Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INDRIÐIGUÐMUNDUR
ÞORS TEINSSON
+ Indriði Guðmundur Þor-
steinsson, rithöfundur og
fyrrverandi ritstjóri, fæddist
í Gilhaga í Lýtingsstaða-
hreppi í Skagafirði 18.4.
1926. Hann lést á Sjúkrahúsi
Suðurlands aðfaranótt
sunnudagsins 3. september
siðastliðins. Foreldrar hans
voru Anna Jósefsdóttir, f.
16.4. 1897, d. 30.4. 1985 og
Þorsteinn Magnússon, f. 18.6.
1885, d. 13.2. 1961. Systkini
Indriða eru Helga, f. 12.12.
1927, d. 15.3. 1929 og Helga,
f. 15.8.
Indriða voru Arnaldur Valf-
oss Jónsson, f. 29.9. 1919, d.
3.3. 1948 og Þorbergur Þor-
steinsson, f. 2.10. 1908, d.
20.5.1989.
Árið 1956 kvæntist Indriði
Þórunni Ólöfu Friðriksdótt-
ur, f. 7.12. 1931. Þau skildu.
Foreldrar hennar voru
Friðrik Valdimar Ólafsson
skólastjóri, f. 19.2. 1895, d. 19.9.
1962 og Lára Mikkaelína Sigurð-
ardóttir, f. 11.6. 1899, d. 30.11.
1967. Börn Indriða og Þórunnar
eru: 1) Friðrik blaðamaður, f. 8.6.
^ 1957, búsettur í Kaupmannahöfn;
2) Þorsteinn Guðmundur, Iektor í
íslensku við háskólann í Björgvin,
f. 27.6. 1959, kona hans er Elín
Bára Magnúsdóttir bókmennta-
fræðingur. Börn þeirra eru: a)
Lára Margrét, f. 17.2. 1995 og b)
Indriði Guðmundur, f. 29.4. 2000;
3) Arnaldur, sagnfræðingur og rit-
höfundur, f. 28.1. 1961, kona hans
er Anna Fjeldsted kennari. Þeirra
börn eru: a) Örn, f. 1.8. 1984, b)
Þórunn, f. 28.11.1986 ogc) Indriði,
f. 13.12. 1994; 4) Þór, f. 18.3. 1966.
‘ Hann á eina dóttur, Rósu, f. 31.1.
1994.
Eftirlifandi sambýliskona Indr-
iða er Hrönn Sveinsdóttir, f. 31.5.
1936. Hún var gift Bjama Ólafi
Helgasyni, f. 7.5.1930, d. 9.2.1983.
Börn þeirra eru: 1) Hclga, f. 18.12.
1956; 2) Sveinn Frímann, f. 1.8.
1960; 3) Berglind, f. 15.12. 1964 og
4) Svava,f. 11.8.1966.
Indriði stundaði nám við
Menntaskólann á Akureyri 1940-
1941 og síðar við Héraðsskólann á
Laugarvatni 1942-1943. Hann
vann við verslunarstörf 1943-
1945, var bifreiðarstjóri 1945-
1947 og lausamaður í Skagafirði
1947-1950. Hann starfaði sem
blaðamaður á Tímanum 1951-
1959, en fór þá á Alþýðublaðið. Á
árunum 1961-1972 var hann rit-
stjóri Tímans. Árið 1972 var hann
ráðinn framkvæmdastjóri þjóðhá-
tíðar 1974. Frá 1975 til dauðadags
vann hann við ritstörf, að undan-
skildum árunum 1987-1991 er
hann varð á ný ritstjóri Tímans.
Indriði lét mjög til sín taka í menn-
ingar- og þjóðmálum alla tíð, bæði
í ræðu og riti.
