Morgunblaðið - 12.09.2000, Side 60

Morgunblaðið - 12.09.2000, Side 60
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Tilboðs- barnamyndatökur í september margir möguleikar frá kr. 5.000 Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Haustvörurnar komnar Verðdæmi: Jakkar Stuttir jakkar Pils Buxur Bolir Stuttbuxur Kvartbuxur Pils - Kjólar frá kr. 4.900 frá kr. 5.900 frá kr. 2.900 frákr. 1.690 frá kr. 1.500 frá kr. 2.500 frá kr. 1.900 Alltaf sama góða verðið! Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. RAHUL PATEL - sigur lífsins Heilsa og hamingja er þitt val Við veljum okkur það Iff sem við lifum með hverri hugsun, hverju orði og hverju verki sem við vinnum. Það sem bætir líf okkar er meðvitund og þekking. Þekking á því hvaða áhrif hugsanir okkar, orð og athafnir hafa á daglegt líf okkar. Þessa þekkingu færðu á einstöku námskeiði Rahuls Patel, sérfræðings í orkuheilun, í íþróttamiðstöð Bessastaðahrepps 16. -17. september. Upplýsingar í síma 533 3353, www.lifandi.is Suðurlandsbraut 10, 2. hæð kl. 10.00 - 18.00 „Ég þakka þér Rahul af öllu hjarta fyrir alla heilunina, ráðin og læknandi snertingu þína sem bjargaði lífi minu" - Laura Evans, fyrrverandi krabbameinssjúklingur. Kvöldstund með englum Fundur með Rahul Patel i Háskólabíói, miðvikudag kl. 19:30. 500 kr. Bakþjálfun Þjálfun stöðugleika mjóbaks MT stofan, Síðumúla 37, býður nú upp á hóp- tíma í æfingasal stofunnar. Fáir í hverjum hóp. Styrktarþjálfun til að auka stöðugleika mjóbaks ★ Fyrir viðkvæm ofhreyfanleg bök. ★ Eftir tognanir. ★ Eftir brjósklosaðgerðir. ★ Slitgigt. 3ja mán. þjálfun frá 16. sept.—16. des. ★ Mánud. og fimmtud. kl. 18—19 eða ★ miðvikud og föstud. kl. 12—13. Æft tvisar sinnum í viku — möguleiki á fleirum skiptum. Leiðbeinadi: Oddný Sigsteinsdóttir, sjúkraþjálfari. Upplýsingar og skráning á MT stofunni, í símum 568 3660 og 568 3748. Brúðhjón Alliir borðbiíndður - GIæsiIeg (jjdfdvara Brrídlijoiidlislar & VERSLUNIN Lnugnvegi 52, s. 562 4244. ÍDAG VELVAKAIWII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakka góða þjónustu í Bónus ÞANN 7. september sl. fór ég í Bónus í Holtagörðum til þess að versla í matinn o.fl. Þar sem búið var að breyta versluninni frá því ég kom þar seinast fann ég ekki marga hluti. Mér varð á að spyrja starfsmann þarna hvar ein vörutegund væri og var hann fljótur að segja mér til. Hann spurði mig hvort ég væri að versla eitthvað meira og ég játti því og það skipti engum togum að hann lóðsaði mig um alla verslunina og bar allt í körfuna mína. Hann var með eindæmum al- mennilegur. Eg veit ekki hvort hann vissi að ég er 75% öryrki en ég ber það nú ekki utan á mér. Ég held að þessi ungi maður heiti Óðinn og finnst mér að svona menn ættu að vera á topplaunum og ég mun koma þarna fljótlega aftur. Takk fyrir mig. Ánægður við- skiptavinur. Starfsfólk á elliheimilum VILHJÁLMUR hafði sam- band við Velvakanda vegna mikillar umræðu í þjóðfé- iaginu undanfarið um skort á starfsfólki á elliheimilin. Það hefur verið mikið rætt um það undanfarið að flytja inn útlendinga til þess að manna stöðurnar. Það kostar margar milljónir að koma fótum undir útiend- ingana hér. Það væri miklu nær að lofa fólki, sem hefur verið ýtt út af vinnustöðum vegna starfslokasamninga, að spreyta sig ef það vill. Það er til fullt af fólki á miðjum aldri á Islandi, bæði karlar og konur, sem vilja vinna en það er svo undarlegt að unga fólkið gengur alltaf iyrir. Hús- mæður myndu kannski vilja vinna fjóra tíma á dag og eldra fólkið hlutastarf. Þetta er stór hópur og al- veg grundvöliur að skoða þau mál betur. Sorgarsaga úr kerfínu KONA sagði mér dapra sögu. Hún er ein af þeim sem lægst hafa launin í þessu