Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 54
>4 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Sigurður V. Matthíasson, sigurvegari í fímmgangi, opnum flokki, hyggst láta Vigni Jónasson fá bikar þann sem hann hefur hér á loft. MorgunblaðiðA'aldimar Kristinsson Þórarinn Eymundsson hampaði hinum eftirsótta töltbikar fyrir sigur í tölti í opnum flokki á Islandsmótinu í sumar. AÞEIM tíma þegar efsti flokkur í hestaíþróttum hét fullorðinsflokkur voru gefnir þrír afar veglegir farandgripir til verðlauna i tölti, fjórgangi og fimmgangi. Irðu þessir gripir mjög eftirsóttir )g sköpuðu sér veglegan sess í luga keppnismanna. Sérstaklega )ótti töltbikarinn eftirsóttur og tiikill vegsauki að fá nafn sitt og liests skráð á hann. Á tíunda áratugnum var nafni fsta flokksins breytt og hann •:allaður opinn flokkur til sam- ræmis við það sem tíðkaðist í öðr- um íþróttagreinum. Skömmu síðar er samþykkt að taka upp styrk- 'eikaflokka í keppni fullorðinna þannig að þá var talað um meist- araflokk sem var efsti flokkur í styrkleika. Þá kom 1. og 2. flokk- ur. Ef hinsvegar ekki var keppt í iðrum flokki eins og er á íslands- nótum var talað um opinn flokk. Áður en þessi styrkleikaflokkun /ar samþykkt voru umræddir /erðlaunagripir afhentir í opnum lokki en á Islandsmótinu á addstaðaflötum 1999 voru þeir fhentir í meistaraflokki. Á Melgerðismelum ber hinsveg- ir svo við að mótsstjórinn Reynir Ijartarson og-yfírdómari Ámundi iigurðsson óska eftir því við tjórn Landsambands hesta- nannafélaga að reglur um það ívort afhenda skuli gripina í neistara- eða opnum flokki. Iringja þeir suður á hádegi á unnudag og tekur Haraldur Þór- rinsson varaformaður samtak- mna við erindinu. Afgreiðsla á stundinni Sagði hann í samtali við Morg- unblaðið það fráleita stöðu að hafa þurft að taka ákvörðun um þessa hluti með svo skömmum fyrirvara. Þurfti að afgreiða málið á stund- inni með símtölum við þá stjórnar- menn sem til náðist. Enginn tími hafi verið til að fá tilheyrandi gögn eða aðrar nauðsynlegar upplýsing- ar við ákvarðanatökuna. Sagði Haraldur að Amundi hefði lagt til að gripirnir yrðu afhentir í opnum flokki og stjórnarmenn farið að til- lögum hans. „Ef það er óánægja með þessa niðurstöðu fínnst mér í góðu lagi að endurskoða málið. Ef menn eru almennt sammála um að hér hafi verið gerð mistök fínnst mér sjálf- Eftirmál íslandsmótsins V erðlaunagrip- ir á villigötum Bikarmál voru í brenni- depli á Islandsmótinu á Melgerðismelum í sum- ar. Gamlir eftirsóttir verðlaunagripir voru af- hentir í opnum flokki í stað meistaraflokks áð- ur og olli það mikilli óánægju margra kepp- enda. Líklegt er að til tíðinda dragi í þessu máli sem Valdimar Kristinsson kynnti sér. sagt að leiðrétta þau,“ sagði Hara- ldur ennfremur. Ámundi Sigurðsson yfírdómari sagði að þegar Ijóst var á mótinu að ekki væru til farandgripir i nema annan flokkinn hafi sér fundist nauðsynlegt að láta stjórn samtakanna skera úr um í hvaða flokki gömlu gripirnir skildu af- hentir. „Við óskuðum eftir túlkun stjórnar á þeim reglum sem til- tækar voru. Mér fannst eina færa leiðin að stjórnin tæki þessa ákvörðun. Eg óskaði jafnframt eft- ir því að málið yrði yfirfarið að loknu móti og þá ef til vill hægt að breyta ákvörðun ef það þætti skynsamlegt," sagði Ámundi. Helstu rökin fyrir því að af- henda gömlu gripina í opnum flokki sagði Ámundi þau að þessir gömlu bikarar hefðu verið veittir í opnum flokki áður en meistara- Mörgum þótti sjónarsviptir að sigurvegara í tölti meistara, Sveinn Ragnarsson skyldi ekki fá hinn eina og sanna töltbikar sem afhentur hefur verið besta töltpari landsins frá upphafí íslandsmóta. flokkurinn kom til sögunnar. Meistaraflokkurinn sé nýr flokkur og því eðlilegt að fá nýja gripi í hann til afhendingar þar. Meinilla við bikarinn Meðal keppnismanna ríkir mikil óánægja og ekki hvað síst meðal bikarhafanna sjálfra. Sigurður Sigurðarson, sem sigraði í fjórg- angi í opnum flokki, sagði við verð- launaafhendingu þegar honum var ljóst að afhenda ætti honum fjórg- angsbikarinn gamla að hér væru einhver mistök í gangi. Þennan bikar ætti að afhenda í meistara- flokki en honum sagt að svo væri ekki. „Mér er meinilla við að hafa undir höndum bikar sem mér finnst ég ekki eiga með réttu“ sagði Sigurður í samtali við Morg- unblaðið. Sigurður V. Matthíasson sem sigraði í fimmgangi í opnum flokki sagði í samtali að hann og Vignir Jónasson sem sigraði í fimmgangi meistaraflokks væru búnir að tala sig saman um að skipta á verð- launagripum. Þeir væru sammála um að þarna hefði verið tekin röng ákvörðun og sagði hann að verið væri að vinna í að fá aðra verð- launahafa til að skipta á hinum gripunum fjórum. Þá mun ljóst vera að gefendur þessara gömlu verðlaunagripa eru mjög ósáttir við þessa ákvörðun og telja að veita eigi þessa gripi í efsta flokki. Með öðrum orðum að þeir hinir bestu eigi að fá þessa gripi til varðveislu. Verðlaunamál í skoðun Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu LH hafa ekki borist nein erindi þess efnis að mál þetta verði tekið til endurskoðunar en hinsvegar upplýsti formaður sam- takanna, Jón Álbert Sigurbjörns- son, að þörf væri á að fara ofan í saumana á öllum verðlauna- og bikarmálum samtakanna því upp- lýsingar vantaði með mörgum þeirra gripa sem í umferð væru. Þá væri nauðsynlegt að hafa ein- hvern ramma eða reglur um það hvernig skuli staðið að málum þeg- ar einhverjir vilja gefa bikar eða verðlaunagrip á einhver mót sem samtökin eiga aðild að eins og til dæmis íslands- eða landsmót. Hefði verið um það rætt á stjórn- arfundi að ganga í þessi mál fljót- lega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.