Eftir Indriða liggur ljöldi verka;
skáldsögur, smásögur, ævisögur,
minningarþættir, þýðingar og
annað efni. Skáldsögur hans era:
79 af stöðinni (1955), Land og synir
(1963), Þjófur í paradis (1967),
Norðan við stríð (1971), Unglings-
vetur (1979) og Keimur af sumri
(1987). Smásagnasöfn hans eru:
Sæluvika (1951), Þeir sem guðimir
elska (1957), Mannþing (1965),
Vafurlogar (úrval, 1984) og Átján
sögur úr álfheimum (1986). Indriði
birti einnig margar af smásögum
sínum í blöðum og tímaritum. Að
auki skrifaði Indriði eftirtaldar
ævisögur: Áfram veginn (ævisaga
Stefáns íslandi, 1975), Fimmtán
gírar áfram (ævisaga Péturs á
Hallgilsstöðum, 1981), J.S. Kjarval
ævisaga (1985), Skýrt og skorinort
- bókin um Sverri Hermannsson
(1989) og ævisögu Hermanns Jón-
assonar í tveimur bindum. Fyrra
bindið nefnist Fram fyrir skjöldu
(1990) en seinna bindið Ættjörð
mín kæra (1992). Minningarþættir
eftir Indriða eru: Samtöl við Jónas
(1977) og Söngur lýðveldis (1997).
Indriði þýddi m.a. eftirfarandi
verk: Ekki af einu saman brauði
(eftir skáldsögu Vladimirs Dud-
entsevs), Beðið eftir Godot (Sam-
uel Beckett), Leiguhjallur (Tenn-
essee Williams) og Ó, þetta er
indælt stríð (Joan Littlewood og
Charles Hilton). Af öðrum verkum
Indriða má t.d. nefna Dagbók um
veginn (Ijóðabók, 1973), Utlagann
(kvikmyndasaga, 1981), sögu þjóð-
hátíðarinnar 1974 í tveimur bind-
um (1987) og Húðir Svignaskarðs
(leikrit, 1988).
Heildarsafn skáldverka Indriða
vargefíð út 1992.
Indriði var einn af frumkvöðlum
íslenskrar kvikmyndagerðar og á
síðasta ári var hann sérstaklega
heiðraður af samtökum kvik-
myndagerðarmanna fyrir framlag
sitt til hennar. Hann sat í stjórn
kvikmyndafélagsins Edda-film,
sem m.a. framleiddi kvikmynd eft-
ir skáldsögunni 79 af stöðinni og
var formaður þess frá 1976. Hann
var einn af stofnendum kvik-
myndafyrirtækisins Isfilm sem
m.a. gerði kvikmyndirnar Land og
syni (1980) og Útlagann (1981).
Indriði hlaut margháttaðar við-
urkenningar fyrir ritstörf sín.
Bækur hans voru tilnefndar til
Norðurlandaráðsverðlauna, hann
hlaut Silfurhestinn, Bókmennta-
verðlaun dagblaðanna, 1971 og
var í heiðurslaunaflokki lista-
manna.
Indriði var formaður Varðar,
Félags ungra sjálfstæðismanna, á
Akureyri 1944-1946, formaður
Blaðamannafélags íslands 1960,
formaður Félags íslenskra rithöf-
unda 1962, ritari þjóðhátíðar-
nefndar 1967-1975, formaður
rithöfundaráðs 1977, í útgáfuráði
Almenna bókafélagsins frá 1969, í
stjórn Menningarsjóðs útvarps-
stöðva og í orðunefnd. Þá var hann
virkur félagi í Lionsklúbbnum Þór
til margra ára.
Útför Indriða G. Þorsteinssonar
fer fram frá Dómkirkjunni í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður frá Goðdalakirkju-
garði 15. september kl. 14.
Það fór ekki milli mála að vini mín-
um var brugðið þegar fundum okkar
bar síðast saman fyrir skemmstu.
Raunar virtist Indriði ekki ganga
heill til skógar hin síðari misserin,
eða frá því sem hann gekkst undir
mikla læknisaðgerð vegna æðasjúk-
dóms. Að vísu var hann þar um fá-
talaður, því hann hafði sízt til siðs að
ota kaunum sínum, enda skagfirzkt
karlmenni og ókvalráður að allri
gerð.
