafa að gæta. Skilaði nefndin áfangaskýrslu í mars í fyrra og kom þá fram í máli formanns hennar, Jóhannesar Nordals fyrrver- andi Seðlabankastjóra, að starf henn- ar hefði verið verulega umfangs- meira en margir ætluðu í upphafi. stæðingamir spila úti á vellinum og reyna að binda enda á leik sláttuliðs- ins. Þegar bæði lið hafa slegið í jafn mörgum lotum, (annaðhvort einni eða tveimur, fer eftir skilyrðum leiksins), vinnur það lið sem hefur fleiri stig (,,hlaup“). Reglumar era mun ítarlegri og talsvert flóknar. Valur segir að þeir félagamir hafi æft krikket af krafti frá því í vor eft- ir að Alþjóða krikketsambandið gaf þeim búnað. Stefna sambandsins er að breiða íþróttina út til fleiri þjóða. Rangt var frá því greint í blaðinu á sunnudag að leikuriim færi fram þann dag. Hann fór fram sl. laugar- dag. Beðist er velvirðingar á þessu. haldsskólakennara sagði Elna Katr- ín að þær sneru einkum að leiðrétt- ingu dagvinnulauna fyrir núgildandi samningstíma. Miðað við upplýsing- ar frá Kjararannsóknanefnd opin- berra starfsmanna hefðu framhalds- skólakennarar dregist verulega aftur úr öðrum hópum háskólamanna í Forseti Finnlands til Islands FORSETI Finnlands Tarja Halonen og eiginmaður hennar Pentti Ara- jaivi koma í opinbera heimsókn til íslands þriðjudaginn 19. september næstkomandi í boði forseta íslands Ólafs Ragnars Grímssonar. Ásamt því að taka þátt í dagskrá á Bessa- stöðum og i Reykjavík fer forsetinn í sérstaka heimsókn til Akureyrar. Heimsóknin hefst þriðjudaginn 19. september með hátíðlegri móttöku- athöfn á Bessastöðum að viðstaddri ríkisstjórn íslands og handhöfum forsetavalds. Að loknum viðræðum forseta Finnlands og forseta íslands munu þeir halda sameiginlegan fréttamannafund á Bessastöðum. Síðar sama dag heimsækja forseti Finnlands og forseti íslands Alþingi í boði forseta Alþingis. Um kvöldið er hátíðarkvöldverður á Bessastöðum til heiðurs forsetahjónunum. 20. september á forseti Finnlands fund með Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra og að honum loknum verð- ur haldið til Þingvalla. Þar mun for- seti Finnlands gróðursetja tré í Vinalundi og ganga niður Álmanna- gjá. Frá Þingvöllum liggur leiðin aft- ur til Reykjavíkur þar sem forsætis- ráðherra býður til hádegisverðar. Síðar sama dag tekur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á móti forseta Finnlands í Höfða. Síð- an verður kynnt sameiginlegt verk- efni á vegum menningarborganna Reykjavíkur og Helsinki á sviði tölvufjarskipta. Dagskránni þennan dag lýkur með móttöku forseta Finn- lands og eiginmanns hennar. Formlegri leit hætt LÖGREGLAN í Reykjavík hefur hætt skipulagðri leit að Elvari Emi Gunnarssyni. Síðast spurðist til Elv- ars hinn 6. ágúst sl. en þá sást hann við JL-húsið í vesturbænum. Jónas Hallsson aðstoðai-yfirlögregluþjónn segir að leitarsveitir hafi gengið fjör- ur frá Gróttu að Laugarnesi auk þess sem leitað var á sjó og grennslast fyrir um hvort hann hafi farið til út- landa. Leitin hefur ekki borið árang- ur. Lögreglan hefur kannað fjölda ábendinga sem bárust frá fólki sem taldi sig hafa séð Elvar eða mann sem svipaði til lýsingar lögreglu. launum frá árinu 1997. Til þess eins að jafna þennan mun upp þyrftu um- samin mánaðai’laun fyrir dagvinnu að hækka um 34,1%, miðað við með- altalslaun. Yfirvinnan eykst Elna Katrín sagði þennan mun einnig áhugaverðan í ljósi þess hve hlutfall yfirvinnu í dagvinnulaunum framhaldsskólakennara hefði aukist mikið á þessu tímabili, í samanburði við aðra háskólamenntaða starfs- menn hins opinbera. í öðrum störf- um væri yfirvinnan að minnka. „Hinn meginþátturinn í þessum kjaravið- ræðum er áhrif nýrrar aðalnámskrár á störf kennara í framhaldsskólum. Breytingarnar eru mun meiri en í grunnskólunum," sagði hún. Morgunblaðið/Jim Smart Lið íslands og Oxford í krikket eigast við. Unnu lið frá Oxford í krikket Framhaldsskólakennarar í viðræðum um nýjan kjarasamning Hafa dregist aftur tír öðrum háskólamönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.