Morgunblaðið - 12.09.2000, Side 21

Morgunblaðið - 12.09.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 21 VIÐSKIPTI Mánaðarskýrsla viðskiptastofu Landsbanka Íslands Gert ráð fyrir lækk- andi hlutabréfaverði Sjóvá-Almennar hf. Starfsmönnum boðnir kaupréttarsamningar STJÓRN Sjóvár-Almennra trygg- réttarsamninga við starfsmenn inga hf. hefur ákveðið að bjóða öllum fastráðnum starfsmönnum félagsins kaupréttarsamninga til þriggja ára í samræmi við lög sem Alþingi hefur nýverið sam- þykkt. Verður hámarkskauprétt- ur hvers starfsmanns 600 þúsund krónur á ári að markaðsvirði. Starfsmenn geta nýtt kaupréttinn ári eftir að hann verður til og skilyrði er að þeir eigi hlutabréf sín í tvö ár í samræmi við ákvæði laganna. Samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá-AImennum hefur félagið, fyrst íslenskra vátryggingafélaga, nú fengið staðfestingu ríkisskatt- stjóra á áætlunum sínum um kaup- sína. Félagið mun nota eigið hluta- fé til þessara samninga. Með kaup- réttarsamningum vill stjórn fé- lagsins skapa aukinn hvata og umbun fyrir að stuðla að auknum vexti og hagsæld félagsins til lengri tíma litið og stuðla enn frekar að því að starfsmenn fyrir- tækisins séu jafnframt eigendur þess, en starfsmenn hafa tvö síð- ustu ár fengið hlutabréf í félaginu í kaupauka. Jafnframt telur stjórnin að kaupréttarsamningur sé mikilvægur þáttur í því að laða til sín og halda góðu starfsfólki með eftirsóknarverðu launakerfi og gera Sjóvá-Almennar að enn betri vinnustað. Virði Landssímans GSM og Tals hf. miðað við Tele Danmark Mobil í MÁNAÐARSKÝRSLU við- skiptastofu Landsbanka íslands, sem út kom í gær, er því spáð að verðbólga í septembermánuði verði um 0,5% og neysluverðsvís- italan hækki í 200,1. Gangi þetta eftir verður vísitalan orðin jöfn því sem hún var í júlí, en í ágúst lækk- aði hún um 0,5%. Gert er ráð fyrir að vísitala krónunnar verði á bilinu 112,5-115 á næstu mánuðum en geti í ein- staka tilfellum orðið allt að 116 stig. í skýrslunni segir að einkum þurfi að hafa tvennt í huga þegar spáð er fyrir um líklega gengisþró- un. Annars vegar sé vaxtamunur mikill milli íslands og helstu við- skiptalanda og komi hann í veg fyrir mikla gengislækkun. Hins vegar er nefnt að viðskiptahallinn sé flestum mikið áhyggjuefni. Til lengri tíma litið hljóti gengið að lækka sé þjóðarbúið rekið með svo miklum halla. Þó séu ýmis jákvæð teikn á lofti, svo sem afgangur af ríkissjóði, minni eftirspurn á fast- eignamarkaði og samdráttur í bíla- innflutningi. Hagnaður félaga á VÞÍ 39% undir spám Skýrsluhöfundar spá því að ávöxtunarkrafa 40 ára húsbréfa muni sveiflast á bilinu 5,45%- 5,65% á næstu vikum. Jafnframt er gert ráð fyrir að ávöxtunarkraf- an muni fara lækkandi til lengri tíma litið. Þá er gert ráð fyrir að hluta- bréfaverð muni almennt fara held- ur lækkandi á næstu vikum, enda hafi ytri aðstæður á fyrstu tveimur mánuðum seinni hluta ársins ekki batnað að ráði. I skýrslunni segir að hagnaður félaga á VÞÍ hafi verið 39% undir spám verðbréfafyrirtækjanna, sem þó hafi gert ráð fyrir minni hagn- aði en í fyrra. Aðeins lyfjagreinin hafi skilað hagnaði umfram vænt- ingar og sjávarútvegurinn hafi valdið mestum vonbrigðum. Aukið upplýsingaflæði gæti bætt verðmyndun Sagt er að sú spurning hljóti óhjákvæmilega að vakna hvort væntingar markaðsaðila hafi verið óeðlilega háar eða hvort félögin hafi almennt skilað verri afkomu en búast hefði mátt við. Bent er á að einungis lítill hluti félaga á VÞÍ birti afkomuáætlanir en aukið upp- lýsingaflæði frá félögunum gæti dregið úr óraunhæfum væntingum og bætt verðmyndun. Þess er einnig getið að fleiri félög mættu birta milliuppgjör fyrir hvern árs- fjórðung svo fjárfestar gætu oftar lagt mat á þau. Velta á VÞÍ hefur tvöfaldast á milli ára á fyrstu 8 mánuðum árs- ins, að því er segir í skýrslu Landsbankans. Þó