Kunningsskapur okkar átti sér
ekki langa sögu. Náði réttum fimm-
tán árum. Hann hófst samtímis því
að undirrituðum var skákað í emb-
ætti menntamálaráðherra. Brá hann
þá á það ráð að kalla til liðs við sig þá
menn sem hann taldi ráðhollasta og
margvísasta um íslenzk menningar-
mál. Héðan í frá þarf það ekki að
vera neitt leyndarmál hverjir skip-
uðu þann flokk manna, en það voru
þeir Gylfi Þ. Gíslason, Jóhannes
Nordal, Matthías Johannessen og
Indriði G. Þorsteinsson. Fram til
dauðadags Indriða hélt þessi fimm-
menningaklíka hópinn með alltíðum
fundum, þar sem menn kostgæfðu
þjóðmálin. í þeim efnum var Indriði
ekki eftirbátur annarra, enda
skyggn vel og gagnmenntaður.
"'Paulkunnugur íslenzku þjóðlífi og
kunni á málum skil svo sem glöggt
kemur fram í ritverkum hans. Atti
enda alllangan feril að baki sem rit-
stjóri dagblaðs, en fá störf eða engin
gefa gáfuðum mönnum gleggri inn-
sýn í líf og starf þjóðar.
Nafn Indriða G. Þorsteinssonar
mun lifa um aldir vegna þeirra af-
Peka sem honum tókst að vinna á
sviði ritlistarinnar. Þar vann hann
sér veglegan sess og skipaði sæti
meðal fremstu ritsnillinga þjóðarinn-
ar á öldinni sem er senn á enda kljáð.
Hann braut ísinn með smásögunni
Blástör, sem verðlaun hlaut í sam-
keppni í Samvinnunni á sínum tíma
og mátti þá strax greina listamanns-
tökin á pennanum. Fljótlega rak
hvert stórverkið annað: Sjötíu og níu
af stöðinni, Land og synir, Þjófur í
Paradís, Norðan við stríð o.s.frv. sem
of langt mál yrði upp að telja, enda
eflaust aði-ir, sem gera munu rit-
verkum Indriða verðug skil. Þá var
Indriði mikill forvígismaður um ís-
lenzka kvikmyndagerð.
Land og synir er bók þess sem hér
heldur á penna. Hún er örlagasaga
um þá tíma sem hann þekkti, rituð af
ótrúlegu raunsæi og virðingu fyrir
viðfangsefninu, sem var íslenzka
þjóðlífsbyltingin fyrir og um miðja
öldina. Nærgöngul harmsaga, snilld-
arlega samin af gjörkunnugum
manni sem skildi sinn vitjunartíma
og þjóðar sinnar.
Það var að sönnu harmsefni að fá
ekki fleiri færi á að blanda geði við
góðskáldið. Það er þó huggun harmi
gegn að geta gengið á vit hans í bók-
um hans. Þar er hann sjálfan að
finna, rithöfundinn, sem auðgaði
þjóð sína með verkum, sem óbrot-
gjörn munu standa um aldir. Upp-
sprettulindir til handa þeim sem vilja
kynnast sögu þjóðar sinnar og til-
finningum hennar á mestu umbrota-
tímum sem hún hefir lifað.
En - Guð gefi honum raun lofi
betri.
Sverrir Hcrmannsson.