góðærislandi. Hún leigði húsnæði og þegar leigutíminn rann út hafði hún ekki fengið annað hús- næði. Hún varð því að fara á götuna. Hún fór á Hag- stofu Islands til þess að láta skrá sig heimilislausa. Þar var henni sagt að hún yrði að láta skrá sig einhvers staðar. Fyrst gisti hún hér og þar, loks fór hún á Hjálpræðisherinn. Þar kostaði gistingin fyrir pínu- h'tið herbergi eins og tvö- föld leiga. Hún leitaði að- stoðar Félagsþjónustunnar en fékk synjun um hjálp. Þá leitaði hún til síns við- skiptabanka og fékk þar tímabundna yfirdráttar- heimild til þess að geta borgað gistinguna. Svo kom að því að hún fékk hús- næði. Hún fór og bað sinn viðskiptabanka um lengri frest til þess að borga heimildina og þótt hún hefði sagt sína sögu var það ekki hægt nema hún hefði tvo ábyrgðarmenn sem væru fasteignaeigendur. Reikningnum var iokað og þetta sent til lögfræðings. Hún reyndi að semja við lögfræðinginn en það var ekki hægt. Hún fór í bank- ann með dálitia upphæð en var rekin út. Henni var sagt að þeim kæmi þetta ekki lengur við. Síðan hófst þrautagangan milli dómara og sýslumanns. Hún segist verða á svörtum lista í 5-7 ár í bankakerfinu. En hún vill fá þau sjálfsögðu mann- réttindi að fá að borga skuldimar sínar. Kerfið refsaði henni svo sannar- lega fyrir að vera fátæk í tímabundnum erfiðleikum. S.R. Tapað/fundid Myndavél tapaðist LITIL japönsk myndavél tapaðist miðvikudaginn 6. september sl. á leiðinni frá Tumabrekku í Óslandshlíð að Hofsósi. Eigandi vélar- innar er eldri maður og er vélin honum afar dýrmæt. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 895-9213. Gleraugu töpuðust GLERAUGU í svartri um- gjörð töpuðust fyrir um það bil þremur mánuðum. Gleraugun voru í rauðu gleraugnahulstri. Þau gætu hafa tapast á svæðinu í kringum Þinghólsbraut í Kópavogi eða í miðbæ Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 553-0066. Dökkblár herra- frakki tekinn í misgripum AÐ lokinni kveðjuathöfn í Breiðholtskirkju, þann 29. apríl sl., þegar Steingrímur St. Th. Sigurðsson lista- maður var kvaddur, gleymdist dökkblár herra- frakki í fatageymslu safn- aðarheimilisins. Eftir var skilinn svipaður frakki, sem viðkomandi er góðfús- lega beðinn um að sækja og skiia þeim sem tekinn var í misgripum og er greinilega merktur J. R. Snorrason. Tekið skal fram að kirkjan og safnaðarheimilið hafa verið lokuð vegna viðgerða þar tii í byrjun september og þvi kemur þessi beiðni svona seint fram. Jóhannes R. Snorrason, sími 588-6929. Dýrahald Perla er týnd PERLA er tólf ára læða og hvarf að heiman frá sér að Hrísmóum í Garðabæ, sennilega í kringum 7.-9. ágúst sl. Hún er þrílit, svört, hvít og brún. Hún er með svart nef og svarta ól og stóra bjöllu. Perla er eyrnamerkt. Hún var úti- köttur en undanfarið hefur hún haldið sig inni. íbúar í Silfurtúninu eru vinsam- legast beðnir að hafa augun opin því Perla fannst þar síðast þegar hún slapp út. Ef einhver hefur orðið var við Perlu eða veit hvar hún er niðurkomin, vinsamleg- ast hafið samband í síma 565-9508,698-4730 eða 698- 4728. Kettlingur, fínkupar og hamstradót fæst gefins FIMM mánaða steingrár, lítill högni, blandaður skóg- arkettlingur, fæst gefins á gott heimili. Einnig finku- par í búri ásamt fylgihlut- um og hamstradót og fylgi- hlutir. Upplýsingar í síma 697-7183. Kettlingur fæst gefins FJÖGURRA og hálfsmán- aðar högni fæst gefins á gott heimili vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Hann er gulur og hvítur, blíður og skemmtilegur. Uppl. í síma 867-0327 eða 562-2895. Víkveiji skrifar... LÞJÓÐADAGUR sjúkraþjálf- ara var haldinn í lok síðustu viku. Dagurinn var notaður til að kynna starfsemi sjúkraþjálfara og var almenningi boðið að koma á