hafi veltan ver- ið minni í júlí og ágúst á þessu ári en í fyrra og sú staðreynd að milli- uppgjör voru undir væntingum er nefnd sem hugsanleg skýring á þessu. Erfitt hjá Eimskipafélaginu og Flugleiðum I skýrslunni er einnig fjallað um einstakar atvinnugreinar og fyrir- tæki. Sagt er að rekstrarskilyrði samgöngufyrirtækjanna hafi verið mjög óhagstæð það sem af er ár- inu. Eimskipafélagið og Flugleiðir eru í þessum flokki og um hið fyrr- nefnda segir að horfur í rekstri fé- lagsins séu áfram óhagstæðar og ljóst að talsvert þurfi að hagræða og endurskipuleggja til að Eim- skip geti talist eftirsóknarverður fjárfestingarkostur. Um Flugleiðir er sagt að þar sem ytri skilyrði hafi ekki batnað að ráði í júlí og ágúst megi ganga út frá því að fé- lagið muni áfram eiga erfiðan róð- ur framundan. Afkoma í upplýsingageiranum var samkvæmt skýrslu Landsbankans almennt ágæt á fyrri helmingi ársins. Um Tækni- val segir meðal annars að velta á starfsmann hafi aukist um 44%, en jafnframt kemur fram að sé gert ráð fyrir sama hagnaði á seinni helmingi ársins fáist V/H-hlutfallið 22, sem sé nokkuð hátt miðað við vöxt rekstrartekna. Opin kerfi hafa hæsta V/H-hlutfallið í grein- inni, en í skýrslunni segir þó að fé- lagið standi vel undir þessu háa verði og að það hljóti að teljast vænlegur fjárfestingarkostur. FARSÍMAHLUTI danska síma- fyrirtækisins Tele Danmark er tal- inn um 500 milljarða íslenskra króna virði og viðskiptavinir fyrir- tækisins eru samtals um 3,5 mil- ljónir. Samkvæmt þessu mætti meta virði hvers viðskiptavinar farsímahluta Tele Danmark um 143.000 krónur. Eins og fram hef- ur komið er ráðgert að skipta Tele Danmark niður í fleiri sjálfstæð fyrirtæki, en farsímahluti fyrir- tækisins verður ekki til sölu. Ef reiknað er með að virði hvers viðskiptavinar Landssímans GSM og Tals hf. sé það sama og matið á virði hvers viðskiptavinar Tele Danmark Mobil, fæst að virði Landssímans GSM sé um 18,0 milljarðar króna og virði Tals hf. um 7,1 milljarður. Þá er tekið mið af því að fjöldi viðskiptavina Landssímans GSM er um 126 þús- und og gert ráð fyrir að fjöldi við- skiptavina Tals hf. sé um 50 þús- und talsins. Sólarhrings- vakt hjá S24 UM SÍÐUSTU helgi var fjallað um hinn danska Basisbank og Netbank- ann íslenska. Hér á landi er starf- andi annar banki sem byggist á svip- aðri hugmynd og þessir tveir og er það S24, sem er í eigu Sparisjóðs Hafnarfjarðar og er rekinn sem sjálfstæð rekstrareining innan hans. I bönkum sem þessum afgreiðir viðskiptavinurinn sig sjálfur, yfir- leitt á Netinu, og er með því reynt að halda kostnaði niðri til að geta boðið betri kjör. í S24 eru innlánsvextir 9,2-11,8% og útlánsvextir 14% eða 16,5%, eftir því hvort viðskiptavinur- inn er með gullkort eða hefðbundið kort. Svarað er í símann og veitt þjónusta allan sólarhringinn hjá S24. Nýtt 08, SCHtlLEft /// COSMtTlCS Ík«' Innflytjandi: Pharmaco hf. Þroskuö húð þarfnast einstakrar meðhöndlunar. Nýja Natura Vital andlitslinan frá Apotheker Scheiier nærir og meðhöndlar húðina með náttúrulegum innihaldsefnum. Grænt te og Ginseng styrkja endurnýjunarferli húðarinnar, vernda hana og draga úr öidrun. Njóttu náttúrunnar með Natura Vital snyrtivörum. qJUzidLejyÁJUi kcutpjcutki MEÐAN BIRGÐIR ENDAST EF KEYPTIR ERU TVEIR HLUTIR í LÍKAMSLINUNNI Cb LYFJ A Lyfja fyrir útlitið Lágmúla Sími 533 2308 Við höfum tekið okkur upp... ...og opnað í Skipholti 50d MP Verðbréf hf. voru stofnuð fyrir rösku ári. Ört vaxandi umsvif hafa leitt til þess að fyrirtækið flyst nú í nýtt og rúmbetra húsnæði á 2. hæð í Skipholti 50d. Á nýju skrifstofunni er lögð áhersla á nútímalega umgjörð um þjónustu og ráðgjöf I aðlaðandi umhverfi. VERÐBRÉF þrotlaus þekkingarleit MP Verðbréf hf, Skipholti 50d, sími 540 3200, fax 540 3201, mottaka@mp.is, www.mp.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.