Náttúran skartaði sínu fegursta
og Aðaldalurinn, kjarri vaxinn með
sína einkennilegu hraundranga og
Kinnarfjöllin í baksviðinu, í allri sinni
dýrð, tók á móti föður mínum og
veiðifélögum hans þegar þeir nálguð-
ust áfangastaðinn, Laxamýri í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu. Þetta voru engir
venjulegir „generalar" ferðafélag-
arnir. Faðir minn, Jakob V. Haf-
stein, hafði veitt í Laxá í áratugi en
með honum voru Magnús Helgason,
forstjóri málningarverksmiðjunnar
Hörpu, Bragi Eiríksson hjá Skreið-
arsamlaginu, knattspyrnugoðið Al-
bert Guðmundsson og skáldið Indr-
iði G. Þorsteinsson. Við bræðurnir,
ég og Jakob, og Helgi, sonur Magn-
úsar, fengum að fara með á þennan
einstaka stað með þessum höfðingj-
um, sem þá þegar, að minnsta kosti
sumir hverjir, voru orðnir þjóð-
þekktir menn. Og ekki tók minna við
þegar sest var niður eftir kvöldmat
og „karlarnir" fór að segja frá ævin-
týrum dagsins og þar með veiðisögur
svo ógurlegar að ekki nokkur maður
hefði trúað þeim nema við strákarn-
ir, enda var þetta þvílíkt ævintýri að
öðru eins höfðum við aldrei kynnst.
Þessar ferðir stóðu yfir i ein tíu ár og
þarna á bökkum Laxár í Aðaldal, fyr-
ir hartnær fjörutíu árum, kynntist ég
Indriða G. Með okkur tókst ævilöng
vinátta.
Næstu árin hittumst við meira fyr-
ir tilviljun, enda Indriði störfum
hlaðinn við ritstörf og ritstjórn Tím-
ans, áhugamaður og frumkvöðull um
kvikmyndagerð, tók þátt í fiskirækt-
arævintýrum og margt fleira.
Áhugamálin voru mörg. En þetta
átti eftir að breytast. Á seinni árum
hittumst við oft og leitaði ég til hans
við ýmis tilefni og þannig var það fyr-
ir tæpum fimm árum þegar mér var
boðið að taka að mér starf fram-
kvæmdastjóra kristnihátíðarnefnd-
ar. Indriði hafði verið kjörinn af Al-
þingi til setu í þjóðhátíðarnefnd
vegna 1100 ára afmælis íslands-
byggðar árið 1974 og síðar tók hann
að sér að vera framkvæmdastjóri
þeirrar hátíðar. Af þeim sex stórhá-
tíðum sem verið hafa á Þingvöllum
var 1100 ára afmælið sú fjölmenn-
asta og tókst í alla staði með miklum
ágætum. Það var því í hafsjó af
reynslu og þekkingu að sækja þar
sem Indriði var. Af ýmsum ástæðum
var ég ekki viss um hvort ég vildi
taka þetta verkefni að mér. Indriði
hvatti mig eindregið, en hann leyndi
mig heldur engu. Hann sagði mér að
það yrðu mörg ljón á veginum og það
væri alltaf þannig að þegar stórhá-
tíðir væru framundan kæmu fram á
ritvöllinn einstakir ergelsis- og nið-
urrifspennar sem fyndu að öllu.
Indriði benti mér einnig á hve þýð-
ingarmikið það væri fyrir hinar
dreifðu byggðir landsins að hátíða-
höldin væru ekki eingöngu í Reykja-
vík og á Þingvöllum heldur um allt
land.
Hann ráðlagði mér að heimsækja
menn í sem flestum héruðum lands-
ins í þeim tilgangi að undirbúa há-
tíðahöld sem víðast. Allt gekk þetta
eftir og reyndust öll hans ráð og
ábendingar minn besti ferðasjóður.