vinnustaði þjálfaranna og kynnast af eigin raun því sem þeir gera. Það er ljóst að starfsemi sjúkraþjálfara er mjög mikilvæg, ekki síður en lækna og hjúkrunarfólks. Endur- hæfing eftir slys eða önnur áföll er afar mikilvæg og Víkverja finnst það með ólíkindum hve miklu þetta fólk fær áorkað. Hann hefur séð mörg dæmi þess á endurhæfingar- deildinni á Grensásiað fólk nánast rís upp frá dauðum undir hand- leiðslu sjúkraþjálfaranna þar. Það eiga þeim margir mikið að þakka. xxx GRASAGARÐURINN í Laugar- dal er mikil perla í miðri borg eins og reyndar Laugardalurinn nánast eins og hann leggur sig. Það er sannarlega ómaksins vert að leggja leið sína í grasagarðinn og skoða fegurðina og gróskuna þar. Borginni er sómi að þessari perlu. Húsdýra- og fjölskyldurgarður- inn er einnig góður staður. Bæði börn og fullorðnir hafa gaman af því að skoða íslenzku dýrin og sjá þeim gefið. í fjölskyldugarðinum er mik- ið af leiktækjum, en því miður eru þau ekki í gangi lengur, því svoköll- uð vetrardagskrá hefur tekið gildi. Samkvæmt henni er garðurinn op- inn eins og húsdýragarðurinn, en lítið sem ekkert til gamans að gera. Víkverja finnst þetta full snemmt, því langt er frá því að vetur konung- ur hafi tekið völdin. Að auki finnst Víkverja það ekki við hæfi að jafn- mikið skuli kosta inn í garðinn nú þegar allt liggur í láginni og áður, þegar öll leiktæki eru til reiðu. Að vísu má segja að verðið sé ekki hátt en engu að síður væri réttast að lækka það í samræmi við skerta þjónustu. XXX KNATTSPYRNUTÍÐINNI fer senn að ljúka. Keppni í neðri deildunum og kvennadeildum er lokið og aðeins ein umferð eftir hjá körlum í tveimur efstu deildunum og bikarleikjum karla og kvenna. Ljóst virðist að FH og Valur endur- heimti sæti í efstu deild og tvö norð- anlið taka sæti í fyrstu deild í stað- inn og Leiftur er komið í sömu deild. Það getur farið svo að sex lið af Norðurlandi verði í fyrstu deild á næsta ári og að Víkingur og ÍR verði einu liðin af höfuðborgar- svæðinu í deildinni, nema Framara bíði það hlutskipti að falla úr efstu deild. En fyrir vikið verður í fyrsta sinn í langan tíma ekkert lið að norðan í efstu deild. Spennan er mikil í efstu deild enda stendur keppnin á toppnum milli Fylkis og KR. Fylkismenn hafa leikið beztu knattspyrnuna í sumar að mati Víkverja og væru því vel að titlinum komnir. Þeir hafa reyndar hikstað í síðustu leikjum og það var þeim mikið áfall að falla út úr bikarkeppninni í Eyjum á síð- ustu mínútum leiksins. Spennan í næstsíðustu umferðinni var mikil, því þá áttu þrjú lið góða möguleika á titlinum eftirsótta. Heilladísirnar gengu í lið með KR, sem fékk að- stoð Eyjamanna til að vinna þá sjálfa og misstu Eyjamenn þar með vonina um titil, en Fylkir lá í Grindavík. Þau úrslit komu Vík- verja ekki á óvart því Grindavík er með eitt af betri liðum deildarinnar og getur enginn bókað sigur gegn þeim, allra sízt á heimavelli. Grindavík og Fylkir eru liðin sem mest hafa komið á óvart í sumar og þótt þau vinni kannski ekki titilinn, hafa bæði liðin náð betri árangri en flestir bjuggust við. Þjálfarar lið- anna beggja og leikmenn eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna í sumar. XXX VÍKVERJI skilur ekki umræð- una um skipan Árna Kolbeins- sonar í embætti hæstaréttardóm- ara. Að hans mati var hæfasti um- sækjandinn einfaldlega valinn. Enginn hefur tekið hærra lögfræði- próf frá Háskóla íslands, og reynsla hans af störfum í stjórnsýslunni og að smíð fjölmargra lagafrumvarpa mun efalaust nýtast vel í Hæsta- rétti. Víkverji getur hvorki séð að þarna hafi verið um pólitíska starfs- veitingu að ræða né að jafnréttislög hafi verið brotin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.