Indriði var einn af þeim mönnum
sem settu svip á mannlífíð. Hann
hafði áhrif á samtíð sína bæði sem
rithöfundur og ritstjóri. Eftir hann
liggur fjöldi ritverka, skáldsögur,
ævisögur og önnur verk sem eru
mörg þannig að þjóðin væri fátækari
ef þau væru ekki til. Auðvitað eru
verk Indriða umdeilanleg eins og oft
vill verða um stærri rithöfunda en
enginn getur neitað því að fáum ís-
lenskum skáldum á síðri hluta tutt-
ugustu aldar hefur tekist jafn
meistaralega að lýsa því sem var og
er að hverfa úr íslensku mannlífi og
gert það jafn ljóslifandi og Indriði
gerir í mörgum verka sinna. Þetta
tekst honum með miklum ágætum
t.d. í skáldsögunum Þjófur í Paradís
og Norðan við stríð. Um ævisögur
gildir annað og þá sérstaklega þegar
um stórbrotna einstaklinga er að
ræða eins og í ævisögu Indriða um
Jóhannes S. Kjarval, einn mesta og
stórbrotnasta listamann þjóðarinn-
ar, því verki skilaði Indriði einstak-
lega vel. Oftast eru menn dæmdir af
verkum sínum og svo mun verða um
skáldið Indriða G. Þorsteinsson „en
verkin standa þó maðurinn falli“.
Þannig mun rödd Indriða ekki
þagna, hún mun lifa áfram með þjóð-
inni í verkum hans.
Síðast bar fundum okkar saman á
föstudegi rúmum sólarhring áður en
hann lést. Við sátum yfir kaffibolla
og ræddum um líðandi stund, menn
og málefni og pólitíkina. Indriði var
skemmtilegur maður, fróður og
næmur á umhverfið. Hann hafði
kynnst mörgum og tekið þátt í
mörgu og fannst mér hann því oft
næmari en margir aðrir menn sem
ég hef kynnst á lífsleiðinni á hvað
klukkan sló hjá þjóðarsálinni. Hann
var ánægður með forustumennina á
stjórnarheimilinu. Þetta væru hæfi-
leikamenn og þetta hafði gengið
nokkuð bærilega. Hann hafði lifað
tímana tvenna og orðið vitni að öllum
þeim miklu breytingum á íslensku
þjóðlífi og mannlífi sem yfir gengu
síðustu hálfa öldina og hann hafði á
sinn hátt lýst þessum miklu umskipt-
um í mörgum skáldverkum sínum.
Hann vissi sem var að jafnvægi og
festa væru þýðingarmikil atriði þeg-
ar hinar öru tæknibreytingar nútím-
ans væru annars vegar. Rótleysi
þeirra sem flökkuðu á milli stjórn-
málaflokka og skiptu um skoðun um
leið áttu ekki mikið upp á pallborðið.
Og eins og venjulega spurði ég og
hann svaraði og ég spurði meir.
Þannig leið eftirmiðdagurinn, við
kvöddumst og að venju með virktum.
Það kom því verulega á óvart þegar
það fréttist tveimur dögum síðar að
þá um nóttina hefði Indriði látist.
Mannlífið verður fátækara að
Indriða gengnum. Þeir sem kynntust
honum munu minnast hans með mik-
illi hlýju og virðingu. Indriði G. Þor-
steinsson var góður maður, mikill
hæfileikamaður og er hans nú sárt
saknað. Sambýliskonu Indriða, son-
um hans og öllum öðrum ástvinum
sendi ég mínar dýpstu samúðar-
kveðjur. Hvíli hann í Guðs friði.
Júlíus Hafstein.
því gestaboði skálda og hlaðvarpa-
spekinga sem lengi hefur staðið í
Lambhúsinu í Eden í Hveragerði var
Indriða G. Þorsteinssonar alltaf beð-
ið með eftirvæntingu, enda var hann
þar mikill aufúsugestur.
Indriði var þó alla tíð þeirrar gerð-
ar að ekki var hægt að stilla klukk-
una eftii' honum. Rétt eins og köttur-
inn fór hann sinna eigin ferða. Hann
kom þegar það hentaði og var farinn
þegar nóg hafði verið rætt að hans
mati.
Það fór ekki framhjá neinum þeg-
ar hann renndi í hlað. Fákur hans,
Chrysler New Yorker, þurfti sitt
pláss á bílastæðinu. Það tók hann oft
drykklanga stund að komast alla leið
að kaffiborðinu, hann þurfti að heilsa
uppá fólk, kaupa sér dagblað og
vindil dagsins. Hann fór ekki hratt
yfir.
Til að sjá fyrir ókunnuga virtist
hann nokkuð vegmóður síðustu miss-
erin, það voru þó aðeins fæturnú'
sem voru farnir að gefa sig, að öðru
leyti var hann vel á sig kominn,
nokkuð beinn í baki og þverslaufan
og hatturinn alltaf á sínum stað.
Við Indriði tengdumst góðum vin-
áttuböndum fljótlega eftir að hann
fluttist til Hveragerðis. Kunnings-
skapur okkar hófst með smá spjalli
yfir búðarborðið. Vinskapur okkar
átti sér rólega byi'jun en varð nánari
með árunum. Það voru í raun for-
réttindi að kynnast Indriða og njóta
þess fróðleiks og þeirra menntandi
áhrifa sem hann flutti með sér og bar
í persónu sinni. Hafsjór af sögum og
frásögnum sem tengdust lífi hans og
starfi sem ritstjóra og skálds komu
upp á yfirborðið í spjalli okkar, ekki
síst þegar við höfðum næðistund
tveir saman.
Indriði var flestum mönnum betur
að sér um gerjun íslenskra stjórn-
mála síðustu sex áratugi aldarinnai'.
Hann var persónulega kunnugur
þeim stjórnmálamönnum sem höfðu
áhrif á framvindu mála og gaf þeim
sína einkunn. Andstæðingar í pólitík
nutu alltaf sannmælis því hann mat
menn eftir skynsemi þeirra og far-
sæju gáfnafari.
I pólitískum skrifum sínum þessa
áratugi var hann hugaður sem ljón
og alltaf tilbúinn í bardagann, enda
afburða næmur á menn og málefni.
Hafði hárbeittan penna og var óvæg-
inn og ögrandi. Eftir áratuga lestur á
greinum hans um íslensk stjórnmál
kom það þægilega á óvart við pers-
ónuleg kynni, hvað hann var hlýr og
ljúfur maður. Samfara frjórri og
djarfri hugsun og sterkum vilja var
ljúfmennskan honum jafn eðlislæg
og að draga andann.
Heimur Indriða var stór og náði
langt út fyrir skrif hans sem ritstjóra
um átakamál líðandi stundar. Gam-
alt íslenskt þjóðlíf var ríkur þáttur í
huga hans. Sem ungur maður varð
hann eins og fleiri af hans aldurs-
flokki landflótta í þeim skilningi að
rót stríðsáranna á allt líf í landinu
hafði þau áhrif að átthagarnir, sveit-
in hans fyrir norðan, hafði ekki leng-
ur uppá neitt að bjóða sem hugur
hans og metnaður stóð til. Það vott-
aði því oft fyrir trega í tali hans þeg-
ar hann minntist gömlu tímanna.
Hann var maður hinna gömlu
gilda. Unni landsbyggðinni og því
gamla þjóðlífi sem hann þekkti sem
bai'n og ungur maður. íslensk saga
og þjóðmenning var honum mjög
hugleikin og hann hafði áhyggjur af
íslenskri tungu og menningu.
Ef rétt er munað var nýlega sagt
um hann í umfjöllun í ágætu blaði „að
hið alþýðlega viðmót hans hafi ekki
verið við hæfi í hópi menntamanna".
Það var nákvæmlega þetta viðmót
sem sýndi okkur hans innri mann,
hann sjálfan, manneskjuna og skáld-
ið sem hafði tilfinningu og skilning á
þeirri veröld sem hann hrærðist í.
Tilfinningu íyrir því mannlega, fyrir
fólkinu og þjóðinni og þeim jarðvegi
sem hann var sprottinn úr. Það voru
þessir eðlishættir sem gerðu hann
skyggnan og um leið að skáldi.